Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Tryggva-son, Ártúnum, var fæddur í Finn- stungu 28. mars 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi hinn 7. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Jónasson (1892– 1952) bóndi í Finn- stungu í Blöndudal og kona hans Guð- rún Jóhanna Jóns- dóttir (1880–1967). Börn þeirra Tunguhjóna voru Jónas (1916–1983), Jón, Guð- mundur (1918) og Anna Margrét (1919). Í framhaldi af hefðbundnu skólanámi þeirra tíma fór Jón vetrarlangt til náms í Íþróttaskól- anum í Haukadal 1935–36 og 1937 lauk hann búfræðinámi frá Hólaskóla. Jón kvæntist hinn 31. desember 1946 Sigríði Ólafsdóttur sem fædd er 4. nóvember 1924 á Mörk á Laxárdal. Sigríður er dóttir Rakel (1972) frá fyrra hjóna- bandi, Halla Ósk (1988) og Sigríð- ur Embla (1992). II) Tryggvi Þór (1948), kvæntur Jóhönnu Magn- úsdóttur (1952), búsett í Ártúnum, börn: Jón Sindri (1972), Guðný Bergþóra (1976), Jónas (1978) og Sigurdís Sandra (1993). III) Guð- rún Þóranna (1950), gift Guð- mundi Guðmundssyni (1945), bú- sett á Selfossi, börn: Jónas Víðir (1975), Anný Björk (1977), Sigríð- ur Dögg (1981) og Magnús Fann- ar (1989). IV) Klara Sólveig (1952) gift Sigurði Friðrikssyni (1949), búsett í Skagafirði, börn: Unnur (1978), Signý (1980) og Finnur (1988). V) Margrét (1954) búsett í Reykjavík. VI) Ólöf Una (1958) gift Þórarni Ólafssyni (1954), búsett í Reykjavík, börn: Sunna (1981), Tinna (1985) og Ólafur Andri (1994). VII) Ásgeir (1964) kvæntur Elínu Fjólu Þór- arinsdóttur (1967), búsett á Rang- árvöllum, börn: Eyþór (1999) og Unnar Jón (2004). Barnabarnabörn Jóns og Sig- ríðar eru 11 talsins. Útför Jóns Tryggvasonar verð- ur gerð frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 17. mars, kl. 13.30. Jarðsett verður í Bólstaðarhlíð- arkirkjugarði. Ólafs Björnssonar (1890–1985) og Jós- efínu Pálmadóttur (1887–1986) síðast búsett í Holti á Ás- um. Jón og Sigríður hófu búskap í Ártún- um 1947 og hafa átt þar heimili síðan. Jón átti sæti í hreppsnefnd Ból- staðarhlíðarhrepps frá 1946, var oddviti hreppsins 1961–82 og sat í sýslunefnd 1961–88. Hann var mikill áhugamaður um söng og tónlistarmál, var söngstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps 1952–87 og organisti í Bólstað- arhlíðarkirkju 1945–91. Þá sat Jón í ýmsum stjórnum og nefnd- um og hlaut viðurkenningar fyrir þátt sinn að söng- og félagsmál- um þ.á m. hina íslensku fálka- orðu. Börn Jóns og Sigríðar eru sjö: I ) Ingi Heiðmar (1947), kvæntur Hörpu Ólafsdóttur (1962) búsett á Selfossi, börn: Starri (1969) og Hann pabbi minn er dáinn. Ég óskaði þess að hann fengi að lifa lengi hér í henni veröld. Lifa lengi – svo léttur á fæti sem hann var, léttur í lund, fróður um svo margt og minn- ugur. Hann pabbi fékk að lifa lengi – en ellin og fylgifiskar hennar fóru ekki mjúkum höndum um hann, hann missti smátt og smátt persónu sína, en lengst hélt hann þó léttu lundinni sinni, æðruleysinu og gat rifjað upp vísur. Já, minningarnar hrannast upp. Ég, lítil stelpa í fjósinu með pabba að hlusta á Búkollu eða Grámann í Garðshorni á meðan mjólkurbogarn- ir streyma í fötuna, svo var stansað á hlaðinu á leiðinni inn og horft upp í himininn þar sem stjörnurnar tindr- uðu og ég fékk að vita hvað þessi og þessi stjarna hét og hvar Karlsvagn- inn blikaði. Við útivinnuna sagði hann mér frá jurtum, dýrum og fugl- um sem við sáum – mér þótti sem hann pabbi vissi allt. Svo sé ég hann fyrir mér koma heim utan af Blöndu- ósi á gráa jeppanum með gesti sem setið var með og spjallað við, hlegið og stundum var sungið. Best man ég eftir Guðmundi Jósafatssyni, sem kom oft og hann og pabbi sátu við eldhúsborðið og töluðu mikið, sögðu sögur, ræddu þjóðmálin. Oft voru söngæfingar heima, þá ómaði allt húsið af söng og pabbi sagði stund- um „jæja piltar, takið þið þetta nú mjúklega“ og karlarnir sungu svo fallega, lag eftir lag. Ég get enn heyrt fyrir mér „Kotið er lokað“ þar sem sr. Birgir söng einsöng. Svo voru alvarlegri fundir, hreppsnefnd- arfundir sem líka voru haldnir heima og af því að svo fáir áttu bíla – þá byrjaði pabbi oft á að sækja einstaka fundarmenn svo þeir kæmust á fundinn. Tíminn leið og við systkinin urðum fullorðin og fórum að koma með börnin okkar heim til pabba og mömmu. Hann hafði alltaf tíma fyrir börnin, ekki bara sín börn og barna- börn, hann lét sig varða öll börn. Pabbi var mikill náttúruunnandi og las mikið og sinnti mörgum málum á þeim sviðum. Hann hafði tilfinningu fyrir fegurð og mikilleik landsins og því að sérhver lífvera er háð ákveðnum lífsskilyrðum í nátt- úrunni. Pabbi tók mjög nærri sér að missa allt það land sem fór undir vatn þegar Blanda var virkjuð – og að hægt væri að borga peninga fyrir það – nei, það þótti honum ekki mik- ils virði. Pabbi þekkti heiðarnar fram af Húnvatnssýslum mjög vel, mundi mjög vel örnefni, stundum fylgdu vísur örnefninu, en hann átti létt með að setja saman vísu þó hann flíkaði því ekki mikið. Það var gaman að ferðast með honum um heiðarnar, Eyvindarstaða- og Auðkúluheiði og hlusta á hann segja frá – þjóðsögum og sönnum sögum. Fyrir nokkrum árum gekk ég frá Hveravöllum í Hvítárnes á þrem dögum þá var mér hugsað til þess sem pabbi hafði sagt mér þegar hann og Leifi í Hvammi voru að fara á Haukadal og gengu í einni lotu frá Hveravöllum í Hvít- árnes í leiðindaveðri, en þar kom Sigurður Greipsson á móti þeim. Á síðastliðnum 90 árum hafa ótrú- lega miklar breytingar gengið yfir samfélagið. Pabbi upplifði að sjá landið og þjóðina breytast úr kyrr- stöðuþjóðfélagi í mikið breytinga- samfélag sem einkennist af hraða og framkvæmdum, sumt þótti honum miður, en flest var hann þó ánægður með. Ég óska sveitinni okkar, þar sem pabbi lagði sitt lóð á vogarskálina með störfum sínum að félags- og söngmálum, velfarnaðar um ókomna tíð. Guðrún Þóranna. Jón Tryggvason, tengdafaðir minn er látinn. Síðan ég kom í Ártúnsfjölskyld- una hefur Jón hugsað fyrst og fremst um fjölskylduna sína, ekki síst barnabörnin. Þau vildu hvergi frekar vera en hjá afa. Hann talaði við þau, lék við þau, fór með vísur fyrir þau. Þau fóru með honum út að gefa heima- lingunum eða raka dreif. Allt var spennandi sem afi var að gera. Hann fór fyrstur að sofa og var löngu kominn á fætur þegar aðrir vöknuðu. Þá var hann búin að fara út, njóta kyrrðarinnar með sjálfum sér og hundinum, njóta vorilmsins og fara í húsin. Gefa fyrstu gjöf eða finna nýfætt lamb. Ég held að þessar morgun- stundir hans með náttúrunni hafi verið honum dýrmætar. Hann hafði gaman af því að ferðast, var fljótur að slá til ef hon- um var boðið í ferð. Hvort sem ferðin var á fjöll, sjó eða í byggð. Hann hafði einstaklega gaman af að hitta fólk, kynnast fólki og ekki var verra ef lagið var tekið í góðum hópi. Minningarnar um Jón eru dýr- mætar, hann var einstakur. Blessuð sé minning hans. Harpa Ólafsdóttir. Hinn 7. mars síðastliðinn kvaddi ástkær tengdafaðir minn Jón Tryggvason í hinsta sinn, eftir hart- nær níutíu ára búsetu hér í Blöndu- dal. Hann var fæddur í Finnstungu og þar ólst hann upp í foreldrahús- um. Árið 1946 hóf Jón að reisa nýbýlið Ártún á hálfri föðurleifð sinni. Það byggði hann upp af myndarbrag ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Ólafsdóttur. Heimilið í Ár- túnum var ætíð mannmargt og gest- kvæmt, enda Jón afar gestrisinn og skemmtilegur heim að sækja. Jón var vel gefinn, fjölhæfur og sanngjarn, alinn upp með hugsjónir ungmennafélagsins og samvinnu- andans að leiðarljósi og mótuðu þær lífsskoðanir hans alla tíð. Hann var víðlesinn og fróður og kunni ógrynni af ljóðum og vísum og átti auðvelt með að kasta fram stöku, þó hann flíkaði því ekki mikið. Þó ætíð væru nóg verkefni heima í Ártúnum, tók Jón virkan þátt í fé- lagsmálum mestan hluta ævi sinnar. Hann var kjörinn í sveitarstjórn árið 1947 og var oddviti frá 1961 til 1982. Þar vann hann samfélagi sínu af samviskusemi og dugnaði og kom að mörgum framfaramálum. Jón var mjög músíkalskur að eðlisfari, hann stundaði á sínum yngri árum nokk- urra vikna nám í orgelleik hjá Páli Ísólfssyni. Hann stjórnaði Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í tugi ára, en faðir hans Tryggvi Jónasson í Finn- stungu var einn af stofnfélögum kórsins. Einnig var Jón organisti í sinni sóknarkirkju í Bólstaðarhlíð í meira en 40 ár. Jón hafði alla tíð mik- inn áhuga á uppbyggingu tónlistar- lífs í héraðinu og kom að stofnun tón- listarskóla Austur-Húnavatnssýslu. Tengdafaðir minn var sannur landverndarsinni og náttúruunnandi og umgekkst landið af alúð. Hann þekkti ógrynni af örnefnum bæði hér heima og á heiðum upp þar sem hann var þaulkunnugur. Því gefur augaleið að hann var alfarið á móti þeirri stóriðjustefnu er nú litar þjóð- félagið. Hann lifði eftir því lífslög- máli að Guð hefði afhent okkur mönnunum jörðina til að rækta, gæta og nærast á en ekki til að græða á. Hann barðist af heilum hug fyrir því sem oddviti sinnar sveitar, þegar ráðist var í virkjun Blöndu, að það yrði gert með þeim hætti að sem minnstum landverðmætum yrði spillt. Þar voru því miður hans skoð- anir og margra annarra heima- manna ofurliði bornar. Leiðir okkar tengdaföður míns lágu saman fyrir um þrjátíu og fimm árum er ég giftist Tryggva syni hans. Við hjónin reistum okkur íbúð- arhús í Ártúnum árið 1976 og höfum búið þar síðan svo samfylgdin er orð- in æðilöng. Jón tók mér vel frá fyrsta degi og sýndi mér nærgætni og um- hyggju. Börnum mínum var hann kærleiksríkur afi og fræðari. Hann átti alltaf stund fyrir afabörnin, söng fyrir þau og sagði sögur og ævintýri. Er þau uxu úr grasi fylgdu þau hon- um eftir við störfin, þar sem hann kenndi þeim að virða menn og mál- leysingja, þekkja blóm, grös, fugla, örnefni og margt fleira úr ríki nátt- úrunnar. Þannig varð vinnan aldrei kvöð heldur ógleymanlegar sam- verustundir. Kæri tengdafaðir, ég og fjölskylda mín viljum að leiðarlokum þakka þér öll samferðarárin hér í Ártúnum er aldrei bar skugga á og þökkum Guði fyrir hve mörg þau urðu. Jóhanna Magnúsdóttir. Jón afi í Ártúnum hefur nú kvatt þennan heim næstum níræður að aldri. Afi var búinn fjölþættum hæfi- leikum og hafði stórt og hlýtt hjarta. Hann var mikill dugnaðarbóndi og sinnti jafnframt starfi oddvita um árabil með miklum ágætum. Hann var auk þess mikill selskapsmaður og í tíðum heimsóknum mínum til afa og ömmu á æskuárunum virtist húsið þeirra alltaf vera fullt af gest- um sem amma og afi tóku ætíð á móti af höfðinglegri gestrisni. Afi var jafnframt músíkalskur og stýrði kór Bólstaðarhlíðarhrepps í fjölda ára og tók svo þátt í kórstarfinu eftir að hann lét af kórstjórn. En það sem lifir e.t.v. sterkast með mér og öðr- um barnabörnum hans, og svo barnabarnabörnum hans þegar þau komu til sögunnar, var hve sérstak- lega barngóður afi var og flinkur að ná til barna á öllum aldri og þá ekki síst til ungra barna. Ómálga börn horfðu aðdáunaraugum á afa sem gat spjallað við þau tímunum saman og fengið þau til að skríkja. Ég kveð afa með söknuði. Eftir sitja ótal ynd- islegar minningar tengdar samveru með honum og ömmu. Ég votta ömmu og börnum þeirra samúð mína. Rakel Heiðmarsdóttir. Ég man þig afi sem lítill stubbur er fékk að sitja í fangi þér meðan fréttirnar voru í sjónvarpinu. Leikur að steinum við Svartagil meðan þú dyttaðir að merkjagirðingunni og þrátt fyrir óþolimæði barnsins tókst þér að finna upp nýja leiki handa mér þannig að girðingarvinnunni laukstu. Samverustundir um jól, stórfjölskyldan leggur púsluspil saman, þú skilar þínum drjúga skerfi milli þess sem myndagátur og skákþrautir eru leystar. Heyskapur í gamla Willys sem virtist hafa enda- laust pláss fyrir barnabörn og ekki síður var hann ómissandi ferðafélagi í smalamennsku. Ég man ófáar ferð- ir fram í Rugludal eða inn á heiði. Heiðin var þér kær og þú kenndir virðingu fyrir landinu. Þá voru ekki margir sem vildu veita lið land- verndarmönnum í baráttu gegn virkjunum. Nú er hljómur þjóð- félagsins annar og má það, ásamt öðru, þakka einarðri baráttu ykkar. Nú skilja leiðir en minning þín lif- ir. Starri Heiðmarsson. Tíminn sem það tók rútuna að keyra frá Reykjavík að Svartárbrú silaðist hægt áfram að mati lítillar stelpu sem beið með eftirvæntingu eftir að komast í sauðburðinn til afa. „Komdu sæl stubba litla“ var kveðj- an sem hljómaði þegar hún smellti kossi á kinnina á afa sínum, rétt áður en hún smeygði sér í framsætið á litla bílnum og þau keyrðu heim að bænum til ömmu. Að komast í sveit- ina var merkileg lífreynsla fyrir mig sem að öðru leyti ólst upp á mölinni. Þótt ég hafi vissulega haft gaman af sveitastörfunum þá er óhætt að segja að mesta ánægjan hafi falist í því að fá að fylgja afa eftir, hvert fót- mál. Að vakna fyrir allar aldir, helst fyrir kl. fimm svo ég kæmist í fjár- húsin með honum, varð kappsmál sem og að fá að sitja næst honum við matarborðið. Afi hafði ótrúlegt lag á krökkum, hann fór með vísur, sagði sögur og gerði góðlátlegt grín. Börn- in löðuðust ósjálfrátt að þessum káta manni. Fyrir utan það að vera bóndi sinnti afi ýmsum störfum og hlut- verkum um ævina. Fyrir mér er hann þó eftirminnilegastur í hlut- verki afans, hlutverki sem má með sanni segja að honum hafi farist afar vel úr hendi. Það myndast undarlegt tómarúm þegar þeir sem hafa verið til staðar frá því maður fyrst man eftir sér kveðja þennan heim. Nú er afi lagð- ur upp í langferð, rétt eins og Brima- borgarsöngvararnir sem hann sagði okkur barnabörnunum sínum svo oft söguna af. Minningarnar eru margar og góðar, við sem eftir stöndum get- um yljað okkur við þær. Sunna Þórarinsdóttir. Jón Tryggvason bóndi og söng- stjóri í Ártúnum hefur lokið dags- verki sínu. Þar ber hvergi skugga á farsælan og glæsilegan feril og hann var mikill heillamaður í sínu sam- félagi. Jón var fæddur og alinn upp í Finnstungu í Blöndudal, sonur heið- urshjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Tryggva Jónassonar er þar bjuggu. Næsti bær við Finnstungu var Ytra Tungukot. Þar reistu Jón og Sigríður Ólafsdóttir kona hans, ásamt með Jónasi bróður Jóns, glæsilegt býli og nefndu Ártún. Jón- as var skáld og tónskáld en hann var blindur og þar af leiðandi létu mörg sveitastörf honum ekki. Hann hvarf frá búskap, flutti til Blönduóss og rak þar verslun og verkstæði af myndarskap til dauðadags. Þegar fram liðu stundir reistu Tryggvi sonur þeirra hjóna og Jó- hanna Magnúsdóttir kona hans ann- að íbúðarhús í Ártúnum og er þar ein fallegasta bújörð þar í sveitum. Jón var einstaklega vel af Guði gerður, bráðgreindur fjör- og fríð- leiksmaður. Hann var félagslyndur og hafði yndi af að blanda geði við aðra og fólk laðaðist að þeim hjónum og heimili þeirra og var þar löngum gestkvæmt. Jón var valinn til lang- flestra þeirra trúnaðarstarfa sem samfélag okkar þarfnaðist. Rækti hann öll störf af kostgæfni og ósér- hlífni. Jón var einlægur samvinnu og fé- lagshyggjumaður og í forystusveit framsóknarmanna. Hann var listrænn og unni tónlist eins og Jónas bróðir hans. Hann tók við söngstjórn Karlakórs Bólstaðar- hlíðarhrepps af Jónasi haustið 1951 og gegndi því starfi einn eða með öðrum í á fjórða áratug. Karlakórinn er merkilegur félagsskapur og hefur starfað óslitið síðan 1925. Hann hef- ur verið söngmönnum gleðigjafi og upplyfting í önn dagsins og þegar vel hefur tekist til menningarauki og víkkað okkar þröngu dali. Kórinn hefur gefið út plötur og geisladiska, m.a. einn eingöngu með vel fram- bærilegum lögum eftir kórfélaga. Jón var lengi aðaldriffjöður kórsins og var sæmdur Hinni íslensku fálka- orðu fyrir störf að tónlistar- og fé- lagsmálum. Jón var bóndi og unni náttúru landsins. Þegar virkjun Blöndu var á döfinni var Jón í forystu þeirra heimamanna er vildu hlífa heiða- löndum okkar eftir því sem unnt væri og takmarka það land sem sökkt væri undir miðlunarlón. Það var mjög vel framkvæmanlegt og með litlum kostnaðarauka. Þrátt fyr- ir tiltölulega góða samstöðu heima- manna um þessa tilhögun í upphafi, máttu stjórnvöld ekki til þess hugsa að fara þá leið, en knúðu fram vilja sinn með ófyrirleitnum hætti. Nið- urstaðan varð mesta inngrip í nátt- úru Íslands af mannavöldum á ein- um stað frá upphafi. Sökkt var milli 60 og 70 ferkílómetrum af algrónu landi sem er talsvert meira en það Jón Tryggvason ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, JÓN MAGNÚS STEINGRÍMSSON pípulagningameistari, Skagaseli 2, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. mars. Guðrún Hugborg Marinósdóttir, Margrét Hjartardóttir, börn, afabörn, tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.