Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 37
antískara og fallegra en að sjá mann
á 97. aldursári strjúka hendur ní-
ræðrar konu og tjá henni ást sína?
Það eru erfiðir tímar núna hjá
Munda að hafa ekki lengur það
hlutverk að hitta Ásu sína á hverj-
um degi. Þau sigldu saman gegnum
stórsjói sannrar ástar og náðu alltaf
landi. Þannig verða þau líka þegar
þau ná fundum á ný í landi eilífð-
arinnar.
Vegna búsetu tveggja barna Ás-
laugar og Guðmundar í útlöndum,
kom það í hlut Kristjáns sonar
þeirra að hugsa mest um foreldra
sína á efri árum þeirra. Vonandi
veit Kiddi frændi hversu mikilvægt
það hlutverk var og hversu mikils
það var metið af foreldrum hans,
systkinum og öðrum sem fylgdust
með þeirri umhyggju og ást sem
hann veitti þeim.
Áslaug Hrefna. Stórbrotin mann-
eskja. Glæsileg kona sem bar sögu
lífs síns í ótrúlega fallegum augum
sínum. Lífssögu sem aldrei var
skráð nema í hennar eigin hjarta og
í hug og hjarta þeirra sem þekktu
hana best.
Hér eru færðar þakkir frá Ellu
systur fyrir ævilanga samveru og
vináttu og við Lízella mín þökkum
allar góðu stundirnar. Megi algóður
Guð sefa söknuð elsku Munda og
ástvinanna allra og umvefja Ásu í
sínum náðarfaðmi þar til við hitt-
umst á ný.
Anna Kristine Magnúsdóttir.
Þegar Ása lést hinn 5. mars lauk
hvað lengstu ferli ævilangrar vin-
áttu og tryggðar sem okkur hefur
hlotnast. Skugginn yfir máttvana
legu hennar á hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð síðustu árin hverfur fyrir
björtum minningum lífsins. Vinátt-
an við Ásu og Munda var okkur sí-
felldur gleðigjafi. Húsbóndinn hafði
að vísu margt merkilegt til frásagn-
ar en gleðin var vakin við skæran og
smitandi hlátur hennar Ásu. Og
hvaðan fengu listamennirnir, syn-
irnir tveir Sigurður og Kristján,
frumleika sinn og geníalitet? Eitt-
hvað frá báðum, mætti ætla, en
dóttirin Ágústa erfði fegurð og
sjarma móðurinnar. Þetta er kyn-
sæl ætt og það gat verið gaman að
rifja upp nöfnin á öllum barna- og
barnabörnum þeirra í tveimur
heimsálfum. 
Áslaug Sigurðardóttir var glæsi-
leg kona og góðum gáfum gædd. Að
hún var ljóðelsk, músíkölsk og bók-
hneigð var ekki að furða enda dóttir
Sigurðar skálds Sigurðssonar frá
Arnarholti. Jafnhliða hlutverki hús-
móður átti Ása farsælan starfsferil
sem ritari í gamla SÍF, en þar naut
sín frábær kunnátta hennar í ensku,
sem rekja mátti til náms í Skot-
landi. 
Á æsku- og unglingsárum naut
Ása fósturs hjónanna Kristjáns Ein-
arssonar og Ingunnar Árnadóttur
en það sama var síðar um Elsu Pét-
ursdóttur. Ása og Elsa urðu því
einskonar fóstursystur með tíma-
skekkju en tengsl þeirra voru svo
náin og innileg sem orðið gat. Þótt
árin í lífinu liðu og yrðu mörg var
Ása alltaf sú hin sama og á heimili
þeirra hjóna ríkti sá góði andi sem
alltaf var gengið að með fögnuði
þegar komið var í heimsóknir frá
útlöndum eða eftir að heim kom og
sagt var: Við skulum skreppa til
Ásu og Munda. Fólkið á þeim bæ
var vissulega vel með á nótunum,
eins og sagt er. Ása var mikill au-
fúsugestur í heimsókn til okkar í út-
löndum og áhugi á því sem söfn
geyma gat komið á óvart um það
sérstaka sem var athyglivert.
Nú minnumst við allra góðu
stundanna á heimilum þeirra hjóna.
Frábær smekkvísi hennar um hús-
gögn, myndir og muni gerði að
verkum að lítið heimili að stærð
fékk aðra og meiri vídd. Þótt ekki
verði framar farið í þær heimsóknir
eigum við hafsjó fagurra minninga
um Áslaugu Sigurðardóttur. Fyrir
Guðmund er nú missir mestur, en á
háum aldri hafði hann veitt sínum
elskaða lífsförunaut frá æskuárum
daglega umönnun í Seljahlíð. Við
vottum honum og hennar nánustu
okkar dýpstu samúð.
Hvíl í friði.
Elsa og Einar.
? 
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, 
SKÚLI MAGNÚSSON ÖFJÖRÐ 
frá Skógsnesi, Gaulverjabæjarhreppi, 
síðast til heimilis  
í Reykjamörk 1, 
Hveragerði, 
verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju 
laugardaginn 31. mars kl. 14.00. 
Jón Ingi Skúlason Öfjörð, Gerður Helgadóttir, 
Þórdís Kr. Skúladóttir Öfjörð, Ingólfur Einarsson, 
Sveinn Skúlason Öfjörð, Helga Hjartardóttir, 
Þóra Skúladóttir Öfjörð, Ríkharður Jónsson, 
Ingigerður Skúladóttir Öfjörð, Hrafn Sigurðsson, 
Magnús Þ. Skúlason Öfjörð, Þórunn R. Sigurðardóttir, 
afabörn og langafabörn. 
? 
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, tengdamóðir,
systir, frænka og mágkona, 
LÍSA SKAFTADÓTTIR, 
verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn  
30. mars kl. 13.30. 
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast Lísu er bent á styrktarreikning nr.
0152-05-267600, kt. 111161-3649.  
Fyrir hönd aðstandenda, 
Ragnar Þór Stefánsson, 
 Þórunn Lísa Guðnadóttir, Örn Gunnþórsson, 
Sindri Þór Arnarson, 
Ómar Ragnarsson, 
Hafdís Ragnarsdóttir, 
Gunnar Þór Ragnarsson, 
Skafti Ragnarsson. 
? 
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu
við andlát og útför eiginmanns míns, 
JÓNS TRYGGVASONAR, 
Ártúnum, 
sem fæddur var 28. mars 1917 og lést miðviku- 
daginn 7. mars síðastliðinn. 
Sigríður Ólafsdóttir 
og fjölskyldan. 
?
Manuela Wies-
ler fæddist í
Itapiranga í Bras-
ilíu 22. júlí 1955.
Hún lést á líkn-
ardeild í Vín-
arborg 22. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru dr. Helmut
Wiesler kvik-
myndagerð-
armaður, f. í Graz í
Austurríki 31.
október 1925, d.
10. október 2006 í
Vínarborg og Monika Wiesler
ballettdansari og leikstjóri, f. í
Vínarborg 24. desember 1937.
Hálfsystir Manuelu samfeðra er
Marion, f. 1967.
Manuela giftist 1973 Sigurði
Ingva Snorrasyni tónlistar-
manni. Þau skildu. Synir þeirra
eru: 1) Marian verslunarmaður
í Reykjavík, f. 21. júní 1975,
kvæntur er Guðrúnu Dís Krist-
jánsdóttur, sonur þeirra er
Bjarki Freyr, f. 29. ágúst 2006.
Sonur Marians og Kolbrúnar
Gunnarsdóttir er Bergvin Máni,
f. 12. júlí 1995. 2) Daníel fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 23.
júní 1976.
Seinni maður Manuelu er
Einar Grétar Sveinbjörnsson,
fiðluleikari, búsettur í Svíþjóð.
Þau skildu. Börn þeirra eru
María Lind, f. 5. september
1986, hún stundar nám í Sviss,
og David Berg, f. 22. september
1987, hann stundar nám í Vín-
arborg.
Manuela ólst upp
í Vínarborg. Hún
lauk einleik-
araprófi í flautu-
leik frá Kons-
ervatorium der
Stadt Wien árið
1971. Síðar stund-
aði hún nám í Par-
ís og víðar. Ma-
nuela fluttist til
Íslands árið 1973
og bjó hér í tíu ár.
Meðal við-
urkenninga sem
hún hlaut voru 1.
verðlaun í norrænni kamm-
ermúsíkkeppni árið 1976 og hún
sló í gegn á Tónlistartvíær-
ingnum í Kaupmannahöfn 1980.
Hún stofnaði Sumartónleika í
Skálholtskirkju árið 1975 ásamt
Helgu Ingólfsdóttur semballeik-
ara og kom þar iðulega fram,
einkum í samleik með Helgu.
Eftir að Manuela fluttist frá Ís-
landi dvaldi hún og starfaði í
Svíþjóð. Árið 1985 fluttist hún
til Vínarborgar þar sem hún bjó
að mestu til æviloka.
Manuela kom víða fram í Evr-
ópu, ekki síst á Norðurlönd-
unum en líka í Þýskalandi og á
heimaslóðunum í Austurríki.
Hún lagði sig einkum fram um
að flytja samtímaverk en helstu
tónskáld Íslendinga sömdu fyrir
hana tónverk auk margra er-
lendra tónskálda. Meðan Ma-
nuela bjó á Íslandi var hún mik-
il driffjöður í tónlistarlífinu
hérlendis og gætir áhrifa henn-
ar víða.
Ég hafði mikið heyrt af frábærri
hæfni þessarar konu og því fleygt að
hún væri tónlistarmaður á heims-
mælikvarða. Þau tíu ár sem hún bjó
á Íslandi sáumst við þó aldrei. En
skömmu eftir að ég fluttist til Vín-
arborgar, þar sem hún var sest að á
ný, bar fundum okkar saman. Strax
við fyrstu sýn fannst mér hún hafa
til að bera mikla persónutöfra, sem
óhjákvæmilega hlaut að vekja áhuga
á frekari kynnum. Hún gekk fram af
fullkomnu látleysi, en það yfirsást
engum að meira bjó undir. Af andliti
hennar stafaði birtu, sem lýsti skær-
ar þegar hún hóf upp rödd sína og
augun ljómuðu af kærleik til alls og
allra. Manuela var heillandi kona og
ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi
að eignast vináttu hennar, sem var
og verður mér mikils virði. Þessi
vinskapur okkar var byggður á
bjargi og honum gat ekkert haggað.
Góðvinur minn Þorsteinn Gylfa-
son kom nokkuð oft til Vínar. Hann
og Manuela urðu vinir á Íslandi. Þau
eyddu oft langtímum saman hér í
Vín við rabb og hugleiðingar, þau
áttu hugarfarslega samleið á lífsins
vegum. Mér er minnisstætt drengi-
legt andlit Þorsteins, þegar hann
sagði mér af efni samtala þeirra á
rölti í Vínarskógi, það ljómaði sem
þau hefðu ráðið einhverja flóknustu
ráðgátu heimsins, jafnvel margar og
þau voru reyndar vís til þess.
Það hefur verið sagt um Manuelu
að þegar hún var sest með flautuna í
höndum sér þá urðu þær eitt ? hún
og flautan. Mörg tónskáld sömdu og
tileinkuðu Manuelu verk, íslensku
tónskáldin ekki síst og gerði hún sér
far um að koma þeim á framfæri.
Henni var Ísland einkar kært og t.d.
sagði hún alltaf ?heima?, þegar hún
minntist á Frón. Sjálf var hún eins
íslensk og hægt er að vera sem Ís-
lendingur, hún talaði málið og skrif-
aði hnökralaust. Eitt sinn sátum við
Manuela saman við borð í Íslend-
ingateiti í boði Frú Schubrig, ræð-
ismanns Íslands. Ég benti henni á
þriggja manna hóp, sem ég var í
vafa um að væru Íslendingar. Hún
hvarflaði augum til hópsins og sagði
að bragði: ?Ekki öll, íslenskir karl-
menn hafa aðra framgöngu? ? hún
hafði rétt fyrir sér.
Líf Manuelu var ekki alltaf dans á
rósum, þrátt fyrir heimsfrægð í
flautuleik. Listamenn hafa sjaldnast
mikið framyfir að hafa í sig og á og
hún hafði tvö börn frá seinna hjóna-
bandi á sínu framfæri, sem hún átti
títt í erfiðleikum með að fá gæslu
fyrir, jafnvel þótt mikið væri í húfi
til að sinna list sinni. Ég varð þess-
ara annmarka var og spurði hana
eitt sinn: ?Værir þú ekki betur sett á
Íslandi?? ? Jú vissulega, en ?? hún
tjáði sig ekki frekar um hversvegna.
Um leið og ég votta ættingjum, vin-
um og fjölskyldu vinkonu minnar
dýpstu samúð, vil ég ljúka þessum
fátæklegu orðum með söknuði og
þökk í huga fyrir vin minn, lista-
manninn og manneskjuna Manuelu
Wiesler. 
Haraldur Jóhannsson,
Vínarborg.
Manuela Wiesler
Elsku Sigurgeir
Númi. Það er stórt
skarð höggvið í stór-
an barnahóp okkar
systkinanna, skarð sem aldrei
verður fyllt. Við systkinin höfðum
oft á orði hvað við værum lánsöm
að eiga öll þessi heilbrigðu og fínu
börn og báðum til guðs að lánið
fylgdi okkur áfram en nú, svo allt
allt of snemma, vantar eitt í hóp-
inn og er erfiðara og en orð fá lýst
að hugsa til þess og sætta sig við
það að fá aldrei aftur að sjá fallega
brosið þitt og blikið í augunum
þegar þú ræddir um það sem þig
langaði að gera og dreymdi um. Þú
munt alltaf finnast í hjörtum okk-
ar, fallegi engill. Elsku Áslaug,
Birgir, Elmar, Gummi, Birgir
Björn, mamma, pabbi og Guð-
björg. Guð gefi ykkur styrk til að
takast á við þessa miklu sorg .
Hvíldu í friði, elsku Sigurgeir
Númi, guð gæti þín. Við sjáumst
síðar, eins og Veiga litla frænka
þín segir:. ?Love you?.
Ágústa, Sigurður 
og börnin.
Elsku Sigurgeir Númi. 
Þegar við vöknuðum við símann
sunnudagsmorguninn 11. mars og
fengum fréttina að þú værir dáinn,
þá vonuðum við að þetta væri
draumur.
En svo áttuðum við okkur á því
að þetta var raunveruleiki. 
Í sársaukanum koma minning-
arnar.
Við minnumst þess þegar þú
sast á móti ömmu þinni við eldhús-
borðið og þið rædduð um allt
mögulegt, og aldrei gleymum við
fallega brosinu þínu. Þú áttir svo
mikla drauma um framtíðina og
varst svo bjartsýnn og hlátur þinn
mun hljóma í hjarta okkar alla tíð.
Sigurgeir Númi 
Birgisson
?
Sigurgeir Númi
Birgisson fædd-
ist í Neskaupstað
26. janúar 1984.
Hann lést 11. mars
síðastliðinn. 
Útför Sigurgeirs
Núma fór fram frá
Fáskrúðsfjarðar-
kirkju 22. mars síð-
astliðinn.
Við söknum þín svo
mikið, elsku Sigur-
geir, og sá söknuður
mun aldrei hverfa en
minningin um þig,
elsku drengurinn
okkar, verður með
okkur alla tíð.
Við biðjum góðan
Guð að gæta þín. 
Við vitum að við
hittumst aftur
og við biðjum góð-
an Guð að gefa dótt-
ur okkar Áslaugu
Guðnýju og tengda-
syni okkar Birgi og sonum þeirra,
Elmari, Guðmundi og Birgi Birni
styrk í sorginni, einnig unnustu
hans Guðbjörgu. Það er komið
stórt skarð í hóp barnabarna okk-
ar. 
Þín er og verður alla tíð sárt
saknað en minningin um ljúfan og
fallegan dreng mun lifa með okkur
um ókomin ár. 
Þerraðu kinnar þess er grætur, 
þvoðu kaun hins særða manns. 
Sendu inn í sérhvert hjarta
sólargeisla kærleikans.
(Höf. ók.)
Við elskum þig.
Með kærleika, 
amma og afi, 
Sauðárkróki.
Elsku Sigurgeir minn. Hjarta
mitt er fullt af sorg síðan ég fékk
fréttirnar, sunnudagsmorguninn
11. mars, af því að þú værir dáinn.
Ég er búin að vera dofin síðan. Af
hverju, spyr ég, en ég fæ ekkert
svar. Ég sé fyrir mér brosmildan
strák. Þegar ég hugsa til þín nú fæ
ég ekki að sjá þetta bros framar.
Þú sem varst svo bjartsýnn og
glaður. Elsku góði Guð, viltu
vernda þennan fallega strák hann
Sigurgeir Núma og gefa fjölskyldu
hans, Áslaugu, Birgi, Elmari, Guð-
mundi og Birgi Birni styrk til að
takast á við þessa miklu sorg og
Guðbjörgu kærustu Sigurgeirs.
Þín er sárt saknað, þú munt alltaf
vera í hjarta mínu.
Þín frænka,
Elma.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52