Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hreinn Hjart-arson fæddist á Hellissandi 31. ágúst 1933. Hann lést á Landspítalanum 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur Jóns- son, f. 28.10. 1902, d. 10.8. 1963, hrepp- stjóri og útvegs- bóndi á Hellissandi, og k.h. Jóhanna Vig- fúsdóttir, f. 11.06. 1911, d. 29.4. 1994, organisti við Ingj- aldshólskirkju og húsmóðir. Systk- ini Hreins eru Snorri, f. 7.3. 1931, rafvirkjameistari; Rafn, f. 27.7. 1935, húsasmíðameistari og banka- starfsmaður; Hróðmar, f. 25.10. 1939, rafvirkjameistari og tækni- maður við Sjúkrahús Akraness; Jón Jóhann, f. 20.1. 1942, leikari, leik- stjóri og rithöfundur; Aðalheiður, f. 19.8. 1947, d. 10.1. 1997, hjúkr- unarfræðingur; Vigfús Kristinn, f. 25.6. 1956, framkvæmdastjóri Bak- arameistarans. Hreinn kvæntist 20.9. 1958 Sig- rúnu Ingibjörgu Halldórsdóttur, f. 23.4. 1939, tónmennta- og heim- ilisfræðikennara. Hún er dóttir Halldórs Jörgenssonar, f. 24.6. 1911, d. 25.3. 1988, húsasmíða- meistara og kirkjugarðsvarðar á Akranesi, og f.k.h. Steinunnar Ingi- marsdóttur, f. 19.5. 1917, d. 26.9. 1962, húsmóður. Börn Hreins og Sigrúnar eru: 1) Steinunn, f. 16.8. 1958, magister í 18.11. 2000. Hreinn ólst upp á Hell- issandi en fór síðan til Reykjavíkur í nám. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1961. Þá var hann við guðfræðinám í Þýskalandi 1968–69. Hreinn var sóknarprestur í Nesþingum á Snæ- fellsnesi 1963–70 og gegndi auka- þjónustu í Búða- og Hellnasókn 1966–68 og í Setbergsprestakalli um tíma 1969, var sendiráðsprest- ur í Kaupmannahöfn 1970–75, sóknarprestur í Fella- og Hóla- prestakalli í Reykjavík 1975–87 og í Fellaprestakalli 1987–2002. Hreinn sat í stjórn kristilegs stúd- entafélags í nokkur ár, var formað- ur skólanefndar og barnavernd- arnefndar í Ólafsvík 1963–70, í kjörstjórn og í stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur 1963–70, var fulltrúi Prestafélags Íslands á 75 ára af- mæli Prestafélags Danmerkur 1971, var trúnaðarmaður við sam- ræmd próf grunnskólanna frá 1977. Hreinn var kirkjuþings- maður sem fulltrúi Reykjavík- urprófastsdæmis frá 1982, sat í kirkjuráði frá 1990, var formaður stjórnar Kirkjuhússins og útgáfu- félagsins Skálholts frá 1990, sat í stjórn Fjölskylduþjónustu kirkj- unnar frá 1992, sat í stjórn Hjálp- arstarfs kirkjunnar 1993–99, var varafulltrúi í Nordiska Ekumen- iska Rådet 1996–99 og aðalfulltrúi þar frá 1999. Hreinn gekk ungur í Frímúrararegluna og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum um langa hríð. Hann hefur ritað ýmsar greinar í blöð og tímarit. Útför sr. Hreins verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. norrænum bók- menntum, dipl. í starfstengdri siðfræði og eftirlitsflugfreyja hjá Icelandair, maður hennar er Már Gunn- arsson, f. 4.12. 1944, hdl. og forstöðumað- ur lögfræðideildar hjá Icelandair Group. Barn þeirra er Styrm- ir, f. 20.2. 1992. 2) Jó- hanna, f. 16.08. 1958, BA í dönsku og mynd- listarmaður, fyrrver- andi maður hennar er Magnús Helgi Bergs, f. 27.8. 1956, verkfræðingur. Börn þeirra eru: a) Gyða, f. 6.4. 1983, nemi í Flugskóla Íslands, b) Steinunn, f. 25.6. 1985, líffræðinemi við HÍ, c) Hreinn, f. 24.6. 1991. Sambýlismaður hennar er Jón Guðmundsson, f. 29.4. 1942, fasteignasali og eigandi Fast- eignamarkaðarins. 3) Hjörtur, f. 7.10. 1965, viðskiptafræðingur og óperusöngvari, búsettur í Vín- arborg, kona hans er Þórhildur Pálmadóttir, f. 28.11. 1967, við- skiptafræðingur og sérfræðingur í mannauðsdeild Coca-Cola Corpo- rate í Vínarborg. Börn þeirra eru: a) Álfdís, f. 14.12. 1997. b) Sigrún, f. 31.7. 1999. 4) Halldór Benjamín, f. 6.3. 1967, rafeindavirki, kerf- isfræðingur og forstöðumaður hjá Kaupþingi, kona hans er Anna Guðrún Halldórsdóttir, f. 1.11. 1969, flugfreyja hjá Icelandair. Börn þeirra eru: a) Hjörtur, f. 14.2. 1990, nemi. b) Sigrún Ingibjörg, f. Tengdafaðir minn tók mér ákaf- lega vel þegar hann bauð mig vel- kominn í fjölskylduna fyrir átján ár- um. Hann var glæsimenni, vel á sig kominn, hár og beinvaxinn, fríður sýnum og svipgóður. Hann var trú- fastur, bjartsýnn og hugrakkur og einkar viljasterkur maður – mann- kostir sem komu ekki síst fram í bar- áttu hans við veikindin undanfarin ár. Hreinn var glaðlegur og kátur að eðlisfari og hvers manns hugljúfi. Hann var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum og frábær ræðumaður. Hann var vel að sér og lét ekkert mannlegt fram hjá sér fara. Hann var mannkostamaður mikill sem eftir- sjón er að, en minningin um þennan mæta mann mun lifa áfram í hug okk- ar og hjarta. Hreinn var frábær faðir og stóð ávallt þétt með börnum sínum. Hann sýndi þeim ásamt Sigrúnu mikla um- hyggju og vildi veg þeirra sem mest- an. Heimili tengdaforeldra minna er annálað fyrir myndarskap. Þangað eru ættingjar og vinir ávallt vel- komnir og þeim vel fagnað. Þegar Hreinn var sendiráðsprest- ur í Kaupmannahöfn var álagið oft mikið. Marga aðstoðaði hann sem villst höfðu af réttri braut. Hann minntist oft þessa tíma sem mikils reynslutíma, sem hann hefði ekki viljað vera án. Eftir að heim var kom- ið tók hann við fjölmennu prestakalli í Breiðholti. Sóknin var kirkjulaus fyrstu árin og átti hann ríkan þátt í að byggja upp og efla kirkjustarfið. Þar fylgdi Sigrún honum eftir af miklum dugnaði og hefur gert alla tíð. Ferðalög voru í miklu uppáhaldi hjá tengdaföður mínum. Hann varð eins og kátur drengur þegar hann ferðaðist um hálendið. Við fórum saman í jeppaferðir um landið. Þar naut hann sín sérstaklega vel. Hann var í fararbroddi þegar þurfti að fara yfir óbrúaðar ár eða aka yfir vara- sama snjóskafla. Þá er eftirminnileg skemmtisigl- ingin sem við Steinunn fórum með tengdaforeldrum mínum um Karíba- hafið – en það var stuttu áður en Hreinn veiktist. Þar lék hann á als oddi og minnist ég þess þegar hann dreif mig niður í kjöl skipsins til þess að skoða túrbínurnar – en hann hafði sérstaklega gaman af öllu sem við- kom tækni. Sú ferð var einstaklega skemmtileg þar sem mannkostir tengdaföður míns nutu sín vel. Sömu sögu má segja þegar hann bauð fjölskyldunni í 70 ára afmælið sitt til Kaupmannahafnar. Þar var hann í essinu sínu og leiddi okkur um Íslendingaslóðir og sagan varð ljós- lifandi fyrir okkur. Afmælisveislan var frábær með tilheyrandi söng og skálræðum þar sem allir skemmtu sér konunglega. Þá er ofarlega í huga yndisleg kvöldstund sem séra Hreinn átti á heimili okkar Steinunnar fyrir stuttu. Það var fallegt friðsælt kvöld – mikið rætt að vanda og slegið á létta strengi, en tengdafaðir minn hafði sérstakt lag á að leiða umræðuna inn á skemmtilegar brautir. Tengdafaðir minn kvaddi á falleg- asta degi ársins. Elskulegri tengdamóður minni votta ég mína dýpstu samúð. Már Elsku tengdapabbi, mig langar að minnast þín hér í örfáum orðum. Þeg- ar ég hugsa til baka þá er ég afar þakklát fyrir að hafa kynnst þér og þinni fjölskyldu. Þú varst mikill fjöl- skyldumaður og mjög umhugað um velferð og hamingju þinna nánustu. Þín verður sárt saknað. Hinar mörgu fallegu og góðu minningar sem ég á um þig milda sorgina. Ég dáðist að því hvað þú varst hjartahlýr, mikill heimsmaður, vel að þér og víðsýnn. Samheldni og lífsgleði þín og Sigrún- ar voru líka einstök. Samband ykkar var svo fallegt og tryggt. Þið höfðuð einstakt auga fyrir því hvað það er sem gefur lífinu gildi. Sigrún og þú eruð fyrirmynd Hjartar og mín á mjög margan hátt. Ávallt munu lifa í minningu minni hinar mörgu innilegu og skemmti- legu stundir sem við áttum saman með ykkur hjónum. Alltaf var mikill spenningur þegar von var á ömmu og afa úr Aspó í heimsókn til okkar út til Vínarborgar. Stelpurnar ljómuðu þegar þær komu út úr skólanum og sáu að amma og afi biðu fyrir utan til að ná í þær. Þegar þú svo lagðir þig út af til að hvíla þig, þá sóttu stelp- urnar í að vera hjá þér og þið lásuð hvort fyrir annað. Það verður þeim alltaf minnisstætt. Það var einstakt hvað þú varst ávallt lífsglaður og lést aldrei deigan síga í þínum erfiðu veikindum. Þér tókst meira að segja oft að láta okkur gleyma því að þú værir veikur. Eins og þegar þú tókst ballettspor með sonardætrunum eða spilaðir bridge við okkur löngum stundum og spjallaðir við okkur um allt milli himins og jarðar. Það var alltaf gaman og áhugavert að hlusta á þig segja frá á þinn látlausa hátt. Þú varst staðráðinn í því að njóta þess tíma sem eftir var. Æðruleysi þitt gagnvart veikindunum kom vel fram í lok síðasta sumars þegar við vorum með þér og Sigrúnu í Dan- mörku. Þú varst sárlasinn en það var ekki verið að kvarta og þú vildir gera sem minnst úr þessu. Og í Kaup- mannahöfn var dugnaðurinn ótrúleg- ur þegar þú bjóst þig upp og fórst með okkur í langan göngutúr um þína Kaupmannahöfn og lékst á als oddi. Það er mér líka minnisstætt hvað þú varst kátur og áttir til ýmislegt glens. Eins og þegar þú birtist öllum að óvörum úti hjá okkur, stóðst bara allt í einu á stofugólfinu hjá okkur og söngst óperuaríu. Þú ert á svo marg- an hátt ógleymanlegur, það er mikill söknuður að þér. Ég þakka þér fyrir samfylgdina. Þú munt ávallt verða í hugum okkar og bænum. Elsku Sigrún, óbilandi stuðningur þinn við Hrein í hans áralöngu veik- indum var einstakur. Missir þinn er mikill og ég votta þér mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þig á þess- um erfiðu tímum. Þórhildur Pálmadóttir. Elsku afi. Minninar æskuáranna um sam- vistir við þig eru margar og ógleym- anlegar. Við eigum alltaf eftir að minnast þín fyrir það hvað þú varst okkur góður. Þú tókst alltaf fagnandi á móti okkur með einlægni þinni og kátínu. Þú varst skemmtilegur, strákslegur og ávallt fljótur að bregða á leik. Frá því að við munum fyrst eftir okkur varst þú alltaf góður leikfélagi. Þú fannst upp á ýmsu, leikirnir voru margir. Minningarnar hrannast upp þegar við hugsum um komur okkar í Asp- arfellið til þín og ömmu. Þú lagðist á gólfið og við fengum að vera tvær á móti þér einum við að reyna krafta okkar því þú varst svo sterkur, við unnum alltaf, þó knappt væri á köfl- um og spennan mikil. Þessi leikur var í uppáhaldi hjá okkur. Eltingaleikirn- ir í garðinum í Lálandi voru ófáir og þú virtist óþreytandi með öllu. Skemmtilegast var þó þegar við fengum að fara einar með þér í bíltúr. Þú fórst með okkur bæði innan- og utanbæjar og sýndir okkur og frædd- ir um svo margt. Leynistaðurinn okkar var þó toppurinn og verður alltaf leyndarmál okkar þriggja. Þér tókst ævinlega að glæða barnsleg viðfangsefni okkar lífi. Árin liðu og við uxum úr grasi, áfram umvafðar kærleik og hlýju ykkar ömmu. Þú hefur verið stoð og stytta í lífi okkar, traustur sem klettur. Viðhorf þitt og lífssýn þín hefur verið okkur mikill lærdómur og mun verða dýrmætt veganesti á lífsleiðinni. Minningin um þig, elsku afi, er ljós í lífi okkar. Megi góður Guð styrkja elsku ömmu í sorginni. Okkur langar að enda á bæninni sem við fórum alltaf með saman. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Við bættum gjarnan við bænina ,,og koddanum mínum líka“. Þínar afastelpur, Gyða og Steinunn. Elsku afi, minn eini nafni. Hvert einasta skref var snilldarverk, hvert einasta verkefni snilldarlega gert, allt sem þú gerðir var snilldin ein, þetta er minningin um afa Hrein. Minningin og ástin er svo sterk, allir vita höfðingjans verk. Ég þarf ekki að segja eitt né neitt. Dýrkaður og dáður, elskaður svo heitt. Elsku afi, minn eini nafni. Minning geymd í stóru safni. Þín verður saknað en mundu þó að hvílast, já hvíldu í friði og ró Hreinn Bergs Hugurinn hvarflar til veraldar sem var, þegar ég minnist Hreins bróður míns. Ég sé hann fyrir mér ungan og glaðsinna, hraustan og stæltan. Hann ólst upp á Hellissandi, sem í þá daga var einangrað pláss. Þangað lá ekki bílfær vegur. Fólk lifði á sjálf- þurftarbúskap og smáútgerð. Búið heima í Munaðarhóli var nokkuð stórt miðað við það sem tíðk- aðist þar um slóðir, á annað hundrað fjár og nokkrir nautgripir. Þetta var fremur frumstæður búrekstur, vél- væðing engin. Mörg sumur bar Hreinn hita og þunga af heyskapnum. Hann varð ungur afburða sláttumaður. Hann var næstelstur systkinanna sjö frá Munaðarhóli, þeirra sem upp komust, og um margt fyrirmynd okk- ar sem yngri vorum. Það var snemma afráðið að hann gengi menntaveginn. En slíkt var þá fátítt þar um slóðir, enda ekki heiglum hent fyrir efnalitl- ar fjölskyldur að kosta börn sín til langskólanáms. En Hreinn gekk menntaveginn, bókstaflega. Hann fór fótgangandi yfir Fróðárheiði í fylgd með Ágústi pósti frá Mávahlíð, áleiðis að Staðarstað, þar sem séra Þor- grímur Sigurðsson tók að sér nokkra nemendur. Síðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavíkur. Hreinn átti þá athvarf hjá Kjartani Jónssyni, föðurbróður okkar og Ingibjörgu Hall, konu hans. Heimili þeirra var með miklum menningarbrag. Kjartan var gamansamur maður og skemmtinn, landskunnur hagyrð- ingur og vinsæll. Hreinn minntist þeirra ævinlega með mikilli hlýju. Eitt vor kom Hreinn vestur með þeim hjónum og fleira fólki. Farið fyrir Jökul og niður á Djúpalónssand. Þar sneri hann sér beint að Fullsterk og færði í stall. Fólk var gáttað á því að þessi grannvaxni piltur skyldi vinna þvílíkt afrek. Og stoltið var ekki lítið hjá litla bróður. Oft hef ég síðan dáðst að atgervi hans þótt afrekin yrðu annars konar en forðum tíð. Hreinn vann ýmis störf meðfram skóla, við kennslu, bókhald, leigubíla- akstur og fleira. Guðfræðin varð fyrir valinu, þegar kom að háskólanámi. Sjálfsagt réð einhverju um valið að kristindómur og kirkjustarf var snar þáttur í upp- eldi okkar systkina. Um störf hans sem sóknarprests eru aðrir færari að fjalla. En ég hygg að hann hafi unnið verk sín af fagmennsku og þeirri lip- urð í mannlegum samskiptum sem honum var eiginleg. Hann hafði góða skipulagsgáfu og kom miklu í verk. Það fylgdi honum jákvætt viðmót, hlýja og glaðværð, sem var uppörv- andi fyrir samferðamenn, jafnvel eft- ir að alvarleg veikindi tóku að hrjá hann. Hann ræktaði vel sambandið við sinn stóra frændgarð. Sigrún kona hans var honum samstiga í því sem öðru og minnisstæðar eru fjölskyldu- samkomurnar á þeirra fallega heim- ili, þar sem gjarnan var safnast sam- an við hljóðfærið, spilað og sungið, rétt eins og tíðk- aðist fyrr meir í Munaðarhóli og ekki síður á Gimli, bernskuheimili móður okkar. Við, fjölskyldan, sjáum nú á bak þeim manni sem einatt tók að sér forsvar þegar mest var þörf, hvort heldur var í gleði eða sorg. Nú er fátt eftir nema kveðja. Farðu vel bróðir og vinur. Geymi þig guð sem þú þjónaðir allan þinn starfsdag. Jón Hjartarson. Vinir og samstarfsmenn fylgja lög- málum lífs og dauða sem aðrir. Að- dragandinn er þó ólíkur og þá einnig minningarnar. Við Hreinn störfuðum náið saman og svo var skilningur okkar sannur og einlægur að aldrei féll nokkur skuggi á árin öll, sem þetta stóð. Gott þótti honum að mega leggja fram krafta sína í höfuðborg- inni og sinna þeim málum áfram, sem hann hafði fyrr lagt lið. En ég gat þó ekki annað en fundið til með honum eftir farsæla þjónustu á Snæfellsnesi og síðast í sjálfri kóngsins Kaup- mannahöfn, þar sem hann var róm- aður fyrir þjónustu sína við landa bú- setta í Danmörku og nutu ekki síst aldraðir Íslendingar umhyggju hans og frú Sigrúnar konu hans. En hann tók við nýjum söfnuði í ört fjölgandi hverfi, þar sem engin kirkja fannst né nokkur annar möguleiki til að sinna svo þeirri þjónustu sem hann var kallaður og vígður til. Að vísu var keypt eitt af viðlagasjóðshúsunum fyrir söfnuðinn, þar sem messur voru sungnar í stofum hússins sem upp- haflega hafði verið ætlað sem heim- kynni einnar fjölskyldu. En séra Hreinn kvartaði ekki né afsakaði sig og fól sig ekki að baki aðstöðuleysinu. Það voru góðar heimsóknir sem við í Bústaðakirkju fengum þegar séra Hreinn kom með fermingarbarna- hópana sína á vorin til að leiða börnin að altarinu. Og ekki spillti fyrir að í fylgd prestsins voru dætur hans og ljómaði af þeim sannur og heiðríkur svipur eins og þá einkennir sem styðja föður sinn og með því gleðja hann. Og síst skyldi nærvera prestsfrúarinnar vanmetin, þegar hún færði börnin hvert af öðru í hina hvítu fermingarkirtla af slíkri um- hyggju og nærgætni að unun var að fylgjast með. En sem betur fer lögð- ust ferðir fermingarbarna séra Hreins í Bústaðakirkju af, þegar reist hafði verið mikil og góð kirkja í söfnuðinum. Hugsaði ég sterkt til hans þegar ég sá hann fyrir mér við fyrstu jólamessuna í kirkjunni sem hann hafði lagt allt sem hann megn- aði til að risi og velti ég því fyrir mér hvort hugur hans hefði kallað fram minningar úr stofu viðlagasjóðshúss- ins þegar hann gekk þar fyrir altarið, signdi sig og hóf upp fagra og þrótt- mikla rödd sína. Orðspor séra Hreins barst víða og varð til þess að hann var kjörinn til setu á kirkjuþingi íslensku Þjóðkirkj- unnar og var hann síðan kjörinn til setu í kirkjuráði sem er nokkurs kon- ar ríkisstjórn kirkjunnar. Þar lágu leiðir okkar saman á ný svo sem fyrr í safnaðarstarfi og á kirkjuþingi. Það var bæði gott og styrkjandi að ganga til starfa með séra Hreini í kirkju- ráði. Hann skoðaði hvert mál af mik- illi nákvæmni og þegar hann hafði ákveðið hvað hann kaus að styðja og hvað hann vildi heldur leiða hjá sér, var hann fastur fyrir, öruggur og til- lögugóður. Hreinn Hjartarson Elsku afi. Ég sakna þín mjög mikið. Það var svo gott að kúra saman og hlusta á þig lesa. Núna ætla ég að vera dugleg og lesa sjálf Litlu gulu hæn- una og Sætabrauðsdrenginn. Þú verður alltaf í hjarta mínu. Guð passar þig. Þín, Sigrún Ingibjörg Halldórsdóttir HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.