Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Grímur Gíslason, vinur okkar, er látinn. Fullur áhuga fylgdist hann með starfi okkar árum saman. Með bjartsýni og trú á félag- ið okkar, hvatti hann okkur til dáða á sinn hlýja og já- kvæða hátt. Fyrir allt það þökkum við nú á kveðju- stund, um leið og við sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Félagar í Leikfélagi Blönduóss. HINSTA KVEÐJA ✝ Grímur Gíslasonfæddist í Þór- ormstungu í Vatns- dal hinn 10. janúar 1912. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi hinn 31. mars síð- astliðinn. Foreldrar Gríms voru Gísli Jónsson, f. 18. jan- úar 1877, d. 18. maí 1959, og Katrín Grímsdóttir, f. 18. október 1875, d. 13. september 1956. Fyrstu árin bjó hann með fjöl- skyldu sinni í Þórormstungu en 1925 fluttist fjölskyldan í Saurbæ í Vatnsdal. Systkini Gríms voru Ingibjörg, f. 16. desember 1898, d. 30. janúar 1987 (hálfsystir), dreng- ur, f. 21. mars 1903, d. 21. mars 1903, Anna, f. 26. apríl 1906, d. 27. des. 1993, Kristín, f. 25. mars 21. október 1943. Þau eiga tvö börn og átta barnabörn. D) Gísli Jóhannes, f. 16. júlí 1950. Kona hans er Sigurlaug Halla Jökuls- dóttir, f. 30. september 1952. Þau eiga fimm börn og fjórtán barna- börn. Grímur var bóndi í Saurbæ til ársins 1969 en þá fluttist hann til Blönduóss og hóf hann þá störf á skrifstofu Kaupfélags Húnvetn- inga. Hann starfaði við veð- urathuganir í 25 ár, lengst af í samstarfi við Sesselju konu sína, og einnig var hann fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi til fjölda ára. Hann var mjög fé- lagslyndur og tók virkan þátt í starfi til dæmis Hestamanna- félagsins Neista og Lionshreyfing- unni. Í kirkjukórum söng hann í 77 ár, síðast í desember 2006. Árið 2002 var Grímur gerður að heið- ursborgara Blönduósbæjar. Ári síðar hlaut hann fálkaorðuna fyrir störf að félags- og byggðamálum. Útför Gríms verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1910, d. 23. des. 1968, Salóme, f. 29. októ- ber 1913, d. 21. ágúst 1990, og Ingibjörg, f. 13. október 1915, d. 9. júlí 2006. Grímur kvæntist 25. október 1941 Sesselju Svav- arsdóttur frá Sand- gerði á Akranesi, f. 31. ágúst 1922, d. 4. janúar 2000. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: A) Sig- rún, f. 25. október 1942. Maki Guðmundur S. Guð- brandsson, f. 14. nóvember 1939. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. B) Katrín, f. 25. októ- ber 1945. Maki Sigurjón Stef- ánsson, f. 19. október 1938. Þau eiga tvo syni og fjögur barnabörn. C) Sæunn, f. 9. ágúst 1948. Maki Guðmundur Karl Þorbjörnsson, f. Elsku besti afi og langafi. Mikið er gott að þú skulir vera bú- inn að fá hvíldina. Þín verður sárt saknað en við huggum okkur við að nú finnur þú ekki lengur til og ert búinn að hitta ömmu aftur. Nú getið þið skemmt ykkur saman í vorsól- inni. Ég hugsa oft til síðustu áramóta þegar við hittumst heima hjá þér síð- ast, börnin þín og makar, nokkur barnabörn með sína maka og svo langafabörnin. Allir á leið á brennu og horfa á tilkomumikla flugeldasýn- ingu skátanna. Meðan þú varst hér fyrir sunnan eftir áramótin var alltaf jafn gott að koma til þín. Við stoppuðum ekki lengi því þú varðst fljótt þreyttur en alltaf spurðir þú um alla. Hvað þeir væru að gera og hvernig gengi. Þú fylgdist alltaf vel með öllum afkom- endum þínum sem eru orðnir ansi stór hópur. Mér finnst mjög erfitt að geta ekki verið við jarðarförina og ég veit að þú segðir fyrstur manna að lífið held- ur áfram. Fjölskylduferðin okkar er svo löngu skipulögð að henni verður ekki breytt. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Elín, Brynjar og börn. Afi var aldrei hávaxinn, en stór var hann á sinn hátt. Við barnabörn- in litum mjög upp til hans, líka þau okkar sem voru orðin höfðinu hærri en hann. Við vorum svo sem ekki alltaf sammála öllu sem hann sagði en það breytti engu um virðinguna sem við bárum fyrir honum og hann var alltaf tilbúinn að hlusta á okkar hlið málsins. Hann var mikill vinur okkar og verður okkur fyrirmynd hvað varðar viðhorf til lífsins og nýrra möguleika. Afi var alltaf að læra eitthvað nýtt. Á áttræðisaldri lærði hann að elda mat. Það hafði ekki tíðkast í hans ungdæmi að karl- menn tækju til hendinni í eldhúsi en afi var stoltur þegar hann gat boðið okkur í mat sem hann hafði búið til sjálfur og um fimm ára skeið eldaði hann hádegismat fyrir Andra, sem þá var að vinna á Blönduósi. Eftir áttrætt fór afi að nota tölvu við greinaskrif og samskipti við fólk, og GSM-síminn var fastur fylgihlutur manns sem var á ferð og flugi að sinna sínum hugðarefnum. Afi hafði nefnilega ekkert minna að gera eftir að hann hætti að vinna á venjulegum dagvinnutíma. Það þurfti að „taka veðrið“, hirða um hestana, skrifa fréttapistla, sinna félagsstörfum og hitta ættingja og vini. Ekki mátti heldur missa af kóræfingum en í kirkjukór söng hann í 77 ár, hætti í desember sl. Á Blönduósi byggði afi sér hest- hús og nefndi Saurbæ. Hann var virkur í hestamannafélaginu og fór margar skemmtiferðir í þeim fé- lagsskap. Hann hafði sínar venjur í umgengni við hestana, sem við köll- uðum sérvisku, svo sem að fara alltaf „réttum“ megin á bak og hestarnir teymdust betur við „réttu“ hliðina. Hvað sem því leið kenndi hann okkur að sitja hest og fara vel með þessa vini okkar. Svo miklir vinir voru klárarnir honum að hann skildi helst aldrei neinn þeirra einan eftir, vissi sem var að þá yrði staðið og hneggj- að á eftir hinum. Saurbæjarhestarn- ir voru þekktir fyrir að víkja helst ekki hver frá öðrum, sem gat verið kostur eða galli eftir aðstæðum. Auð- þekkt var hvar afi var á ferð, oftast með þrjá til reiðar og alla rauða. Afi hafði yndi af tónlist, dansi, söng og kveðskap, og tók virkan þátt í lífinu. Hagmæltur var hann og kvað gjarnan vísur. Síðustu árin munaði hann ekkert um að fara á þrjú til fjögur þorrablót á vetri, söng þá manna mest og fór síðastur heim! Hann var oft leiðsögumaður fyrir hópa á ferð um Vatnsdalinn því hann kunni að segja frá og var bæði vel lesinn og þekkti sína sveit. Ef leið okkar lá um Blönduós var nauðsynlegt að koma við í Garða- byggðinni hjá afa og ömmu og sá sið- ur hélst óbreyttur eftir að amma dó í janúar 2000. „Afkomendur mínir“ sagði afi með stolti og vissi alltaf hvar allir voru staddir í lífinu. Alltaf voru allir velkomnir meðan húsrúm leyfði, hvort sem var í mat, kaffi eða gistingu, og þjóðlegar veitingar svo sem hangikjöt, hákarl og snafs voru í boði fyrir þá sem meta kunnu. Fyrir börnin var alltaf til ís og gjarnan vín- ber. Grímur Gíslason talar ekki oftar frá Blönduósi, en minningin lifir. Systkinin frá Saurbæ; Sesselja, Halla, Sif og Andri. Hann afi minn er farinn að vitja hennar ömmu. Ég veit að ég ætti að gráta úr mér augun og finna til gíf- urlegar sorgar, en ég held að ég þurfi þess ekki. Afi minn lifði í 95 ár, góð ár, hamingjusamur og sáttur við sitt. Lífið gekk sinn vana gang, með hæðum og hólum, og hann tók því sem að höndum bar. Vissulega sakna ég hans gífurlega og veit að ég kem til með að sakna hans lengi. En ég veit að nú er hann aftur kominn til ömmu þar sem hann vildi vera. Hans síðasta dag, sat ég hjá honum þar til yfir lauk. Friður og kærleikur allt um kring. Stór hópur af hans nán- ustu voru hjá honum hverja einustu mínútu þar til að hann kvaddi þenn- an heim og hélt á vit nýrra slóða sem engill á himnum. Sorgin er jú að vísu holl og allir ganga í gegnum hana einhverntímann á lífsferlinum, en ég trúi að þú hafi kvatt á þinn hátt. Það er svo margt sem mig langar til að minnast, sem ég geri og geymi í hjarta mér. Það var svo ótrúlega margt sem hann gat komið á óvart með. Læra á tölvur t.d., kominn yfir áttrætt. Vera stanslaust að alla sína ævi. Veðrið, hestarnir, fjölskyldan, söngurinn og kirkjan, bara sem dæmi. Ég man eftir einu sem hann náði að segja einn daginn sem ég sat á sjúkrahúsinu hjá honum, „Ég get ekki sungið meira“. Sjaldan man ég eftir afa í gleðskap, hvers kyns sem hann var nema syngjandi og hrókur alls fagnaðar. Söngurinn var honum hjartans mál. Enda voru fá skiptin sem maður heyrði hann ekki raula einhvern lagstúf. Það er svolítið skrítið að koma inn í afahús núna vitandi þar að afi situr ekki í stólnum sínum með kveikt á sjónvarpinu, með það hátt stillt ef það voru fréttir en hljóðlaust ef það var eitthvað annað óspennandi í því. Öll blómin hans, bækurnar hans, lög- in hans, allt hans, en hann ekki þar. Finna lyktina af teppinu hans sem hann lagði sig oft með eftir matinn, koma og knúsa hann þegar maður kom eða fór, finna hrjúfa kinnina hans, drekka ekki kaffi eða te með honum, engar sögur, enginn söngur, bara hljótt húsið, með angan af afa og ömmu, lykt sem er þar enn. Öll skjölin sem eru uppi á vegg, viður- kenningar og annað slíkt, minningar um afa. Afa minn sem fór á vit æv- intýranna sem engill á himnum, dansandi og hamingjusamur á ný, meira en áður – því nú er hann kom- inn aftur til ömmu sem hann saknaði svo sárt. Elsku afi minn, þótt ótrúlegt sé ertu farinn. Sem barn og nú fullorðin kona var ég vön því að hafa þig alltaf hjá mér. En núna ekki meir. Guð geymi þig og varðveiti. Ég veit að nú líður þér vel og ekkert bítur á. Ég kveð þig með sorg í hjarta en jafn- framt gleði yfir að þjáningum þínum sé nú lokið, því nú ertu kominn þang- að sem þú vildir vera, með ömmu, hún tók örugglega glöð á móti þér. Ég kveð þig með tárum af gleði, ég sé þig aftur þó síðar verði. Nú segi ég eins og einn ungur langafadreng- ur sagði þegar amma Sella dó: „Þetta er allt í lagi, núna líður honum betur“. Viltu knúsa ömmu Sellu frá mér.... Þín afastelpa, Árný Sesselja Gísladóttir. Móðurbróðir minn, Grímur, var þegar frá fyrstu tíð aðalfrændinn á bernskuárunum. Ég var hjá afa og ömmu á Saurbæ sem lítil telpa fram að skólaaldri, en móðir mín, ung ekkja, þurfti að vera frá vegna vinnu. Þar var gott að vera, Grímur var föð- ur sínum til aðstoðar við búskapinn eftir nám á Laugarvatni og á Hvann- eyri, og yngri systurnar voru oft heima, einkum á sumrin. Grímur bar léttlyndi og glens inn í heimilislífið og bauð upp á „skeggkossinn“ þegar hann var búinn að raka sig upp úr vaskafatinu í eldhúsinu. Hann kvæntist svo unnustu sinni, Sesselju Svavarsdóttur, árið 1941 og bjuggu þau á hálfri jörðinni þar til afi og amma brugðu búi 1944. Ég var síðar svo heppin að fá að vera í sveit hjá þeim Grími og Sellu í fimm sumur. Nú hvíldi meira á Grími. Hann var einyrki, eini full- orðni maðurinn á búinu. Heyvinnu- vélar voru að koma til sögunnar, dregnar af hestum. Grímur smíðaði töluvert, t.d. heysleða sem þremur var beitt fyrir. Það reið á að koma heyinu í hlöðu þegar þurrt var. Hann kunni vel til verka við mjólkurfram- leiðsluna, þar þurfti stöðuga að- gæslu, þar sem mjólkin var seld til Blönduóss. Það þurfti að byggja nýtt fjós. Börn þeirra Sellu voru að koma í heiminn þessi árin, faðirinn var í sínu hlutverki. Þau Sella voru bæði framfarasinnuð og færðu margt inn- anhúss til nútímalegra horfs. Í hillu í norðurstofunni biðu þykkar bók- haldsbækur, oddvitastarfið þurfti sinn tíma. Mér er það minnisstætt að hann talaði oft um það hve starf bóndans væri ánægjulegt og ég sé hann enn fyrir mér þegar hann gekk um túnið í Saurbæ til að spá í sprett- una. Hann átti góða hesta, sérstak- lega hann Röðul sem var af þekktu gæðingakyni. Við systkinabörnin hér fyrir sunn- an fórum upp úr 1990 að hittast til að tala saman um niðjamót, niðjalund og niðjatal. Fyrsta niðjamótið var 1996, tveggja daga gróðursetningar- ferð í spildu í Saurbæjarbrekkum sem þau Saurbæjarhjón, Sigrún og Guðmundur, létu okkur í té. Gróð- ursett var eftir ákveðnu mynstri, hringur fyrir hvert barn Katrínar og Gísla. Grímur studdi okkur með ráð- um og dáð. Um kvöldið var dagskrá og kvöldverður í skólanum að Húna- völlum. Þar fengum við í hendur þykkt hefti: Niðjatal Syðri-Reykja- hjóna. Að þessu riti höfðu þeir Grím- ur og Haukur Eggertsson unnið af mikilli vandvirkni. Þeir Grímur voru systrabörn og nágrannar úr Vatns- dal, og var alla tíð mjög hlýtt með þeim. Eftir það var efnt til gróður- setningarferðar og niðjamóts þriðja hvert ár. Frá þeim Sellu er kominn mikinn fjöldi afkomenda. Í fallegu stofunni þeirra í Garðabyggð brosa börn, fermingarbörn og brúðhjón af öllum veggjum. Af þeim voru þau Sella af- ar stolt, þau sögðu frá þeim með skilningi og væntumþykju. Grímur lét sér einnig einstaklega annt um stórfjölskylduna. Það var fyrir hvatningu Gríms að ég tók saman niðjatal Saurbæjarhjóna, Katrínar og Gísla, árið 2006. Hann var elskulegi frændinn sem ætíð mun eiga ákveðinn sess í hjarta mínu. Með samúðarkveðjum, einnig frá Þóru, Vésteini og fjölskyldum. Jóhanna Jóhannesdóttir. Grímur Gíslason var maður orðs- ins. Hagorður í fleiri en einum skiln- ingi, góður fulltrúi hinnar gömlu, ís- lensku hámenningar, sem þróaðist í sveitum landsins um aldir, þar sem rækt var lögð við tengslin við landið og náttúru þess, en ekki síður við sagnahefð og málrækt. Þjóðin lagði við hlustir þegar hann flutti frétta- pistla sína í útvarp, skýrmæltur og gagnorður og hafði lag á að setja þá þannig saman að hversdagslegir hlutir urðu fréttnæmir og áhuga- verðir fyrir hlustendur jafnvel í fjar- lægum byggðum. Ekki voru tæki- færisræður hans síðri þar sem hann blandaði saman gamni og alvöru þannig að eftirminnilegt var öllum er á hlýddu. Jafnvel ein eða tvær setn- ingar, sem hann ritaði á jólakort til fjölskyldu og vina voru bókmenntir í sjálfu sér. Grímur átti langa ævi og naut góðrar heilsu fram undir það síðasta, tók þátt í félagslífi, sem var hans líf og yndi alla tíð, skrapp á hestbak og söng í kórum og var virkur þátttak- andi í húnvetnsku mannlífi. Hann mat þau gæði forsjónarinnar mikils að fá að halda fullri andlegri reisn til enda og líkamlegri hreysti að mestu. Það leið ekki mjög langur tími frá því að krabbameinið greip í hann sinni köldu krumlu þar til hann var allur. Það mátti því segja að hann fengi að ganga á fund örlaga sinna beinn í baki og upplitsdjarfur að hætti Vatnsdæla, óbugaður andlega, sátt- ur við lífsferilinn og óhjákvæmileg lok hans. Við hjónin þökkum Grími Gíslasyni og hans fólki samfylgdina allt frá því að fjölskyldur okkar tengdust. Okkur er minnisstætt hversu hlýr og einlægur hann var í öllum samskiptum sínum við sitt fólk. Við biðjum alla góða vætti að blessa afkomendum hans og fjöl- skyldu minningarnar um genginn heiðursmann. Droplaug og Þorkell, Sauðárkróki. Í dag verður til moldar borinn frá Blönduóskirkju einhver besti maður sem ég hef kynnst, Grímur Gíslason frá Saurbæ í Vatnsdal. Hann hafði alla þá bestu mannkosti sem geta prýtt einn mann. Ég hef sennilega verið 10 ára gamall þegar ég var svo heppinn að fá að fara fyrst í sveit til þeirra hjóna Gríms og Sesselju Svavarsdóttir frænku minnar að Saurbæ en Sella eins og hún var köll- uð var systir móður minnar. Þannig kom það til að ég fór í Saurbæ og það var mín lukka. Ef öll börn hefðu ver- ið eins heppin og ég var með minn sveitabæ og mína sveit sem ég kalla svo þá væri heimurinn betri. Að vera hjá Sellu, Grími og börnum þeirra var yndislegt. Eitthvað það besta sem kemur fyrir hvern ungling er að komast í góða sveit. Ég lærði fljótlega að umgangast þær skepnur sem voru í Saurbæ en hafði samt mest dálæti á hestum og þar lágu leiðir okkar Gríms mest saman. Hann treysti mér fyrir ótrú- legustu hlutum, t.d. að fara í göngur seinni árin. Hann eftirlét mér hest- inn Sörla eða Trausta en aldrei fékk ég að fara á bak eftirlætishestinum hans Blesa, honum máttu bara fara bak hann sjálfur og Sigrún dóttir hans. Árin mín í Saurbæ eru einhver besti skóli sem ég hef gengið í. Ég ætla ekki að rekja sögu Gríms Gíslasonar, það gera aðrir sem betur þekkja til, ég vil samt geta þess og segja sem mína skoðun að Grímur var einhver mesti félagsmálamaður sem ég hef kynnst. Hann var oddviti í sinni sveit um áraraðir, hann ásamt Torfa á Torfa- læk guðfaðir Húnavallaskóla, hann var Lionsmaður mikill, söngmaður í mörgum kórum, virkur félagsmaður í hestamannafélögum og svona gæti ég lengi talið en það var ekki hans stíll að tala um hlutina heldur að framkvæma þá. Grímur fór ungur á Bændaskól- ann á Hvanneyri. Hann sagði mér oft hvað það var gaman þar og þar hefði hann lært margt. Grímur var líka einlægur ungmennafélagsmaður og félagshyggjumaður og mátti ekkert aumt sjá. Allt hans líf hefur gengið út á það að gagnast öðrum, að fjöl- skyldan hans hefði það gott og að láta gott af sér leiða fyrir sína sveit eða samfélagið, sannkallaður gleði- gjafi fyrir þá sem fengu að kynnast honum. Grímur fylgdist vel með öll- um mínum félagsstörfum, hvort sem það var í kringum knattspyrnu eða pólitík og hringdi hann þá gjarnan og sagði mér sína skoðun og gladdist með mér þegar vel hafði gengið. Með þessum fáu orðum kveð ég Grím Gíslason og þakka tryggð við okkur, fjölskyldu foreldra minna og síðan en ekki síst við okkur Siggu. Lifðu í friði, fóstri minn. Við Sigga vottum öllum aðstand- endum Gríms okkar dýpstu samúð. Gunnar Sigurðsson, Akranesi. Kveðja frá Fréttastofu Útvarpsins Grímur Gíslason, fréttaritari á Blönduósi, kvaddi á síðasta starfs- degi gamla Ríkisútvarpsins. Við hefðum glöð viljað fá pistla frá Grími um aflann á komandi veiðitímabili í húnvesku ánum. Þessi magnaði starfsfélagi okkar á Blönduósi hafði fyrir löngu brotið öll lögmál sem gilda um starfsaldur og þrek. Því ekki enn eitt pistlasumarið hjá elsta fréttaritara heims? Hálftíræður maðurinn nýtti sér nútímatæknina til textavinnslu og sambands við um- heiminn, fréttanefið var á sínum stað og áhuginn á umhverfinu vakandi. Hann lumaði örugglega á góðri frétt. Grímur Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.