Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hef- ur á grundvelli samstarfssamnings við Umferðarstofu falið tilteknum lögregluembættum að hafa sam- vinnu um sérstaklega aukið um- ferðareftirlit. Að lokinni samein- ingu og stækkun lögregluembætta sem tók gildi 1. janúar sl. eru lög- regluembætti mun betur í stakk bú- in að framkvæma slíkt eftirlit. Um páskahelgina höfðu lög- reglumenn afskipti af mörg þúsund ökumönnum þar sem m.a. var sér- staklega tekið á ölvunar- og fíkni- efnaakstri, hraðakstri og farið yfir ástand ökutækja almennt. Helsta markmið þessa stóraukna eftirlits lögreglu með umferð er að fækka verulega alvarlegum umferðar- slysum og auka öryggi hins al- menna borgara á vegum landsins. Engin alvarleg umferðarslys áttu sér stað um páskahelgina. Umferðareftirliti lögreglu verð- ur haldið áfram með markvissum hætti á næstu mánuðum, að sögn lögreglunnar. Morgunblaðið/Júlíus Öryggi Lögreglan ætlar að auka eftirlit með umferðinni í ár. Stórhert eftir- lit lögreglu VINSTRI græn meira en tvöfalda fylgi sitt í Norðvest- urkjördæmi frá síðustu kosningum, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Útvarpið í kjör- dæminu. Fylgi VG mælist nú 23% en var 10,6% . Fylgi Sjálfstæðisflokksins var 29,6% í kosningunum en mælist nú 30,1%. Fylgi Samfylkingar var 23,2% en mælist nú 15,7%, fylgi Framsóknarflokks var 21,7% en mælist nú 13,7% og fylgi Frjálslynda flokksins var 14,2% en mælist nú 12,9%. Þá mælist fylgi Íslandshreyfing- arinnar 4,4%. Kjördæmakjörnir þingmenn eru átta g fær Sjálfstæðisflokkur 3 eins og í kosningunum, VG fær 2, bætir við sig manni, Framsóknarflokkur fær 1 mann, tapar einum, Sam- fylking fær 1 mann, tapar einum og Frjálslyndi flokkurinn fær 1 mann eins og í kosningunum. Könnunin var gerð dagana 21. mars til 9. apríl. Úrtakið var 970 manns og var svarhlutfall 62,5%. 77% tóku afstöðu. VG bæta verulega við sig Jón Bjarnason VERSLUNIN Bónus átti 18 ára af- mæl á páskadag, 8. apríl. Fyrsta Bónusverslunin var opnuð þann dag árið 1989 en nú eru verslanir fyrirtækisins orðnar 25 talsins, víðs vegar um landið. Í tilefni afmælisins ætlar versl- unin að bjóða 25% afslátt af vörum sem merktar eru Bónus. Vörum merktum Bónus hefur farið fjölg- andi og eru nú orðnar nær 300 tals- ins. Tilboðið mun gilda dagana 11. til 15. apríl. Afmæli Bónuss EINAR Mar Þórðarson flytur fyr- irlestur á vegum RIKK í dag, 12. apríl kl. 12,15 í stofu 132 í Öskju. Hann skoðar hvernig kosninga- hegðun kvenna og karla hefur þróast undanfarna áratugi. Kynjamunur EINS og í fyrra verða Íslenskir fjallaleiðsögumenn með gönguferð- ir á Esju alla þriðjudaga kl. 18.30 frá og með 24. apríl. Reyndir leið- sögumenn leiðbeina göngufólki. Gengið á Esju NÝLEGA auglýsti Seltjarnar- nesbær eftir menningar- og fræðslufulltrúa. Mikill áhugi var á stöðunni og barst alls 91 umsókn. Ráðið verður í stöðuna fljótlega. Margir sækja um LANDSBANKINN úthlutaði í gær styrkjum úr Menningarsjóði sínum til 75 góðgerðarsamtaka og -félaga og fékk hvert þeirra eina milljón króna. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans og sjóðs- ins, afhenti fulltrúum félaganna styrkina á fjölmennum blaðamanna- fundi í Iðnó. Lista yfir styrkþega má finna í Einkabanka og Fyrirtækjabanka Landsbankans á netinu undir þjón- ustu sem ber nafnið „Leggðu góðu málefni lið,“ en þar geta viðskiptavin- ir styrkt ýmis málefni fjárhagslega. Björgólfur var glaður í bragði eftir afhendinguna í gær og sagði að ákveðið hefði verið í fyrra, á 120. af- mælisári bankans, að stofna Menn- ingarsjóðinn og taka upp styrktar- þjónustu fyrir góðgerðarsamtök. Einnig hefði verið ákveðið þá að veita styrkina 75 og gefa út blað til að kynna styrktarþjónustuna betur, en því var dreift á öll heimili í landinu í gær. Viðskiptin skemmtilegri fyrir vikið „Það skiptir miklu máli að ekki sé farið út í safnanir í nafni einhvers góð- gerðarfélags, sem síðan skila sér ekki til málefnisins nema að litlum hluta,“ segir Björgólfur. Björgólfur segist spurður telja að fjármálafyrirtæki hafi sýnt samfélag- inu mikinn áhuga og skilji að einn stærsti þátturinn í rekstri allra fyr- irtækja sé að sinna umhverfinu sem þau vinna í og taka þátt í því sem sé að gerast í samfélaginu hverju sinni. Hvort sem það sé góðgerðarstarf eða annað. „Þó við séum fjármálastofnan- ir þá höfum við hjarta. Við skynjum að við eigum að gera meira en vera bara í viðskiptum og það gerir við- skiptin mikið skemmtilegri að geta tekið þátt í svona verkefnum. Þá fyrst er gaman að vera í viðskiptum,“ segir Björgólfur. Guðrún Margrét Pálsdóttir, for- maður ABC barnahjálpar, og Þórunn Helgadóttir, umsjónarmaður starfs barnahjálparinnar í Kenýa, voru hæstánægðar með styrkinn og sögðu hann hafa komið á óvart. Þær hefðu degi áður rætt um fjárskort til hjálp- arstarfsins og því væri styrkurinn sem himnasending. Milljónin rynni til hjálparstarfs í Kenýa. Morgunblaðið/Sverrir Þröng á þingi Fulltrúar þeirra 75 félaga og samtaka sem styrkina hlutu stilltu sér upp fyrir myndatöku með Björgólfi Guðmundssyni, að lokinni afhendingu styrkjanna í Iðnó í gær, og var þröng á þingi. Banki með hjarta Morgunblaðið/Sverrir Góð málefni studd Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Lands- bankans, sagði úthlutun úr Menningarsjóði þá stærstu til þessa. EFTIRFARANDI félög og samtök fengu úthlutað milljón hvert úr Menningarsjóði Landsbankans í gær við hátíðlega athöfn í Iðnó. ABC barnahjálp, ADHD sam- tökin, ADRA, Alnæmissamtökin á Íslandi, Amnesty International, Barnaheill, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – UNICEF. Blátt áfram – forvarnir vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum. Blindrafélagið, Breið bros – samtök aðstandenda barna með skarð í vör eða góm. Daufblindra- félag Íslands, Dropinn, styrkt- arfélag barna með sykursýki,. Einstök börn, Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, Félag CP Ís- landi, Félag einstæðra foreldra, Félag heyrnarlausra. Félag nýrnasjúkra, Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra. For- eldrafélag barna með axlar- klemmu, Forma – Samtök átrösk- unarsjúklinga á Íslandi,. Geðhjálp, Gigtarfélag Íslands, Götusmiðjan, Heilaheill, Hetjurnar – stuðningsfélag foreldra og að- standenda langveikra barna á Ak- ureyri, Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, Hjartavernd. Hjálparstarf kirkjunnar, Barna- spítalasjóður Hringsins, Hugarafl, Höndin. Í hjartastað, Ísland Panorama samtökin, Klúbburinn Geysir. Krabbameinsfélag Íslands. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur. Kristniboðssambandið, Kærleiks- sjóður Sogns, Landsamtök áhuga- fólks um flogaveiki (LAUF), Lind – félag um meðfædda ónæmisgalla, Ljósið. MND-félagið, MS-félagið, Neist- inn, Parkinsonsamtökin á Íslandi, PKU-félagið á Íslandi, félag um arfgenga efnaskiptagalla. Rauði krossinn. Regnbogabörn. Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Samtök endurhæfðra mænu- skaddaðra. Samtök lungnasjúklinga, Samtök um kvennaathvarf, Samtök sykur- sjúkra, Samtökin 78. Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, Sjónarhóll – ráðgjafar- miðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, SOS-barnaþorpin, Spegillinn, SPES, Stígamót, Stóma- samtök Íslands, Styrktar- og minn- ingarsjóður skáta. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna, Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna. Styrktarsjóður Sól- heima. Umhyggja, Umsjónarfélag ein- hverfra. Unglingadeild SÁÁ á Vogi. UNIFEM, V-dagssamtökin, Vímulaus æska, Vildarbörn og loks Þroskahjálp. Þessi félög og málefni má styrkja í netbanka Landsbankans og renna framlög þar beint til við- komandi málefnis. Lesa má nánar um verkefnið á www.gottmal- efni.is. 75 fengu milljón króna í styrk HAFÍS hefur nálgast norðvestan- vert landið og líkur eru á því að ís- inn færist enn nær landi næstu daga því spáð er suðvestlægum átt- um. Að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, landfræðings og dósents, sem vinn- ur að hafísrannsóknum við Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands, er ákveðin hætta á því að ísinn gæti farið inn á siglingaleiðir við Horn næstu daga. Ingibjörg segir í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að ólík- legt sé að ísinn fari inn í firði líkt og gerðist fyrr á þessu ári í Dýrafirði svo dæmi sé tekið, en í lok janúar fylltist fjörðurinn af ísdreifum þeg- ar hafís rak að landi. Hún segir að ísinn sem er næst landi sé gisinn. „Þannig að það gætu einhverjir jakar farið inn á siglingaleiðir við Horn,“ segir Ingi- björg og bætir því við að ráðlegt sé að fylgjast vel með þróun mála næstu daga. Úr lofti Gervihnattamynd af Vestfjarðakjálkanum, sem tekin var í vikunni, sýnir vel hvernig ísinn hefur verið að nálgast landið undanfarna daga. Hafís rekur að landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.