Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2007 45 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is / ÁLFABAKKA THE GOOD SHEPERD kl. 8 - 10:10 B.i.12.ára THE GOOD SHEPERD VIP kl. 5 - 8 THE MESSENGERS kl. 6 - 8 - 10:20 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 - 10:30 LEYFÐ HOT FUZZ kl. 10:30 B.i.16.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ WILD HOGS kl. 5:50 - 8 B.i.7.ára 300 kl. 8 B.i.16.ára MUSIC & LYRICS kl. 5:50 LEYFÐ THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 3:40 LEYFÐ / KRINGLUNNI THE MESSENGERS kl. 6 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl.6 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 8:10 LEYFÐ DIGITAL 3D BECAUSE I SAID SO kl. 8 - 10:20 LEYFÐ 300 kl. 10 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 5:50 LEYFÐ STÓRLÖGGUR. SMÁBÆR. MEÐAL OFBELDI. „FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS“ - GQ FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eeee V.J.V. eeee FBL eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... Á STÆRÐ VIÐ HNETU! PÁSKAMYNDIN Í ÁR eee H.J. MBL G.B.G. Kvikmyndir.com V.I.J. Blaðið eeee LIB Topp5.is eee S.V. MBL eee Ó.H.T. RÁS2 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ég var með hálsbólgu,“ sagði EyþórIngi Gunnlaugsson þegar blaða-maður ræddi við hann í gær. Eyþórbar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrrakvöld, fyrir hönd Verkmenntaskólans á Akureyri, VMA. Hálsbólgan kom ekki, að því er virðist, niður á gæðum söngsins þar sem Eyþór sýndi mikla rokkstjörnutakta í anda Ian Gillan og lék sér að háu nótunum. Eyþór söng einn af slögurum Deep Purple, Perfect Stranger, sem hét í ís- lenskri þýðingu „Framtíð bíður“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Eyþór segist vera mikill aðdáandi Gillan og fór m.a. með hlutverk Jesú í söngleiknum Jes- us Christ Superstar í uppsetningu Mennta- skólans á Akureyri og VMA í fyrra, en Gillan söng það hlutverk á fyrstu hljóðupptöku verksins 1971. Hann ætlar því ekki að missa af tónleikum Deep Purple í sumar. Með Eyþóri á sviði var unnusta hans, Unnur Björnsdóttir, sem lék á hljómborð en hún hef- ur vakið mikla athygli fyrir færni sína á fiðlu. Andri Ívarsson lék á gítar en hann er nemandi við Menntaskólann á Akureyri og var því eig- inlega um samstarf framhaldsskóla að ræða. 30 framhaldsskólar áttu fulltrúa í keppninni í ár. Í öðru sæti urðu systkinin Arnar og Ing- unn Friðriksbörn úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla og í þriðja sæti varð Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þá fór einnig fram símakosning um bestu framkomu á sviði og þóttu nemendur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð bestir. Stemningin var góð í íþróttahöllinni á Ak- ureyri og báru margir aðdáendur skemmtileg skilti. Á einu þeirra tilkynnti ung stúlka kepp- anda að hún bæri barn hans undir belti, en sjálfsagt var þar grín á ferð en ekki alvara. Á háu nótunum með hálsbólgu Hugljúft Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja flutti lagið „Gleym mér ei“ og náði 3. sæti. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Átök Ástríðan leynir sér ekki á þessari mynd, Eyþór þenur raddböndin að hætti Ian Gillan með tilþrifum á sviðinu í íþróttahöllinni í fyrrakvöld. Um 40 nemendur tóku þátt í söngkeppninni. Leikkonan Helga Braga og söngkonan Hera Björk kynntu keppendur og fóru með gamanmál. Best Eyþór Ingi Gunnlaugsson með Unni Birnu Björnsdóttur hljómborðsleikara og Andra Ív- arssyni. Eyþór segist ætla að leggja söng- eða leiklist fyrir sig í framtíðinni. Gleði Nemendur VMA fögnuðu ákaft þegar úrslitin lágu fyrir. Hljóðfæralaust Söngsveitin Friends 4 life úr Menntaskólanum við Hamrahlíð unnu símakosninguna enda líflegir mjög á sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.