Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is EINMUNABLÍÐA var um norðan- og aust- anvert landið um helgina og sömu veðurblíð- unni er áfram spáð í þessum landshlutum næstu dagana að minnsta kosti fram í miðja vikuna, en þá er spáð talsvert kólnandi veðri og skammvinnri norðanátt þegar nær dregur helginni. Sunnan- og vestanvert landið hefur hins vegar farið á mis við þessa veðurblíðu. Þó þar hafi verið og verði áfram ágætis hlýindi miðað við árstíma hefur þar verið skýjað og skúrir öðru hverju og strekkingsvindur, sér- staklega á laugardaginn. Það er hæð austur af landinu sem sér um að dæla heitu lofti sunnan úr Evrópu yfir landið og köldu lofti suður á bóginn yfir Finnland og áfram suður á bóginn. Fyrir vikið var hlýrra norðan lands og austan í gær og í fyrradag heldur en víðast hvar í Skandinavíu. Hitinn bankaði víða í 20 stig á þessu svæði strax um hádegið og meint hitamet féllu eða voru við það að falla. Heiðskírt var og 18,5 stiga hiti á Akureyri í hádeginu í gær. Þar hafði áður orð- ið heitast 22. apríl árið 1976 þegar hitinn varð 19,8 stig. Hitametið féll svo klukkan 15 en þá mældist hitinn á Akureyri 21,2 stig og hefur ekki mælst svo mikill hiti í apríl frá árinu 1888 en mælingar eru til frá þeim tíma á Akureyri. Heitast var hins vegar í Ábyrgi, 23 gráður á sjálfvirkan mæli um miðjan dag í gær, og féll þar með hitametið á landinu, en áður hafði mesti hitinn í aprílmánuði mælst 21,8 gráður á Sauðanesi 18. apríl árið 2003 fyrir rúmum fjórum árum. Hitamet féllu einnig víða á veð- urathugunarstöðvum á norðanverðu og norð- vestanverðu landinu, svo sem tíundað var ít- arlega á bloggsíðu Sigurðar Þórs Guðjónssonar Allra veðra von í gærkvöldi. Til að mynda hefur hitinn í Stykkishólmi verið yf- ir 16 gráður síðustu tvo dagana sem er met í aprílmánuði. Þar hafa veðurathuganir verið framkvæmdar frá því um miðja nítjándu öld- ina og aldrei áður mælst svo hlýtt í apríl. Ásdís Auðunsdóttir, vakthafandi veður- fræðingur á Veðurstofunni í gærkvöldi, sagði að saman færi bæði hlýr loftmassi og mikið aðstreymi lofts sunnan úr höfum, sem gerði það að verkum að það hlýnaði svona mikið. Hún bætti því við aðspurð að það væri þekkt að loftmassar hlýnuðu snögglega um þetta leyti árs, auk þess sem loftþrýstingur hækk- aði. Ásdís sagði að spáð væri svipuðu veðri í dag og á morgun, þó ekki væri við því að búast að jafnheitt yrði og í gær. Hlýtt yrði áfram og á morgun mætti einnig reikna með einhverri úr- komu um vestanvert landið. Útlit væri síðan fyrir að það myndi dálítið kólna í bili á mið- vikudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og veðuráhugamaður, sem skrifar um veður á heimasíðu sinni segir þar að hæðin suðaustur af landinu sé greinileg fyrirstöðuhæð. Sam- fara henni berist afar hlýtt loft til landsins úr suðri með sunnan- og suðaustanáttum. Þess- ari veðurstöðu fylgi einnig rigningarót með svölu veðri suður við Miðjarðarhaf sem og kalt heimskautaloft sem flæði yfir Finnland og Eystrasaltslöndin. Veðurstaðan nú sé keimlík því sem verið hafi árin 1984, 1962 og 1930. Svo lík raunar að það jaðri við endurtekið efni. Einar sagði í samtali við Morgunblaðið að hitinn á Staðarhóli í Aðaldal hefði mælst 21,9 gráður á kvikasilfursmæli í gær og það væri hærri hiti en mælst hefði á sambærilegan mæli á Sauðanesi í apríl 2003 og því um stað- fest met að ræða. Hitinn í Ásbyrgi, 23 gráður, hefði verið mældur á sjálfvirkan hitamæli og taka yrði þeim mælingum með ákveðnum fyr- irvara vegna samanburðar við eldri mælingar á kvikasilfursmæla. Fregnir frá Bretlandseyjum hermdu í gær að spáð væri að hiti þar í landi yrði yfir með- allagi í sumar. Nýliðinn aprílmánuður á Eng- landi er sá heitasti frá upphafi mælinga. Fjögurra ára gamalt hitamet aprílmánaðar féll í einmunablíðu á norðanverðu landinu í gær Hitinn í Ásbyrgi mældist 23 gráð- ur um miðjan dag Öflug hæð fyrir suðaustan land dælir hlýju lofti til landsins sem ættað er sunnan úr höfum Í HNOTSKURN »Aprílmánuður hefur verið óvenjuheitur á Bretlandseyjum og suma daga hefur verið tíu gráðum heitara en venja er á þeim árstíma eða upp undir 25 gráða hiti. »Því er nú spáð að vorið á Bretlands-eyjum verði það heitasta frá upphafi mælinga og komi í kjölfar næst hlýjasta vetrar frá upphafi, auk þess sem síðasta haust var það hlýjasta frá upphafi mæl- inga. Júlímánuður í fyrra var einnig sá hlýjasti á Englandi frá upphafi mæl- inga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sólskin Frábært veður var um allt norðanvert landið í gær, heiður himinn og hitamet slegin víða. Margir gripu tækifærið og sleiktu sólina í sundlauginni á Akureyri, eins og sést. Heiðskírt Hér sést landið úr gervitungli á mynd sem tekin var um miðjan dag á laugardag. Það sést nánast allt skýrt og greinilega enda heiður himinn og varla ský sjáanlegt. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LJÓST er að til- lögur starfshóps sem Jónína Bjartmarz um- hverfisráðherra skipaði til að fjalla um stækk- un friðlandsins í Þjórsárverum ganga skemur en ráðherra hefði kosið. Hópurinn er skipaður fulltrú- um sveitarstjórna á svæðinu. Hann vill stækka friðlandið mikið til aust- urs en hugmyndin um Norðlinga- ölduveitu er enn inni í myndinni þótt þrengt sé að henni þar sem Kvísl- arveita 6 er slegin af. „Ég setti vinnu þessa starfshóps í gang til að freista þess að stækka friðlandið í Þjórsárverum meðal annars til suðurs og markmiðið var að ná öllu votlendinu með,“ segir Jónína. „En í tillögunni eru Eyva- fenin úti, þau eru hluti af votlendinu. Mergurinn málsins er að við förum ekki gegn vilja sveitarstjórna vegna þess að skipulagsvaldið er þeirra. Fram kemur í skýrslu hópsins að þeir vilji ekki fara með friðlandið lengra til suðurs vegna réttaróvissu í tengslum við virkjunarfram- kvæmdir. Aðspurðir segjast þeir ekki vilja ganga lengra jafnvel þó að réttaróvissan væri ekki fyrir hendi. Margir hafa barist fyrir því árum saman að Þjórsárverin verði skil- greind sem allt votlendið. Þetta fólk segir að deilur muni verða um frið- lýsinguna þar til úr því verði skorið hvort Norðlingaölduveita verði að veruleika. Þá er það spurningin hvort rétt sé að friðlýsa í samræmi við tillögur starfshópsins núna og síðan, þegar Alþingi fer að vinna að verndaráætlun virkjanakosta þar sem allir virkjunarkostir eru undir, að þingið ákveði að allt votlendið sé undir og afturkalli þá virkjunarleyfi Landsvirkjunar. Hinn kosturinn væri að gera ekki neitt í málinu ef ekki næst full sátt um þessa tillögu sem gagnmerkt skref.“ Jónína er spurð hvort samstaða sé um stefnu hennar í málinu í rík- isstjórninni en svarar því til að ekki hafi verið fjallað um málið þar. „Umhverfisráðherra getur frið- lýst svæðið en þar sem um þjóð- lendu er að ræða þarf til þess sam- þykki forsætisráðuneytisins. Ég hef þegar sagt að ég teldi að svo væri komið í orkuöflun þjóðarinnar að það væri rétt að huga að því að stækka friðlandið í Þjórsárverum þannig að allt votlendið væri með. Það myndi útiloka Norðlingaöldu- veitu. En ég sagði líka að það yrði aðeins gert í samráði við sveitar- stjórnirnar. Héraðsdómur felldi sinn dóm, sem Landsvirkjun kaus að áfrýja ekki, en í dóminum segir að tiltekn- ar breytingar á framkvæmd Norð- lingaölduveitu þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Landsvirkjun hefur ekki hafið þá vinnu. Þá er spurningin hvort dómurinn valdi því að forsendur virkjanaleyfisins sem Alþingi veitti séu brostnar,“ segir Jónína Bjartmarz. Vilja ekki útiloka Norðlingaölduveitu Tillögur sveitarstjórnarmannanna í starfshópi sem Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði gera ekki ráð fyrir að Eyvafen verði friðuð og ganga því skemmra en ráðherra hefði óskað Jónína Bjartmarz Morgunblaðið/RAX Þjórsárver Umhverfisráðherra vill að allt votlendi á svæðinu verði friðað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.