Morgunblaðið - 30.04.2007, Side 1
mánudagur 30. 4. 2007
íþróttir mbl.is
íþróttir
AZ Alkmaar og Grétar Rafn Steinsson misstu af meistaratitlinum í Hollandi » 3
MEISTARAR ÚR LEIK
CHICAGO BULLS SÝNDI STYRK SINN GEGN
SLÖKU MEISTARALIÐI MIAMI HEAT Í NBA >> 8
Brenton og Helena
kjörin leikmenn ársins
HELENA Sverrisdóttir úr Haukum og
Brenton Birmingham úr Njarðvík voru á
laugardag kjörin bestu leikmenn Iceland
Express deildarinnar á lokahófi Körfu-
knattleikssambands Íslands. Það eru leik-
menn og þjálfarar sem standa að þessu
kjöri. Þetta er þriðja árið í röð sem Hel-
ena fær þessa viðurkenningu en í fyrsta
sinn sem Brenton er kosin besti leik-
maður úrvalsdeildar en hann fékk einnig
viðurkenningu sem besti varnarmað-
urinn.
Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík
og Jóhann Árni Ólafsson úr Njarðvík
voru valin bestu ungu leikmenn deild-
arinnar.
Einar Árni Jóhannsson, Njarðvík, og
Ágúst S. Björgvinsson, Haukar, eru þjálf-
arar ársins.
Lið ársins í karlaflokki:
Brenton Birmingham, Njarðvík.
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík.Sig-
urður Þorvaldsson, Snæfell.
Hlynur Bæringsson, Snæfell.
Friðrik Stefánsson, Njarðvík.
Lið ársins í kvennaflokk er þannig
skipað: Hildur Sigurðardóttir, Grindavík.
Helena Sverrisdóttir, Haukar. Margrét
Kara Sturludóttir, Keflavík. Bryndís
Guðmundsdóttir, Keflavík. María Ben Er-
lingsdóttir, Keflavík.
Tamara Bowie úr Grindavík og KR-
ingurinn Tyson Patterson fengu við-
urkenningu fyrir að vera bestu erlendu
leikmenn deildarinnar.
Pálína Guðlaugsdóttir úr Haukum er
varnarmaður ársins í kvennaflokki.
Sigmundur Már Herbertsson er besti
dómarinn að mati leikmanna og þjálfara.
Vkurfréttir/Stefn
Best Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir voru kjörin leikmenn ársins á lokahófi KKÍ.
SIGURÐUR Ingimundarson hefur
samið við stjórn körfuknattleiks-
deildar Keflavíkur og verður
hann þjálfari karlaliðs félagsins
líkt og hann hefur gert und-
anfarin ár. Á heimasíðu félagsins
er greint frá því að félagið ætli
sér stóra hluti á næstu misserum
en Keflavík náði einum titli á síð-
ustu leiktíð, í Powerade-
bikarkeppninni. Jón N. Haf-
steinsson hefur skrifað undir
samning við Keflavík en hann hef-
ur verið einn af lykilleikmönnum
liðsins undanfarin ár.
Sigurður þjálfaði Keflavík-
urliðið í fyrsta sinn tímabilið
1996–1997 og varð liðið Íslands-
meistari það ár. Hann hefur þjálf-
að liðið samfellt frá þeim tíma að
undanskildu tímabilinu 2003–2004
og alls hefur Keflavík orðið Ís-
landsmeistari fjórum sinnum und-
ir stjórn Sigurðar. Keflavík end-
aði í sjötta sæti í úrvalsdeild karla
í vetur og féll úr keppni í átta
liða úrslitum gegn Snæfelli, 2:0.
Jón í viðræðum
Jón Halldór Eðvarsson, þjálfari
kvennaliðs Keflavíkur í körfu-
knattleik, er í viðræðum við félag-
ið um að halda áfram þjálfun liðs-
ins. Jón var að stýra liðinu í
fyrsta sinn á síðustu leiktíð en lið-
ið tapaði í úrslitum bikarkeppn-
innar gegn Haukum og varð í
öðru sæti á Íslandsmótinu á eftir
Haukum.
Sigurður
verður
áfram með
Keflavík
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Framarar höfðu samband við Ágúst
fyrir nokkru en þrátt fyrir ungan
aldur er Ágúst reyndur þjálfari sem
hefur meðal annars þjálfað karlalið
Vals og Gróttu/KR og var um tíma
þjálfari kvennalandsliðsins. Ágúst
Þór hefur þjálfað kvennalið Vals tvö
undanfarin ár og stendur til boða að
halda áfram því starfi en undir hans
stjórn varð Valur í þriðja sæti í
DHL-deildinni á nýafstöðnu tíma-
bili.
Ágúst Þór var nýkominn af fundi
með stjórnarmönnum hjá Frömur-
um þegar Morgunblaðið náði tali af
honum í gærkvöldi.
Þarf að skoða þetta vel
„Mér stendur til boða að halda
áfram með Valsliðið og einnig að
taka við Fram. Það munu líða ein-
hverjir dagar þar til ég tek ákvörð-
un. Ef konan mín fengi að ráða þá
myndi ég hætta að þjálfa svo ég þarf
að skoða þetta í víðara samhengi og
leggjast yfir hlutina,“ sagði Ágúst
Þór við Morgunblaðið.
Ágúst gerði þriggja ára samning
við Val sem í var uppsagnarákvæði
þannig að hann getur farið frá Val án
skuldbindinga en Hlíðarendaliðið
hefur boðið Ágústi nýjan samning.
Guðmundur stýrði Fram í síð-
asta sinn í gær
Guðmundur Þórður Guðmunds-
son tilkynnti Frömurum á dögunum
að ætlaði að taka sér frí frá þjálfun
en hann stýrði liðinu í tvö ár og gerði
það að Íslandsmeisturum í fyrra en
það var fyrsti Íslandsmeistaratitill
félagsins í karlaflokki í handknatt-
leik í 34 ár.
Tekur Ágúst við þjálfun hjá Fram?
SVO kann að fara að Ágúst Þór Jó-
hannsson taki við þjálfun karlaliðs
Fram í handbolta í stað Guðmundar
Þórðar Guðmundssonar sem stýrði
Safamýrarliðinu í síðasta sinn þeg-
ar það beið lægri hlut fyrir HK í
deildarbikarnum í gær.
Undir feldi Ágúst Jóhannsson gefur leikmönnum Vals góð ráð.