Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 117. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is VG sendir baráttukveðjur í tilefni dagsins ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum LÉT KARLANA EKKI FÆLA SIG FRÁ GLÍMU ARFURINN STELPUR ÓSKAST >> 25 FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is KRÖFUGÖNGUR hafa verið lagðar af víð- ast hvar um landið á baráttudegi verkalýðs- ins 1. maí. Í stað þess eru haldnar fjöl- skylduhátíðir með skemmtiatriðum og fáum ræðum. Þó að það séu fámennari staðir en Reykjavík, endurspeglast sú þróun í því að mun fleiri mæta á fjölskylduhátíðir stétt- arfélaga í höfuðborginni, svonefnt 1. maí kaffi, en í sjálfa kröfugönguna og á útifund- inn á Ingólfstorgi. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hefur beitt sér fyrir því að öll stéttarfélög standi saman að slíkri samkomu til þess að efla samkennd, koma boðskapnum til fleiri og draga úr kostnaði. „Á meðan við forystumennirnir berjumst niður Laugaveginn með fánana og höldum þrumuræður hver yfir öðrum á Austurvelli eru fjölskyldurnar annars staðar.“ En hann segir þetta ekki hafa fengið góðan hljóm- grunn: „Það er eins og ég hafi leitt heilaga kú til slátrunar og tekið fram bitlaus vopn til að slátra henni.“ VR hefur sömu afstöðu og mun skerpa á afstöðu sinni með því að standa ekki fyrir kaffisamsæti í dag heldur setja þær fimm milljónir sem sparast í að hjálpa veikum og efnaminni félagsmönnum. „Kjör fólks eru einfaldlega betri en áður og fólk lítur á þetta sem frídag fremur en baráttudag. Við sjáum að það eru ekki okkar félagsmenn sem koma niður á Ingólfstorg,“ segir Gunn- ar Páll Pálsson, formaður félagsins. En ekki eru allir á einu máli um hagræði þess að steypa öllu saman í eina fjölskyldu- samkomu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segist vera uppalinn í umhverfi gömlu göngunnar. „Ég held að það sé lang- ur vegur frá því að sú ganga sem við þekkj- um sé úrelt fyrirbrigði. Menn fylkja liði vegna þeirra mála sem eru uppi við á hverj- um tíma. Að sjálfsögðu kemur mismunandi fjöldi, en það getur markast af veðri.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að breyta fyr- irkomulagi 1. maí, svo lengi sem tilefninu sé haldið til haga. Þetta væri ekki sama bar- áttusamkoman og áður, enda kjör og störf verkafólks önnur og betri en þegar fyrsta kröfugangan var farin árið 1923. „Engu að síður eru viðfangsefnin og vandamálin ekk- ert færri í dag, en áherslurnar eru aðrar. Með yfirskriftinni Treystum velferðina er því til haga haldið að við búum við velferð, en jafnframt að það þarf að gera betur og sums staðar miklu betur.“ Ekki sama baráttu- samkoman  Fátækt | 6 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FORYSTUMENN stjórnmálaflokkanna telja að ganga hefði átt lengra í að stækka friðland Þjórsárvera en starfshópur sem umhverfisráð- herra skipaði í fyrra gerir. Hópurinn gerir til- lögu um verulega stækkun friðlandsins, en þó ekki til suðurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vilja varð- veita friðlandið í Þjórsárverum. Um það væri nokkuð almenn sátt. „Við erum horfin frá því að ræða um að nota þetta sem veitu. Það eru aðrir virkjunarkostir í umræðunni, en ekki þetta svæði.“ „Ég hefði talið langskynsamlegast að ljúka öllum átökum um þetta svæði og að votlendið allt yrði innan friðlendisins eins og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur lagt til,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. „Þetta gengur þvert á okkar stefnu. Við telj- um mikilvægt að varðveita Þjórsárver heild- stætt og vatnasvið þeirra,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sem lagði í vetur fram tillögu um að Norðlingaöldu- veita yrði tekin út úr raforkulögum. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, segir að þessar tillögur feli ekki í sér fullnægjandi stækkun. Hún gagnrýnir hvernig starfshópur- inn var skipaður og segir að niðurstaða hans hafi í sjálfu sér ekki þurft að koma á óvart. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segist styðja tillögur um stækk- un friðlands Þjórsárvera. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, og Egill Sigurðsson, fulltrúi Ásahrepps, sátu báðir í starfshópi sem um- hverfisráðherra skipaði til að fjalla um tillögur um stækkun friðlandsins. Þeir leggja báðir áherslu á að verið sé að gera tillögu um friðun langverðmætasta hluta svæðisins sem enn var utan friðlandsins. „Það er hins vegar alveg kristaltært í okkar huga að við munum ekki fallast á stækkun frið- lands með því að fara með það niður að Sultar- tangalóni, niður með allri Þjórsá. Það kemur ekki til greina á þessari stundu. Ef menn ætla að ganga svo langt eru menn farnir að tala um allt annað en friðun Þjórsárvera,“ sagði Egill. Stuðningur við enn meiri stækkun friðlandsins Morgunblaðið/RAX  Heimamenn | Miðopna ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR MARÍU H. MARKAN OG PÁLS R. PÁLSSONAR Í FRÍKIRKJUNNI >> 42 NÁTTÚRUSMÍÐ Morgunblaðið/G. Rúnar 1. maí – baráttudagur verkalýðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.