Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 35
A
llt frá árinu 1999 þegar
ákveðið var að endurbyggja
Reykjavíkurflugvöll hafa
staðið deilur um framtíð
flugvallarins. Komin er út skýrsla sem
beðið hefur verið lengi eftir, um fram-
tíðarmöguleika Reykja-
víkurflugvallar og aðra
kosti varðandi innan-
landsflugvöll. Nefndin
var fengin til að fara yfir
allar hliðar málsins á
grundvelli samkomulags
samgönguráðherra og
borgarstjóra.
Helgi Hallgrímsson,
formaður nefndarinnar,
og samstarfsmenn hans
og aðrir sérfræðingar
sem þeir hafa kallað til
liðs við sig hafa unnið
mikið og gott starf. Á
grundvelli þess verður
unnt að taka vel ígrundaða ákvörðun
um næstu skref varðandi framtíð
Reykjavíkurflugvallar.
Helstu niðurstöður skýrslunnar eru
þær að núverandi flugvöllur er á góð-
um stað fyrir flugsamgöngur. Jafn-
framt kemur skýrt fram að flugvallar-
svæðið er verðmætt byggingarland og
aðrir kostir fyrir innanlandsflugvöll í
Reykjavík skila miklum þjóðhagsleg-
um ábata. Flutningur innanlandsflugs-
ins til Keflavíkur er talinn lakasti kost-
urinn. Nefndin bendir á að til að meta
til fullnustu mögulega flugvallarkosti á
Hólmsheiði eða Lönguskerjum þurfi
að leggja í talsverðar rannsóknir. Aug-
ljóst er að samgönguyfirvöld og borg-
aryfirvöld hljóta að skoða þá kosti.
Verður því varla hægt að marka fram-
tíðarstefnu fyrir innanlandsflugvöll
fyrr en að loknum þeim rannsóknum
en talið er að þær gætu tekið allt að
fjórum árum til viðbótar við það sem
þegar hefur verið rannsakað.
Á meðan heldur flugstarfsemin
áfram á Reykjavíkurflugvelli í Vatns-
mýri. Flugvöllurinn mun áfram gegna
hlutverki sínu sem miðstöð innan-
landsflugs og vera þýðingarmikill við-
komustaður fyrir hluta millilanda-
flugsins, svo sem til Færeyja og Græn-
lands, ferjuflug og flug á einkaþotum
eða viðskiptaþotum. Flugvöllurinn
verður því samgöngumiðstöð fyrir
hundruð þúsunda manna á ári hverju
og vinnustaður hundraða manna. Þar
verður áfram góð og vonandi batnandi
aðstaða fyrir öll þau fyrirtæki sem
sinna flugþjónustu í einhverri mynd.
Þar undanskil ég ekki Landhelg-
isgæsluna en forsvarsmenn hennar
hafa haft af því áhyggjur undanfarið
að þrengt verði að
starfsemi hennar.
Viðamikil úttekt
Skýrslan um framtíð
Reykjavíkurflugvallar
er viðamesta úttekt á
öllum hliðum starfsem-
innar sem unnin hefur
verið. Hún er flug-
tæknileg úttekt,
rekstrarfræðileg út-
tekt og skipulagsleg
úttekt. Metnir eru
kostir við óbreyttan
völl í Vatnsmýri, þrír
kostir með breyttri
legu flugbrauta, tveir kostir sem snú-
ast um innanlandsflugvöll á nýjum
stöðum og að lokum að innanlands-
flugið flytjist til Keflavíkur.
Allir hafa þessir kostir jákvæðar og
neikvæðar hliðar. Það á við um flug-
tæknileg atriði, skipulagsmál og fjár-
mál. Þessir kostir koma hins vegar
misjafnlega niður á þeim sem málið
varðar og við getum skipt í eftirtalda
hópa: Reykjavíkurborg, samgöngu-
yfirvöld, íbúar höfuðborgar, farþegar í
innanlandsflugi og fyrirtæki í flug-
rekstri.
Þessa kosti þarf að vega og meta út
frá þeim staðreyndum sem fram koma
í skýrslunni. Hvaða atriði vega
þyngst? Eru það flugtæknileg atriði ?
hvernig nýting er á flugvelli í Vatns-
mýri miðað við aðra kosti? Eru það
skipulagsatriði ? hvort ferðamynstur á
höfuðborgarsvæðinu myndi batna eða
versna við það að leggja niður flugvöll í
Vatnsmýri? Eru það fjárhagslegir
kostir ? hvort ríkið, Reykjavíkurborg
eða þegnarnir, og þá hvaða hópur
þjóðfélagsþegna, munu hafa fjárhags-
legan ábata af því að byggja innan-
landsflugvöll á nýjum stað eða hafa
hann áfram í Vatnsmýri?
Samkvæmt skýrslunni er nýting á
Reykjavíkurflugvelli nú 98% og hún er
talin verða óbreytt þótt legu brauta
verði breytt. Nýting flugvallar á
Lönguskerjum er einnig talin geta
orðið 98% en á Hólmsheiði yrði hún
líklega kringum 95%. Þetta er þó með
fyrirvara á að frekari rannsókna þurfi
við. Út frá flugtæknilegum sjón-
armiðum eingöngu væri Hólmsheiði út
úr myndinni enda er minni nýting en
98% talin óviðunandi fyrir flugrekst-
urinn og flugöryggi.
Hvar liggur hagkvæmnin?
Ef við lítum á fjárhagshliðina þá er
óbreyttur völlur ódýrasti kosturinn
fyrir ríkissjóð. Hinir þrír kostirnir í
Vatnsmýri, sem eru breytt lega
brauta, myndu kosta talsvert meira en
í öllum fjórum kostunum er gert ráð
fyrir nýjum flugvelli fyrir kennsluflug
í Afstapahrauni. Nýir flugvellir á
Hólmsheiði eða Lönguskerjum myndu
kosta 16 til 18 milljarða og enn er það
ríkið sem bæri kostnaðinn.
Verði miðstöð innanlandsflugsins
flutt til Keflavíkur er talið að farþeg-
um myndi fækka um 20%. Auk flug-
vallar í Afstapahrauni fyrir kennslu-
flug er gert ráð fyrir að leggja þurfi í
kostnað við nýjan varaflugvöll fyrir
millilandaflug á Suðurlandi í stað
Reykjavíkurflugvallar og þá kæmi
Bakki í Landeyjum helst til greina.
Hér eru það því flugfarþegar, flug-
félög og ríkissjóður sem bera að-
alkostnaðinn en borgin hagnast.
Verði flugvöllur í Vatnsmýri lagður
niður er augljóst hver hagnast mest ?
borgarsjóður ? með því að hann gæti
selt byggingarland. Með öðrum orð-
um, borgin græðir en ríkið blæðir en
fær að vísu einnig eitthvað upp í kostn-
aðinn með sölu þess hluta lands í
Vatnsmýri sem ríkið á.
Út frá öllum þessum kostum er síð-
an reiknaður þjóðhagslegur ábati og
gengið út frá núllkosti sem er óbreytt
ástand. Þessi þjóðhagslegi ábati er allt
frá 4,3 milljörðum króna uppí rúma 38
milljarða. Ábatinn er mestur með nýj-
um flugvelli við Hólmsheiði en minnst-
ur við einn hinna þriggja kosta að
breyta legu núverandi flugbrauta í
Vatnsmýri. Hafa ber í huga að fyr-
irvari er á því hvort Hólmsheiði er not-
hæfur kostur. Látið er liggja milli
hluta hvernig þjóðhagslegur ábati er
fundinn er hann snýst um heildar-
hagkvæmnina og þá horft framhjá því
hver greiðir hugsanlega hvað.
Þessi aðferð, kostnaðar-nytjagrein-
ing, er aðferð til að meta fjárhagslegan
ávinning af ákveðinni aðgerð eða
ákvörðun. Aðferðin er þó allsendis
ófullnægjandi til að meta hvar rétt-
lætið liggur. Stjórnmálamennirnir
hafa verið valdir til að kljást við það og
marka stefnu meðal annars um upp-
byggingu samgöngumannvirkja.
Fleiri verðmæt byggingarsvæði?
Eins og fyrr segir er að finna í
skýrslunni um framtíðarkosti Reykja-
víkurflugvallar margvíslegan efnivið
til að meta hvað er skynsamlegast í
þessum efnum. Rökræða má út frá
fjölmörgum sjónarhornum hvað rétt
er og hvað ekki. Eitt af því er ráð-
stöfun á því landi sem losnar ef flug-
völlur í Vatnsmýri er lagður niður.
Verður það íbúðabyggð eða atvinnu-
svæði?
Út frá þessu mætti spyrja áfram:
Úr því menn horfa á Vatnsmýri sem
verðmætt byggingarland mætti þá
ekki alveg eins líta til Laugardalsins,
Öskjuhlíðar, Arnarhóls eða Mikla-
túns? Væru þau svæði ekki betur nýtt
með því að selja þar lóðir og byggja?
Og úr því að byggðin í Reykjavík er að
teygjast upp um holt og hæðir við Úlf-
arsfell, Norðlingaholt og Grafarholt,
er þá ekki ljóst að sú þróun verður
ekki stöðvuð? Viljum við örugglega
flytja allan akstur vegna flugfarþega
sem fara um Reykjavíkurflugvöll í
Vatnsmýri eitthvert annað í borg-
arlandið? Gæti verið alveg eins hag-
kvæmt að greiða enn betur fyrir um-
ferð til og frá miðborginni?
Af lestri skýrslunnar má því ljóst
vera að þótt hún svari mörgum spurn-
ingum og varpi ljósi á margs konar
möguleika varðandi framtíð Reykja-
víkurflugvallar vekur hún einnig fjöl-
margar nýjar spurningar og vanga-
veltur. Þær þurfum við að ræða á eins
faglegan og hlutlægan hátt og unnt er
og reyna að finna hvernig best verður í
haginn búið til langrar framtíðar hvað
varðar flug til og frá höfuðborginni.
Hver verður framtíð 
Reykjavíkurflugvallar?
Eftir Sturlu Böðvarsson
»
Verður því varla
hægt að marka fram-
tíðarstefnu fyrir innan-
landsflugvöll fyrr en að
loknum þeim rann-
sóknum en talið er að
þær gætu tekið allt að
fjórum árum til viðbótar
við það sem þegar hefur
verið rannsakað.
Sturla 
Böðvarsson
Höfundur er samgönguráðherra.
Í
1. MAÍ ræðu á Hótel Borg hélt
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir því
fram, að A-flokkarnir ? Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag og
forverar þess ? hefðu, þrátt fyrir um-
talsvert fylgi, haft minni áhrif á mótun
íslensks þjóðfélags en fylgi þeirra
hefði gefið tilefni til.
Þessi sagnfræðitilgáta er alveg
áreiðanlega röng. Trúlega hafa þessir
flokkar, löngum í nánu
samstarfi við verkalýðs-
hreyfinguna, haft mun
meir mótunaráhrif á
þjóðfélagið en fylgi
þeirra, þingstyrkur og
ríkisstjórnaþátttaka
beinlínis gáfu tilefni til. 
Hvað er það, sem hafði
mest áhrif í þá átt að
breyta lífskjörum fátæks
fólks til hins betra á öld-
inni, sem leið? Tækniþró-
un, markaðsaðgangur
fyrir útflutning, aðgang-
ur að framkvæmdafé ?
þetta þrennt hafði áreið-
anlega mikil áhrif á atvinnuuppbygg-
ingu og þjóðfélagsþróun almennt. En
fleira skipti máli fyrir lífskjör fátæks
fólks: Viðurkenning á samningsrétti
stéttarfélaganna um kaup og kjör,
vinnutíma og öryggi á vinnustöðum.
Vökulögin, alveg sérstaklega. Löggjöf
um verkamannabústaði og fjár-
mögnun þeirra. Rýmkun kosninga-
réttar og afnám fátæktarlöggjafar,
sem svipti menn kosningarétti, sem
höfðu orðið að leita á náðir samfélags-
ins. 
Hornsteinn velferðarríkisins
Almannatryggingalöggjöfin, sem er
hornsteinn velferðarríkisins á Íslandi,
sjúkratryggingar, slysa- og ör-
orkutryggingar, ellilífeyrir og löngu
síðar atvinnuleysistryggingar: Þetta
er uppistaðan í mannréttindum vinn-
andi fólks í landinu. Sömu laun fyrir
sömu vinnu. Fæðingarorlof. Skyldu-
aðild að lífeyrissjóðum. Gjaldfrjáls að-
gangur að skólakerfi
og hinn öflugi lána-
sjóður íslenskra náms-
manna hafa haft meiri
áhrif til að losa um
fjötra stéttaskiptingar
og jafna tækifæri ein-
staklinga til þroska
umfram flest annað. 
Auðvitað má tína til
margt fleira. En þetta
er nóg til að sýna, að
mannréttindamál, sem
verkalýðshreyfingin
og flokkar hennar
beittu sér fyrir,
breyttu íslensku þjóð-
félagi smám saman til hins betra og
bættu kjör fátæks fólks, ekki bara í
krónum og aurum talið, þótt kjarabar-
áttan ein og sér snerist um það. 
Áhrif verkalýðsflokkanna í þá átt að
bæta lífskjör almennings ná líka langt
út fyrir svið einstakra umbótamála á
félagsmálasviði. Ég nefni frumkvæði
Lúðvíks Jósefssonar að útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar fyrst í 12 og síðan í
50 mílur. Það var í þessum átökum,
sem úrslitin réðust í baráttu þjóð-
arinnar um yfirráð yfir fiskimiðunum.
Ég nefni frumkvæði Gylfa Þ. Gísla-
sonar að efnahagsumbótum viðreisn-
arstjórnarinnar: Afnámi millifærslu-
og skömmtunarkerfis og fyrir frelsi í
innflutningsverslun. Ég nefni frum-
kvæði Gylfa Þ. Gíslasonar að aðild Ís-
lands að fríverslunarsamtökunum
EFTA, sem var upphafið að fráhvarfi
frá verndarstefnu kreppuáranna.
Loks nefni ég frumkvæði Alþýðu-
flokksins að samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES), sem
forystumönnum íslensks atvinnulífs
ber nú saman um að hafi ?breytt öllu?
? lagt grundvöllinn að því framfara-
skeiði, sem enn stendur yfir. 
Áhrif umfram atkvæðastyrk
Með vísan til þess, að Alþýðuflokk-
urinn studdist á þessum tíma við fylgi
á bilinu 15?18%, sýnist það vera rök-
rétt ályktun, að áhrif hans við að
hrinda fram stórum umbótamálum,
sem breyttu lífskjörum almennings
mjög til hins betra, hafi verið langt
umfram kjörfylgi hans. Sama máli
gegnir um Alþýðubandalagið, að því
er varðar t.d. landhelgismálið, og áhrif
þess á einstök umbótamál, eins og t.d.
áætlunina um byggingu Breiðholtsins,
sem Alþýðubandalagsmenn í forystu
verkalýðshreyfingarinnar höfðu frum-
kvæði að og leysti sáran húsnæð-
isvanda fátæks fólks á þeim tíma. 
Framsóknarflokkurinn getur stært
sig af margvíslegri löggjöf um upp-
byggingu í sveitum og stuðning skatt-
greiðenda við bændur. Sú saga hefur
að vísu endað í dýrasta og óhagkvæm-
asta landbúnaðarkerfi í heiminum.
Sjálfstæðismenn geta stært sig af því
að forystumenn þeirra beittu sér fyrir
lýðveldisstofnuninni 1944, inngöng-
unni í NATO 1949 og varnarsamstarf-
inu við Bandaríkin 1951. Ekki verður
hins vegar fram hjá því litið, að þessir
flokkar voru lengst af sögu sinnar rík-
isforsjárflokkar, sem í krafti langvar-
andi ríkisstjórnarsetu beittu ríkisvald-
inu til að skipta atvinnulífinu milli sín í
eins konar áhrifasvæði samkvæmt
helmingaskiptareglu. 
Langvarandi stjórnarsamstarf
þessara flokka sl. þrjú kjörtímabil hef-
ur valdið því, að brestir eru komnir í
undirstöður velferðarríkisins. Þessir
tveir flokkar hafa hneigst til að líta á
velferðarþjónustuna sem ölmusu
handa hinum þurfandi fremur en sem
mannréttindi allra. Þetta er meg-
inmunurinn á hinu norræna velferð-
arríki annars vegar og íslensku vel-
ferðarþjónustunni hins vegar. Það er
rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur, að skýringin á þessum grundvall-
armun á velferðarríkjum Íslands og
annarra Norðurlanda er sú, að áhrifa
jafnaðarmanna hefur ekki gætt í land-
stjórninni um langt skeið.
Um arfleifð jafnaðarmanna
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson
»
Langvarandi stjórn-
arsamstarf þessara
flokka sl. þrjú kjör-
tímabil hefur valdið því,
að brestir eru komnir í
undirstöður velferð-
arríkisins. 
Jón Baldvin 
Hannibalsson
Höfundur var formaður 
Alþýðuflokksins 1984-96.
meira en hann fékk í síðustu
kosningum. Stóra spurningin
hlýtur að vera hvort VG tekst að
stöðva þá fylgisþróun sem virðist
vera farin af stað. Sé horft til síð-
ustu daga kosningabaráttunnar
fyrir fjórum árum er ástæða fyr-
ir fylgismenn VG að hafa vissar
áhyggjur. Einnig sýnir könnun
Capacent að færri vilja VG í
stjórn en áður.
Betri árangur núna af bar-
áttu Sjálfstæðisflokksins
Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn
hafði mælst um 40% haustið 2002
en var byrjað að lækka þegar
kosningabaráttan hófst. Fylgi
flokksins sveiflaðist aðeins milli
kannana Capacent en þegar á
heildina er litið var það heldur á
niðurleið. Flokkurinn var með
tæplega 36% fylgi í síðustu könn-
un fyrir kosningar en fékk 34%
fylgi í kosningunum. Það hefur
oftast nær verið þannig að flokk-
urinn hefur fengið aðeins minna í
kosningum en í skoðanakönnun-
um.
Fyrir þessar kosningar hefur
fylgi Sjálfstæðisflokksins sveifl-
ast líkt og síðast en þróunin er
samt upp á við. Í síðustu þremur
könnunum hefur flokkurinn verið
með 39?41% sem er 2?4% meira
en hann mældist með á sama
tíma fyrir fjórum árum. Það er
erfitt að draga ályktanir út frá
könnunum síðustu dagana fyrir
kosningarnar 2003 hvað muni
gerist hjá flokknum núna. Flokk-
urinn hefur hins vegar eins og
áður segir jafnan fengið minna í
kosningum en í könnunum.
Góði kaflinn hjá Framsókn
lætur á sér standa
Framsóknarflokkurinn hefur
jafnan unnið á í kosningabarátt-
unni. Kannanir fyrir margar
kosningar hafa sýnt þetta. Fyrir
síðustu kosningar byrjaði flokk-
urinn með 12?13% fylgi en
mældist með 17,3% fylgi í síðustu
könnun Capacent fyrir kosning-
ar. Flokkurinn fékk síðan 17,7%
fylgi í kosningunum. Fyrir fjór-
um árum fór fylgi Framsóknar-
flokksins að rísa í apríl, mánuði
fyrir kosningar.
Flokkurinn hefur aukið fylgi
sitt í kosningabaráttu sinni nú en
fylgisaukningin er hins vegar lít-
il, eða innan við 2%. Flokkurinn
mældist með 10% fylgi í síðustu
könnun Capacent en hann var
með rúmlega 12% stuðning þeg-
ar fylgi hans var lægst fyrir síð-
ustu kosningar. Sé horft til
reynslu síðustu kosninga er frek-
ar ólíklegt að fylgi flokksins
lækki síðustu dagana fyrir kosn-
ingar. Fylgisaukningin sem
flokkurinn hefur oft náð skömmu
fyrir kosningar virðist hins vegar
ætla að láta bíða eftir sér, a.m.k.
er hún miklu minni en hún hefur
oft verið.
Fylgi Frjálslynda flokksins
nokkuð stöðugt
Fylgi Frjálslynda flokksins
var lágt þegar kosningabaráttan
hófst vorið 2003. Fyrstu 2?3
mánuði ársins var það innan við
3%. Í mars fór flokkurinn hins
vegar að rétta úr kútnum en
flokknum tókst þá að setja af
stað umræðu um sjávarútvegs-
mál sem aðrir flokkar urðu að
svara. Í apríl var fylgi flokksins
komið upp fyrir 9% en það dalaði
heldur síðustu daga fyrir kosn-
ingar.
Fylgi við Frjálslynda flokkinn
hefur í þessari kosningabaráttu
mælst nokkuð stöðugt, yfirleitt á
bilinu 5?6%. Flestar kannanir
hafa sýnt flokkinn inn með 3
menn en fylgið má þó ekki
minnka mikið ef hann á yfirleitt
að koma mönnum á þing.
ustu
unni?
      a
ð-
ks
og
og
og
-
ri
rt,
ylk-
rn-
,
var
rir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68