Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
AFTUR og aftur hafa Jónína
Bjartmarz, Bjarni Benediktsson, og
Guðrún Ögmundsdóttir komið með
sömu málsvörn vegna veitingar ís-
lensks ríkisfangs til
kærustu sonar Jónínu
eftir aðeins 15 mánaða
dvöl með dvalarleyfi
vegna námsvistar:
?það var ekkert óeðli-
legt við afgreiðslu
þessa máls?. Ég vildi
að ég hefði vitað að
það væri svo einfalt að
redda ríkisborg-
ararétti. 
Sem útlendingur
búsettur á Íslandi
hafa síðustu fjögur og
hálft ár tilveru minnar
verið tileinkuð því að læra hvað það
sé að vera meðlimur íslensks sam-
félags, með það lokamarkmið að öðl-
ast íslenskt ríkisfang. Það tók mig
þrjú ár í Háskóla Íslands að vinna
fyrir gráðunni minni í íslensku fyrir
erlenda stúdenta. Ég hef byggt upp
vinahóp af Íslendingum sem styðja
mig í mínu lífi og virða mig sem jafn-
inga. Á Íslandi hef ég unnið sem lít-
illátur húsvörður í Austurveri og
sem þýðandi á glæsilegri skrifstofu
forstjóra Kaupþings. Eins og Lucia
Celeste Molina Sierra hef ég orðið
svo lánsamur að verða ástfanginn af
Íslendingi og byggja upp framtíð á
Íslandi. Ég hef lesið bækur Halldórs
Laxness og ljóð Jónasar Hallgríms-
sonar. Ég veit líka að hræra skal
uppstúf fyrir plokkfisk stanslaust
svo að hann verði ekki kekkjóttur, að
besti tíminn til að fara í
útilegu er fyrsta helgin í
júlí og að íslenska þjóð-
in er meðal réttlátasta
fólks í heimi, eða svo
hélt ég að minnsta kosti.
Ég hafna þessari
hálfvolgu afsökun
stjórnmálamanna að
?það var ekkert óeðli-
legt við afgreiðslu þessa
máls?. Ástæða þess að
umsóknum um rík-
isborgararétt sem synj-
að hefur verið af Út-
lendingastofnun er
vísað til Alþingis er einmitt að eitt-
hvað óeðlilegt sé við umsóknina. Slík
meðferð á við þegar aðstæður rétt-
læta einhvers konar málsbætur.
Vegna sérstakra aðstæðna þykir Al-
þingi, í óendanlegum vísdómi sínum,
við hæfi að veita æðsta heiður sem
útlendingi getur hlotnast ? að fá að
heyra: þú ert einn okkar. 
En augljóslega var eitthvað sér-
stakt við þessa umsókn: tengdamóð-
ir umsækjandans var Jónína Bjart-
marz, og málsbætur eru pólitísk
spilling og misnotkun valds.
Ef einhver ástæða er til sem rétt-
lætir að Lucia Celeste Molina Sierra
var gerð að Íslendingi eftir aðeins 15
mánaða dvöl í landinu þá á þjóðin og
einnig við hin, fíflin sem kappkostum
að fá rétt ríkisborgara, almennilega
útskýringu skilið. 
En auðvitað gæti þetta mál bæst
við sem enn önnur lexía um lífið á Ís-
landi:
Þar sem tengdamóðir mín er úti-
vinnandi kona frá Ísafirði sem sendir
mér fiskibollur, prjónar trefla handa
mér og reynir sitt besta til að láta
mér líða eins og ég eigi heima hér ?
þar sem hún er ekki háttsettur al-
þingismaður og ráðherra ? þá er ég
ekki svo maklegur að verða hluti
þessarar þjóðar. Ég læt mér þetta
að kenningu verða.
Það er ekkert óeðlilegt
við pólitíska spillingu
Jonas Moody skrifar um veit-
ingu íslensks ríkisfangs til kær-
ustu sonar Jónínu Bjartmarz
»
Sem útlendingur 
búsettur á Íslandi
hafa síðustu fjögur og
hálft ár tilveru minnar
verið tileinkuð því að
læra hvað það sé að 
vera meðlimur íslensks
samfélags ?
Jonas Moody
Höfundur er útlendur blaðamaður,
búsettur á Íslandi.
Í heilbrigðisþjónustunni stendur
Samfylkingin vörð um grunngildi
jafnaðarstefnunnar um gott aðgengi
og jöfnuð, þ.e. að landsmenn hafi að-
gang að bestu fáanlegu heilbrigð-
isþjónustu hverju sinni án tillits til
efnahags eða búsetu. Samfylkingin
setur í forgang að biðlistum eftir
hjúkrunarrýmum fyrir aldraða verði
útrýmt, sem og biðlistum barna með
geðraskanir eða þroskafrávik. Aldr-
aðir sem hafa verið metnir í brýnni
þörf fyrir hjúkrun en búa heima fái
sólarhringsþjónustu. Enn fremur að
tannvernd barna verði
ókeypis og nið-
urgreiðslur á tann-
læknaþjónustu barna
auknar.
Samfylkingin legg-
ur áherslu á að öryggi
og gæði þjónustunnar
verði tryggð og í hönd-
um starfsfólks með
bestu fáanlegu mennt-
un og með faglegan
metnað fyrir starfi
sínu.
Markmið og leiðir í
heilbrigðisþjónustu
Markmið laga um
heilbrigðisþjónustu er
að allir landsmenn eigi
kost á bestu heilbrigð-
isþjónustu sem völ er á
hverju sinni til trygg-
ingar líkamlegu, and-
legu og félagslegu
heilbrigði. Um þetta
eru allir stjórn-
málaflokkar sammála.
Því er stundum
haldið fram að svo
lengi sem landsmenn
fái sína þjónustu þegar
þeir þurfa á henni að
halda og án tillits til
efnahags og búsetu, þá skipti sjálf
framkvæmdin ekki öllu máli. 
Ákvarðanir um framkvæmd þjón-
ustunnar geta hins vegar verið af-
drifaríkar vegna þess að í fyrsta lagi
þá snúast þær um öryggi lands-
manna sem eiga líf sitt og heilsu
undir góðu aðgengi og gæðum þjón-
ustunnar. Í öðru lagi þá hafa þær
áhrif á áætlanir um menntun starfs-
fólks sem þarf margra ára þjálfun til
að ná tilsettum réttindum. Í þriðja
lagi binda þær fjármagn og fram-
kvæmdagetu til margra ára í heimi
þar sem tækninni og þekkingunni
fleygir fram með áður óþekktum
hraða. 
Það er sem sagt ekki nóg að vita
hvert við viljum stefna í heilbrigð-
isþjónustunni heldur þurfum við að
vita hvernig við komumst þangað og
hverja við þurfum að hafa þar með í
ráðum. Hér greinir menn á.
Fjármögnun og greiðslur
Það er stefna Samfylkingarinnar
að greiðslur fyrir heilbrigðisþjón-
ustu komi úr sameiginlegum sjóði
landsmanna. Það er í samræmi við
vilja mikils meirihluta þjóðarinnar.
Við teljum að hér megi alls ekki
ganga lengra í því að rukka not-
endur um þjónustugjöld. Við teljum
engu að síður að stöðugt verði að
leita hagkvæmustu leiða og beita
megi mismunandi greiðsluformum
s.s. föstum greiðslum, verk-
greiðslum eða daggjöldum eftir því
sem við á. Við viljum taka greiðslur
fyrir hjúkrunar- og dvalarrými aldr-
aðra til gagngerrar endurskoðunar
og að þar verði komið á gegnsæju
greiðslukerfi þar sem aldraðir íbúar
haldi áfram sínu fjárhagslega sjálf-
stæði. 
Við viljum heilbrigðiskerfi þar
sem kjörnir fulltrúar, sem í umboði
landsmanna fara með ráðstöfun fjár
úr sameiginlegum sjóðum, geta
treyst því að framsýni, bestu gæði
og hagkvæmni í rekstri
sé höfð í fyrirrúmi.
Rekstur, framþróun
og gæðaeftirlit
Við í Samfylkingunni
teljum að rekstri og
framþróun þjónust-
unnar sé best komið
fyrir í höndum fagfólks-
ins sem best þekkir til á
sínu sviði, þekkir að-
stæður notenda á vett-
vangi og þá möguleika
sem þar eru fyrir hendi.
Við erum kreddulaus og
trúum því að í heil-
brigðisþjónustu sé gæð-
um þjónustunnar best
borgið með hæfilegri
blöndu af opinberum
rekstri og einkarekstri,
miðstýringu og dreif-
stýringu. Þar sem það á
við er sjálfsagt að beita
útboðum og þjónustu-
samningum en ætíð
þarf að tryggja eftirlit
með gæðum þjónust-
unnar og jafnt aðgengi
allra óháð efnahag. 
Þessu er m.a. hægt
að ná fram með því að
gera skýra samninga
við fagfólk á heilbrigðissviði um
rekstur og stjórnun einstakra þátta
þjónustunnar, og að í slíkum samn-
ingum verði árangurinn metinn
samkvæmt magni og gæðum, og því
hversu gagnleg þjónustan hefur
reynst fyrir notendur.
Við viljum sjá heilbrigðiskerfi þar
sem fagfólk stendur skil á gæðum
þjónustunnar gagnvart notendum
og á hagkvæmni hennar gagnvart
stjórnvöldum og kjörnum fulltrúum.
Þetta viljum við gera með því að
koma á virku faglegu eftirliti sem er
sjálfstætt gagnvart framkvæmdinni
og ábyrgt gagnvart kjörnum fulltrú-
um líkt og ríkisendurskoðun er nú.
Nýtum og bætum mannauðinn
Íslenska þekkingarsamfélagið
þarf bæði vinnandi hendur og skap-
andi hugsun. Okkur í Samfylking-
unni er ljóst að í heilbrigðisþjónustu
byggist varanleg velferð lands-
manna á velmenntuðu fólki sem
ávallt hefur nýjustu þekkingu og
tækni á valdi sínu. Stór hópur fólks
verður að sækja þessa þekkingu til
annarra landa. Áframhaldandi
framþróun þjónustunnar hér á Ís-
landi byggist á því að þetta fólk komi
aftur heim. Samfylkingin vill ekki
sjá þetta velmenntaða fólk hverfa
varanlega af landi brott eða dvelja
langdvölum í faglegri útlegð. Við
viljum jafnframt tryggja að mennta-
kerfið sjái okkur fyrir nægum fjölda
annarra heilbrigðisstarfsmanna og
vel sé búið að þeim í aðbúnaði og
kjörum.
Með þetta að leiðarljósi verður
það eitt fyrsta verk Samfylking-
arinnar í ríkisstjórn að fá til liðs við
okkur sérfræðinga, bæði íslenska og
erlenda, til að gera með okkur heild-
arskoðun á íslenska heilbrigðiskerf-
inu og koma með ábendingar um
hvernig best verður á málum haldið
til lengri og skemmri tíma.
Samfylkingin og
heilbrigðismálin
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
skrifar um heilbrigðisþjónustu
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
»
Tryggja þarf
jafnt að-
gengi allra óháð
efnahag, ábyrgð
stjórnvalda á
gæðum og hag-
kvæmni þjón-
ustunnar og
ekki síst eflingu
mannauðs heil-
brigðisstétta
Höfundur er formaður 
Samfylkingarinnar.
NÚ ÞEGAR sumarið er formlega
gengið í garð fjölgar börnum í um-
ferðinni, bæði gangandi og á hjólum,
hjólabrettum, línuskautum og
hlaupahjólum. 
Margt þarf að hafa í
huga þegar börn fara
út í umferðina. Börn
hafa ekki náð full-
komnu valdi á gróf-
hreyfingum sínum og
jafnvægið er ekki full-
þroskað. Einnig vantar
samhæfingu í hreyf-
ingar og þau hafa tak-
markaða hliðarsýn. Að
auki hafa þau litla
reynslu af umferðinni.
Þó að þau kunni um-
ferðarreglurnar er ým-
islegt sem þau eiga erf-
iðara með í umferðinni
en fullorðnir, þau
skynja ekki hraða og
fjarlægð ökutækja sem
nálgast þau og geta átt
erfitt með að átta sig á
því úr hvaða átt hljóð
koma. Börn eru oft
upptekin við leik og
geta gleymt sér auk
þess sem þau verða oft
upptekin af smáat-
riðum og sjá ekki heildarmynd um-
ferðarinnar. Einnig eiga þau til að
taka ákvarðanir í skyndi án þess að
hugsa um afleiðingarnar. Þessi atriði
verður að hafa í huga þegar barnið
fer út í umferðina. Mikilvægt er að
kenna þeim hvaða reglur gilda og
hvernig á að haga sér í umferðinni. 
Mörg börn ferðast um á hjóli þeg-
ar vorar. Þegar haldið er út í um-
ferðina á hjóli er ýmislegt sem þarf
að hafa í huga. Hjálmur er nauðsyn-
legur. Hjólið þarf einnig að vera í
góðu lagi. Bremsur eiga að vera að á
fram- og afturhjóli, ljós og glitaugu
eiga að vera til staðar ásamt bjöllu
og keðjuhlíf. Þó að yngstu börnin
hjóli ekki í umferðinni er æskilegt að
hjól þeirra séu eins búin og þeirra
fullorðnu. Börn yngri en 12 ára ættu
ekki að hjóla á götum eða í umferð-
inni, aðeins á gangstéttum, göngu-
og hjólreiðastígum. Mikilvægt er
fyrir foreldra að brýna fyrir börnum
sínum að hjóla aðeins á öruggum
svæðum. Þegar börn hafa náð aldri
og þroska til að hjóla í umferðinni er
mikilvægt að gera þeim grein fyrir
þeim hættum sem fylgir því að hjóla
í umferðinni. 
Þegar hjól eru valin fyrir börn er
mikilvægt að hafa í
huga að þau séu í réttri
stærð. Þegar börn
byrja að hjóla er miðað
við að þau nái með báð-
um fótum samtímis nið-
ur á jörð. Ekki er mælt
með að börn yngri en 5
ára séu á tvíhjóli. Áður
en barn fer sjálft að
hjóla á tvíhjóli er mik-
ilvægt að vera viss um
að það hafi fullt jafn-
vægi og geti bremsað
af öryggi. Ekki er mælt
með því að nota hjálp-
ardekk þar sem börn
geta þá náð meiri hraða
á hjólinu en þau ráða
við. Einnig eiga þau
erfiðara með að átta sig
á breidd hjólsins og er
því hætta á hjálp-
ardekkið fari út fyrir
gangstéttabrún og
barnið detti. Mælt með
því að settar séu app-
elsínugular veifur á
hjól yngstu barnanna svo ökumenn
sjái þau betur. 
Við val á hjálmi er mikilvægt að
hafa í huga hvort hjálmurinn sé CE-
merktur en það merkir að hjálm-
urinn uppfylli öryggiskröfur. Máta
þarf hjálma áður en þeir eru keyptir
og ganga úr skugga um að þeir passi
vel. Hjálmurinn á að vernda enni,
hnakka, gagnaugu og koll og má
hvorki hindra sjón né draga úr
heyrn, á að vera mjúkur næst höfð-
inu, léttur og með loftopum. Rétt
notkun á hjálmi skiptir sköpum.
Hjálmur sem ekki er notaður rétt
veitir falskt öryggi. Hjálmurinn á að
sitja beint ofan á höfðinu, ekki of
framalega og ekki of aftarlega.
Böndin eiga að vera rétt stillt þannig
að eyrað lendi í miðju v-forminu og
spennan á hliðinni. Bandið skal ekki
vera lausara en það að einn fingur
komist á milli bands og höku. Ekki
má líma merki eða mála á hjálma því
þá getur höggþol þeirra minnkað.
Hjálma á að taka af sér þegar hætt
er að hjóla. Mikilvægt er að brýna
fyrir börnum að hjálma má ekki nota
í leiktækjum. Það getur valdið því að
þau festist í leiktækjum. 
Hlaupahjól, línuskautar og hjóla-
bretti eru vinsæl farartæki eins og
hjólið þegar fer að vora. Þegar
hlaupahjól, línuskautar og hjóla-
bretti eru valin fyrir börn er mik-
ilvægt að hafa í huga að mjúk dekk
eru betri þar sem þau draga úr
höggum og eru stöðugri. Örygg-
isbúnaður er mikilvægur á þessum
farartækjum. Í öllum tilfellum skal
vera með hjálm. Til eru sérstakir
hjálmar fyrir hjólabretti og línu-
skauta. Hjólabrettahjálmar ná
lengra niður á eyrun en hefðbundnir
hjólahjálmar og línskautahjálmar
eru með aukavörn að aftan þar sem
algengt er að fólk detti aftur fyrir sig
á línuskautum. Þó er hægt að nota
hefðbundna hjólahjálma bæði á línu-
skautum og hjólabrettum. Á hlaupa-
hjólum eru hefðbundnir hjóla-
hjálmar notaðir. Hjálmar eru þó
ekki fullnægjandi öryggisbúnaður.
Nauðsynlegt er að hafa hlífar á oln-
bogum, úlnliðum og hnjám. Eins og
með hjálma eiga hlífar að vera CE-
merktar. Hlífarnar eiga að passa vel,
vera þægilegar og sitja rétt. Á
hlaupahjólum er svo gott að hafa í
huga að skór þurfa að vera stamir til
að minnka líkur á að fólki renni af
hjólinu. Einnig er mikilvægt að
huga að viðhaldi. Fara þarf reglu-
lega yfir hjólabúnað, hreinsa hann
og athuga slit ásamt því að vera viss
um að bremsur séu í lagi.
Það er því að mörgu að hyggja
þegar börnin halda út í umferðina.
Mikilvægast er að kenna þeim að
haga sér í umferðinni og gera þeim
grein fyrir þeim hættum sem þar
leynast. Munum svo að við fullorðna
fólkið erum fyrirmynd barnanna og
ættum því alltaf að nota viðeigandi
öryggisbúnað á hjólum, línu-
skautum, hlaupahjólum og hjóla-
brettum.
Börn og umferðin
Hildur Tryggvadóttir Flóvenz
fjallar um börn í umferðinni 
og þann öryggisbúnað 
sem þau þurfa
»
Þegar hjól
eru valin
fyrir börn er
mikilvægt að
hafa í huga að
þau séu í réttri
stærð. 
Hildur Tryggvadóttir
Flóvenz
Höfundur er starfsmaður hjá 
Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68