Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Jóhanna Aðal-
steinsdóttir
fæddist á Vað-
brekku í Hrafnkels-
dal 15. ágúst 1924.
Hún andaðist á
Kristnesspítala 26.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 10.
mars 1901, d. 17.
desember 1987 og
Aðalsteinn Jónsson,
f. 6. desember 1895,
d. 3 febrúar 1983.
Systkini Jóhönnu eru: Guðrún, f.
1923, d. 1999, Guðlaug Ingibjörg,
f. 1925, d. 1991, Jón Hnefill, f.
1927, Stefán, f. 1928, Sigrún, f.
1930, Aðalsteinn, f. 1932, Ragn-
hildur, f. 1934, d. 1939 Hákon, f.
1935, og Ragnar Ingi, f. 1944.
Fósturbróðir Jóhönnu er Birgir
Þór Ásgeirsson, f. 1939. Einnig
ólst upp með systkinunum á Vað-
brekku Kristján Jóhann Jónsson,
f. 1949.
Jóhanna giftist 6. júlí 1950
Helga Bjarnasyni, f. 9. október
1925, d. 28 júlí 1999. Börn þeirra
eru: 1) Aðalsteinn, f. 1949, maki
Ágústa Þorsteinsdóttir, f. 1949.
Börn þeirra eru: a) Helgi, f. 1973,
maki Ragnheiður Pálsdóttir, f. 8.
börn þeirra eru: a) Hanna Sigrún,
f. 1982, maki Guðmundur Smári
Gunnarsson, f. 1982, b) Inga Stein-
unn, f. 1985, c) Helgi Flóvent, f.
1987 og d) Ína Rúna, f. 1993. 5)
Ingibjörg, f. 1961, maki Halldór
Benediktsson, f. 1959, synir þeirra
eru Benedikt, f. 13. sept. 1987 og
Steinar, f. 7. mars 1989.
Jóhanna lauk prófi frá Alþýðu-
skólanum á Eiðum 1943. Hún var
kennari við farskólann á Jökuldal
um tveggja ára skeið. Stundaði
nám í Húsmæðraskólanum á
Laugalandi í Eyjafirði 1946?47.
Hóf störf á Sjúkrahúsinu á Húsa-
vík 1948 og starfaði þar með
litlum hléum til 1990. Jóhanna var
bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubanda-
lagið á Húsavík 1970?1984. Skip-
aði heiðurssæti á framboðslista
Samfylkingarinnar í Alþingis-
kosningunum árið 2003. Sinnti
störfum fyrir mörg félagasamtök
á Húsavík svo sem Kvenfélagið,
Sjálfsbjörgu og Slysavarnafélagið,
þar sem hún var formaður um
tíma. Hún var lengi formaður
Barnaverndarnefndar bæjarins.
Jóhanna bjó á Húsavík í rúmlega
hálfa öld en eftir lát eiginmanns
síns fluttist hún til Akureyrar.
Útför Jóhönnu verður gerð frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.30.
nóvember 1976, son-
ur þeirra er Daði, b)
Rósa, f. 1973, maki
Hilmar Ágústsson, f.
1972, synir þeirra
eru Ágúst, Aðal-
steinn og Hilmar Ingi
og c) Kristján, f. 3.
nóvember 1983, maki
Eyrún Sif Kristjáns-
dóttir, f. 1985. 2)
Kristjana, f. 1950,
maki Arnar Björns-
son, f. 1958, dóttir
þeirra er Kristjana, f.
1990, fóstursonur
Kristjönu og sonur Arnars er Eg-
ill, f. 1980. Börn Kristjönu og Páls
Friðrikssonar, f. 1943, eru: a) Jó-
hanna, f. 1969, maki Jón Arnar
Baldurs, f. 1968, börn þeirra eru
Ása Karen, Unnar Páll og Kristján
Ingi og b) Unnar Friðrik, f. 1973,
maki Auður Þorgeirsdóttir, f.
1975, sonur þeirra er Aron. 3)
Bjarni Hafþór, f. 1957, maki Mar-
grét Þóroddsdóttir, f. 1964. Fóst-
ursonur Bjarna Hafþórs og sonur
Margrétar er Konráð, f. 1991.
Börn Bjarna Hafþórs og Laufeyjar
Sigurðardóttur, f. 1958, eru: a)
Atli, f. 1978, maki Helga Ólöf Pét-
ursdóttir, f. 1981 og b) Anna, f.
1988. 4) Helgi, f. 1959, maki Anna
Guðrún Garðarsdóttir, f. 1960,
Hún var vissulega skrítin tilfinn-
ingin þegar Didda hringdi í mig
snemma morguns 26. apríl og sagði
mér andlát tengdamóður minnar.
Fréttin kom á óvart enda þótt í nokk-
urn tíma væri vitað að hverju stefndi.
Einhvern veginn hélt maður að Jó-
hanna í Grafarbakka yrði eilíf.
Jóhanna kom 24 ára til Húsavíkur
og bjó þar í tæplega hálfa öld. Eftir
andlát eiginmanns síns Helga
Bjarnasonar fyrir tæpum átta árum
flutti hún til Akureyrar til þess að
vera nær börnum sínum og ömmu-
börnum. Hún vildi vera hjá sínu fólki,
því þar leið henni best.
Jóhanna átti því láni að fagna að
vera vinsæl. Mér er það ógleyman-
legt þegar ég fylgdi henni í geisla-
meðferð á Landspítala ? háskóla-
sjúkrahús sl. haust. Þar tóku á móti
henni yfirlæknir og geislafræðingur
sem höfðu verið samverkamenn
hennar á sjúkrahúsinu á Húsavík fyr-
ir mörgum árum. Móttökurnar voru
hlýjar og innilegar og það var auðvelt
að skynja virðinguna sem borin var
fyrir henni. Yfirlæknirinn sagði mér
að hann hefði nærri því kosið Jó-
hönnu í bæjarstjórnarkosningum á
Húsavík á sínum tíma enda þótt hann
væri svarinn andstæðingur hennar í
pólitík. Svo vænt hefði honum þótt
um hana.
Þannig var um fleiri enda reyndist
hún mörgum góður liðsmaður. Jó-
hanna var bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins á Húsavík í hálfan ann-
an áratug. Hún var skeleggur
málsvari barna og kvenna og veitti
stundum ekki af í karlasamfélagi síð-
ustu aldar. Það var gott að eiga Jó-
hönnu að. Hún tók ætíð upp hansk-
ann fyrir þá sem stóðu á einhvern
hátt höllum fæti. Og það var gott að
kíkja í kaffi í Grafarbakka og þiggja
ráð frá Jóhönnu.
Ég minnist tengdamóður minnar
með mikilli hlýju. Hún var einstök
kona með stjórt hjarta og mjúkan
faðm. Og mikið ofboðslega var hún
skemmtileg. Hvernig hún gat gert
lítil og hversdagsleg atvik að stórum
og miklum ævintýrum. Mest gerði
hún grín að sjálfri sér og Helga sín-
um. Þær sögur verða sagðar í mörg
ár enn. Húmorinn og lífsgleðin voru
förunautar hennar alveg fram í and-
látið. Kærar þakkir fyrir skemmti-
legheitin.
Arnar Björnsson.
Það er gæfa að kynnast fólki sem
hefur mikið að gefa og góða sál. Ég
hitti Jóhönnu Aðalsteinsdóttur fyrst
fyrir tæpum fjórum árum, við upphaf
kynna minna og sonar hennar. Þá var
hún nærri áttræð og ég tæplega fer-
tug. Þrátt fyrir þennan mikla aldurs-
mun voru viðhorf hennar og sjónar-
mið með þeim hætti að mér fannst ég
oft vera að hlusta á jafnaldra minn.
Hún bar aldurinn ótrúlega vel. Við
fyrstu kynni fannst að þarna fór ein-
staklega sterk og greind kona. Hún
tók mér ákaflega vel, ætíð þegar við
hittumst faðmaði hún mig og átti fal-
leg orð til að segja, uppbyggjandi og
glaðleg. Með henni á ég margar góð-
ar minningar úr Lindasíðunni og
einnig úr ferðalögum austur á land.
Syni mínum reyndist Jóhanna
ákaflega góð. Hann er á unglings-
aldrinum og ekki sjálfgefið að mikil
tengsl geti myndast við fyrstu kynni,
þegar aldursmunur er svona mikill.
En aldurinn skipti engu máli þegar
Jóhanna var annars vegar. Sonur
minn sagði fljótlega að Jóhanna væri
skemmtilegasta gamla manneskjan
sem hann þekkti. Hún náði til allra
með húmor sínum, léttleika og
gæsku. Hún fékk sinn skerf af veik-
indum á lífsleiðinni en tókst á við þau
af einstökum styrk. Hún gaf af sér til
samferðamanna sinna til hinstu
stundar, hvort heldur sem var and-
legt fóður eða heimsins bestu pönnu-
kökur. Mannauðinn mat hún mestan
og gaf lítið fyrir sókn í veraldleg
gæði.
Í veikindum sínum í vetur naut Jó-
hanna framúrskarandi þjónustu á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
og síðar á Kristnesspítala og á starfs-
fólkið sem henni hjúkraði ómælt
þakklæti í brjóstum aðstandenda.
Hún vissi nákvæmlega að hverju
stefndi, enda sjálf með áratuga
reynslu af hjúkrunarstörfum. Þrátt
fyrir það hélt hún áfram að sýna sitt
skemmtilega og glaðlega viðmót.
Þeim sem fylgdust með henni síðustu
vikurnar var tíminn lærdómsríkur
um mannlega reisn, eins og hún mest
getur orðið. Hún hafði stærri sál en
aðrir menn.
Margrét.
Misjöfn er vegferð hvers manns í
gegnum lífið og sumir skilja meira
eftir sig en aðrir. Margir hafa gert
garðinn frægan, sett mark sitt á sög-
una eða hafa skipt sköpum í lífi ein-
hverra einstaklinga sem minnast
þeirra með þakklæti og dáð. Í hópi
þeirra síðasttöldu er amma Jóhanna
sem nú hefur kvatt þetta jarðneska
líf.
Hún tamdi mér mikilvæg lífsgildi
sem ég hef haft að leiðarljósi við upp-
eldi barna minna og starfa við grunn-
skólakennslu. Hún var mín helsta
fyrirmynd í lífinu og ef mér hlotnast
sú gæfa að veita afkomendum mínum
aðeins brot af því sem hún gaf mér,
mun ég glöð halda á vit forfeðranna
þegar að því kemur. Hún var sérstak-
lega réttsýn, úrræðagóð og skemmti-
leg manneskja. Hún var sú sem
hvatti mig mest, hældi mest og gagn-
rýndi á jákvæðastan hátt, þannig að
sjálfstraustið óx í hvert skipti sem til
ömmu var leitað.
Heimili ömmu og afa í Grafar-
bakka var líkt og félagsmiðstöð þeg-
ar ég var að vaxa úr grasi. Við eldhús-
borðið var karpað um pólitík og
fótbolta, sagðar lygilegar laxveiði-
sögur, tekist á um verkalýðsmálin,
fiskveiðar og bókmenntir. Þrátt fyrir
að húmorinn væri allsráðandi á heim-
ilinu einkenndust umræðurnar jafn-
framt af virðingu fyrir einstaklingn-
um og velferð samborgaranna. Það
sem mér þykir hvað mest um vert, er
að ég minnist þess aldrei að í Graf-
arbakka hafi verið ?slúðrað? um fólk,
líkt og tíðkast í fámennum samfélög-
um. Enda er það eitt af þeim mik-
ilvægari gildum sem ég öðlaðist í
uppvextinum, að bera virðingu fyrir
skoðunum annarra. Svarnir and-
stæðingar ömmu úr bæjarpólitíkinni
sátu í kaffi í Grafarbakka og ræddu
málin, líkt og ekkert væri eðlilegra.
Enda hefur það farið svo að þrátt fyr-
ir eldrautt uppeldi ömmu og afa, hafa
afkomendurnir skipast í ýmsar fylk-
ingar og tekið liti sem ég veit að voru
síður en svo á óskalista afa og ömmu.
Og það er til marks um viðhorf ömmu
og húmor allt til síðasta dags, að þeg-
ar hún nú örfáum dögum fyrir and-
látið komst að því að nafna hennar
væri komin í raðir Sjálfstæðismanna
í Kópavogi þá sagði hún: ?Æ, Jóa
mín, það er gott að nú sé ég að skjót-
ast fyrir horn.?
Ég verð ævinlega þakklát örlögun-
um að hafa hagað því svo að ég nyti
samvista afa og ömmu lengi. Þau
reyndust mér ætíð vel og ekki síst
eftir að foreldrar mínir skildu þegar
ég var 14 ára gömul. Þau héldu góðu
sambandi við pabba, sem mér hefur
alltaf þótt vænt um. Þegar ég full-
orðnaðist, giftist og eignaðist börnin
mín þrjú urðu þau enn betri langafi
og langamma, því ég var svo heppin
að búa í fjögur ár á Húsavík þegar
börnin voru lítil. Og þegar vinkonur
mínar að sunnan komu norður að
heimsækja mig, var það eitt af því
fyrsta sem þær kröfðust, að fara í
kaffi í Grafarbakka og heimsækja
ömmu Jóhönnu.
Í mínum huga er í dag borin til
grafar ein merkasta kona sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni og tek undir orð
vinkonu minnar sem sagði: ?Þar er
farin stórkostleg kona sem hafði
betri nærveru og stærra hjarta en
flest allt venjulegt fólk!?. Hvíl þú í
friði elsku amma og hafðu þökk fyrir
allt og allt. 
Þín nafna, 
Jóhanna.
Besta kona í heimi er fallin frá.
Það eru alger forréttindi að hafa
átt hana ömmu Jóhönnu að í öll þessi
ár og söknuðurinn er mikill nú þegar
kemur að kveðjustund. Amma Jó-
hanna elskaði lífið, hún naut þess að
láta öllum í kringum sig líða vel og
hún kenndi manni að horfa á björtu
hliðarnar í lífinu sem hún litaði oft
með sínum einstaka húmor. Hún
fyllti líf mitt af hlýju og kærleik sem
spratt úr hennar brjósti úr óþrjót-
andi lind sem ég varðveiti í hjarta
mínu.
Ég hef margsinnis leitt hugann að
því hve dýrmætir þeir tímar voru
sem maður dvaldi hjá ömmu og afa í
Grafarbakka á sínum tíma, hvort sem
ég var ungur drengur í algeru tíma-
leysi eða á seinni árum þegar við
Ragnheiður sóttum þau reglulega
heim. Það var ómetanlegt veganesti í
skóla lífsins að vera þátttakandi í því
fjölbreytta mannlífi sem fyrir augu
bar á því einstaka heimili og verð ég
ævinlega þakklátur fyrir þessar
stundir.
Það var yndislegt að sitja með
ömmu Jóhönnu hin síðari ár og
spjalla við hana um eitt og annað en
eftir að hún fluttist til Akureyrar nut-
um við Ragnheiður og Daði þeirra
forréttinda að geta átt ótal dýrmætar
stundir með henni. Það var skemmti-
legt að ræða um pólitík við hana, ynd-
islegt að heyra sögur af sjálfum sér
sem gutta á Húsavík sem hún mundi
með fádæma nákvæmni, enn lær-
dómsríkara var að uppgötva hennar
gildismat og jákvæðu sýn á lífið í
gegnum sögur af hennar eigin æsku
og gefandi var að geta sinnt henni og
aðstoðað eftir fremsta megni nú á
seinni árum.
Amma Jóhanna hafði þannig lífs-
sýn og slíka nærveru að hún snerti
hjörtu allra þeirra sem kynntust
henni og sú jákvæðni og það hlýja
viðmót sem hún gaf frá sér situr eftir
í hjörtum allra. Yndisleg kona hug-
hreysti mig þann dag er amma Jó-
hanna kvaddi þennan heim og hvísl-
aði í mín eyru ?sama rósin sprettur
aldrei aftur? og er það hverju orði
sannara. Það er erfitt að útskýra fyr-
ir fimm ára barni með tárin í aug-
unum eftir að hafa séð langömmu
sína hið hinsta sinn að svona sé gang-
ur lífsins, að öll þurfum við á ein-
hverjum tímapunkti að lúta í lægra
haldi fyrir því óhjákvæmilega og að
langamma muni, við hlið langafa,
vaka yfir okkur um alla tíð.
Síðasta kvöldstundin sem ég átti
með ömmu Jóhönnu á Kristnesspít-
ala var yndisleg og hana mun ég
geyma í hjarta mínu um ókomna tíð.
Hún brosti til mín, kyssti mig og
knúsaði í hinsta sinn og meðtók það
sem okkur fór á milli sem gerir
kveðjustundina hugljúfa og ómetan-
lega í hjarta mínu og ég veit að hið
sama gildir um ömmu Jóhönnu.
Ég kveð bestu konu í heimi. 
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Helgi Aðalsteinsson.
Amma mín var einstök kona sem
ég minnist með þakklæti efst í huga.
Hún bar virðingu fyrir lífinu og því
sem það hafði upp á að bjóða enda var
hún sérlega greind á mörgum svið-
um. Hún hafði þann einstaka hæfi-
leika að draga fram það besta í fari
fólks og hvetja það til dáða. Fyrir
henni voru allir jafnir og með sínu
einstaka innsæi nærði hún sálir sam-
ferðafólk síns. Hún hafði frábæran
húmor og þar sem amma var þar
hlógu menn saman enda var hún
snillingur í að sjá spaugilegar hliðar
mannlífsins. Hún var sérlega mynd-
arleg í húsmóðurhlutverkinu þar sem
hún bakaði, prjónaði og saumaði eins
og sannri húsmóður sæmir og pass-
aði upp á að alltaf væri til nóg handa
öllum. Fjölskyldan skipti ömmu
mestu máli og þar skipuðu börnin
ávallt veigamikinn sess.
Stærsta hluta ævi sinnar bjó amma
í Grafarbakka á Húsavík ásamt afa.
Það var afar dýrmætt að koma til
þeirra þar sem stórfjölskyldan sam-
einaðist við eldhúsborðið, ræddi um
veiði og berjasprettu og gæddi sér á
fiskibollum og heimatilbúnum ís. Á
jólunum sameinaðist fjölskyldan í
kringum jólatréð og dansaði og söng.
Amma og afi áttu myndarlegt bóka-
safn sem þau voru afar stolt af og
þangað hefur alltaf verið gott að leita.
Amma bar ávallt mikla virðingu fyrir
hinu ritaða máli og þegar ég bjó er-
lendis skrifaði hún mér fjölmörg
bréf. Amma vissi hversu mikið það
gladdi mig að fá bréf að heiman, fá
fréttir af fjölskyldunni, veðrinu og
veiðinni. Rithöndin hennar var ein-
staklega vönduð og falleg og bréfin
hennar verða dýrmætari eftir því
sem árin líða.
Eftir að afi dó flutti amma til Ak-
ureyrar þar sem hún bjó síðustu ævi-
árin. Ég er afar þakklát fyrir að hafa
búið með Hilmari mínum og drengj-
unum okkar á Akureyri síðastliðin ár
og notið þess að eiga ómetanlegar
stundir með ömmu. Hún var fjöl-
skyldu minni einstaklega góð og það
var unun að fylgjast með samskiptum
hennar og drengjanna minna. Hún
naut þess að baka handa þeim pönnu-
kökur, prjóna á þá og gauka að þeim
ýmsu sem hún vissi að gladdi þá. Hún
fylgdist með þeim í leik og í starfi og
þeir hlökkuðu alltaf til að segja henni
frá litlum og stórum sigrum sínum á
sviði skóla, íþrótta eða tónlistar. Lítið
hlutverk í skólaleikriti varð að aðal-
hlutverki í hugum okkar því í augum
ömmu voru þetta allt saman stórsigr-
ar. Litlir fingur framkölluðu ein-
göngu meistaraverk á píanóinu.
Það var erfitt að fylgjast með
ömmu í veikindum hennar síðustu
mánuði. Við fengum þó að eiga með
henni afar dýrmætar stundir á Krist-
nesspítala sem ég er þakklát fyrir.
Amma var trúuð og trúin gaf henni
styrk og æðruleysi sem hjálpaði bæði
henni og okkur.
Inngangsorð hennar í ræðu, sem
hún hélt í Húsavíkurkirkju í maí
1991, voru: 
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson.)
Það er sannur heiður að hafa átt
stórkostlega ömmu og langömmu
sem hafði takmarkalausa hlýju og ást
fram á síðasta dag. Minningin um
hana mun lifa í hjörtum okkar.
Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt.
Guð blessi þig um alla eilífð.
Rósa.
Þakklæti er það fyrsta sem kemur
upp í huga mér þegar ég hugsa um
ömmu. Í gegnum súrt og sætt stóð
hún ávallt við hlið mér, sannfærð um
ágæti mitt hvað sem á bjátaði. Upp-
full af hvatningu, hlýju, trausti, gleði,
gjafmildi og síðast en ekki síst vænt-
umþykju. Ef eitthvað bjátaði á hjá
manni fann hún eitthvað jákvætt í
staðinn og byggði mann þannig upp.
Allar þær stundir sem ég átti með
ömmu á Húsavík eru ógleymanlegar.
Grafarbakki á Húsavík er sá staður
sem lifir hvað sterkast í minningunni.
Alltaf var jafn gaman að fara til
ömmu og afa á Húsavík. Sú hlýja og
væntumþykja sem ég fann þar var
svo traust og einlæg. Það var ekki að
ástæðulausu að maður sótti til ömmu.
Amma minnti mig oft á hversu
mikilvægt er að hlúa að fjölskyldu
sinni og vinum. Einnig lagði hún ríka
áherslu á mikilvægi menntunar og
íþrótta. Þetta hef ég og mun hafa að
leiðarljósi.
Ég get í raun ekki lýst því hversu
þakklátur ég er fyrir þá hvatningu og
traust sem amma sýndi mér. Eftir
fráfall afa naut maður enn fleiri
stunda með henni á Akureyri. Síð-
ustu ár hafa verið frábær. Enn er
þakklæti mér efst í huga. Allar þær
stundir sem við áttum saman eru
ógleymanlegar. Það sem amma gaf af
sér er eitthvað sem aðrir eiga taka
sér til fyrirmyndar. Að byggja fólk
upp andlega er mjög vanmetinn þátt-
ur í fari fólks.
Sem betur áttum við nokkrar
stundir saman um páskana áður en
hún kvaddi heiminn. Nokkrar dýr-
mætar stundir sem snerust enn og
aftur um að hrósa mér fyrir hversu
vel ég stæði mig. Amma var alltaf
eins, alltaf glöð, alltaf ánægð og
þakklát fyrir hversu vel hefur gengið
í gegnum hennar farsælu ævi. Hún
sagði mér líka frá því, hversu þakklát
hún var fyrir okkur öll. Mikið var
yndislegt að heyra það, þakklætið í
rödd hennar þegar við töluðum sam-
an í síðasta sinn. Einhvern veginn
fann ég á mér að þetta væri síðasta
samtal okkar í bili. Við töluðum um
stundirnar sem við áttum saman á
Húsavík, hún sagði mér eitt og annað
sem ég brasaði og við hlógum mikið.
Jóhanna Aðalsteinsdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68