Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 58
Það er spenna í loftinu en um leið ánægja með langþráðan og óvæntan sigur í Aþenu… 64 » reykjavíkreykjavík ELLÝ Ármannsdóttir, þula hjá Sjónvarpinu, er lang- vinsælasti bloggari landsins um þessar mundir en vel yf- ir 10.000 manns fara áblogg- ið hennar, ellyarmanns- .blog.is, á degi hverjum. Ellý skrifar gjarnan um samskipti kynjanna, og þá sérstaklega um reynslu vin- kvenna sinna af karl- mönnum. „Þetta kemur mér svakalega á óvart,“ sagði Ellý í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær. „Ætli þetta sé ekki líka af því að það eru kosn- ingar og fólk þyrstir kannski í eitt- hvað skemmtilegra.“ Aðspurð sagðist Ellý hafa haft nægan tíma að undanförnu og því verið dugleg við að blogga en hún á von á barni. „Mér finnst þetta fynd- ið, okkur vinkonunum finnst þetta fyndið og við liggjum yfir þessu. Á meðan við gerum það þá nenni ég að skella inn nokkrum sögum.“ Upp hefur komið sú hugmynd að gefa skrif Ellýjar út á bók, en hún segist ætla að sjá til hvort af því verður. „Nú er ég bara að bíða eftir að fæða stelpuna og ætla bara að sjá til,“ segir hún. Ellý Ármannsdóttir er langvinsælasti bloggarinn Vinsæl Ellý Ármannsdóttir.  Breski áfeng- isframleiðandinn William Grant & Sons er að hefja auglýsinga- herferð á Netinu fyrir Reyka- vodka, sem fram- leiddur er á Ís- landi. Íslenska tónlistarkonan Hafdís Huld kemur fram í auglýsingunum, sem þegar hafa verið birtar á vefnum You- Tube, en auglýsingarnar má einnig finna á heimasíðu Reyka-vodka. „Þeir drekka ekki bragðbættan vodka á Íslandi,“ segir Hafdís Huld m.a. í einni auglýsingunni. „Vilji maður finna bananabragð þá borð- ar maður bara… banana – og eina bragðið sem þeir framleiða er vodkabragð.“ Reyka-vodki er framleiddur í Borgarnesi fyrir William Grant & Sons. Hafdís Huld auglýsir Reyka-vodka  Halldór Örn Ragnarsson, bassa- leikari Kimono, hefur sagt skilið við sveitina en hann hyggst einbeita sér að myndlistinni og stefnir að frekara listnámi í Amsterdam að lokinni útskrift frá LHÍ. Gunnar Þór Jónsson, bassaleikari Future Future, fyllir skarð Halldórs og er þegar byrjaður að æfa með sveit- inni. Einhver bið verður þó á jómfrú- artónleikum Gunnars því sveitin hyggur ekki á hljómleikahald fyrr en um mitt sumar en þá verða að öllum líkindum frumflutt ný lög. Dóri hættur í Kimono Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ VERÐA óvenjulegir tónleikar sem Dean Ferrell, kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, ætlar að halda í Kaffi Hljómalind þann 17. maí næstkomandi. Þar ætlar hann að flytja 16. aldar verk eftir Giovanni Gabrieli og verða þetta áttundu tónleikarnir í tónleikaröðinni Snobb fyrir alla sem hann byrjaði með í Hljómalind fyrir um ári síðan. „Í þessari tónleikaröð höfum við spilað fjör- uga og óvenjulega tónlist. T.d. á fyrstu tónleik- unum var ég bara einn á kontrabassann og flutti þá enska kráartónlist frá 1604 og á sein- ustu tónleikum fluttum við svokallaða b-flokks kammertónlist eftir óþekkta samtíðarmenn Mozarts. Á tónleikunum á uppstigningardag verður 4 til 5 manna barrokkstrengjasveit og 4 manna blásarasveit, strengjasveitin spilar inni en blásararnir verða á palli fyrir utan Hljóma- lind og spila inn um gluggann,“ segir Dean Far- rell en það eru vinir hans úr Sinfóníuhljóm- sveitinni sem spila með honum. „Við spilum 10 til 15 verk eftir Giovanni sem eru 3 til 5 mínútur hvert að lengd. Verkin voru skrifuð fyrir tvo kvartetta sem svara hvor öðr- um og það krefst töluverðs rýmis á milli hljóð- færahópa, þess vegna verður blásarasveitin að spila úti meðan strengjasveitin verður inni í Hljómalind,“ segir Dean hlægjandi og biður um leið um gott veður. „Á Snobb fyrir alla tón- leikum spilum við oftast á upprunaleg og óhefð- bundin hljóðfæri, t.d. verðum við með alt- básúnu, upprunalega tenórfiðlu eða violoncello piccolo, innanborðs í strengjasveitinni, ég mun spila á sjaldgæfa bassafiðlu og við verðum ekki mjög grænmetisætuvænleg á grænmetiskaffi- húsinu því í svona gömlum hljóðfærum eru strengirnir gerðir úr görnum.“ Dean segir að hugmyndin með Snobb fyrir alla sé að flytja tónlist í því umhverfi sem hún var samin fyrir. „Þetta er svona b-flokkur kammertónlistar sem var spiluð á kaffihúsum og krám áður. Slík tónlist á ekki heima á form- legum tónleikum, þá er hún leiðinleg, hún á heima þar sem fólk getur talað saman um leið og það hlustar. Það er öðruvísi og þægileg upp- lifun, ekki of listræn og því heita tónleikarnir Snobb fyrir alla. Verkið eftir Gabrielli verður þó ekki í neinum b-flokki,“ segir Dean og bætir við að Hljómalind hljómi vel fyrir svona tón- leika og sé heimilisleg. Tónleikarnir hefjast kl. 20 hinn 17. maí. Morgunblaðið/ÞÖK Óvenjulegt „Þetta er svona b-flokkur kammertónlistar sem var spiluð á kaffihúsum og krám áður,“ segir Dean Ferrell. Snobb fyrir alla Dean Ferrell og vinir halda óvenjulega tónleika á Kaffi Hljómalind 17. maí tsdk@ismennt.is, http://tsdk.ismennt.is Dagur Tónskólans laugardaginn 5. maí 2007 Tónleikar í Hraunbergi og Ger›ubergi kl. 13, 14, 15 og 16 Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.