Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 15 MENNING TÍUNDU kirkjulistaviku Akureyrarkirkju lauk með þessum glæsilegu tónleikum og jafnframt eru 20 ár liðin frá því að fyrsta kirkjulistavikan var þar haldin. Birni Steinari Sólbergssyni, listrænum stjórnanda hátíð- arinnar frá upphafi og einleikara tónleikanna, má öðrum fremur þakka að þessi hátíð er eitt af skrautblómunum í listagarði menningarlífs á Akureyri. Orðið kirkjulist vísar til lista- verka sem búin hafa verið til í trúarlegum til- gangi eða fyrir kirkjuna. Glæsilegasta hljómsveitarverk tónleikanna, þ.e. Rómeó og Júlía eftir Tchaikowsky fellur ekki undir þá skilgreiningu. En baráttan milli góðs og ills er þó sá möndull sem verkið snýst um og boðskap þess er hægt að túlka trúarlega. Einhvers staðar rakst ég á þá full- yrðingu að tónskáldið hafi á hærri nótunum nálgast rétttrúnaðarstefnuna rússnesku en á neðri nótum og ógnandi pákuslögum verið að túlka fordæminguna. Frá kröfunni um hljóm- sveitarritmál er þetta tónverk magnað og fel- ur í sér vegarnesti sem reyndist mörgum síð- ari tíma tónskáldum vel og er þá Rachmaninoff þar ofarlega á blaði. Eftir ör- lítið tæpa byrjun tónlega heyrt, gekk flutn- ingurinn eins og best verður á kosið. Kraft- miklar andstæður, blítt mál ástarinnar í andstæðu við grimmdina og hatrið skilaði sér ágætlega. Sólóstef í sellórödd hljómaði mjög fallega. Tónskáldið Balakirev gerði vel að hvetja Tchaikovsky við samningu þessa óbrotgjarna minnisvarða hárómantískrar hljómsveitartónlistar, og verkið tókst Guð- mundi að mála sterkum litum í túlkun hljóm- sveitar á áhrifamikinn hátt. Franski organist- inn og tónskáldið Guilmant var víðfrægur í lok 19. aldar og hafði ferðast heiminn þveran og endilangan á tónleikaferðum sínum. Hann samdi mikinn fjölda af sónötum fyrir orgel og sinfónían nr. 1 fyrir orgel og hljómsveit var samin úr einni slíkri. Verkið hefst á því að orgel og hljómsveit kallast á og var sérlega áhrifamikið að vera staddur mitt í þessu sam- tali. Björn Steinar lék einnig einleikshluta inn á milli. Verkið er gleðistykki og ber ekki að taka mjög alvarlega. Mér fannst pastoral- þátturinn langfallegastur, fluttur af næmi og ríkri tilfinningu. Flutningi Björns Steinars og hljómsveitar var fagnað ákaft og átti það skilið. Þegar Dvorak var boðin staða skólastjóra við Þjóðartónlistarskólann í New York árið 1991 kom fljótlega beiðni frá Thurber stofn- anda þessa skóla að Dvorak semdi tónverk í tilefni af því að 400 ár voru liðin frá siglingu Kólumbusar til Ameríku. Textinn fyrir verkið kom seint og um síðir en Dvorak hafði þá af óþolinmæði í biðinni samið tónverk við hinn hefðbundna messutexta Te Deum. Það fór svo að strax við frumflutning þess 1892, með tónskáldið við stjórnvölinn og 250 manna kór og hljómsveit, að verkið sló í gegn. Verkið er bein hljóðlíking eftir kirkjuklukkum í byrjun og miklu róti og öldum í hljómburði stórra dómkirkna. 45 manna hljómsveit og 70 manna kór og einsöngvurum tókst ágætlega að ná fram kyngimögnun þessa verks. Mikið er sungið á „útopnu“, sem var stundum á kostnað raddgæða og hljómsveit stundum of sterk. Hanna Dóra söng mikilfenglega og af heitri tilfinningu, hæðin var örlítið tæp í byrj- un, en öryggið uppmálað. Hlutverki bassa skilaði Ágúst vel, en satt best að segja skrif- aði Dvorak ekki í þetta sinn nógu spennandi hlutverk fyrir bassann. Mér fannst í lokakafl- anum magnað að heyra sólistana syngja ein- raddað með tveggja áttunda millibili á móti kór og hljómsveit. Bæði kór og hljómsveit fluttu verkið af miklu öryggi. Langvarandi lófaklapp þéttsetinnar kirkju lýsti vel stemn- ingu áheyrenda. Langvarandi lófaklapp í lok kirkjulistaviku TÓNLIST Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju sunnudag- inn 6. maí 2007 kl. 16. Einsöngvarar: Hanna Dóra Sturludóttir – mezzósópr- an og Ágúst Ólafsson – bassi. Konsertmeistari: Gréta Guðnadóttir. Stjórnandi: Guðmundur Óli Guðmundsson. Efnisskrá: Rómeó og Júlía, fantasíuforleikur eftir P.I. Tchaikowsky, sinfónía nr.1 fyrir orgel og hljómveit eftir F.Guilmant og Te Deum eftir Dvorak. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kór Akureyrarkirkju og Kammerkór Norðurlands.  Jón Hlöðver Áskelsson ÍSLENSKI dansflokkurinn er ný- kominn frá Kína, þar sem haldnar voru sýningar fyrir fullu húsi í Shanghai, Guangzhou og Peking. Sýnd voru verkin „Gleðilegt nýtt ár“ eftir Rui Horta, Lúna eftir Láru Stefánsdóttur og Open Source eftir Helenu Jónsdóttur. „Þetta var svo sannarlega ferða- lag,“ segir dansarinn Cameron Cor- bett með áherslu. „Bara það að ganga um stræti og torg var ólíkt því sem maður á að venjast. Það var mun meira um bíla en ég átti von á og minna um hjólfáka. Og umferðin er stórhættuleg. Ef menn flauta þýðir það að þeir ætli ekki að stoppa.“ – En dönsuðu menn á götum úti? „Já, kvölds og morgna,“ segir hann og hlær. „Víða hefur verið kom- ið upp líkamsræktartækjum til brúks fyrir almenning og þar voru oft nokkrir tugir í línudansi, einkum eldra fólk.“ Meira um dans í sjónvarpi Dans er í hávegum hafður í Kína, ekki síður en hér á landi, að sögn Corbetts. En sjónvarpsstöðvarnar ytra endurspegla þennan áhuga mun betur en hér. „Þegar við kveiktum á sjónvarpinu var alltaf verið að sýna dans á ein- hverri stöðinni, þó að hann væri ærið misjafn að gæðum. Hér á Íslandi dansa allir, krakkar og fullorðnir, en samt er ekkert um það í sjónvarp- inu.“ – Og þú dansaðir í Kína. „Já, það var góð tilfinning að dansa aftur í stórum sölum fyrir tvö til þrjú þúsund áhorfendur. Þó að Borg- arleikhúsið sé talið stórt hér á landi er allt önnur upplifun að dansa þar. Nándin er meiri. Ég hafði gaman af því að fylgjast með dönsurunum ytra, hvort þeir áttuðu sig á því að þeir þyrftu að beita sér öðruvísi þeg- ar dansað væri fyrir slíkan fjölda og margir náðu valdi á því um leið – hreyfingarnar urðu stærri og tígu- legri. Raunar miðast dansnámið við slíkar hreyfingar.“ Hann segist ekki hafa orðið var við annað en dansflokknum væri vel tek- ið. „En hef engan samanburð í þeim efnum,“ segir hann brosandi. „Það seldist upp snemma, sem gæti verið vegna þess að Ísland er spennandi eða að plakatið virkaði. En það er merkilegt að upplifa muninn á við- brögðum í salnum eftir að sýningu lauk. Þá var klappað og hrópað en þegar tjaldið var dregið fyrir þagnaði allt. En svo var það dregið frá aftur og það ætlaði allt um koll að keyra.“ Aldrei fleiri ferðir en í ár Mikil áhersla er lögð á það hjá Ís- lenska dansflokknum að fara með sýningar utan. Árið 2005 var metár hvað það varðar og stefnir í að ferða- lögin í ár verði jafnmörg. Corbett segir að mun minna hafi verið um slíkar ferðir fyrir fimm árum, en þá var hann einnig dansari hjá Íslenska dansflokknum. „Ef til vill erum við orðin vinsælli núna.“ Það sem er framundan hjá Ís- lenska dansflokknum er verk í dans- leikhúskeppninni sem sett er upp af Peter Andersen og Mörtu Nordal og verður frumsýnt 8. júní. Næsta ut- anferð verður í nóvember þegar þræddar verða borgir á austurströnd Bandaríkjanna. Íslenski dansflokkurinn nýkominn úr ferð til Kína Þjóðin sem dansar á torgum Vinsæll Íslenski dansflokkurinn er nýkominn heim frá Kína. BERND Koberling þarf vart að kynna fyrir listunnendum hérlendis en á undanförnum árum hefur hann m.a. sýnt verk á yfirlitssýningu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, vatnslitamyndir í Ásmundarsafni, í Galleríi i8 og nú í Gallery Turpent- ine. Koberling hefur komið hingað til lands reglulega í þrjá áratugi. Lengi var hann með mikla veiðidellu en síðan breyttist áhugamálið í að fanga birtubrigði náttúrunnar, eins konar skrásetningu andlegrar upp- lifunar á íslenskri náttúru. Koberling er þekktur málari á al- þjóðavísu og hefur lengstum helgað sig myndum sprottnum úr náttúru- upplifunum, lengi þungum olíu- málverkum en akrýlverk þau sem hann sýnir í Turpentine hafa verið ráðandi í list hans í ein sjö ár. Lista- maðurinn hefur á ferli sínum aldrei óttast það að skipta um stíl, hann hefur jafnan leitað á nýjar og óþekktar slóðir. Nú kveður hann þetta sjö ára tímabil mynda málaðra á álplötur þaktar gessókrítarund- irlagi. Við vitum enn ekki hvað tekur við. Hann hefur náð frábærri færni í litameðferð sinni á þetta efni sem bæði sýgur í sig líkt og vatns- litapappír og birtir tærleika litanna um leið. Hér er bæði kraftur og ljóð- ræna í lífrænum formum, persónu- leg nálgun sem um leið byggir á vinnuaðferðum, straumum og stefnu í málaralist 20. aldar. Traustar myndir en um leið við- kvæmar í uppbyggingu, innsæi og rökhyggja í flæðandi nákvæmni. Bernd „Listamaðurinn hefur á ferli sínum aldrei óttast það að skipta um stíl, hann hefur jafnan leitað á nýjar og óþekktar slóðir.“ Rökhyggja í frjálsu falli MYNDLIST Gallery Turpentine Til 2. júní. Opið þri. til fös. 12–18, lau. 11–16. Aðgangur ókeypis. Volume of silence, málverk, Bernd Koberling Ragna Sigurðardóttir HAFSTEINN Austmann er atorkumikill list- málari sem litað hefur íslenska myndlistarsögu með voldugum abstrakt, expressjónískum efn- istökum í ríflega hálfa öld. Á áttræðisaldri virð- ist lítið hægjast á honum og er hann nú mættur með einkasýningu í Listasafni Reykjanesbæjar sem ber yfirheitið „Vordagar“. Hafsteinn, sem stundaði listnám í Frakk- landi á sjötta áratug síðustu aldar, sækir áhrif sín til bandaríska athafnamálverksins og franska tachismans og má sjá ættarsvip á verk- um hans og eftirstríðsmálarana Pierre Sou- lage og Franz Kline. Þó glittir í formrænar til- hneigingar hjá Hafsteini þar sem efnismiklar svartar rákir sem skera myndflötinn verða fletir í sjálfu sér sem jafnframt afmarka aðra fleti og skapa þá hrynjandi á milli forma. Í öðrum tilfellum er myndflöturinn leystur upp í formleysu, en það einskorðast við smærri verk sem mörg hver standa þeim stærri alls ekki að baki hvað áhrifamátt varð- ar. Óneitanlega væri spennandi að sjá þau efnistök í stærra formati í bland við þau sem eru skorin enda er listamaðurinn ekki við eina fjölina felldur þótt hann vinni innan takmark- aðs ramma abstraktmálverksins. Í heildina er sýningin fjölbreytt og afslöpp- uð. Ekki við eina fjölina felldur MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar Opið alla daga frá kl. 13:00 – 17:30. Sýningu lýkur 10. júní. Aðgangur ókeypis. Hafsteinn Austmann Skuggar Ein af smærri en áhrifameiri myndum Hafsteins í Listasafni Reykjanesbæjar.Jón B.K. Ransu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.