Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 143. tölublaš 
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is
Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór 
Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is 
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
ENGAR ákvarðanir hafa verið
teknar um það hjá bílaumboðunum
að lækka verð á bílum sérstaklega
í ljósi verulegrar styrkingar ís-
lensku krónunnar á undanförnum
dögum og vikum. Talsmenn þeirra
segja hins vegar að verð bifreiða
sé alltaf í skoðun. 
Jón Þór Sturluson, dósent við
viðskiptadeild Háskólans í Reykja-
vík, segir að rannsóknir sýni að
gengisbreytingar skili sér tiltölu-
lega seint inn í verð á bílum, enda
miðast verð innfluttra bíla við toll-
gengi en það er ákvarðað einu
sinni í mánuði og gildir þá heilan
mánuð. Birgir Sigurðsson, fjár-
málastjóri Heklu, segir að geng-
isbreytinga hafi þó séð stað hjá
þeim nú þegar. ?En það er nú
þannig með blessaða krónuna að
hún er nú ansi fljót að veikjast
þegar hún tekur upp á því, en
styrkingin er gjarnan hægfara yfir
langan tíma.?
Birgir segir að ekki sé hægt að
stökkva í hvelli á eftir krónunni til
eða frá ?samanber það að fyrir
rúmu ári síðan þegar krónan tók
snarlega að veikjast þá kom hækk-
unin miklu seinna fram í bílverðinu
heldur en efni hefðu staðið til, mið-
að við hvað það reyndist vera lang-
ur tími sem hún var veik?.
Reyna að halda verði stöðugu
?Við höfum verið að bregðast við
gengisbreytingum, en ekkert ný-
verið. Við erum hins vegar alltaf
með þetta í skoðun,? segir Kristján
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Toyota á Íslandi.
Hann segir að auðvitað sé ekki
hægt að fylgja gengi krónunnar
frá degi til dags á bílamarkaði því
að þá gæti sú staða komið upp að
þeir væru með tvo sambærilega
bíla sinn á hvoru verðinu í sýning-
arsalnum. ?Við reynum í heildina
litið að hafa verðið stöðugt, að vera
ekki að hræra of mikið í verðlist-
um. Það er ekkert gaman fyrir
menn að vera nýbúnir að kaupa bíl,
sem svo fellur skyndilega í verði,?
segir hann.
?Þegar krónan féll í fyrra þá
fylgdum við þeirri gengislækkun
ekki alla leið. Þegar krónan var
búin að falla um ein 30% þá vorum
við samt ekki búnir að hækka verð
nema um 12 eða 13%,? sagði Krist-
ján ennfremur.
Egill Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Brimborgar, segir að reynt
sé að líta til lengri tíma við verð-
lagninguna. Bílar séu ekki eins og
matvara, ekki sé hægt að lækka og
hækka verð nokkrum sinnum í
mánuði. Gengið hafi vissulega ver-
ið að styrkjast mjög skarpt nú
undanfarið, en enginn viti hvort
það muni haldast. ?Þannig að við
erum ekki búnir að lækka neitt yf-
ir línuna akkúrat núna. Það sem
við gerum frekar er að við aukum
þá aðeins afslætti innanhúss, veit-
um mönnum 2% aukaafslátt af
söluverðinu í stað þess að breyta
öllum verðlistum. Ef við sjáum að
þetta ætlar að verða viðvarandi
ástand þá finnst mér hins vegar
ekkert ólíklegt að við lækkum. 
Sama höfum við alltaf gert, við
erum algerlega samkvæmir sjálf-
um okkur, þegar gengið veikist. Þá
hækkum við ekki verðið strax
heldur höfum þá dregið frekar úr
afsláttum og reynum þannig að
halda verðlistanum stöðugum.?
Bílaumboðin fara sér hægt
Áhrif gengisbreytinga skila sér tiltölulega seint út í verð á bílum
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu handtók seint á föstudagskvöld
35 ára gamla konu sem grunuð er um
stórfelld fjársvik með því að hafa
misnotað stolin greiðslukort til að
svíkja út fé. Að sögn lögreglunnar
mun viðkomandi hafa farið í hrað-
banka og leyst út fé fyrir á aðra
milljón króna.
Konan var sett í fangageymslu á
lögreglustöð og stóð til að yfirheyra
hana í gær, laugardag. Rannsóknar-
deild lögreglunnar fer með málið
sem auðgunarbrotamál.
Samkvæmt auðgunarbrotakafla
almennra hegningarlaga varðar
þjófnaður á fjármunum eða orku-
forða allt að sex ára fangelsisvist.
Niðurstaða úr rannsókn lögreglunn-
ar mun leiða til ákvörðunar um hvort
ákæruvaldið muni gefi út ákæru með
kröfu um refsingu á hendur sakborn-
ingnum.
Grunuð um
stórfelld
fjársvik
ÓVENJURÓLEGT var í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt laugardags
að sögn lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu. Fáir voru á ferli og lítt
kom til kasta lögreglu vegna
skemmtanalífsins eða hávaðaláta.
Er talið að margir hafi farið úr
bænum og þess vegna verið svo
kyrrt sem raun bar vitni. 
Óvenju rólegt
hjá lögreglu
ÝMSIR tónlistarmenn hafa gagnrýnt
vefverslunina Tónlist.is fyrir að
standa ekki skil á greiðslum vegna
sölu á tónlist á vefsetrinu. Í ljós hefur
komið að fyrirtækið hefur staðið skil á
öllum greiðslum samkvæmt samning-
um við samtök rétthafa, en féð ekki
skilað sér til tónlistarmannanna
sjálfra. 
Einnig er greint frá því í samantekt
Árna Matthíassonar í blaðinu í dag að
greiðslur fyrirtækisins vegna svo-
nefnds streymis tónlistar, þegar lög
eru spiluð yfir netið, hafa ekki byggst
á upplýsingum frá fyrirtækinu sjálfu
heldur er miðað við skýrslur um spil-
un í Ríkisútvarpinu. Þar kemur og
fram að öll lög sem seld eru af Tónlist-
.is eru þannig merkt að fyrirtækið
MúsikNet eigi höfundarrétt að þeim. 
Tónlist.is
stendur
skil á sínu
Höfundaréttur 
hjá MúsikNet?
L52159 Slæleg frammistaða | 84
JÓHANNA Vala Jónsdóttir, tvítug Reykjavíkurmær,
var valin fegursta stúlka landsins í fegurðarsamkeppn-
inni Ungfrú Ísland sem haldin var á Broadway á föstu-
dagskvöldið. Í öðru sætinu hafnaði Katrín Dögg Sig-
urðardóttir og Fanney Lára Guðmundsdóttir varð í
þriðja sæti.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Jóhanna Vala er fegurst fljóða
???
?ÞETTA er því miður þekkt vanda-
mál í heilbrigðiskerfinu í dag sem
brýnt er að bregðast við,? sagði
Matthías Halldórsson landlæknir,
þegar leitað var viðbragða hjá hon-
um við aðsendri grein í Morgun-
blaðinu í gær þar sem aðstandandi
kvartaði undan úrræðaleysi kerfis-
ins þegar útskrifa átti aldraðan föður
viðkomanda eftir stutta sjúkrahús-
legu í kjölfar beinbrota.
Aðspurður segist Matthías ekki
vilja tjá sig um einstök mál og tók
fram að líkt og greinarhöfundur
nefndi þá hefði málið ekki komið til
kasta landlæknisembættisins. ?Al-
mennt talað er hér um að ræða mál
sem þarf að vinna með, þ.e. gamalt
fólk með fleiri en einn sjúkdóm, sem
þarf meiri aðhlynningu um tíma, en á
samt ekki heima á bráðasjúkrahús-
um.? Að sögn Matthíasar standa
stóru tæknivæddu sjúkrahúsin sig
vel í að með-
höndla alvarlega
bráðasjúkdóma,
en á þeim sé hins
vegar mikil
pressa að útskrifa
fólk sem fyrst.
?Þau eiga þó aldr-
ei að ráðstafa
fólki í pláss á öðr-
um stofnunum án
samráðs við fólk.
Landspítalinn hefur verið í viðræð-
um við sjúkrahúsin í nágrenni
Reykjavíkur um að hægt verði undir
vissum kringumstæðum, og þá í
samráði við sjúklinginn og aðstand-
endur, að vista þar sjúklinga til ein-
hvers tíma til framhaldsmeðferðar
og aðhlynningar og líst mér vel á þá
þróun,? segir Matthías.
Að hans sögn hefur sú hugmynd
komið til tals á fundum hans með yf-
irlæknum heilsugæslunnar á höfuð-
borgarsvæðinu að sett verði á stofn í
Reykjavík eins konar heimilislækna-
sjúkrahús. ?Það er einfalt sjúkrahús
sem sinnir fólki með tiltölulega ein-
falda sjúkdóma, sem þarfnast alúð-
ar, en er án þess asa sem gjarnan
fylgir bráðadeildum,? segir Matthías
og að slík sjúkrahús hafi gefið góða
raun í Kanada og líkist því kerfi sem
viðgangist á landsbyggðinni hér.
?Ég hef átt eitt mjög gott samtal
við nýja heilbrigðisráðherrann, sem
hefur orð á sér fyrir atorkusemi. Á
okkar fyrsta fundi var ekki tími til að
ræða margar hugmyndir sem vert
væri að koma á framfæri. Hann ósk-
aði hins vegar eftir hugmyndum
landlæknisembættisins um það sem
betur mætti fara og þetta er sann-
arlega eitt af þeim málum sem vert
er að ræða og ég hafði hugsað mér að
ræða við hann við fyrsta tækifæri.? 
Vandi sem brýnt er
að bregðast við
Skortur á úrræðum fyrir eldri sjúklinga gagnrýndur
Matthías 
Halldórsson
?ÞETTA er sá allra stærsti sem ég hef landað,? segir Börkur Birgisson,
sem í liðinni viku landaði 26 punda og 93 sm urriða úr Þingvallavatni. Mun
þetta vera stærsti urriði sem veiðst hefur þar frá 1960. Þurfti hann að taka
fast á, því viðureignin tók um 40 mín. og segir hann fiskinn hafa verið ótrú-
lega sterkan. ?Mig hefur alltaf langað í veggfisk sem er meira en 10 pund.
Þessi verður stoppaður upp af Sveinbirni Norðurlandameistara.?
Landaði 26 punda urriða 
Sá stærsti Börkur með urriðann sem hann veiddi sl. fimmtudagskvöld.
UMFERÐIN á
þjóðvegi 1 hafði
gengið ágætlega
fram að hádegi í
gær en hvíta-
sunnuhelgin er
mikil ferðahelgi.
Að sögn lögreglu
í Borgarnesi
höfðu þó 10 öku-
menn verið teknir fyrir hraðakstur
frá því í fyrradag og sá sem ók
hraðast mældist á 120 km hraða.
Einn var tekinn ölvaður við akstur í
gærmorgun. Þá varð ein bílvelta
síðdegis í fyrradag.
Umferð hefur
gengið vel

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88