Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, 
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is 
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í
gær 33 ára konu, Elísabetu
Arnardóttur, í fimm ára fang-
elsi fyrir aðild hennar að inn-
flutningi á tæplega tveimur
kílóum af kókaíni í ágúst á síð-
asta ári. Áður hafði Héraðs-
dómur Reykjavíkur dæmt kon-
una í fjögurra ára fangelsi.
Jafnframt hlutu þrír sam-
verkamenn konunnar tveggja
og þriggja ára fangelsisdóma.
Ljóst þótti að þáttur Elísabetar í málinu hefði
verið veigamestur en að frumkvæði hennar voru
fundnir samverkamenn auk þess sem hún hafði
milligöngu um að koma upplýsingum áleiðis til
samverkamanna um afhendingu efnanna. Jafn-
framt greiddi hún uppihald samverkamanns er-
lendis svo hann gæti greitt kostnað vegna ferða-
laga til að sækja fíkniefnin. Þótti hlutverk hennar
það mikilvægt í innflutningnum að án þátttöku
hennar hefði aldrei af honum orðið. Konan bar
sjálf við að hún hefði framið brotið af ótta um of-
beldi af hálfu þeirra er fjármögnuðu kaupin á efn-
unum. Það þótti dóminum ólíklegt.
Innflutningurinn komst upp hinn 9. ágúst sl.
þegar 19 ára stúlka, Elva Hlín Hauksdóttir, kom
til landsins með flugi frá Spáni, um London. Rifinn
saumur í ferðatösku hennar vakti athygli tollvarða
og fundust efnin í kjölfarið. Hún átti að fá 500 þús-
und krónur fyrir sinn þátt. Í héraðsdómi var Elva
dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi.
Hæstiréttur breytti dómnum hins vegar í tveggja
ára fangelsi ? óskilorðsbundið.
Dómur mildaður yfir einum sakborningi
Auk þess var staðfestur dómur yfir Arnari
Sindra Magnússyni sem sitja þarf af sér þrjú ár í
fangelsi vegna þáttar síns í málinu, en hann sótti
fíkniefnin á Spáni og afhenti þau meðákærðu til
innflutnings. 
Dómur yfir Guðmundi Andra Ástráðssyni var
þá mildaður úr þremur árum í tvö en hann hafði
milligöngu um að finna samverkamenn til að flytja
efnin til landsins.
Fimm ára fangelsi fyrir að-
ild að innflutningi á kókaíni
Hæstiréttur breytti skilorðsbundnum dómi burðardýrsins í óskilorðsbundinn
Í HNOTSKURN
»
Tvö kíló af kókaíni fundust í ferðatösku
19 ára stúlku þegar hún kom til lands-
ins frá Spáni hinn 9. ágúst á sl. ári.
»
Stúlkan átti að fá 500 þúsund fyrir sinn
þátt í málinu en hún flutti efnin inn
ásamt samverkamanni. Hún hlaut tveggja
ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm.
»
Styrkur kókaínsins í sýni sem var rann-
sakað var 83% og styrkur kókaínklóríðs
var um 93% ? það þykir rótsterkt.
Dómur féll í
Hæstarétti.
BLÍÐVIÐRISDAGAR virðast vera
framundan en um helgina hefur
verið spáð allt að 20 stiga hita um
land allt. 
Sumarið hefur byrjað misvel um
landið en nú eiga landsmenn von á
rjómablíðu yfir helgina og er því
ekki ólíklegt að margir nýti veðrið
og skelli sér í sund, gönguferð eða
fari bara út að leika í góða veðr-
inu. Mestum hlýindum er spáð í
kringum Akureyri og Egilsstaði á
laugardag og sunnudag en
Reykjavík á að hafa vinninginn á
mánudaginn. 
Sumarblíða 
um helgina
FRÍVERSLUNARSAMNINGUR
milli EFTA-ríkjanna og Kanada er í
höfn og verður undirritaður við
fyrsta tækifæri. 
Í tilkynningu utanríkisráðuneyt-
isins segir að samningurinn feli í sér
að tollar verði felldir niður við inn-
flutning til Kanada á öllum iðn-
aðarvörum og ýmsu öðru svo sem
sjávarafurðum, lambakjöti, skyri,
útivistarfatnaði og fiskikörum. Á
móti veitir Ísland Kanada toll-
frjálsan aðgang fyrir iðnaðarvöru
og sambærilegan aðgang fyrir land-
búnaðarvörur og Evrópusambandið
hefur haft. 
Viðræður um samninginn hafa
staðið yfir síðan 1998 en ágreiningur
hefur staðið um tolla á skip og sjóför
í innflutningi til Kanada. Komist hef-
ur verið að samkomulagi um aðlög-
unartíma vegna samningsins.
Tollfrjálsar
flíspeysur
því að kaupréttarsamningar væru
hluti af útreiknuðum launum þeirra
átta starfsmanna FL Group sem
hæst laun hefðu í skilningi eftir-
launasamningsins.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram
að þegar litið var til þess að kaup-
réttur þeirra átta stjórnenda Flug-
leiða, sem til viðmiðunar voru í eft-
irlaunasamningnum, var hluti af
starfskjörum þeirra, hlaut tilgangur
viðmiðunarákvæðis í bókun frá 13.
janúar 1977 að hafa verið sá að
tryggja Sigurði, við ófyrirséðar
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt að
viðurkenna eigi að kaupréttarsamn-
ingar séu hluti af útreiknuðum laun-
um þeirra átta starfsmanna FL 
Group hf., sem hæst laun hafa í
skilningi eftirlaunasamnings Sigurð-
ar Helgasonar eldri og Flugleiða frá
13. janúar 1977. 
Hæstiréttur sneri þannig við dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í
júlí í fyrra en þá var FL Group sýkn-
að af kröfu fyrrverandi forstjóra og
síðar stjórnarformanns Flugleiða.
Sigurður krafðist viðurkenningar á
breytingar á aðstæðum, sömu raun-
hækkun á eftirlaunum og verða
kynnu á launum æðstu stjórnenda
Flugleiða. Einnig var horft til þess
að aðilar túlkuðu samninginn sjálfir
þannig árið 2004 að undir hann féllu
ábatagreiðslur er miðuðust við vænt-
anlegar hækkanir á gengi bréfa í fé-
laginu. Var fallist á með Sigurði að
verðmæti kaupréttarsamnings
starfsmannanna átta skyldu taldir
með við útreikning viðmiðunar fyrir
eftirlaunin.
Ástæðan fyrir því að FL Group
greiðir eftirlaun Sigurðar sem lét af
störfum árið 1990 er sú að þegar Ice-
landair Group var selt í byrjun síð-
asta árs og sett á markað, fylgdu
skuldbindingar Flugleiða við starfs-
menn, þ.m.t. eftirlaunaskuldbinding-
ar Sigurðar, ekki með ? nema annað
væri sérstaklega tekið fram. 
Hæstaréttardómararnir Gunn-
laugur Claessen, Árni Kolbeinsson
og Hrafn Bragason kváðu upp dóm-
inn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl.
sótti málið af hálfu Sigurðar og Jak-
ob R. Möller hrl. varði FL Group.
Kaupréttarsamningar viður-
kenndir sem hluti af launum
Hæstiréttur dæmdi Sigurði Helgasyni eldri í hag vegna eftirlaunaskuldbindinga
LANDHELGISGÆSLAN bauð
starfsfólki sínu og starfsfólki dóms-
málaráðuneytisins í flugskýli Land-
helgisgæslunnar í gær í tilefni þess
að Gná, nýjasta þyrla Landhelg-
isgæslunnar, var formlega tekin í
notkun en hún kom til landsins síð-
astliðinn laugardag.
Björn Bjarnason dóms- og kirkju-
málaráðherra flutti þar ávarp og
Geirþrúður Alfreðsdóttir flug-
rekstrarstjóri Landhelgisgæsl-
unnar kynnti þyrluna og eiginleika
hennar. 
Nýtt kjörorð Landhelgisgæsl-
unnar er ?Við erum til taks? en nú
hefur þyrlum hennar verið fjölgað
og eru nú aftur 4 þyrlur til taks, en
þyrlan OBX, eða Ástríkur, var seld
síðastliðið haust. Starfsmönnum
hefur einnig verið fjölgað til að ná
því takmarki að hafa 2 þyrlur á
vakt allan sólarhringinn allt árið
um kring. 
Nafn þyrlunnar, Gná, er tekið úr
norræni goðafræði en Gná var ein
af þjónustumeyjum Friggjar. Gná
er tveggja hreyfla þyrla af tegund-
inni Super Puma og var áður notuð
sem sjúkra- og björgunarþyrla en
hún er leigð frá Noregi. 
Gná tekur 4 til 5 sjúkrabörur og
flugþol hennar eru 590 sjómílur en
það þýðir að hún getur sótt 10
menn í allt að 240 sjómílna fjarlægð
á haf út. Þyrlan er meðal annars
búin afísingarbúnaði og næturlýs-
ingarbúnaði. 
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra sagði í ræðu sinni að þyrlan
uppfyllti allar kröfur og væri búin
öllum þeim búnaði sem á þyrfti að
halda við björgun. Sagði hann að
þyrlan væri betri en búist hefði ver-
ið við miðað við áætlanir um þyrlu-
kaup Landhelgisgæslunnar og að
mikil ánægja ríkti með fenginn.
Þyrlan Gná komin til landsins
Morgunblaðið/G. Rúnar
Þyrlan skoðuð Sigurður Heiðar Wiium, hjá Landhelgisgæslunni, fræðir Björn Bjarnason um kosti nýju þyrlunnar.
Landhelgisgæslan
fékk nýja þyrlu
í flotann á 
laugardaginn
LÖGREGLAN á
höfuðborgar-
svæðinu leitar
enn að 17 ára
pilti, Þorvaldi
Erni Thorodd-
sen, sem ekki
hefur spurst til
síðan á þriðju-
dag. Þorvaldur
er 180 cm á hæð,
dökkhærður og
grannvaxinn. 
Þeir sem vita um ferðir hans eru
vinsamlegast beðnir um að láta lög-
reglu vita í síma 444-1100.
Lögregla 
leitar pilts
Þorvaldur Örn 
Thoroddsen
?ÞETTA er
ákveðið lögform-
legt ferli sem
þarf að fara í
gegnum og það
er ekki búið. Það
verður auðvitað
að klára það áður
en nokkuð verður
aðhafst,? sagði
Ragnar Guð-
mundsson fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og
fjármálasviðs Norðuráls í gær um
fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir-
tækisins vegna hugsanlegs álvers í
Helguvík. Norðurál leggur að sögn
Ragnars mikla áherslu á gott sam-
starf við þær stofnanir sem um mál-
ið fjalla. Enn sé mati á umhverfis-
áhrifum ólokið. Þá sé frummats-
skýrsla fyrir álverið enn til
umsagnar og hafi verið auglýst af
Skipulagsstofnun. 
Á þingi í gær sagði umhverfis-
ráðherra nýjan orkusölusamning
Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál
um orkusölu til álversins ekki ávísun
á framkvæmdir enda væri eftir að
fara betur yfir skipulagslega þætti.
Mat á áhrifum
þarf að klárast
Ragnar 
Guðmundsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60