Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HEIMANMUNDURINN sem villt-
ist af leið er nafn sýningarinnar sem
verður í leikfimisalnum á Hvanneyri
um helgina. Þar verða til sýnis verk
Ragnheiðar Sigurðardóttur, en nán-
ast alla ævi hefur hún eytt frítíma
sínum í hannyrðir. Það er sama hvort
um er að ræða hekl, prjón, útsaum,
klippimyndir, silkiþrykk, postulíns-
málun eða að lita svart-hvítar mynd-
ir, allt sem liggur eftir hana er listi-
lega gert. Hún er afar hógvær og vill
sem minnst gera úr þessum afrek-
um. Því sé mikilvægt að það komi
fram að hún standi ekki að þessari
sýningu heldur velunnarar ? fimm
konur sem eiga ættir að rekja til
Borgarfjarðar. 
Segir hún þær hafa skipulagt sýn-
inguna án þess að hún tæki nokkurn
þátt í því. Hafi þær meðal annars
sent öllum í símabókinni hennar
póst. 
Hún segist ekki vilja mæta á sýn-
inguna en þyki líklegt að skipuleggj-
endurnir muni ræna henni á laug-
ardagsmorgninum og fara með hana
til Hvanneyrar.
Aðspurð um aðdraganda sýning-
arinnar segir Margrét Jónsdóttir,
einn fyrrnefndra velunnara: ?Allir
halda að Ragnheiður sé alveg sér-
stök aðeins í þeirra lífi en engan
grunaði að vöggusettin væru orðin
svona mörg og það sama er að segja
með hnallana og klukkustrengina.? 
Heimili Ragnheiðar er yfirfullt af
verkum eftir hana. Í stofunni má
finna handgerðar mottur og dúka,
bróderuð listaverk hanga á veggjum
og fagurlegur útsaumur skreytir
stólana. Í eldhúsinu hangir m.a.s. út-
saumur á einum veggnum sem líkir
eftir munstrinu á postulíninu henn-
ar. Þó er nokkuð sem óhjákvæmilega
vekur nokkra athygli sem ekki er úr
smiðju Ragnheiðar. Það eru fing-
urbjargirnar sem hún safnar og eru í
skápum víðsvegar um stofuna. Fólk
er skyldugt til að kaupa fingurbjörg
handa henni fari það til útlanda og
reiknast henni svo til að safnið haldi
hátt á fjórða þúsund fingurbjarga.
Ragnheiður hefur tileinkað líf sitt
að gefa gjafir öllum þeim sem tengj-
ast henni. Hún heldur skrá yfir öll
handverkin sem hún hefur gefið og
eina talan sem hefur fengist upp úr
henni er 234, og það er aðeins fyrir
vöggusettin. Hún býr m.a.s. til kortin
sem fylgja gjöfunum. Allt annað sem
hún hefur gert er óteljandi.
Ragnheiður hugsar einnig um 3-4
gamalmenni í bænum sem henni
finnst eiga bágt, gefur þeim mat,
hjúkrar þeim og þrífur undan þeim.
Hún þykist þó ekki kannast við það
og eyðir skjótt umræðuefninu. 
Fjöldi Borgfirðinga ætlar að lána
sýningunni hluti sem Ragnheiður
hefur gefið þeim í gegnum árin og
magnið er slíkt að leigja þurfti heilan
leikfimisal undir herlegheitin.
Hefur tileinkað líf sitt því að
gleðja með verkum sínum
Í HNOTSKURN
»
Sýningin er hluti af Borg-
firðingahátíð sem stendur
yfir um helgina.
»
Ragnheiður hefur látið
sérsmíða fyrir sig yfir 200
hnalla, þann fyrsta fyrir 49
árum, sem hún bólstrar og
fóðrar og gefur ferming-
arbörnum.
»
Hún á ennþá flík sem hún
prjónaði og klæddist á
Þingvöllum árið 1944.
»
Í 47 ár hefur hún látið alla
gesti kvitta í gestabók
heima hjá sér.
Um helgina verða verk
Ragnheiðar Sigurðar-
dóttur til sýnis á Hvann-
eyri. Ylfa K.K. Árna-
dóttir spjallaði við hana
og fékk að fræðast um
hana og sýninguna.
Handlagin Ragnheiður byrjaði að prjóna og hekla þegar hún var ung stelpa og hefur þreifað sig áfram með margs
konar handlist síðan en hún segist vera alveg ómöguleg þegar kemur að bakstri.
Hannyrðakona sem gleymir engu afmæli
Morgunblaðið/Eyþór
Fjölbreytni Ragnheiður býr til jafnt litla skó sem klukkustrengi.
LEIKSKÓLARÁÐ Reykjavíkur-
borgar samdi í fyrradag við Hjalla-
stefnuna ehf. um að hún taki við
rekstri leikskólans Laufásborgar.
Samningurinn veitir skólanum heim-
ild til að taka allt að 15% hærra dval-
argjald en leikskólar borgarinnar.
Fulltrúar Samfylkingar og VG
voru samstiga og lögðu fram sam-
eiginlega bókun á fundi ráðsins. Þeir
telja heimildina ekki boðlega, enda
eigi aðgengi að leikskólum ekki að
vera háð efnahag. Þá telja þeir það
stangast á við jafnræðisreglu að
börn sem sitji hlið við hlið í skól-
anum verði látin borga mishátt verð
fyrir sömu þjónustu þar á komandi
árum.
Margrét Pála Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hjallastefnunnar,
fagnar því að fá að halda utan um
rekstur leikskóla í Reykjavík.
Um téða heimild segir hún að í
þeirra skólum hafi hingað til ekki
þurft að nýta slíkar heimildir til
fulls. ?Til þess að Laufásborg fái
áfram sama fjármagn og hún fékk
áður þarf þessi 15% ofan á, en mark-
mið okkar er að vinna að því með
borginni á næstu 2-3 árum að þetta
hverfi. Þeir sem eru þegar með börn
á staðnum munu ekki þurfa að borga
hærra gjald. Það verður ekki komið
aftan að neinum,? segir Margrét.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for-
maður leikskólaráðs, tekur í sama
streng og segir meirihlutann stefna
að jöfnum tækifærum fyrir öll börn
til að fara í hvaða leikskóla sem er,
borgin sé smátt og smátt að jafna
greiðslur til allra leikskóla en það
taki einfaldlega tíma.
Heimild til
15% meiri
gjaldtöku
MÁNAÐARLAUN bankastjóra
Seðlabanka Íslands voru ákveðin
hinn 1. maí sl. rúmar 1,3 milljónir
króna samkvæmt ákvörðun banka-
ráðs Seðlabankans. Frá 1. janúar
2008 hækka laun hans í rúmar 1,4
milljónir króna. 
Eins og undanfarin ár fær formað-
ur bankastjórnar 8% álag á laun
bankastjóra. Þá fá bankastjórar
greidda bankaráðsþóknun eins og
hún er ákveðin hverju sinni af for-
sætisráðherra, nú 110 þúsund kr.
Fær formaður bankastjórnar tvö-
falda þóknun.
Mánaðarlaun
í 1,4 milljónir 
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
FRÁ því að einkaleyfi í lyfsölu var afnumið árið
1996 hefur álagning í apótekum lækkað úr 61%
niður fyrir 30%. Þetta segir Þorvaldur Árna-
son, framkvæmdastjóri Lyfjavals. Hann segir
að samkeppni á markaðinum sé hörð, en hann
telur miklu skipta að það séu áfram fleiri á
markaðinum en lyfjakeðjurnar tvær, Lyfja og
Lyf og heilsa. Aðeins fimm smásöluaðilar eru
starfandi á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan
stóru keðjurnar.
Apótekum fækkaði hratt eftir að samkeppni
var innleidd í smásölu lyfja. Það er hins vegar
ljóst að Samkeppnisstofnun mun ekki leyfa
frekari samruna á markaðinum. Á síðasta ári
stöðvaði stofnunin samruna Lyfja og heilsu og
Lyfjavers. Um ástæður þessarar ákvörðunar
segir stofnunin: ?Það er mat Samkeppniseft-
irlitsins að sameiginleg markaðsráðandi staða
Lyfja og heilsu og Lyfju eins og henni er lýst í
ákvörðun eftirlitsins geri fyrirtækjunum kleift
að samhæfa hegðun sína á markaðnum án þess
að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neyt-
enda. Eru fyrirtækin þannig í stöðu til þess að
takmarka samkeppni og hækka verð.?
Þorvaldur segist vera sammála þessu mati
Samkeppnisstofnunar. ?Keðjurnar eru ekki að
keppa beint við hvor aðra, en þriðji aðili er illa
séður í þeirra augum. Það kemur fram hjá
Samkeppnisstofnun að reyni önnur keðjan að
auka sinn hlut þá sér hin strax hvað er verið að
gera og svarar því um leið. Þetta leiðir til þess
að báðar keðjurnar tapa. Þetta byggist því á
því að báðir hafa hag af því að láta hinn í friði.
Ef hins vegar þriðji aðili, eins og ég, er til stað-
ar á markaðinum þurfa keðjurnar að berjast
við hann vegna þess að hann er að taka af báð-
um,? sagði Þorvaldur.
Fimm sjálfstæðir smásalar
eru eftir á markaði
Fyrir utan Lyfju og Lyf og heilsu eru fimm
sjálfstæðir aðilar á markaðinum, Garðsapótek,
Laugarnesapótek, Rimaapótek, Árbæjarapó-
tek og Lyfjaval, sem rekur þrjú apótek, í
Mjódd, Álftamýri og bílaapótek í Kópavogi.
Þegar Þorvaldur var að undirbúa opnun
apóteks í Álftamýri keypti Lyf og heilsa Skip-
holtsapótek og hefur rekið það síðan undir því
nafni. Þorvaldur segir það nýjung að önnur
stóra keðjan skuli reka apótek áfram undir
gamla nafninu. Hann segist ekki velkjast í vafa
um að kaupin á Skipholtsapóteki hafi verið
hugsuð sér til höfuðs. Skipholtsapótek hafi t.d.
boðið nikótínlyf nánast á heildsöluverði.
Þorvaldur segir að lyfjabúðir fylgist vel með
verðlagningu samkeppnisaðilanna. Hann segir
starfsfólk reglulega gera verðkannanir líkt og
stórmarkaðir gera og viðskiptavinir láti vita ef
þeir eigi kost á hagstæðara verði annars stað-
ar.
?Þegar tekið er tillit til afslátta erum við að
keyra á mjög svipaðri álagningu og dönsk apó-
tek sem eru með þrisvar sinnum fleiri við-
skiptavini en við. Álagningin lækkaði um 50% á
þeim 10 árum sem liðin eru frá því núverandi
kerfi var tekið upp. Ég var í lyfjagreiðslunefnd
1996 og á síðasta fundi var álagningin komin í
61%,? segir Þorvaldur.
Þorvaldur segir að rannsóknir sýni að verð á
frumlyfjum á Íslandi sé nú sambærilegt við hin
Norðurlöndin. Það sé í sjálfu sér merkilegur
árangur þegar haft sé í huga að verð á flestum
vörum sé mun hærra hér en á Norðurlönd-
unum, sama hvort litið sé á verð á landbún-
aðarvörum, dagblöðum eða brauði.
Apótek Lyfjavals kom illa út í frétt í Rík-
issjónvarpinu í fyrrakvöld, en hún byggðist á
samanburði sem öryrki gerði á verði á lyfjum.
Þorvaldur segir að upplýsingar um verðið sem
birt var í fréttinni hafi verið rangar. Einhvers
misskilnings hafi gætt í samskiptum starfs-
manns Lyfjavals og konunnar því það verð sem
fréttin byggðist á hafi aldrei verið til. Verðið
sem birt var hafi verið allt að helmingi hærra
en skráð hámarksverð skv. opinberri lyfja-
verðskrá.
Álagning á lyf hefur lækkað um 50%
L52159 Framkvæmdastjóri Lyfjavals segir lykilatriði varðandi samkeppni í smásölu lyfja að áfram verði til
apótek sem standa utan stóru lyfjakeðjanna L52159 Þær hafi ekki hag af því að keppa beint hvor við aðra
Morgunblaðið/Þorkell
Lyf Þorvaldur Árnason afgreiðir lyf úr bíla-
apóteki Lyfjavals í Hæðarsmára í Kópavogi.
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60