Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í ÁRLEGRI könn-
un Landsbjargar,
Sjóvár Forvarna-
húss og Umferð-
arstofu um öryggi
barna í bílum kom
í ljós að 13,8%
barna er ekið til
leikskóla í óvið-
unandi örygg-
isbúnaði. Í könnuninni kom fram að
beltanotkun ökumannsins hafði áhrif
á það hvort barnið var í verndarbún-
aði. Börn þeirra sem notuðu ekki bíl-
belti voru laus í um 13% tilfella en í
1,8% tilfella hjá þeim sem voru með
belti. 
Könnunin var gerð við 58 leikskóla
víða um land og var búnaður 1944
barna skoðaður. Þetta er í 12. sinn
sem könnunin er gerð en fyrstu árin
voru niðurstöður óviðunandi, segir í
tilkynningu.
Þegar skoðuð er notkun á réttum
öryggisbúnaði barna í bíl á leið til
leikskóla árið 2007 kemur eftirfar-
andi í ljós: 86,4% barna voru með
réttan öryggisbúnað, 9,2% barna
voru eingöngu í bílbeltum, sem teljast
ekki fullnægjandi búnaður fyrir þann
aldur, og 4,4% eða 86 börn voru al-
gerlega óvarin og þ.a.l. í lífshættu. 
4,4% barna 
óvarin í bílum
MIÐBORG
Reykjavíkur er
félag á vegum
borgaryfirvalda
og hagsmuna-
aðila. Samkvæmt
samþykkt félags-
ins er hlutverk
þess að efla mið-
borg Reykjavík-
ur sem miðstöð
stjórnsýslu,
menningarlífs, verslunar og þjón-
ustu. 
Borgarráð samþykkti í gær að
eftirtaldir skipi aðalstjórn félags-
ins: Júlíus Vífill Ingvarsson formað-
ur, Svava Johansen, Franch Mich-
aelsen, Aðalheiður Héðinsdóttir,
Björn Gunnlaugsson, Oddný Sturlu-
dóttir og Þórir Ingþórsson. 
Júlíus formaður
Júlíus Vífill 
Ingvarsson
ÖSSUR Skarp-
héðinsson iðn-
aðarráðherra
hefur ákveðið að
ráða dr. Þorstein
Inga Sigfússon
prófessor for-
stjóra Nýsköp-
unarmiðstöðvar
Íslands. Hún
verður til við
sameiningu Iðn-
tæknistofnunar og Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins 1.
ágúst næstkomandi.
Þorsteinn Ingi Sigfússon er 53
ára, fæddur í Vestmannaeyjum 4.
júní 1954. Hann lauk doktorsprófi í
eðlisfræði frá Cambridge-háskóla
árið 1983 og hefur áratuga reynslu
af tæknirannsóknum og nýsköp-
unarstörfum. 36 umsóknir bárust
um starfið.
Til Nýsköpunar-
miðstöðvar 
Þorsteinn Ingi
Sigfússon
LANDSFUNDUR jafnréttisnefnda
sveitarfélaga var nýlega haldinn í
Fjarðabyggð. Í ályktun hvetur
fundurinn sveitarfélög til að breyta
lögreglusamþykktum þannig að
starfsemi nektardansstaða verði
ekki leyfð, enda feli slík starfsemi í
sér mannfyrirlitningu og auki enn á
misrétti kynjanna, segir í ályktun.
Fundurinn hvetur atvinnurek-
endur, stjórnvöld og almenning til
að uppræta staðalímyndir um
karla- og kvennastörf með það að
markmiði að ná fram raunverulegu
jafnrétti á vinnumarkaði og á heim-
ilum. Sveitarfélög eru hvött til að
auka sveigjanleika í starfsemi leik-
skóla svo samræma megi betur fjöl-
skyldulíf og atvinnuþátttöku
beggja foreldra. 
Ekki nektarstaði
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
FRAMKVÆMDIR á Austurlandi
vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði eru
nú á lokastigi. Stefnt er að því að ál-
verið verði komið í fullan rekstur
fyrir áramót og Kárahnjúkavirkjun
veiti þá orku sem til þarf til að reka
það. Á morgun verður haldin opn-
unarhátíð álversins með bæjarhátíð
á Reyðarfirði. 
Þótt hátíðin verði haldin á morgun
er nokkuð í land þar til álverið kemst
í fullan rekstur. Hafist var handa við
að ræsa ker álversins í apríl og hafði
í gær verið lokið við að ræsa 15 ker.
Alls verða kerin hins vegar 336 í
tveimur kerskálum. Í fyrsta áfanga
verða 40 ker ræst en ekki verður
hægt að ráðast í næsta áfanga ræs-
ingarinnar fyrr en orka fæst frá
Kárahnjúkavirkjun. Erna Indriða-
dóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa, seg-
ir verkið ganga vel. ?Það er mjög
mikið að gera hjá öllum á álvers-
svæðinu núna. Það fer mikil vinna í
að ræsa kerin og það er mikið af
tæknibúnaði sem þarf að setja upp
og reyna. Margir starfsmenn eru að
hefja störf og þá þarf að þjálfa og
setja inn í þau störf sem þeir eiga
síðan að vinna.? 
Stærsta álver á Íslandi
Erna segir að vel hafi gengið að fá
starfsfólk til að vinna í álverinu. ?Við
höfum fengið hátt í þrjú þúsund um-
sóknir og við erum þegar búin að
ráða í þrjú hundruð störf.? Þegar ál-
verið verður fullklárað munu fjögur
hundruð manns starfa þar. ?Tæp-
lega 60% starfsfólksins koma héðan
úr nágrenninu en aðrir koma frá
ýmsum stöðum á landinu. Það er
einnig nokkuð um það að Austfirð-
ingar sem bjuggu annars staðar á
landinu eða erlendis hafi sótt um og
snúið heim á ný,? segir Erna. Auk
almenns verkafólks þurfi háskóla-
menntaða sérfræðinga, skrifstofu-
fólk og einnig fólk með iðnmenntun. 
Ársframleiðsla álversins verður
346 þúsund tonn af áli og verður það
þar með stærsta álver á landinu. Til
samanburðar er núverandi fram-
leiðsla álvers Alcan í Straumsvík 180
þúsund tonn á ári. Kostnaður við
byggingu álversins er áætlaður 1,2
milljarðar Bandaríkjadala eða rúm-
lega 75 milljarðar íslenskra króna sé
miðað við núverandi gengi. Alcoa
hefur til þessa einkum keypt gömul
álver og hefur fyrirtækið því lagt
mikla vinnu í hönnun hins nýja ál-
vers á Reyðarfirði. ?Þetta er fyrsta
nýja álverið sem Alcoa lætur reisa í
20 ár og þetta á að verða flaggskip
Alcoa en fyrirtækið á nú 27 álver. Ál-
verið hér á að verða fyrirmynd ann-
arra álvera hjá Alcoa í framtíðinni
og þau álver sem fyrirtækið er með á
teikniborðunum núna eru alveg eins
og þetta. Þess vegna hefur verið
gríðarlega vel að þessu staðið.? Hún
tekur sem dæmi að unnið hafi verið
vistfræðilegt áhættumat vegna
framkvæmdarinnar og jafnframt
verði mikil áhersla lögð á öryggi
starfsfólks í álverinu. Mikil áhersla
verði lögð á að endurvinna öll þau
úrgangsefni sem koma frá fram-
leiðslunni. ?Við verðum með eitt full-
komnasta álver í heiminum í dag,
bæði mjög tækni- og tölvustýrt.? 
Álverið er stórt á íslenskan mæli-
kvarða en Erna bendir á að annars
staðar séu álver stærri, þótt segja
megi að álverið á Reyðarfirði sé í
stærri kantinum. Alcoa eigi samt
nokkur sem séu töluvert stærri og
sum álfyrirtækin séu nú farin að
undirbúa að reisa álver með milljón
tonna ársframleiðslugetu. 
Til framleiðslu álsins þarf að flytja
700 þúsund tonn af súráli frá Ástr-
alíu á ári hverju og munu 20 skip á
ári sjá um að ferja efnið. Framleiðsl-
an verður einkum svokallaðir álbarr-
ar, stórar blokkir af áli, sem síðan
verða að mestu fluttar til álmark-
aðar í Rotterdam í Hollandi. Þaðan
mun álið verða selt til ýmiss konar
framleiðslu enda ál notað til fjöl-
margra hluta. 
Tafir fyrirsjáanlegar vegna
vandræða við borun
Framkvæmdin við Kárahnjúka er
sú stærsta í Íslandssögunni en fjög-
ur ár eru síðan hún fór á fullt skrið.
Nokkrar tafir hafa orðið á gerð að-
rennslisganga virkjunarinnar og
munu Alcoa-menn því þurfa að
hægja á ræsingu kera þegar sum-
arið er liðið. Sigurður Arnalds, upp-
lýsingafulltrúi Landsvirkjunar
vegna Kárahnjúkavirkjunar, segir
að ýmiss konar vandamál hafi komið
upp við borunina, jarðlög hafi verið
óhentug og vatnselgur hafi einnig
tafið fyrir. Landsvirkjun átti að af-
henda hluta orkunnar til álversins
nú í apríl en það reyndist ekki unnt
vegna tafanna. ?Á sumrin er um-
framorka á landsnetinu. Annars
vegar vegna minni notkunar og hins
vegar vegna meira vatnsmagns á há-
lendinu. Við höfum einfaldlega veitt
þessu umframrafmagni til álversins
og því hefur þetta ekki haft áhrif á
Alcoa strax.? Í júlí var hins vegar
áætlað að meiri orka bærist frá
virkjuninni og annar landsnetið ekki
þeirri þörf. Er því gert ráð fyrir að
hlé verði gert á því að ræsa upp ker í
álverinu en Erna segir að þegar
vatni verði hleypt á aflvélar virkj-
unarinnar í haust þá muni mikil
vinna verða lögð í að koma öllu ál-
verinu í rekstur svo það náist fyrir
áramót. ?Það sem er mikilvægast er
að báðar þessar framkvæmdir, ál-
verið og virkjunin komist í rekstur.
Það mun takast undir lok þessa árs
og það er ekki langt frá þeim áætl-
unum sem menn gerðu í upphafi,?
segir Sigurður. Lokaafhending orku
frá Kárahnjúkum verður e.t.v. ein-
um til tveimur mánuðum á eftir
áætlun. ?Sem telst nú harla gott
miðað við hvað þetta eru stórar
framkvæmdir og mikil mannvirki,?
segir Sigurður. Farið er sjá fyrir
endann á virkjunarframkvæmdun-
um en þó er eftir að virkja Jökulsá á
Fljótsdal sem er eystri hluti Kára-
hnjúkavirkjunar. ?Mér finnst þetta
allt hafa gengið vel. Seinkunin er
óveruleg og mér sýnist að fram-
kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun
muni standast kostnaðaráætlun,?
segir Sigurður. 
Flaggskip Alcoa stefnir
hraðbyri í fullan rekstur
Ljósmynd/Helgi Garðarsson
Opnunarhátíð Farið er að sjá fyrir endann á framkvæmdum á Austurlandi sem nú hafa staðið yfir í rúm fjögur ár. Alcoa heldur opnunarhátíð álvers síns
á Reyðarfirði um helgina og mun hátíðardagskrá fara fram um allan bæ. Einhver seinkun hefur orðið á verkinu þótt óveruleg sé. 
BJÖRN S. Lárusson, samskiptastjóri Bechtel, segir framkvæmdir við
álver Alcoa hafa gengið ótrúlega vel. Bechtel er bandaríska verktaka-
fyrirtækið sem séð hefur um að reisa álverið. Framkvæmdin er gríð-
arstór og segir Björn að jarðvegsflutningar vegna álversins séu næst-
um því jafn miklir og vegna Kárahnjúkavirkjunar sjálfrar. ?Við erum
búnir með um 85% af verkinu og höfum lokið nærri því 7 milljónum
vinnustundum.? Hann segir ýmislegt skýra af hverju verkið hafi geng-
ið nær vandræðalaust. Fyrst og fremst hafi starfsliðið verið ótrúlega
gott og hæft. Um 2.200 starfsmenn hafa unnið á svæðinu þegar mest
hefur verið, þriðjungur á næturnar en aðrir á daginn. Flestir eru frá
Póllandi en þriðjungur þeirra hefur verið Íslendingar en annars hafa
starfsmenn verið frá ýmsum löndum. ?Þetta teymi starfsmanna er búið
að vinna kraftaverk við að halda þessu verkefni á áætlun,? segir
Björn. Annað sem hann segir að skipti miklu máli er að Bechtel hafi
undirbúið verkið afar vel. Jafnframt hafi stuðningur fólks á svæðinu
verið afar mikill. 
Miklar öryggiskröfur fyrirtækisins hafa vakið nokkra athygli en
verktökum þóttu þær nokkuð miklar til að byrja með. ?Við komumst
mest upp í 2,6 milljónir vinnustunda án þess að verða fyrir slysi.?
Hann segir að fimm slys hafi orðið við framkvæmdina sem leiddu til
þess að menn gátu ekki mætt til vinnu daginn eftir. Öll voru þau þó
tiltölulega minni háttar en engin örkuml hafa orðið. ?En okkur hefur
samt alltaf fundist að eitt slys væri einu slysi of mikið.?
Fimm slys á 
framkvæmdatímanum
Í HNOTSKURN
»
Opnunarhátíð álvers Al-
coa í Reyðarfirði verður
haldin um helgina.
»
Framkvæmdir við álverið
sjálft hafa gengið vonum
framar. 
»
Búið er að ræsa 15 ker af
336 í álverinu.
»
700 þúsund tonn þarf af
súráli á ári til að framleiða
þau 346 þúsund tonn af áli sem
álverið mun framleiða.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60