Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
?ÉG ER með flugvél sem hægt er
að nota til flutninga á ferskum fiski
frá Ísafirði til Evrópu. Það myndi
verða mikill munur fyrir Vestfirð-
inga. Þeir myndu þá losna við mjög
dýra landflutninga og fá alla vega
viðbótardag í ferskleika. Við byrj-
uðum að skoða þennan möguleika í
fyrra og það er klárt að þetta er
hægt,? segir Kristján Erlingsson,
eigandi Oddatáar á Flateyri og fyr-
irtækisins Atlantsíss, sem er með
umfangsmikla starfsemi í Úganda í
Afríku.
Hann segist telja möguleikana
fyrir hendi, en hann hafi verið
ótengdur íslenzkum sjávarútvegi
svo lengi að það þurfi að leggja í
mikla vinnu áður en þessi möguleiki
geti orðið að veruleika. 
Beinir flutningar á ferskum fiski
frá Ísafirði myndu gjörbylta að-
stöðu og möguleikum Vestfirðinga
til útflutnings á ferskum fiski með
flugi. Miklu af fiski er landað á
Vestfjörðum, sem ýmist er unninn
þar eða fluttur óunninn í aðra lands-
hluta. Beina flugið myndi gera þá
mun samkeppnishæfari en áður í
þessum útflutningi og gæti auk þess
leitt til mikillar aukningar á vinnslu
á ferskum fiski til útflutnings með
flugi. Þar með eykst vinnsluvirði af-
urðanna og tekjur geta orðið meiri
en til dæmis í söltun og frystingu.
15.000 tonn af ferskum
afurðum með flugi í fyrra
Kristján er mjög umsvifamikill í
útflutningi á ferskum fiski og græn-
meti frá Úganda til Evrópu.
?Fyrirtæki mitt í Úganda heitir
Icemart Africa. Við fluttum í fyrra
ríflega 15.000 tonn af ferskum af-
urðum, fiski, grænmeti og afskorn-
um blómum, með flugi til Evrópu
þar af um 9.000 tonn af ferskum
fiskafurðum. Fyrirtækið er stærst í
Úganda á sviði ræktunar og útflutn-
ings á fersku grænmeti á markaðina
í Evrópu. Við förum með 700 til 800
tonn af fersku grænmeti til Evrópu
á ári og í því er mikill vöxtur. 
Ég geri ráð fyrir að flutningarnir
nemi yfir 17.000 tonnum á þessu ári,
því við erum að stækka mikið í inn-
flutningi og flutningum milli landa í
Afríku. Þar notum við minni vélar
og þaðan hef ég þekkingu á því hvað
hægt er að gera hér á Ísafirði. Við
höfum verið að fljúga í frumskógum
Afríku með vélar sem geta notað
stuttar flugbrautir.
Úr 30 tonnum á viku í 380
Ég reyndar rek ekki flugvélarnar
sjálfur heldur er viðskiptavinur
stærsta einkarekna fragtflugfélags í
heimi, MK Airlines. Ég er við-
skiptamaður þeirra í Úganda og við
höfum saman verið að byggja upp
þessa flutninga. Ég byrjaði með 30
tonn á viku og er nú kominn upp í
370 til 380 tonn á viku. Þeir sjá um
reksturinn og bakflutninga frá Evr-
ópu til Úganda, en ég um flutning-
inn til Evrópu og er einnig með
flutninga frá Suður-Afríku til Úg-
anda og reyndar lítils háttar líka frá
Evrópu. 
Ég er líka með annað fyrirtæki í
Afríku sem er með minni vélar, sem
við leigjum og fljúgum frá Úganda
til landa eins og Kongó, Súdan, 
Rúanda og Búrundí. Við notum 747-
vélar inn og út úr Úganda, sem taka
100 tonn í hverju flugi og svo minni
vélar til dreifingar um Afríku,? seg-
ir Kristján Erlingsson. 
Íhuga flug með ferskan fisk frá Ísafirði
Flutningar Tvær Boeing 747 MK Airlines á Entebbe-flugvelli í Úganda á vegum Icemart Africa. Það var í fyrsta
skipti í sögu Úganda sem eitt fyrirtæki flutti 153 tonn á einum degi.
Í HNOTSKURN
»
Vestfirðingar myndu þá
losna við mjög dýra land-
flutninga og fá alla vega viðbót-
ardag í ferskleika fisksins.
»
Ég geri ráð fyrir að flutning-
arnir nemi yfir 17.000 tonn-
um á þessu ári, því við erum að
stækka mikið í innflutningi og
flutningum milli landa í Afríku.
»
Við notum 747-vélar inn og
út úr Úganda, sem taka 100
tonn í hverju flugi og svo minni
vélar til dreifingar um Afríku.
Myndi bæta aðstöðu Vestfirðinga til vinnslu og útflutnings á ferskum fiski verulega 
ÚR VERINU
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
sendi forsvarsmönnum atvinnulífsins tóninn í ut-
andagskrárumræðum á Alþingi í gær. Hún sagð-
ist undrast mjög þær yfirlýsingar sem komið
hafi fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka at-
vinnulífsins um Íbúðalánasjóð og erfitt væri að
finna því stað að sjóðurinn væri leiðandi í því að
skapa verðbólguþrýsting hér á landi. ?Ég vara
við stóryrðum eins og að tala um herfileg hag-
stjórnarmistök varðandi lánshlutfall og há-
marksfjárhæðir sjóðsins eða tala um þennan
sjóð, sem máli skiptir fyrir fólkið, sem skaðvald á
íbúðalánamarkaði,? segir Jóhanna. Hún kvað
það skjóta skökku við hvað verðbólga og þensla
væru sjaldan sett í samhengi við útlánaþenslu
bankanna, en hlutdeild þeirra á íbúðalánamark-
aði hafi verið nálægt 60% frá 2005, á móti 33%
hlutdeild Íbúðalánasjóðs. ?Þessu til viðbótar
hafa lán bankakerfisins til heimilanna í erlendri
mynt aukist um 25,9 milljarða kr. í febrúar og
mars síðastliðnum. Á sama tíma veittu íslensku
bankarnir íbúðarlán í íslenskum krónum fyrir 8
milljarða króna, eða samtals nærri 34 milljarða,
en heildarútlán Íbúðalánasjóðs voru 9,3 milljarð-
ar á sama tíma,? sagði Jóhanna og varpaði í kjöl-
farið þeirri spurningu fram hvort ekki væri rétt
að skoða heildarmyndina í lánveitingum til hús-
næðismála en ekki hengja bakara fyrir smið og
láta þar við sitja. Hún sagði lánveitingar Íbúða-
lánasjóðs yfirleitt ekki nema meiru en 55-60% af
verði íbúða og fyrst og fremst væri það fólk á
landsbyggðinni sem nýtti sér 90% lánshlutfall og
benti í sömu andrá á að tregðu gætti hjá bönk-
unum við að lána til ýmissa staða á landsbyggð-
inni. 
?Ég hef ekki enn séð neina fylgni milli þess að
lánshlutfall sjóðsins hafi hækkað í 90% og auk-
innar verðbólgu. Húsnæðisþáttur vísitölunnar
hefur til dæmis minnkað frá því að lánshlutfall
var hækkað og hlutur húsnæðiskostnaðar í
neysluvísitölunni lækkað úr 0,6% í janúar í 0,4%
eftir að lánshlutfallið var hækkað í mars,? sagði
Jóhanna. 
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar-
flokksins, hóf utandagskrárumræður með því að
spyrja félagsmálaráðherra hvort til stæði að
flytja verkefni Íbúðalánasjóðs frá félagsmála-
ráðuneyti til fjármálaráðuneytis. ?Sé svo er ætl-
unarverk ríkisstjórnarinnar skýrt; þá er sjóður-
inn með manni og mús og veðrétti í eignum
fólksins trúlega að fara í sölumeðferð. Þá eru
bankakerfið og mjög sterk öfl í Sjálfstæðis-
flokknum að hafa sitt fram í nýju ríkisstjórn-
arsamstarfi.? Flokksbróðir Guðna, Birkir Jón
Jónsson, tók í sama streng og formaðurinn og
taldi verulega ógn stafa frá ráðagerðum frjáls-
hyggjupostula og bankamanna um einkavæð-
ingu Íbúðalánasjóðs. ?Verði þetta gert er stöð-
ugleika landsbyggðarinnar ógnað, sverðin hanga
yfir hinum dreifðu byggðum,? sagði Birkir Jón.
Sjóðurinn ekki einkavæddur
Jóhanna kvað það ekki koma til greina að
Íbúðalánasjóður yrði einkavæddur meðan hún
væri við stjórnvölinn í félagsmálaráðuneytinu.
?Íbúðalánasjóður gegnir lykilhlutverki í hús-
næðismálum landsmanna og í mínum huga er
mikilvægt að staðið verði vörð um þennan sjóð.
Það hefur verið, og verður, lykilhlutverk hans að
jafna aðstöðu landsmanna í húsnæðismálum og
stuðla að því að allir landsmenn geti búið við ör-
yggi og jafnrétti í húsnæðismálum, óháð búsetu
og efnahag,? sagði Jóhanna. Guðni virtist nokk-
uð ánægður með viðtökur Jóhönnu. ?Ég fagna
hæstvirtum félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sig-
urðardóttur, fyrir hennar ummæli, þau sýndu að
enn er hæstvirtur félagsmálaráðherra gamla
góða Jóhanna. Ég treysti henni til að halda fast í
feldinn og gefa sig hvergi í þeim átökum sem
framundan eru.? 
Undrast yfirlýsingar SA
um Íbúðalánasjóð
Morgunblaðið/ÞÖK
Á þingi Rætt var um Íbúðalánasjóð í utan-
dagskrárumræðum á Alþingi í gær.
KOLBRÚN Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna, gerði
orkusölusamning Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) við Norðurál
vegna fyrirhugaðs álvers í
Helguvík að umtalsefni í upphafi
þingfundar í gær. Kolbrún full-
yrti að til stæði að reisa álver í
Helguvík í þremur áföngum og
um væri að ræða fyrsta áfangann
af þremur. Því næst innti hún
eftir viðbrögðum Þórunnar
Sveinbjarnardóttur umhverf-
isráðherra við þessum tíðindum
og hvernig þessi áform færu
saman við yfirlýsingar ráð-
herrans um að ríkisstjórnin ætl-
aði að setja verndun háhitasvæða
landsins í forgang. 
Þórunn svaraði því til að
stjórnmálamenn, orkufyrirtæki
og almenningur yrðu að átta sig
á því að hinn nýgerði orkusölu-
samningur væri ekki ávísun á að
framkvæmdir hæfust í Helguvík;
enn væru margir endar óhnýttir,
bæði varðandi umhverfismat og
skipulagsmál. 
Árni Þór Sigurðsson, flokks-
bróðir Kolbrúnar, sagði málið
staðfesta þann grun sinn að stór-
iðjustefnan lifði enn góðu lífi,
þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti, og
spurði hvort slagorðið ?Ekkert
stopp?, sem í aðdraganda kosn-
inga hafi hljóðað úr öðrum ranni,
ætti nú við um stefnu Samfylk-
ingarinnar í stóriðjumálum. Öss-
ur Skarphéðinsson iðnaðarráð-
herra svaraði Árna um hæl með
því að formaður Vinstri grænna
hefði í kjölfar þingkosninganna
leitað hófanna hjá Sjálfstæð-
isflokknum og látið hafa eftir sér
að flokkur sinn setti enga úr-
slitakosti í virkjanamálum. Össur
sagði Samfylkinguna hafa gengið
mun lengra en Steingrím og hans
flokk í þessum málum með því að
leggja það fram að ekki verði far-
ið inn á óröskuð háhitasvæði
nema með samþykki Alþingis. 
Tekist á um orkusölusamninginn
HELGI Hjörvar, formaður umhverf-
isnefndar Alþingis, segir það koma full-
komlega til greina að bæta orkufyr-
irtækjum þann kostnað sem þau hafa lagt
á sig við undirbúning virkjunarfram-
kvæmda, sé það ákvörðun löggjafans að
friða svæði sem menn hafi áður mátt ætla
með réttu að yrðu nýtt og virkjuð. Þetta
sagði Helgi í tengslum við þingsályktun-
artillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur og
flokksfélaga hennar í Vinstri grænum um
friðlandið í Þjórsárverum og verndun
Þjórsár. Helgi sagði að ríkisstjórnin
myndi leggjast í stækkun friðlandsins í
Þjórsárverum í því augnmiði að vernda
þar allt votlendi. Hann telur augljóst að ef
friðlandsmörkin verði dregin með þeim
hætti að náttúran njóti vafans verði erfitt
að samræma eldri hugmyndir um Norð-
lingaölduveitu því stækkaða friðlandi,
enda hafi Landsvirkjun afskrifað þennan
virkjunarmöguleika að verulegu leyti.
Í þingsályktunartillögu Vinstri grænna
er farið fram á að fallið verði frá áformum
um Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum og
frekari virkjanir í Þjórsá. Jafnframt að
verndun Þjórsárvera verði tryggð í heild
sinni með stækkun friðlandsins og hið
stækkaða Þjórsárverafriðland verði sem
fyrst tilnefnt á heimsminjaskrá UNESCO.
Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, tók
einnig til máls í gær. Kom fram í máli hans
að framkvæmdir í Norðlingaölduveitu
hefðu verið lagðar til hliðar af hálfu rík-
isstjórnarinnar á kjörtímabilinu. 
Kemur til greina
að bæta orkufyrir-
tækjum kostnað
SÖLUVERÐ á raforku frá Orkuveitu
Reykjavíkur til Norðuráls vegna fyrirhug-
aðs álvers Norðuráls í Helguvík er í kring-
um 2,1 krónu á kílóvattstund. Guðmundur
Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur, hefur staðfest þetta við fjölmiðla.
Verðið er tengt gengi dollarans og álverði
og er því sveiflanlegt. 
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sam-
þykkti á fundi sínum á mánudag orkusölu-
samninginn og er söluverðmæti orkunnar
tæpir fjörutíu milljarðar króna á samn-
ingstímanum en hann er 25 ár. Áformað er
að afla raforku til rekstursins af Heng-
ilssvæðinu þar sem Orkuveitan rekur
Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. 
Orkuverð í kring-
um 2,1 krónu á
kílóvattstund

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60