Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Í HNOTSKURN
»
Hlutabréfavísitölur lækk-
uðu víða um heim í gær.
»
OMX-vísitölurnar, FTSE-
og DAX- lækkuðu allar.
»
Ekki liggur fyrir hvort
skýrsla Morgan Stanley
hefur haft þar áhrif.
»
Spár þeirra hafa ræst í
þau fimm skipti sem þeir
hafa spáð lækkunum á hluta-
bréfamörkuðum.
HLUTABRÉF í Evrópu munu falla
um 14% á næstu sex mánuðum og
hugsanlega töluvert meira. Þetta
kemur fram í óvenjulegri aðvörun
frá fjárfestingarbankanum Morgan
Stanley til fjárfesta.
Í frétt í danska viðskiptablaðinu
Børsen kemur fram að það sé mat
Morgan Stanley að í fyrsta skipti frá
árinu 2000 séu aðvörunarljós farin að
blikka samtímis í tengslum við þá
þrjá meginþætti er varða hlutabréfa-
markaðinn og sem bankinn skoðar
sérstaklega. Þetta gefur að mati
bankans til kynna að þörf sé orðin á
leiðréttingu á hlutabréfaverði í Evr-
ópu á næsta hálfa árinu.
Segir í frétt Børsen að til þessa
hafi rauð ljós Morgan Stanley blikk-
að í tengslum við grunnþætti hag-
kerfisins í Evrópu. Það sama hafi
einnig átt við um áhættusækni fjár-
festa í álfunni. 
Nú sé hins vegar svo komið að
þriðji þátturinn, sem áhrif hafi á
hlutabréfaverð, sé einnig farinn að
segja til sín. Þar sé um að ræða að
vextir hafi hækkað hratt að undan-
förnu. Þeir séu nú komnir að krítísku
hámarki og því sé þriðja aðvörunar-
ljósið farið að blikka.
Frá því var greint í fyrradag að
Seðlabanki Evrópu hefði hækkað
stýrivexti sína um 0,25 prósentustig
upp í 4,0%, þar sem verðbólguþrýst-
ingur á evrusvæðinu hefði aukist. 
Haft er eftir Teun Draaisma, sér-
fræðingi hjá Morgan Stanley, í frétt
Børsen, að hin þrjú aðvörunarljós
sem bankinn fylgist með, hafi ein-
ungis fimm sinnum blikkað öll sam-
tímis frá því á árinu 1980. Segir hann
að í öll skiptin hafi hlutabréf að jafn-
aði fallið um 15% í verði í kjölfar
þess, nema árið 1987, þá hafi þau
fallið um rúm 25%.
Yngvi Örn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri verðbréfasviðs
Landsbankans, hafði ekki kynnt sér
efni viðvörunarinnar en sagði hana
ekki koma sér á óvart. Vaxtahækk-
anir hefðu yfirleitt áhrif til lækkunar
á hlutabréfaverði. 
?Það er alltaf sniðugt að segja úlf-
ur, úlfur ef allt er á niðurleið og geta
síðan sagt að maður hafi sagt það,?
sagði Yngvi sem taldi ólíklegt að
þessi aðvörun hefði sterk áhrif á
markaðinn hér heima. Markaðurinn
hefði hækkað gríðarlega það sem af
væri árinu og því líklegra að lækkun
úrvalsvísitölunnar mætti rekja til
þess að verið væri að innleysa hagn-
að. 
Í sama streng tekur Ólafur Ísleifs-
son hagfræðingur og lektor við Há-
skólann í Reykjavík. 
?Það kemur ekki á óvart að ákveð-
in viðvörunarljós blikki við aðstæður
eins og eru núna en þetta er bara ein
skýrsla,? segir Ólafur. ?Svona spár
rætast stundum og stundum ekki.
Mikill hagvöxtur víða um heim, t.d í
Evrópu og Kína, mikið lausafé og
lágir vextir hafa lagst á eitt við að ýta
hlutabréfaverðinu upp. Ef fjárfestar
víða um heim hrökkva í baklás gæti
það haft áhrif hér en á móti kemur að
vextir hér eru í sögulegu hámarki og
því líklegra að þeir lækki á komandi
tíð frekar en hitt. Þessi spá gefur
hins vegar ekki tilefni til þess að það
hlaupi glímuskjálfti í menn hér
heima.? 
Rauðar tölur sem gáfu til kynna
lækkun sáust í flestum vísitölum við
lokun markaða í gær.
Vara við lækkunum á hluta-
bréfamörkuðum í Evrópu
Lítil ástæða til að óttast um íslenska markaðinn að sögn sérfræðinga
Hlutabréf Verða methækkanir vísi-
talna úr sögunni næstu mánuði?
ÞETTA HELST ...
? HEILDARVELTA viðskipta í kaup-
höll OMX á Íslandi nam rúmum 15,8
milljörðum króna í gær. Þar af var
velta með hlutabréf skráð á aðallista
rúmir 5,5 milljarðar. Velta með
skuldabréf var tæpir 10,3 milljarðar
króna.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59%
og stóð í tæpum 8.039 stigum við
lokun markaðar.
Eina hækkunin á hlutabréfum í
gær var á bréfum Marels, sem
hækkuðu um 0,47%. Mest lækkun
varð á bréfum Atlantic Petroleum,
2,37%, og FL Group, 2,08%.
Úrvalsvísitalan
lækkar
? TRYGGVI Jóns-
son hefur fest
kaup á ríflega
28% hlutabréfa í
Humac ehf., sem
á og rekur Apple
á Íslandi og á
Norðurlöndunum.
Félag í eigu
Tryggva, Sand-
erson ehf., kaupir
út hluthafana F.
Bergsson Holding ehf. og Hlunn ehf.
Kaupverð er ekki gefið upp. Eftir við-
skiptin eru Sanderson ehf., Baugur
Group ehf. og Grafít ehf. með sam-
tals um 87% hlutdeild í félaginu.
Í fréttatilkynningu er Humac sagð-
ur stærsti sölu- og dreifingaraðili
Apple í Norður-Evrópu með 19 versl-
anir í Danmörku, Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi og á Íslandi. Velta fyrirtæk-
isins árið 2006 var um sex millj-
arðar króna og gert er ráð fyrir að
velta þessa árs verði um níu millj-
arðar króna. Tryggvi tekur sæti í
stjórn félagsins en aðrir í stjórn eru
Þórdís Sigurðardóttir stjórnar-
formaður, Árni Pétur Jónsson og Þor-
móður Jónsson. 
Framkvæmdastjóri Humac er
Bjarni Ákason.
Tryggvi Jónsson kaup-
ir 28% hlut í Humac 
iPodinn Ein vin-
sælasta vara Apple. 
? SAGA Capital Fjárfestingarbanki
hefur samið við Icelandair Group um
að gerast viðskiptavaki með hluta-
bréf félagsins í kauphöll OMX á Ís-
landi, fyrir eigin reikning Saga Capi-
tal. Í tilkynningu til kauphallar segir
að tilgangurinn með viðskiptavakt-
inni sé að efla viðskipti með hluta-
bréf í Icelandair Group og stuðla að
skilvirkri og gegnsærri verðmyndun
bréfanna. Samningurinn hefur þegar
tekið gildi, er ótímabundinn en upp-
segjanlegur með eins mánaðar fyr-
irvara.
Saga með viðskipta-
vakt fyrir Icelandair
? NÝ samsetning
úrvalsvísitölunnar
í kauphöll OMX á
Íslandi verður til-
kynnt eftir lokun
markaða í dag.
Vegvísir Lands-
bankans spáir því
að Alfesca og Atl-
antic Petroleum
komi til með að falla úr henni.
Í staðinn komi þá Exista og Ice-
landair inn í vísitöluna. 
Vegvísir bendir einnig á að bæði
Actavis og Mosaic Fashions gætu
fallið úr vísitölunni ef formleg yf-
irtökuskylda myndast áður en búið
er að tilkynna um valið. 
Ný úrvalsvísitala mun svo taka
gildi 2. júlí.
Reyndar má telja líklegt að Actavis
falli út vegna yfirtöku og spáir Veg-
vísir Teymi sæti þeirra. 
Detti Actavis út eykst vægi við-
skiptabankanna þriggja auk
Straums-Burðaráss og Exista í rúm
82% í stað rúmlega 75%.
Exista og Icelandair
inn í úrvalsvísitöluna?
ÍSLAND er í mestri hættu á fjár-
málakreppu ef marka má 
Demóklesar vísitölu
fjárfestingarbankans
Lehman Brothers.
Vísitalan metur
líkurnar á að
áhrif ytri fjár-
málamarkaða
muni valda
hruni á nýmörk-
uðum. Ísland er í
efsta sæti með 89
stig en Rúmenía
kemur næst á eftir
með 67 stig. 
Bent er á að Ísland sé minnsta
hagkerfi heimsins með fljótandi
gengi og há einkunnin komi því
ekki á óvart. Áhættan hefur minnk-
að undanfarið og spáir bankinn
batnandi stöðu, enda sé gjaldmið-
illinn ekki í hættu.
Skýrsla greiningar-
deildar Lehman Broth-
ers segir áhættu á ný-
mörkuðum aldrei
hafa verið minni,
meðaltalið í ár er 16
en var 30 fyrir ára-
tug. Einkunnin 75
gefur til kynna þriðj-
ungslíkur á fjár-
málakreppu en einkunn-
in 100 helmingslíkur.
Ísrael fær ekkert stig á 
Demóklesarkvarða Lehman-
bræðra og er þar með áhættu-
minnsti nýmarkaðurinn þrátt fyrir
óstöðugt stjórnmálaástand.
Mest áhætta hér
?ÞETTA er mjög stór samningur
sem markar í raun tímamót fyrir
EFTA. Einn svona lykilsamningur
þýðir það að nálæg ríki verða að end-
urskoða afstöðu sína til okkar. Samn-
ingurinn er gríðarlega mikilvægur
fyrir Ísland og við sjáum þarna mikil
tækifæri á öllum sviðum viðskipta,?
segir Grétar Már Sigurðsson, ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu,
um samkomulag sem hefur verið
áritað milli EFTA-ríkjanna og Kan-
ada um fríverslunarsamning milli
ríkjanna. Hann segir samninginn
sigur fyrir samstarf ríkjanna og lík-
legan til að vekja Bandaríkin til um-
hugsunar varðandi fríverslunar-
samning.
Samningurinn verður undirritaður
við fyrsta tækifæri og til að hann
komi til framkvæmda þarf síðan að
fullgilda hann í EFTA-ríkjunum og
Kanada, segir í fréttatilkynningu.
Samkomulag varð um niðurfell-
ingu tolla á öllum iðnaðarvörum og
ýmsum öðrum vörum sem Ísland
framleiðir og flytur út. Ísland mun í
staðinn veita Kanada tollfrjálsan að-
gang fyrir iðnaðarvörur og sambæri-
legan aðgang fyrir landbúnaðarvörur
og Ísland hefur veitt Evrópusam-
bandinu. Að frumkvæði Íslands er
nýtt ákvæði í samningnum sem á að
liðka fyrir tímabundnum aðgangi og
dvöl lykilstarfsmanna fyrirtækja og
starfsmanna sem vinna við þjónustu í
tengslum við vöruviðskipti.
Fríverslunarsamningur-
inn sigur fyrir EFTA-ríkin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halifax Væntanlega fagna Vestur-Íslendingar því að geta bráðum keypt
landbúnaðarvörur á við skyr frá gamla heimalandinu í Kanada.
DAVID Trads, ritstjóri Nyheds-
avisen, sagð á ársþingi alþjóða-
samtaka dagblaða í Suður-Afríku
að blaðið væri tilbúið að verja frá
100 til 200 milljónum evra, eða 8,5
til 17 milljörðum króna, í uppbygg-
ingu blaðsins til ársins 2010. Er
þetta haft eftir blaðamanni breska
dagblaðsins Guardian sem situr nú
þingið. 
Forstjóri 365 Media Scandinavia,
Svenn Dam, kvaðst þó ekki kannast
við þessar ráðagerðir og nefndi 406
milljónir danskra króna eða 4,6
milljarða króna í samtali við Jyl-
lands-Posten.
Ráðamenn Nyhedsavisen hafa
ákveðið að fara í þriggja vikna
sumarfrí líkt og önnur fríblöð í
Danmörku. Morten N. Nielsen, for-
stjóri blaðsins, segir fríið ekki vera
vegna sparnaðar.
Blaðamenn Nyhedsavisen voru
100 við upphaf útgáfu blaðsins í
fyrra en eru 80 nú. Nielsen segir
hreyfingar sem þessar eðlilegar á
lifandi fjölmiðli en vill ekki tjá sig
um frekari mannabreytingar.
Nyhedsavisen
í sumarfrí
                                                                                                        MT65MT84MT72MT46MT32MT61MT32MT65MT116MT104MT117MT103MT117MT110MT97MT114MT108MT105MT115MT116MT105                             
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60