Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FRUM-hátíðin hefst í kvöld kl. 20 með tónleikum á Kjarvals- stöðum. Frum-hátíðin er vett- vangur tónlistar samtímans, og í kvöld verða frumflutt þrjú íslensk verk – eftir Atla Ing- ólfsson, Davíð Brynjar Franz- son og Inga Garðar Erlends- son – og fjögur verk eftir þýska höfunda af yngri kyn- slóðum. Það kammerhópurinn Adapter sem leikur, en hóp- urinn hefur þegar flutt þessa efnisskrá á þremur stöðum í Þýskalandi. „Þetta er vægast sagt táp- mikið og fjölbreytt prógramm,“ segir í frétt frá hópnum. Þrjú þýsku tónskáldanna verða viðstödd. Tónlist Tápmikið frum á Kjarvalsstöðum Adapter Í TILEFNI af aldarfjórðungs- afmæli Gerverkstæðisins í Bergvík verður þar opið hús á sunnudag kl. 10-17. Gestalista- mennirnir, Ryan Staub og Justin Brown, frá Seattle í Bandaríkjunum, sýna gestum blástur og mótun á heitu gleri. Sigrún Einarsdóttir er gest- gjafi í Bergvík, en hún stofnaði verkstæðið árið 1982 ásamt manni sínum Søren S. Larsen, sem lést árið 2003. Sigrún er hönnuður glerverks- ins í Bergvík, en það er útfært með aðstoð gler- blásara frá ýmsum heimshornum. Verkstæðið er staðsett milli Klébergsskóla og Grundarhverfis. Hönnun Gler í Bergvík í aldarfjórðung Glervinnsla í Bergvík. MENNINGARVEISLA Sól- heima er hafin og á morgun kl. 14 verða tónleikar í Sólheima- kirkju, þar sem píanóleikarinn Jón Ólafsson syngur og spilar. Jón Ólafsson fæddist á bollu- daginn árið 1963. Um tvítugt hóf hann feril sinn á öldum ljósvakans, en hélt til Hol- lands í tónlistarnám árið 1986. Skemmtilegast finnst Jóni að semja tónlist og árið 2004 sendi hann frá sér sinn fyrsta geisladisk undir eig- in nafni og á þessu herrans ári, 2007, varð annar slíkur til. Aðgangur á tónleika Jóns á Menningar- veislu í Sólheimakirkju er ókeypis. Tónlist Bolludagsbarn í Sólheimakirkju Jón Ólafsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG er orðlaus, og þetta gleður mig mjög,“ segir Elín Hansdóttir sem í gær hlaut hæsta styrk við úthlutun úr Listasjóði Pennans. Elín hlaut 500 þúsund krónur. Tveir lista- menn fengu 200 þúsund króna styrk hvort, þau Pétur Thomsen og María Kjartans- dóttir, og Halldór Örn Ragnarsson fékk styrk sem nemur 200 þúsund króna efnis- úttekt í verslunum Pennans. Einar Falur Ingólfsson, formaður Lista- sjóðsins, sagði í ávarpi við úthlutunina í gær, að störf Listasjóðs Pennans væru ekki bundin við það eitt að úthluta styrkjum til upprennandi myndlistarmanna. „Sjóðurinn mun á komandi árum kaupa verk af lista- mönnum sem þegar hafa getið sér gott orð, sem og skoða verk styrkþega með möguleg kaup í huga. Þá berast Pennanum óskir um ólíkustu styrki til listamanna og listahópa úr ýmsum listgreinum, og eru þær óskir teknar til skoðunar og hljóta verðug verkefni styrki eins og unnt er,“ sagði Einar Falur. Elín Hansdóttir, sem hæsta styrkinn hlaut, lauk BA-prófi frá Listaháskóla Ís- lands árið 2003 og meistaragráðu frá Kunst- hochschule Berlin- Weissensee árið 2006. Einar Falur sagði um hana: „Elín vakti at- hygli sem nemandi í Listaháskóla Íslands, fyrir óvenjulegan þroska, persónulega sýn og metnað. Kenndi ég henni meðal annarra á þessum tíma, og vakti vinna hennar strax athygli, og maður ól þá von í brjósti að hún næði að fylgja þessum krafti og hugmyndum sínum eftir. Sú hefur orðið raunin,“ sagði Einar Falur. Aðspurð kvaðst Elín myndu eyða styrkn- um í efniskostnað næstu verka. „Þetta þýðir það að ég get aftur farið að smíða. Þetta fer beinustu leið í efniskaup og ég er himinlif- andi,“ sagði Elín, en hún er stödd erlendis um þessar mundir. Á sínum tíma, árið 1992, stofnaði Gunnar B. Dungal, þáverandi eigandi Pennans hf., Listasjóð Pennans. Sjóðnum var einkum ætlað að styrkja unga myndlistarmenn sem voru að feta sín fyrstu skref á myndlist- arbrautinni og einnig að eignast verk eftir þá. Við sölu Pennans árið 2005 ákvað Gunnar að halda áfram starfsemi sjóðsins og var nafninu því breytt og heitir hann núna Listasjóður Dungals. Nýir eigendur Pennans, undir stjórn Kristins Vilbergssonar forstjóra, hafa haft hug á að halda þessu mikilvæga starfi Gunn- ars áfram, að styðja við upprennandi mynd- listarmenn, og því var ákveðið að stofna nýj- an Listasjóð í nafni Pennans, sjóð sem ætlað er að veita brautargengi listamönnum sem hafa lagt greinina fyrir sig eða hafa sýnt fram á góðan árangur í námi. Elín Hansdóttir, Pétur Thomsen, María Kjartansdóttir og Halldór Örn Ragnarsson fengu Pennastyrkinn Ég get aftur farið að smíða Styrkveiting Frá úthlutun í gær. Frá vinstri sjást þau Einar Falur Ingólfsson, formaður sjóðs- ins, Anna Guðmundsdóttir (fyrir hönd dóttur sinnar Maríu), Hans Jóhannsson (fyrir hönd Elín- ar), Pétur Thomsen, Halldór Örn Ragnarsson og Kristinn Vilbergsson, forstjóri Pennans. VERK eftir listmálarann Giandom- enico Tiepolo, sem uppi var á 18. öld, var selt á flóamarkaði í nágrenni Feneyja fyrir jafnvirði um 1,2 millj- óna króna. Verkið er hins vegar talið um 125 milljóna króna virði hið minnsta og voru þetta því nokkuð góð kaup. Málverkinu var stolið úr einka- safni í Róm en ítalska lögreglan fann verkið skömmu eftir söluna. Í vetur sem leið fann lögreglan hvorki meira né minna en 2.392 stolin málverk, 300 stolnar höggmyndir og 142.234 stolna antikmuni. 46 þjófar voru handteknir. Tiepolo á flóamarkaði Myndlist Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is NÝVERIÐ birtist í dagblöðum aug- lýsing frá Reykjavíkurborg um for- val vegna hugmyndaleitar um upp- byggingu í Kvosinni, eftir bruna húsanna við Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Fegrun og úrbætur miðast við svæði sem sjá má á með- fylgjandi skýringarmynd. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt á skipulags- og byggingarsviði, segir að þessi leið hafi þótt betri en að boða til arkitektasamkeppni um útlit og hönnun svæðisins. „Það er verið að tryggja þátttöku með þessu, að 5-6 teiknistofur taki þetta svæði til gaumgæfilegrar athugunar, vinni tillögur og fái greitt fyrir,“ segir Nikulás. „Þetta er ekki samkeppni heldur hugmynda- og tillöguleit og um leið er öllum gefið færi á því að senda inn sínar tillögur,“ segir Niku- lás. Eftir forvalið verði allir jafn- réttháir og njóti nafnleyndar. „Er það ekki lífið?“ svarar Nikulás þeirri spurningu blaðamanns hvort borg- aryfirvöld hafi ekki áhyggjur af því að verið sé að blanda saman íbúa- lýðræði, samkeppni og pólitík með þessari forvalsleið. Nikulás segir svæðið mjög stórt og að í sjálfu sér sé lítil forsenda gef- in, sú að halda hinni gömlu götu- mynd. Verið sé að leita að hug- myndum varðandi ný- og viðbyggingar á öllu svæðinu. Arkitektar þeir er blaðamaður ræddi við í vikunni voru ekki eins sannfærðir um ágæti forvalsins. Einn benti á að hefðbundin aðferð væri sú að halda íbúa- og hags- munaaðilaþing til að draga fram þær áherslur sem yrðu að vera í skipu- laginu, búa til samkeppnislýsingu í kjölfarið og halda síðan opna arki- tektasamkeppni um lausnir á þeim grundvelli. Vinningstillöguna væri hægt að laga til. Sú leið var ekki far- in sem arkitektinum þykir skrítið. Stuttur tími til stefnu Annar arkitekt sem blaðamaður ræddi við, Ásmundur Sturluson hjá T.ark arkitektum, segir auglýs- inguna um forvalið slá sig þannig að allt eigi að vera nógu loðið til að borgaryfirvöld fái þá niðurstöðu sem þau vilji. Forvalið sé látið líta út fyrir að vera samkeppni en sé það ekki. „Síðan á að liggja fyrir einhver til- laga út úr þessu um miðjan ágúst. Þetta er í miðjum sumarleyfiskafla þannig að ég veit ekki hvernig arki- tektastofur ætla að hella sér út í þetta. Þetta er rosalega stuttur tími.“ Margrét Harðardóttir, arkitekt hjá Studio Granda, segir málið vand- meðfarið og mikilvægt að hagsmunir fárra ráði ekki úrslitum. „Mér skilst að þetta sé allt gert með samþykki Arkitektafélags Íslands, svo vonandi er þetta hið besta mál. Það eina sem þarf að vera skýrt er hverjir þessir hagsmunaaðilar, sem sitja í forvals- nefnd og dómnefnd, eru. Er hér um að ræða fulltrúa íbúa, rekstraraðila, félagasamtaka og þeirra sem láta sig málefni miðbæjarins varða og finna til ábyrgðar á varðveislu menningar- og byggðararfs? Eða eru það for- svarsmenn fasteignafélaga sem vilja fá sem mestan arð af byggingarrétti frá fyrri tíð, samanber Kvos- arskipulag sem samþykkt var 1987?“ spyr Margrét. „Ég held að mikilvægt sé að fá einhvern sem endurspeglar sjónarmið hins al- menna borgara, t.d. fulltrúa nýend- urvakinna Torfusamtaka.“ Endanlegt deiliskipulag fyrir svæðið á að liggja fyrir 2-3 mán- uðum eftir að hugmyndir hafa verið valdar úr. Það ætti því að vera tilbú- ið áður en jólin ganga í garð. Það verður spennandi að sjá. Hagsmunir fárra ráði ekki úrslitum Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Brunarústir Árið 1967 brunnu þrjú timburhús á horni Lækjargötu og Vonarstrætis og hús Iðnaðarbank- ans stórskemmdist einnig. Nú eru þarna bílastæði. Skyldu verða bíla- stæði á horni Austurstrætis og Lækjargötu eftir 40 ár? Í HNOTSKURN »Arkitektastofur eiga að sendaskipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar umsóknir með upplýsingum um starfsemi sína og verða fimm eða sex stofur valdar af forvalsnefnd til þátttöku í hug- myndaleitinni. » Í þeirri nefnd munu sitja fulltrú-ar borgarinnar, Arkítektafélags Íslands og hagsmunaaðilar svo- nefndir. Skipulagsstjóri leggur til að verkið verði unnið í samvinnu við Landsbanka Íslands, Fjárfesting- arfélagið Eik ehf., eigendur Hótels Borgar og „aðra hagsmunaaðila á svæðinu eftir atvikum“. » Landsafl, fasteignarekstrar-félag í eigu Landsbanka Íslands, keypti Hafnarstræti 20 í fyrra. Það hús stendur til að rífa. » Hver arkitektastofa fær 1,5milljónir fyrir hugmyndaleitina en allir þeir sem áhuga hafa geta sent tillögur að útliti reitsins. Í ágúst verða bestu hugmyndirnar valdar af dómnefnd og verða þær „innlegg í áframhaldandi deiliskipulagsvinnu á svæðinu“. » Í þessari dómnefnd verða að öll-um líkindum tveir menn til- nefndir af Arkitektafélagi Íslands, þrír af Reykjavíkurborg og tveir skipaðir af fyrrnefndum hags- munaaðilum á svæðinu. » Borgaryfirvöld eru ekki bundinaf því að nota þær hugmyndir, sem valdar verða á endanum, í deili- skipulagið. » Borgarstjóri Reykjavíkur villhalda hinni sögulegu götumynd á horni Austurstrætis og Lækj- argötu.                                    !            "         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.