Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURNES
Árleg MA-hátíð verður haldin í Íþróttahöllinni 
á Akureyri laugardaginn 16. júní 
Miðapantanir á Netinu til 13. júní - www.bautinn.muna.is - en tekið verður
við greiðslu og miðar afhentir í Höllinni 15. og 16. júní kl. 13.00-17.00. 
Verð á hátíðina er 7.500 kr. nema fyrir eins árs stúdenta, þeir greiða 4.500 kr. 
Húsið verður opnað kl. 18.00. Fordrykkur frá 18:00-18:45 
Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi. Miðar á dansleik verða
seldir við innganginn, verð kr. 2.500. 
Afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Samkvæmisklæðnaður.
25 ára júbílantar MA - stúdentar 1982 - www.ma1982.blog.is
FJÖLMENNUM 
Á MA-HÁTÍÐ 
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Mótmæli Karólína Einarsdóttir og Anna Sofia Wahlstöm afhenda Hirti
Zakaríassyni bæjarritara mótmæli 400 íbúa í Innri-Njarðvík.
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | Bæjaryfirvöldum í
Reykjanesbæ hafa verið afhentir
undirskriftalistar þar sem íbúar í
Innri-Njarðvík hafna auglýstum til-
lögum að breytingum á aðal- og
deiliskipulagi Hákotstanga, Njarð-
víkurbraut 43-66. Hátt í 400 manns
höfðu ritað nöfn sín á listana.
Mótmælin eru tvenns konar. Ann-
ars vegar höfnuðu íbúarnir breyttu
skipulagi og hins vegar settu þeir
fram ákveðin skilyrði vegna aug-
lýstra tillagna að breytingunum. Það
var Hjörtur Zakaríasson bæjarritari
sem tók við listunum úr höndum
Karólínu Einarsdóttur og Önnu 
Sofiu Wahlström en þær stóðu að
söfnun undirskriftanna ásamt Guð-
björgu Leifsdóttur, Ingu Birnu
Kristinsdóttur, Önnu Meyvants-
Kervin og Söru Harðardóttur.
Fjögur þrettán hæða hús
Steinþór Jónsson, formaður
skipulagsnefndar Reykjanesbæjar,
segir engar ákvarðanir hafi verið
teknar. ?Við munum skoða þetta mál
í heild sinni með jákvæðum hug og
engar ákvarðanir verða teknar nema
að vel athuguðu máli,? sagði Stein-
þór í samtali við Morgunblaðið.
Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjanesbæjar auglýsti fyrir
skömmu breytingar á aðal- og deili-
skipulagi Hákotstanga í Innri-
Njarðvík og gafst íbúum tækifæri til
að koma með athugasemdir vegna
breytinganna til föstudagsins 8. júní.
Íbúar í Innri-Njarðvík voru margir
mjög ósáttir við auglýstar breyting-
ar eins og fram kom á undirskrifta-
listunum og einnig á íbúafundi sem
haldinn var í hverfinu 22. maí sl. Þar
voru tillögurnar kynntar, íbúar ósk-
uðu eftir skýringum og þeim var gef-
inn kostur á að tjá sig.
Samkvæmt nýju aðal- og deili-
skipulagi á Hákotstanga er gert ráð
fyrir stækkun íbúasvæðis til norðurs
og suðurs með fjórum 13 hæða há-
hýsum, ásamt lágreistari þjónustu-
byggingu með tengingu við húsin
fjögur. Í rammaskipulagi Reykja-
nesbæjar frá september 2003 er hins
vegar gert ráð fyrir lágreistri rað-
húsabyggð á tanganum og í aðal-
skipulagi til ársins 2015 segir að gert
sé ráð fyrir að ný byggð verði felld
að þeirri byggð sem fyrir er í hverf-
um og nýtingarhlutfall nýrrar
byggðar verði svipað þeirri eldri.
Þessi ákvæði höfðu forsprakkar
undirskriftasöfnunarinnar til hlið-
sjónar við mótmælin, ásamt skipu-
lags- og byggingalögum.
Að sögn Karólínu Einarsdóttur og
Önnu Sofiu Wahlström er einkum
þrennt sem aðstandendur undir-
skriftalistanna vilja mótmæla og
byggja höfnun sína á. Gert sé ráð
fyrir aðkomu að Hákotstanga um
rótgrónar íbúagötur, Njarðvíkur-
braut og Tjarnargötu, sem myndi
leiða til mikillar aukningar á bílaum-
ferð og ógna öryggi barna á leið til
og frá skóla og leiksvæðum. Þá verði
sjónræn áhrif mikil þar sem bygg-
ingarnar falli ekki að núverandi
byggð og háhýsin standi nálægt frið-
uðum byggingum og vernduðum
svæðum.
Þær Karólína og Anna Sofia sögðu
við afhendingu undirskriftanna að
þeim fyndist að íbúar hefðu mátt
koma meira að breytingatillögunum. 
?Ég bý við Njarðvíkurbrautina og
þegar ég heyrði um þessa hugmynd
fékk ég algjört áfall. Mín fyrsta
hugsun var að flytja burtu héðan.
Svo fór ég að hugsa um hversu vænt
mér þykir um staðinn og hversu gott
mér þykir að búa hérna svo til að
vera sátt þá verð ég að gera allt sem
í mínu valdi stendur til að koma í veg
fyrir þessar byggingar. Auðvitað er
þetta tilfinningatengt en sjónræn
áhrif og umferð vega líka stórt,?
sagði Anna Sofia.
Í svipaðan streng tók Karólína en
hún tók fram að hún væri alls ekki á
móti háhýsum sem slíkum. Sér fynd-
ist þau einfaldlega ekki eiga heima á
þessum stað. ?Við fjölskyldan tókum
þá ákvörðun að flytja til Innri-
Njarðvíkur m.a. vegna þess hversu
sjarmerandi byggðin er. Ég fagna
uppbyggingu en uppbygging er ekki
bara upp,? sagði Karólína.
Þörf er á uppbyggingu
Steinþór Jónsson, formaður
skipulagsnefndar Reykjanesbæjar,
sagði í samtali við blaðamann að
ástæðan fyrir breyttu skipulagi væri
einfaldlega sú að hugmynd að upp-
byggingu Hákotstinda hefði borist
inn á borð nefndarinnar. ?Við feng-
um inn erindi frá einkaaðila og hann
kynnti þessar hugmyndir sínar.
Okkur ber að taka jákvætt í öll er-
indi og nefndin gerði það. Uppbygg-
ingar er þörf á þessu svæði og við
sáum þetta sem tækifæri til að gera
svæðið smekklegt. Það hafa engar
ákvarðanir verið teknar og við mun-
um skoða þau mótmæli sem hafa
borist og hlusta á þau. Við þurfum að
sjá að hverju þau beinast og taka
ákvarðanir út frá því,? sagði Stein-
þór. 
Ekki er ólíklegt að málið verði
tekið fyrir á bæjarráðsfundi í næstu
viku og rætt í bæjarstjórn 19. júní
næstkomandi.
?Ákvarðanir ekki teknar
nema að vel athuguðu máli?
Mótmæli afhent vegna háhýsabyggðar á Hákotstanga
Hákotstangi Gert er ráð fyrir fjórum 13 hæða húsum ásamt lágri þjón-
ustubyggingu í hugmyndum Kristins Ragnarssonar arkitekts.
Eftir Björn Björnsson
Sauðárkrókur | Ungur og efnilegur
harmónikkuleikari, Jón Þorsteinn
Reynisson, lauk í vor framhalds-
námi og er sá fyrsti sem það gerir
á hnappaharmónikku. Hélt hann
útskriftartónleika frá Tónlistar-
skóla Skagafjarðar í Frímúr-
arasalnum á Sauðárkróki.
Jón Þorsteinn, sem fæddur er
1988, hóf tónlistarnám 5 ára gam-
all, en sneri sér síðar alfarið að
harmónikunni, og eftir eins árs
nám lék hann einleik með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands á tónleikum
hennar á Hofsósi. Þegar Jón Þor-
steinn var 10 ára gamall tók hann
þátt í hæfileikakeppni á vegum
FHUR í Reykjavík og sigraði í sín-
um aldurshópi, og 13 ára sigraði
hann í einleikarakeppni á vegum
MENOR sem haldin var á Ak-
ureyri. Þá hefur Jón Þorsteinn oft
komið fram meðal annars á lands-
mótum harmónikkuleikara og víða
um land. Fram til vors 2006 lék Jón
Þorsteinn eingöngu á píanóharm-
óniku, en skipti þá yfir á hnappa-
harmóniku og á það hljóðfæri lauk
hann fyrstur hérlendis framhalds-
námi í harmónikkuleik í áfanga-
kerfi tónlistarskólanna nú í vor.
Jón Þorsteinn stundar jafnhliða
tónlistarnámi nám í Fjölbrautaskól-
anum á Sauðárkróki, á hag-
fræðibraut, og býst til að ljúka
þeim áfanga næsta vor.
Aðspurður hvað væri framundan
sagði Jón Þorsteinn að fyrst væri
nú að ljúka framhaldsskólanum,
áður en aðrar ákvarðanir yrðu
teknar. Hann sagðist búast við að
hann mundi æfa upp fleiri verk,
reyna að halda tónleika og sjá svo
til. Sagði hann að óneitanlega væri
freistandi að hugsa til framhalds-
náms í tónlist í Þýskalandi eða
Finnlandi, en Rússarnir væru góðir
líka. 
Sveinn Sigurbjörnsson, skóla-
stjóri Tónlistarskólans, sagðist
sannanlega vona að Jón Þorsteinn
léti hér ekki staðar numið, því hér
væri á ferð einstaklega hæfi-
leikaríkur hljóðfæraleikari, og
sagði hann Jón Þorstein sérstakt
einleikaraefni. Benti Sveinn á að
einstakt væri hversu mikilli færni
Jón Þorsteinn hefði náð á hnappa-
harmónikkuna á aðeins einu ári.
Fjöldamargir vinir og aðstand-
endur hins unga listamanns, ásamt
harmónikkuunnendum víða að,
skipuðu þéttsetinn sal Frímúr-
arahússins, og var Jóni Þorsteini
vel fagnað að loknum tónleikum.
Kennarar Jóns Þorsteins eru
Stefán R. Gíslason á píanó og
harmónikku frá upphafi og Thom-
as R. Higgerson sem kennt hefur
honum bóklegar greinar.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Áfangi Stefán R. Gíslason, kennari Jóns, Jón Þorsteinn Reynisson og
Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Freistandi að fara
í framhald á nikku
Landsveit | Minnisvarði hefur verið
reistur á Leirubakka á Landi um
Guðna Jónsson magister. Þar ólst
Guðni upp og kynntist Íslendinga-
sögum, Eddukvæðum og öðrum ís-
lenskum fræðum er lögðu grunn að
áhuga hans á þessu efni og þar með
ævistarfi hans. Guðni var hinn eini
úr hópi 16 systkina sem gekk
menntaveginn og þakkaði hann það
uppeldi meðal vandalausra á menn-
ingarheimili á Leirubakka. 
Guðni var einn áhrifamesti og
mikilvirkasti sagnfræðingur og út-
gefandi íslenskra fræða á 20. öldinni
og vann meðal annars það þrekvirki
að gefa út Íslendingasögurnar,
Sturlungu, Biskupasögur, Ridd-
arasögur, Fornaldarsögur Norð-
urlanda og Eddu, sem voru til á
þorra íslenskra heimila á 20. öldinni.
Einnig var Guðni stórtækur í söfnun
og útgáfu á þjóðsögum og hvers
kyns þjóðlegum fróðleik.
Minnisvarðann gerði Helgi Gísla-
son myndhöggvari.
Heklusetrið á Leirubakka hafði
forgöngu um verkið, og markar það
upphaf að rekstri fræðaseturs þar.
Minnisvarðinn var afhjúpaður að
viðstöddu fjölmenni á fyrsta degi
þriggja daga ráðstefnu Félags þjóð-
fræðinga og Sagnfræðingafélagsins
á Leirubakka. Meðal fyrirlestra á
ráðstefnunni var yfirlitserindi um líf
og starf dr. Guðna, sem Guðmundur
Jónsson, prófessor í sagnfræði við
Háskóla Íslands, flutti.
Afhjúpun Nokkrir afkomenda dr. Guðna Jónssonar við minnisvarðann.
Minnisvarði reistur
um Guðna Jónsson
LANDIÐ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60