Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						vistvænt
26 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
Hver skyldi nú besti veitingastaður
heims vera? Það er spurning sem
maður heyrir oft og á hverju ári
reynir tímaritið Restaurant Magaz-
ine að svara henni með því að leita
til rúmlega 600 einstaklinga um all-
an heim er á einhvern hátt tengjast
veitingahúsum og rekstri þeirra.
Þar sem undirritaður hefur verið í
þeim hópi undanfarin ár sem fær
að leggja sitt af mörkum í vali Res-
taurant Magazine þykir mér rétt
að gera aðeins grein fyrir nið-
urstöðunum. 
Það kemur svo sem ekki á óvart
að El Bulli, hinn margrómaði veit-
ingastaður Spánverjans Ferran
Adriá í smábænum Roses skammt
frá Barcelona, skuli tróna á toppn-
um. Hann gerir það yfirleitt í svona
könnunum. Merkilegt nokk er
þetta staður sem nánast allir hafa
heyrt talað um en fæstir hafa borð-
að á. 
Adriá hefur stað sinn einungis
opinn frá byrjun apríl og út sept-
ember. Þetta eru einungis 158 dag-
ar og sætin á veitingastaðnum ein-
ungis um 50, eða svona svipað og
Holtið. Það blasir því við að færri
komast að en vilja. Mun, mun
færri. Það breytir hins vegar ekki
því að allir tala um El Bulli og fáir
kokkar hafa líklega meiri áhrif á
starfsbræður sína en Adriá. 
Í öðru sæti er breski veitinga-
staðurinn Fat Duck sem rekinn er
af Heston Blumenthal í smábænum
Bray. Annar lítill staður (40 sæti)
og kokkurinn sjálflærður. 
Í því þriðja kemst París loks að
með veitingastað Pierre Gagnaire, í
því fjórða er kaliforníski staðurinn
French Laundry og í fimmta hinn
ástralski Tetsuya?s. 
Aðferð Restaurant Magazine við
að velja staðina tryggir greinilega
ákveðna breidd enda mega menn
ekki velja staði úr eigin heimalandi
og verða að hafa ákveðna land-
fræðilega dreifingu á valinu. Ætli
listinn myndi ekki líta dálítið öðru-
vísi út ef t.d. hópur franskra sér-
fræðinga myndi standa að honum? 
Það sem vekur kannski mesta
athygli hjá okkur Íslendingum er
að veitingahúsið Noma í Kaup-
mannahöfn trónir efst á toppi nor-
rænna veitingastaða, í fimmtánda
sæti. Noma er til húsa í Nordatl-
antens Brygge, í sama húsi og ís-
lenska sendiráðið, og var opnað til
að vekja athygli á vestnorrænu ?
þar með talið íslensku ? hráefni.
Matreiðslumeistarinn á Noma hef-
ur sömuleiðis komið til Íslands til
að taka þátt í hinni árlegu Food
and Fun-hátíð. 
En þá að vínum vikunnar sem að
þessu sinni koma öll frá Ítalíu, nán-
ar tiltekið Sikiley. Eyjan sú hefur
upp á margt að bjóða í vínum og
loftslagið er allt að því nýjaheims-
legt. Ekki síst eru það þrúgur Sik-
ileyjar sem skapa vínunum sér-
stöðu en jafnt rauða þrúgan Nero
d?Avola sem fjölmargar yndislegar
hvítar þrúgur eru jafngóðar og oft
betri en þrúgur með frægari nöfn.
Vínin frá Planeta eru ávallt
traust og nýir árgangar eru komn-
ir af grunnvíninu La Segreta, jafnt
hinu rauða sem hvíta. Þetta eru
forvitnilegar blöndur þar sem
blandað er saman sikileyskum
þrúgum og þekktustu þrúgum
Frakklands. 
Planeta La Segreta Bianco
2005 er hvítvínið og þrúgurnar eru
Grecanico (50%), Chardonnay,
Fiano og Viognier. Í angan er
sykraður sítrónubörkur og þrosk-
aður banani, kíví, ferskjur og örlítil
vanilla. Feitt og ferskt með góðri
lengd og djúpum ávexti. 1.290
krónur. 88/100
La Segreta Rosso 2005 er ekki
síðri þrúgukokkteill, Nero d?Avola,
(50%), Shiraz og Cabernet Franc. Í
nefi þroskuð rauð ber, kirsuber og
rifsber, fremur kryddað, þurrt og
milliþungt. 1.290 krónur. 86/100
Ný á markaðnum eru vín sem
seld eru undir nafninu Emporio.
Þessi vín eru framleidd í samstarfi
sikileyska vínhússins Firriato (sem
verið hefur á markaðnum hér um
árabil) og fyrirtækisins Int-
ernational Wine Services, sem
undir stjórn Ástralans Kym Milne
hefur tekið þátt í margvíslegum
samstarfsverkefnum víða um heim.
Ágætt dæmi um svokallaða ?fljúg-
andi? víngerðarmenn sem hafa
verið svo áhrifamiklir í að hleypa
nýju blóði í víngerð hér og þar. 
Hvítvínið Emporio Inzolia-
Grecanico 2006 er skemmtilegt
vín í stíl einhvers staðar á milli
Evrópu og Nýja heimsins.
Ferskju-, apríkósu- og kantalópu-
angan. Millilengd, einfalt og milt,
bragðgott og ljúft. 1.390 krónur.
87/100
Ilmur rauðvínsins Vinarte
Emporio Rosso 2006 er einfaldur
en ljúfur, þarna er plómu- og
sveskjuávöxtur, fremur létt vín,
sumarlegt og þægilegt. 1.390 krón-
ur. 86/100
Og er þá ekki fínt að ljúka þessu
með víni frá Firriato, nefnilega
Santagostino 2003. Þetta er vín
sem er einmitt skólabókardæmi
um hvað það er sem gerir sikil-
eysku vínin svo aðlaðandi og svo
góð kaup. Þykkur, kryddaður og
heitur ávöxtur. Sólber, rósir og
vindlavafningur, mjúkt, feitt og
kryddað með flottri uppbyggingu.
Afskaplega þéttriðið í munni, tann-
ískt og öflugt. Og allt þetta fyrir
bara 1.890 krónur. 89/100
Bestu veitingahúsin og sikileysk vín
Morgunblaðið/Ásdís
Planeta La Segreta Bianco.
Morgunblaðið/Ásdís
Morgunblaðið/Ásdís
Planeta La Segreta Rosso 2005.
Morgunblaðið/Ásdís
Santagostino 2003 frá Firriato.
Listi Tímaritið Restaurant Magazine hefur gefið út lista með bestu veitingahúsum heims. French Laundry í Kaliforníu lendir þar í fjórða sæti. 
Vinarte Emporio Rosso 2006.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Fátt hefur vakið meiri athygli í umhverf-
isumræðunni undanfarna daga en opnun
vefseturs Kolviðar þar sem einstaklingar
og fyrirtæki hafa tækifæri til að kaupa
?syndaaflausn? vegna kolefnislosunar
sinnar af völdum bíl- og flugferða. Synda-
aflausnin er fólgin í því að borga fyrir
plöntun nægilegs trjágróðurs til að binda
samsvarandi magn kolefnis og losnar
vegna ferða viðkomandi og er hægt að
ganga frá þeirri greiðslu beint á síðunni.
Greiðslan rennur í sjóð Kolviðar sem mun
svo sjá um gróðursetningu trjánna. 
Kolviður er þó fjarri því að vera eina ís-
lenska vefsíðan þar sem umhverfismál eru
í forgrunni. Af öðrum nýjum síðum má
nefna co2.is, loftslagssíðu á vegum Orku-
seturs á Akureyri, þar sem sjá má hversu
mikið kolvetni af völdum jarðefnaelds-
neytis Íslendingar hafa losað út í and-
rúmsloftið frá áramótum og hversu hratt
sú tala stígur. Á síðunni er einnig fróð-
leikur um umhverfismál og loftslagsbreyt-
ingarnar sem þjóðir heims glíma nú við. 
Hvernig má minnka 
orkukostnaðinn?
Orkusetur heldur einnig úti sinni eigin
heimasíðu þar sem orkunotkun er í for-
grunni. Þar er m.a. að finna orkuteljara
sem sýnir notkun heits vatns, rafmagns
og olíu á landinu. Gefin eru ítarleg ráð um
orkusparnað, hvort sem um rafmagn,
eldsneyti eða hita er að ræða. Þar er að
finna forvitnilegar reiknivélar þar sem
einstaklingar geta t.a.m. reiknað út kostn-
að, mengun og/eða hugsanlegan sparnað
sem hlýst af vali á samgöngumáta. 
Landvernd heldur úti vefsetri um nátt-
úru- og umhverfismál og má sérstaklega
benda á undirsíðu Vistverndar í verki. Þar
er að finna fjölda ráða um hvernig ein-
staklingar geta breytt háttum sínum á
vistvæna vegu og þannig sýnt í verki vilja
til að leggja sitt á vogarskálarnar til að
draga úr gróðurhúsaáhrifunum. 
Staðardagskrá 21 er verkefni sem Sam-
band íslenskra sveitarfélaga stendur að í
samræmi við svokallaða Ríósamþykkt
Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða
áætlun um þau verk sem vinna þarf í
hverju samfélagi um sig til að nálgast
markmiðið um sjálfbæra þróun á 21. öld-
inni. Staðardagskrá 21 heldur úti öflugri
vefsíðu þar sem m.a. má finna Orð dags-
ins sem eru daglegar fréttir af umhverf-
ismálunum í heiminum auk ýmiss konar
fróðleiks. 
Vefsetrið natturan.is er einkarekin
?upplýsingaveita, fréttamiðill og söluaðili
fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi
á einhvern hátt?, eins og það er orðað á
síðunni. Þar eru ekki bara fréttir og
fræðslumolar um umhverfismál heldur
einnig vefverslun með umhverfis- og
heilsuvænar vörur. 
Akstur og sorphirða
Þeim sem hafa hug á því að gera akstur
sinn eins umhverfisvænan og kostur ers-
kal bent á heimasíðu FÍB þar sem er að
finna góð ráð er varða umhverfið og akst-
ur undir flipanum ?Upplýsingar?. 
Á heimasíðu Sorpu má finna gagnlegar
upplýsingar um flokkun, endurvinnslu og
fleira er lýtur að sorphirðu og umhverf-
ismálum. 
Þá má benda á heimasíður Umhverf-
isstofnunar og umhverfissviðs Reykjavík-
ur þar sem finna má gagnlegar upplýs-
ingar um umhverfismál. 
Ekki er um tæmandi lista að ræða enda
margir sem halda úti öflugri umhverf-
isumræðu þessa dagana. Ofangreint er þó
ágætis byrjun fyrir þá sem þyrstir í frek-
ari upplýsingar og/eða hafa hug á að bæta
ráð sitt og gerast umhverfisvænni en áð-
ur. 
Grænar
síður 
www.kolvidur.is
www.co2.is
www.orkusetur.is
www.landvernd.is/vistvernd
www.samband.is/dagskra21
www.natturan.is
www.fib.is/?ID=18&adalmenu=6
www.sorpa.is
www.ust.is
www.umhverfisstofa.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60