Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						matur
28 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Þ
etta er nýstárlegur mat-
arklúbbur, sem á að kenna
fólki að matreiða rétti frá
öllum heimshornum.
Áhersla verður lögð á girnilegar
uppskriftir og skýrar leiðbeiningar
og því ættu matreiðslubækurnar að
nýtast vel, bæði byrjendum sem og
reynslumeiri matargerðarmönnum,?
segir Rut Helgadóttir, ritstjóri mat-
arklúbbsins ?Lærum að elda? sem
Vaka-Helgafell hefur nýverið hleypt
af stokkunum.
Í hverjum mánuði fá félagar
senda innbundna matreiðslubók,
sem eingöngu er fáanleg í klúbbn-
um. Nú þegar eru komnar út fjórar
bækur. Í fyrstu bókinni er kennt að
elda taílenska rétti. Önnur bókin
hefur að geyma ítalska matreiðslu.
Sú þriðja fjallar um heilsusamlega
rétti hvaðanæva að úr heiminum, sú
fjórða lýtur að mexíkóskri mat-
reiðslu og farið er alla leið til Ind-
lands í þeirri fimmtu. Auk þess er
fjallað um matarmenningu og þau
hráefni, sem einkennandi eru fyrir
þá matreiðslu, sem fjallað er um
hverju sinni. Næstu bækur munu
hafa að geyma brauðrétti, japanska
og kínverska matargerð.
Hverri bók er skipt upp í tíu kafla
eða tíu svokallaðar kennslustundir,
sem þyngjast eftir því sem nær
dregur lokakaflanum, sem unnin er
af gestakokkum frá viðkomandi
löndum. Bókin kostar 1.790 kr.
Til að bjóða bragðlaukunum í
heimsreisu fékk Daglegt líf leyfi til
birtingar á nokkrum uppskriftum úr
nýju bókunum.
Jógúrtís með ástaraldini
(fyrir fjóra)
4 dósir lífræn mangójógúrt
1-2 tsk. hunang
2 eggjahvítur
3 ástaraldin
1 ástaraldin til skrauts
Þeytið saman jógúrtina og hun-
angið og setjið í frostþolna skál eða
form. Frystið í 2-3 klukkustundir.
Stífþeytið eggjahvíturnar. Takið
jógúrtblönduna úr frysti, setjið í
skál og hrærið í ískrapinu þar til
blandan er slétt og eins og þykkur
rjómaís. Bætið eggjahvítunum í jóg-
úrtísinn. Skerið 3 ástaraldin í tvennt
og skafið kjötið innan úr þeim og
bætið út í ísinn. Frystið fram að
framreiðslu, berið fram í glösum og
skreytið með kjötinu úr einu ást-
araldini.
Steiktar taílenskar núðlur
(fyrir fjóra)
400 g hrísgrjónanúðlur
2-4 hvítlauksrif
3-4 vorlaukar
1 dl ristaðar jarðhnetur
5-6 msk. olía
1 stórt egg
4 msk. sítrónusafi
3 msk. fiskisósa
1 tsk. sykur
200-250 g rækjur, einnig má nota
svína- eða kjúklingakjöt
½-1 tsk. chili-duft
1 dl baunaspírur
Til skrauts:
1 grein fersk kóríanderlauf
nokkrir sítrónubátar
Byrjið á því að leggja núðlurnar í
vatn í 20 mín. Látið síðan vatnið
renna vel af núðlunum í sigti. Setjið
til hliðar. Fínsaxið hvítlaukinn og
leggið til hliðar. Skerið vorlaukinn í
bita og setjið til hliðar. Grófsaxið
jarðhneturnar og leggið til hliðar. Ef
kjöt er notað í staðinn fyrir rækjurn-
ar, steikið kjötið á pönnu, skerið í
bita og leggið til hliðar.
Hitið olíu á wok-pönnu eða venju-
legri steikingarpönnu. Steikið hvít-
laukinn þar til hann verður gullinn.
Brjótið eggið yfir pönnunni og
blandið saman við hvítlaukinn.
Hrærið strax og eldið í nokkrar sek-
úndur. Setjið núðlurnar saman við.
Hrærið vel svo núðlurnar, hvítlauk-
urinn og eggið blandist vel saman.
Setjið út á pönnuna sítrónusafa,
fiskisósu, sykur, vorlauk, chili-duft
og helminginn af hnetum, bauna-
spírum og rækjum (eða kjöti).
Hrærið rækilega í á meðan hráefnin
fara hvert á fætur öðru út á pönn-
una. Setjið núðluréttinn á fat. Dreif-
ið restinni af hnetum, rækjum og
baunaspírum yfir. Saxið kóríander-
laufin gróft. Skreytið réttinn með
þeim og sítrónubátum.
Apríkósukjúklingur
(fyrir fjóra)
4 meðalstórar kjúklingabringur
safi úr hálfri sítrónu
½ tsk. cayenne-pipar
3 tsk. garam masala-kryddblanda
2 msk. rifin engiferrót
3 hvítlauksrif
100 g þurrkaðar apríkósur
2 msk. olía
salt og pipar eftir smekk
2 laukar
1 dós (400 g) niðursoðnir tómatar
1-2 msk. hrásykur eða hunang
2 msk. hvítvínsedik
2 msk. möndluflögur
Þerrið kjúklingabringurnar og
setjið þær í skál. Rífið engiferrótina,
pressið hvítlaukinn og kreistið saf-
ann úr sítrónunni. Blandið þessu
saman og bætið cayenne-pipar og
garam masala út í. Dreifið krydd-
blöndunni yfir bringurnar. Látið
standa í kæli í 2-3 tíma. Leggið aprí-
kósurnar í bleyti í 1-2 tíma. Ristið
möndluflögurnar á þurri pönnu og
setjið til hliðar. Takið bringurnar úr
kæli og kryddið með salti og pipar.
Hitið olíuna á pönnu og snöggsteikið
bringurnar við frekar mikinn hita í 5
mín. Lækkið hitann, takið bring-
urnar af pönnunni og leggið á fat.
Skerið laukinn frekar smátt og látið
hann krauma á pönnunni þar til
hann mýkist. Setjið bringurnar aftur
á pönnuna og hellið tómötunum yfir
ásamt safanum. Ef tómatarnir eru
heilir er gott að grófsaxa þá áður en
þeir eru notaðir. Látið suðuna koma
upp, bætið hrásykrinum og edikinu
út í og sjóðið við meðalhita í 12-15
mín. Hellið vatninu af apríkósunum
og bætið þeim út í. Sjóðið áfram í 10-
12 mín. Dreifið ristuðu möndlunum
yfir réttinn þegar hann er borinn
fram með hrísgrjónum og t.d. naan-
brauði.
Fiski-taco með kaldri lím-
ónusósu og kryddlauk
(fyrir sex)
Kryddlögur fyrir fiskinn:
lúkufylli af kóríander
5 dl ab-mjólk eða súrmjólk
2 tsk. sterk piparsósa, t.d. tabasco
1 tsk. gróft salt
1 msk. límónusafi
Annað:
1 kg ýsa eða þorskur
2 tsk. gróft salt
300 g hveiti
½ dl matarolía til steikingar
12-18 hveititortillur
Saxið kóríander smátt. Blandið
saman í stórri skál ab-mjólk, pip-
arsósu, salti og límónusafa ásamt
kóríander. Skerið fiskinn í litla
munnbita og bætið út í skálina.
Hrærið vel í svo kryddlögurinn þeki
alla fiskbitana. Setjið plastfilmu yfir
og geymið í kæli í eina klukkustund.
Blandið hveiti og salti saman. Takið
fiskinn upp úr kryddleginum og dýf-
ið í hveitið. Þekið vel. 
Hitið ofninn í 150°C. Pakkið tortil-
lunum í álpappír. Setjið í ofninn í
smástund eða þar til þær eru volgar.
Hitið olíuna á pönnu. Steikið fiskinn
þar til hann er gullinn að lit. Þerrið
með eldhúspappír. Geymið í ofni á
lágum hita þar til allur fiskur hefur
verið steiktur. Berið fram fiskinn og
tortillurnar með kaldri límónusósu
og kryddlegnum lauk.
Köld límónusósa
1 tsk. límónubörkur
safi úr 1 límónu
1 dl majónes
1 dl sýrður rjómi
salt
Rífið límónubörk fínt niður
Kreistið safa úr límónunni og
hrærið vel saman við allt sem á að
fara í sósuna. Saltið eftir smekk.
Geymið í kæli.
Kryddleginn chili-laukur
1 rauðlaukur
5 stk. jalapeno-pipar eða annar
grænn chili-pipar
2,5 dl edik með kryddbragði, t.d.
estragon
safi úr 2 límónum
1 msk. gróft salt.
Afhýðið lauk og skerið í tvennt.
Skerið helmingana í þykkar sneiðar
og setjið í eldfast mót. Bætið heilum
jalapeno-pipar út í. Setjið edik
ásamt límónusafa og salti í pott. Lát-
ið suðuna koma upp og látið malla
þar til saltið er uppleyst. Hellið yfir
laukblönduna og látið standa við
stofuhita í a.m.k. eina klukkustund. 
Mexíkóskt Fiski-taco með kaldri límónusósu og kryddlegnum lauk. Indverskt Apríkósukjúklingur.
Hollmeti Jógúrtís með ástaraldini.
Bragðlaukunum boðið í heimsreisu
Taílenskt Steiktar núðlur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60