Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
INNIHALDSLAUSAR UMBÚÐIR?
E
nn á ný koma leiðtogar átta
helstu iðnríkja heims saman,
nú í Heiligendamm í Þýska-
landi. Í aðdraganda fundarins var
áhersla lögð á loftslagsmál og mikið
gert úr því að komið gæti til ágrein-
ings milli Angelu Merkel, kanslara
Þýskalands, og George Bush Banda-
ríkjaforseta. Í gær kom í ljós að leið-
togarnir átta hefðu sammælst um að
leita ?verulegs? niðurskurðar á út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda og
tekið yrði til ?alvarlegrar athugunar?
að draga úr honum um helming fyrir
2050. Það markmið má eigna Merkel
og nýtur það stuðnings Evrópusam-
bandsins, Japans og Kanada. Vita-
skuld er gagnrýnivert að ekki skuli
skilgreind markmið í samkomulaginu,
en á hinn bóginn má segja að það sé
skref í rétta átt að ríkin átta skuli þó
hafa náð þetta langt og hefur þegar
verið bent á að nú gæti orðið auðveld-
ara að ná árangri á ráðstefnu, sem
haldin verður í Balí í desember til að
fylgja eftir Kyoto-samkomulaginu.
Í samkomulaginu er einnig talað um
að þróunarlöndin verði að axla sinn
þátt í að draga úr útblæstrinum og
gáfu leiðtogar fimm stórra þróunar-
ríkja, Brasilíu, Kína, Indlands,
Mexíkó og Suður-Afríku, til kynna að
þeir myndu ekki sætta sig við bind-
andi útblástursmörk. Merkel hefur
sagt að þróuninni verði ekki snúið við
án þátttöku þróunarlandanna.
Loftslagsmálin eru mikilvæg og
ljóst að hlýnun jarðar og hækkandi yf-
irborð sjávar getur haft hrikalegar af-
leiðingar, ekki síst í fátækum heims-
hlutum. Hættan við það að setja
markmið, sem miðast við fjarlægar
dagsetningar, er sú að auðvelt verði að
slá aðgerðum, sem gætu reynst sárs-
aukafullar, á frest.
Þegar leiðtogarnir hittust í Glen-
eagles fyrir tveimur árum var áhersl-
an lögð á glímuna við fátækt í heim-
inum. Þá voru gefin stórbrotin loforð
um aukna aðstoð til að draga úr fá-
tækt. Enginn vafi leikur á því bol-
magni, sem leiðtogarnir í Heilig-
endamm hafa til að koma góðu til
leiðar, og því er skammarlegt þegar
fögrum fyrirheitum þeirra fylgja ekki
efndir. Í Gleneagles hétu leiðtogarnir
því að árið 2010 yrði búið að tvöfalda
framlög til ríkja Afríku. Samkvæmt
tölum nefndar, sem sett var á fót til að
fylgjast með hvernig gengi að standa
við loforðin frá Gleneagles um aðstoð
við ríki Afríku og Kofi Annan veitir
forustu, hafa framlögin aðeins verið
aukin um einn tíunda hluta þess, sem
lofað var. Með sama áframhaldi er úti-
lokað að markmiðið muni nást á næstu
þremur árum. Í dag verður fjallað um
Afríku á leiðtogafundinum. Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
sem lagði ríka áherslu á þróunarhjálp-
ina á síðasta fundi, vill að skuldbind-
ingin frá því fyrir tveimur árum verði
nú endurnýjuð. Það verður athyglis-
vert að sjá hvort það gengur eftir.
Boðskapurinn frá Gleneagles var í fal-
legum umbúðum, en innihaldið hefur
reynst rýrt. Hvert verður innihald
umbúðanna frá Heiligendamm?
Á AÐ MALBIKA KJÖL?
T
alsmaður Norðurvegar, fyrirtæk-
is, sem hefur áhuga á að malbika
Kjöl, hefur lýst miklum væntingum
um árangursríkt samstarf við Krist-
ján Möller, hinn nýja samgönguráð-
herra, um það verkefni.
En ætli þessi áform komi ekki fleir-
um ráðherrum við en samgönguráð-
herra? Er ekki líklegt að Þórunn
Sveinbjarnardóttir, umhverfisráð-
herra, hafi einhverjar skoðanir á því,
hvort malbika eigi Kjöl?
Fyrir nokkrum mánuðum urðu
töluverðar umræður um þau áform,
sem þá voru uppi hjá sama fyrirtæki,
að leggja veg yfir hálendi Íslands
með varanlegu slitlagi. Margir urðu
til að mótmæla þeim hugmyndum. Í
þeim hópi var Morgunblaðið.
Nú er ný ríkisstjórn tekin við völd-
um og nýr flokkur á aðild að ríkis-
stjórn. Nýir ráðherrar eru komnir til
sögunnar. Það er skiljanlegt, að fyr-
irtækið Norðurvegur vilji láta á það
reyna, hvort nýir ráðherrar hafi
áhuga á þessu máli.
En það verður ekki sagt, að fyrir-
tækið sýni umhverfisráðherranum
mikla kurteisi, þegar talsmaður þess
talar eins og þetta mál komi sam-
gönguráðherranum einum við.
Vegagerð um hálendið er ekki bara
samgöngumál. Það er líka umhverf-
ismál og ekkert venjulegt sem slíkt
heldur er um að ræða eina stærstu
spurningu um umhverfisvernd, sem
þjóðin getur staðið frammi fyrir.
Þess vegna verður mjög horft til
þess hvað hinn nýi umhverfisráð-
herra, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
segir. Og úr því að Norðurvegur er að
reyna að koma þessu máli til umræðu
á ný er æskilegt að umhverfisráð-
herrann lýsi sinni skoðun.
Í þeim umræðum, sem fram hafa
farið um Kárahnjúkavirkjun, hefur
sú skoðun komið fram hjá mörgum
þeirra, sem á annað borð sýna þess-
um málum áhuga, að nú sé nóg komið
og ekki eigi að leggja í frekari fram-
kvæmdir á hálendi Íslands. Þess
vegna er orðin til nokkuð víðtæk sam-
staða um að vernda skuli Þjórsárver-
in öll. 
Þess vegna er eitt af mikilvægustu
málum, sem varða hálendið, að koma í
veg fyrir, að hótel verði byggt upp
undir Langjökli, sem nokkrir fram-
sóknarmenn hafa sérstakan áhuga á.
Og þess vegna er nauðsynlegt að það
liggi ljóst fyrir hver afstaða núver-
andi ríkisstjórnar er til hugmynda
um að byggja upp og malbika vegi á
hálendinu.
Verði uppbyggðir vegir með varan-
legu slitlagi lagðir um hálendi Ís-
lands er búið að eyðileggja þetta
óbyggðasvæði. Og í þeim efnum
skiptir engu máli, þótt fólk á Norður-
landi og Suðurlandi telji slíka fram-
kvæmd æskilega. Hér er um stærra
mál að ræða en svo að staðbundin
sjónarmið og hagsmunir geti ráðið
þar ferð.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
F
lokkur Nicolas Sarkozy
Frakklandsforseta (UMP)
nýtur langmests fylgis þeg-
ar fjórir dagar eru í fyrri
umferð frönsku þingkosninganna.
Útlit er fyrir að hann fái mikinn
meirihluta á þingi, allt að 460 sæti af
577, samkvæmt skoðanakönnun IP-
SOS-stofnunarinnar sem birtist í
vikuritinu Le Point í gær. Kannanir
undanfarnar tvær vikur hafa allar
bent til yfirburðasigurs UMP og hef-
ur fylgi flokksins aukist með hverjum
deginum nú þegar nær dregur kosn-
ingum.
Í könnun IFOP-stofnunarinnar
fyrir vikuritið Paris Match um
helgina var því spáð að UMP fengi
410-450 þingsæti en flokkurinn er nú
með 349. Til samanburðar spáðu
reiknimeistarar IFOP Sósíalista-
flokknum milli 90 og 130 þingsætum
en hann hefur 138. Á grundvelli ann-
arrar fylgismælingar, TNS-Sofres-
Unilog fyrir Le Figaro í vikulok, þótti
stefna í að UMP fengi 410-430 þing-
sæti. 
Fylgi flokks forsetans hefur aukist
jafnt og þétt en hámarki nær það í
könnun IPSOS fyrir Le Point, þar
sem það mælist 42,5%. Til sam-
anburðar er fylgi Sósíalistaflokksins
óbreytt frá fyrri könnun, eða 29%. Í
heildina fengju flokkar sem lýst hafa
yfir stuðningi við stjórnina 44,5% at-
kvæða en stjórnarandstöðuflokkar á
vinstri vængnum fengju 36%. 
Yfirreiknað á kjördæmi þykja
ítrekaðar fylgismælingar benda til að
Sarkozy verði að ósk sinni. Hann hef-
ur undanfarna daga tekið þátt í kosn-
ingabaráttunni og farið fram á að fá
þingmeirihluta til að geta hrint
stefnumálum sínum fljótt og greið-
lega í framkvæmd. 
Flokki Bayrou spáð afhroði
Í þingkosningunum fyrir fimm árum
hlaut UMP 33,3% atkvæða og flokk-
urinn er með 349 þingsæti af 577 í
neðri deildinni. Sósíalistaflokkurinn
hlaut 24,1% atkvæða, með 138 sæti. 
(NC), og munu bjóða fram
dæmum í þingkosningunu
lagi við UMP-flokkinn. L
er Herve Morin varnarm
og benda kannanir til að f
fái 20-22 þingmenn kjörn
verður niðurlæging Bayr
segja stjórnmálaskýrend
um ekki andófsmenn í UD
kaus Bayrou, á forsendum
legs metnaðar, að fara sín
leið,? sagði þingmaðurinn
Santini.
Sósíalistar sundraðir
fyrir kosningarnar
Kannanir sýna að fylgi Só
flokksins fyrir fyrri umfer
kosninganna er nokkru m
Segolene Royal fékk í for
ingunum, það hefur verið
29%. Útreikningar benda
dugi flokknum til að hann
þingsæti, færri en á fráfa
þar sem flokkurinn á 149 
Royal varð hlutskörpust í
dæmum í forsetakosningu
þar hefur Sósíalistaflokku
sér mest í aðdraganda þin
anna. 
Þótt Royal sækist ekki
kjöri á þing hefur hún tek
kosningabaráttu sósíalist
hún beint spjótum sínum 
og stjórn hans og varað vi
setinn fái of stóran þingm
Gagnrýndi hún hann fy
blanda sér í kosningabará
Í flestum kjördæmanna 577 eru á
annan tug frambjóðenda. Í heildina
eru frambjóðendur 7.639 ? tæpur
helmingur þeirra konur ? og fara þeir
fram í nafni rúmlega 80 flokka. Nái
enginn meirihluta strax í fyrri um-
ferðinni verður kosið í næstu umferð,
17. júní, milli þeirra sem fá a.m.k.
12,5% atkvæða í fyrri umferðinni.
Oftast er þá kosið um bara tvo flokka
en mörg dæmi eru þó um að þrír
komist í seinni umferðina. Í viðkom-
andi kjördæmi leiðir það þó jafnan til
mikils samningamakks um að einn
hinna þriggja dragi sig til baka. Útlit
er fyrir að tiltölulega fá þingsæti
komi í hlut annarra flokka en UMP
og sósíalista. 
Þannig stefnir í að Kommúnista-
flokkurinn, sem stendur fjárhagslega
afar illa eftir forsetakosningarnar,
tapi meira en helmingi þingsæta
sinna, fái um 3,5% atkvæða og milli 6
og 10 þingmenn í stað 21 nú. Fylgi
Græningja hefur og minnkað jafnt og
þétt undanfarnar vikur og mælist
3,5%. Mesta afhroðið geldur flokkur
Francois Bayrou, sem varð þriðji í
forsetakjörinu með 18,6% atkvæða.
Hann fær frá engum og upp í sex
þingmenn verði úrslit kosninganna á
sömu lund og skoðanakannanir, sem
benda til 9% fylgis. Bayrou mat úrslit
forsetakosninganna, einkum þó eigið
fylgi og fylgi Segolene Royal, fram-
bjóðanda sósíalista, á þann veg að
nær helmingur Frakka væru miðju-
menn er aðhylltust nútímalýðræði. 
Skipti Bayrou af þessum sökum
um nafn á flokki sínum eftir forseta-
kosningarnar, úr Lýðræðisfylking-
unni (UDF) í Lýðræðishreyfinguna
(MD), til að losa hann við þá ímynd að
vera sjálfkrafa viðhengi hægriflokks
Sarkozy. Eftir fyrri umferð forseta-
kjörsins lýsti hann harðri andstöðu
við forsetann en fjandskapur hans í
garð Sarkozy átti ekki hljómgrunn í
röðum UDF því Bayrou varð fyrir
því áfalli að rúmlega 20 af 29 þing-
mönnum flokksins yfirgáfu hann á
þessu stigi. 
Fjórir þingmenn Bayrou af fimm
lýstu yfir stuðningi við Sarkozy og
stjórn hans. Stofnuðu þeir nýjan
flokk í vikunni, Nýja miðjuflokkinn
Stefnir í stóran
kosningasigur
flokks Sarkozy
Í HNOTSKURN
»
Fyrstu áratugina 
seinni heimsstyrjö
mikil ringulreið í frön
stjórnmálum. Venjule
ríkisstjórnir mjög stu
ekki nema í fáeina má
jafnvel vikur.
»
Charles de Gaulle
samþykkta nýja st
skrá 1959 og er í henn
á um sterkt forsetava
og í Bandaríkjunum. F
inn hefur úrslitaorðið
ar- og utanríkismálum
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Á
þessu ári er þess
minnst að 200 ár eru
liðin frá fæðingu
Jónasar Hallgríms-
sonar. Í tilefni afmælisársins
verður haldin alþjóðleg og
þverfræðileg Jónasarstefna í
Háskóla Íslands og á Þingvöll-
um í dag og á morgun. Íslensk-
ir vísindamenn og skáld og er-
lendir fræðimenn munu fjalla
um Jónas frá ólíkum sjón-
arhornum en fjallað verður
um áhrif og stöðu Jónasar í
vísinda- og menningarsög-
unni, velt upp spurningum um
þýðingu hans á okkar tímum,
dregið fram framlag hans í
sa
og
að
Jó
hv
hv
ís
m
an
vi
hu
fy
no
hvort hann hafi verið um-
hverfisverndarsinni í ljósi þess
að nútímahugmyndin um um-
hverfi ogumhverfisvandamál
var tæpast til fyrir 200 árum,?
segir Þorvarður og bendir á að
mönnum sé tamt að tala um
ást Jónasar á náttúrunni og þá
nýju náttúrusýn sem felist í
ljóðum hans og vísindaskrif-
um, en í dagbókum hans og
öðrum skrifum birtist nokkuð
önnur mynd sem hann ætli að
fjalla um.
þjóðmálaumræðu og stjórn-
málastarfi og svo má telja.
Var Jónas vinstri-grænn?
Erindi Þorvarðar Árnasonar
ber yfirskriftina ?Var Jónas
vinstri-grænn??, en Þorvarður
segist hafa lesið sér til
skemmtunar pistil eftir Kol-
brúnu Bergþórsdóttur í dag-
blaði fyrir skömmu þar sem
Kolbrún hélt því m.a. fram að
Jónas hefði verið ?eðalkrati?. 
?Ég varpa þessu fram á
þennan hátt meðal annars til
benda á að spurningin sé röng,
það sé ekki hægt að heimfæra
hugmyndir Jónasar á nú-
tímann á þennan hátt. Ég velti
í framhaldinu fyrir mér hvaða
gildi Jónas og hugmyndir hans
hafi í dag og meðal annars
Skáld og náttúruv
Þorvarður Árnason K
Á þessu ári eru 200 ár liðin frá fæðingu
Jónasar Hallgrímssonar. Á Jónasarstefnu
í Háskóla Íslands fjalla íslenskir og er-
lendir fræðimenn um Jónas. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60