Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 33
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR við
sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á
Akranesi vilja vekja athygli á að
mikil óánægja er með launamál.
Stofnanasamningur sem gerður var
út frá miðlægum kjarasamningi hef-
ur ekki verið uppfylltur út frá þeim
ákvæðum sem samþykkt voru innan
hans vegna skorts á fjármagni til
stofnunarinnar frá fjármálaráðu-
neytinu. 
Ályktun um þessi atriði og undir-
skriftir 82% hjúkrunarfræðinga inn-
an SHA voru sendar til fram-
kvæmdastjórnar stofnunarinnar og
heilbrigðisráðuneytisins þann 15.
febrúar sl. án nokkurra viðbragða.
Hjúkrunarfræðingum finnst starf-
ið ekki metið að verðleikum og fyr-
irséð er að hjúkrunarfræðingar muni
með þessu áfram-
haldi hverfa til ann-
arra starfa sem eru
betur launuð og með
mun minna álagi. 
Að lokum skorum
við á nýja ríkisstjórn
að efna loforð um að
rétta hlut hjúkr-
unarfræðinga sem
kvennastéttar strax.
ANNA ÞÓRA
ÞORGILSDÓTTIR, 
HALLVEIG SKÚLADÓTTIR
OG RANNVEIG 
BJÖRK GYLFADÓTTIR.
hjúkrunarfræðingar
Störf hjúkrunarfræðinga lítils metin
Frá Önnu Þóru Þorgilsdóttur, Hall-
veigu Skúladóttur og Rannveigu
Björk Gylfadóttur
Anna Þóra 
Þorgilsdóttir
Hallveig 
Skúladóttir
Rannveig Björk
Gylfadóttir
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík L50237 Bréf til blaðsins | mbl.is
YFIRLEITT nota menn tvenns
konar röksemdafærslu í daglegu lífi,
afleiðslu (deduction) og
aðleiðslu(induction).
Afleiðsla er það nefnt
þegar ný staðhæfing er
leidd af öðrum stað-
hæfingum, sem maður
veit að eru réttar
(A=B, A=C, ergo
B=C). Aðleiðsla er
hins vegar rökfræðileg
samsetning þar sem
maður kemst að álykt-
uninni út frá fjölda
staðreynda sem maður
upplifir sem reynslu
sína. 
Báðar aðferðirnar, afleiðsla og að-
leiðsla, eru nauðsynlegar í skyn-
samlegri rökfærslu og jafnréttháar,
líka í guðfræði. Mér virðist að í þeim
fræðum sé almenn tilhneiging al-
mennings jafnt sem fræðimanna að
reiða sig fremur á afleiðslu en að-
leiðslu og jafnvel gleyma alveg síð-
arnefndu aðferðinni. Þetta á við t.d.
þegar guðfræðingur vill sannreyna
hvort ákveðið málefni, t.d. samkyn-
hneigð, sé í samræmi við kristna trú
og boðskap. Iðulega vísar hann í
Biblíutextann sem forsendu og þró-
ar út frá honum röksemdafærslu
sína. Þetta er alls ekki röng aðferð í
guðfræðinni en sum samfélagsmál-
efni, eins og t.d. samkynhneigð, eru
þess eðlis að falla ekki vel inn í þenn-
an rökfræðiramma. 
Tökum annað dæmi. Segjum að
guðfræðingur fari til Taílands í
fyrsta skipti á ævinni og þar hitti
hann á hverjum degi fjölmarga
búddista. Af reynslu sinni dregur
hann þessa ályktun: ,,Yfirleitt eru
búddistar hógværir og elskulegir?.
Síðan spyr hann spurningar eins og:
,,Hverjir eru búddistar í skilningi
guðfræðinnar?? Ályktunin er stað-
hæfing sem orðin er að staðreynd í
huga guðfræðingsins í gegnum upp-
lifun hans og reynslu.
Þá staðhæfingu er ekki
hægt að setja í neinn
sérstakan bás út frá
guðfræðilegum þanka-
gangi um hvort að hún
sé t.d. rétt eða röng.
Guðfræðin getur reynt
að skilgreina búddista
út frá kenningum
kristninnar en hún get-
ur ekki hreyft við þess-
ari staðhæfingu guð-
fræðingsins sem fór til
Taílands og upplifði
búddistana á þennan
hátt. Guðfræðilegur skilningur á
búddista getur aðeins þróast á skap-
andi hátt með því að viðurkenna
reynslu eins og upplifun Taílands-
farans. 
Umræðan um málefni samkyn-
hneigðra, sérstaklega þessa daga
um ,,hjónaband? af sama kyni, er
virk enn og aftur í kirkjunni. Um-
ræðan virðist vera mjög góð og fróð-
leg og ég ber virðingu fyrir henni.
Engu að síður finnst mér hún dálítið
festast í sömu hjólförunum og ekki
komast upp úr þeim. Íslenskt sam-
félag veit að innan þess býr samkyn-
hneigt fólk. Gagnkynhneigt fólk,
sem er meirihlutinn, veit að samkyn-
hneigt fólk er alveg eins og það,
nema hvað varðar kynhneigðina.
Þetta eru forréttindi okkar sem bú-
um á Íslandi í dag að vita það. Þetta
er alls ekki sjálfsagt mál, þar sem
samkynhneigðir þurfa því miður enn
að lifa í felum svo víða í heiminum. 
Við vitum að það er enginn munur
á draumum samkynhneigðra og
gagnkynhneigðra ? langflest viljum
við eignast lífsförunaut og stofna
hamingjusama fjölskyldu. Það er
staðreynd, eins og að Esjan er fjallið
nærri höfuðborginni og búddistar
eru milljónir. Á þá guðfræðin ekki að
viðurkenna samkynhneigða, líf
þeirra og vonir, drauma og þrár sem
staðreynd, rétt eins og gagnkyn-
hneigðra? Þetta er guðfræðileg að-
leiðsla. Ef guðfræðingar nálgast
málefni samkynhneigðra að mestu
leyti með guðfræðilegri afleiðslu,
þ.e. rökfærslu með tilvísun í Biblíu-
textann, þá er erfitt að komast upp
úr hjólförunum. Einfaldlega vegna
þess að Biblían var færð í letur á
öðru menningartímabili, þar sem
stefnur og straumar voru aðrir en nú
og samkynhneigð ekki viðurkennd
opinberlega og því eðlilega ekki
skýrt frá henni. 
Ef einhverjir geta ekki eða vilja
ekki viðurkenna ofangreindar stað-
reyndir um samkynhneigt fólk, þá
má segja að þeir nálgist málið frem-
ur út frá eigin skynsemi sem er
bundin við ákveðna siði eða menn-
ingu fremur en út frá guðfræði.
Það er skoðun mín að við sem til-
heyrum guðfræðisamfélaginu ætt-
um að vera skýrari í umræðunni um
málefni samkynhneigðra í íslensku
þjóðkirkjunni, hvort hún sé guð-
fræðilegs eðlis eða menningar- og
mannlegs.
Biblían, guðfræði og staðreynd
Tölum skýrar um málefni
samkynhneigðra segir 
Toshiki Toma
»
Gagnkynhneigt fólk,
sem er meirihlutinn,
veit að samkynhneigt
fólk er alveg eins og
það, nema hvað varðar
kynhneigðina. 
Toshiki Toma 
Höfundur er prestur innflytjenda.
LAUGARDAGINN 2. júní var
grein í Morgunblaðinu eftir fyrrver-
andi orkumálastjóra, sem rótaði
svolítið við huga mínum og knúði
mig til andsvara, enda þótt ég sé nú
bara peð á taflborði að ræða þessi
mál. Ég hef látið mér nægja að lesa
fyrirsagnirnar að greinum þessa
höfundar þangað til nú, því það er
svo lítið sem maður kemst yfir að
lesa í öllu þessu blaðaflóði, en þegar
ég hafði lesið fyrirsögn áðurnefndr-
ar greinar fannst mér að ég yrði að
lesa hana alla enda þótt hún væri í
lengra lagi. ?Það er hnattræn
skylda að virkja á Íslandi?, segir
höfundur. Í þessu felst að við eigum
svo mikið af orkugjafa, sem mengar
minna en kol og olía, að okkur beri
siðferðileg skylda til að leggja orku
fallvatna og jarðvarma
að fótum iðnvæðingar
heimsins. Þessar
raddir mátti líka
merkja innan stóriðju-
stjórnarinnar sálugu
og hafa þær líklega
orðið til þess að hún
fékk hægt andlát. Í
fljótu bragði getur
manni fundist þetta
meiri háttar hugsjón.
Það má líka líta á mál-
in frá fleiri hliðum.
Með álverunum erum
við ekki aðeins að auka mengun hjá
okkur heldur erum við líka að auð-
velda öðrum þjóðum að viðhalda og
auka hvers konar mengandi fram-
leiðslu. Ál er mikið notað í einnota
umbúðir sem ekki eru endurunnar,
það gæti verið óhagkvæmt fyrir
markaðinn, svo hvarvetna hrúgast
upp ruslahaugar og
eitruð leðja fylgir þess-
um ófögnuði. Ísland
býr heldur ekki yfir
svo ótakmörkuðum
auðlindum, að þær
skipti sköpum á heims-
mælikvarða. Hvernig
líta svo þessir ?hug-
sjónamenn? á framtíð
barna okkar? Eigum
við á nokkrum áratug-
um að gjörnýta orku-
lindir landsins svo að
ekkert verði eftir fyrir
komandi kynslóðir? Er græðgi-
svæðingin orðin svo stjórnlaus að
við gleymum því, að afkomendur
okkar þurfa líka að lifa í þessu landi
og að okkur ber skylda til að taka
fullt tillit til þess? Nú höfum við
fengið nýja ríkisstjórn og það er
eins og andi ferskum blæ yfir land
og þjóð. Í stjórninni er mjög traust-
vekjandi fólk sem auðsjáanlega vill
gera vel og við hana eru miklar von-
ir bundnar og margt virðist mjög
jákvætt í yfirlýsingum hennar. Ég
óttast þó nokkuð að hún verði of
eftirlátssöm í stóriðjumálum. Við
verðum bara að vona hið besta.
Stóriðjan er ekki bara meng-
unarmál, heldur ógnar hún líka
sjálfstæði okkar og mannréttindum.
Þegar álkóngarnir eru búnir að ná
tökum á atvinnulífinu, þá þarf ein af
smæstu þjóðum heims að gæta rétt-
inda sinna gagnvart voldugasta auð-
valdi heims, og mættu allir sjá að
það verður ójafn leikur og eru þessi
mál að koma upp á yfirborðið nú
þegar. Yfirlýsingin í Íraksmálinu
var nú hvorki fugl né fiskur. Hver
skyldi svo sem vera þannig inn-
rættur að hann harmaði ekki
ástandið í Írak? 
Samt sem áður væntum við þess
að ferskur blær leiki nú um þjóð-
lífið, og stjórn og stjórnarandstaða
taki hæfilegt tillit hvor til annarrar
og vinni saman í góðum málum, en
á það hefur nú ævinlega mikið skort
í íslenskum stjórnmálum. 
Kapp er best með forsjá
Gunnþór Guðmundsson skrifar
um samfélagsmál
»
Er græðgisvæðingin
orðin svo stjórnlaus
að við gleymum því, að
afkomendur okkar
þurfa líka að lifa í þessu
landi og að okkur ber
skylda til að taka fullt
tillit til þess?
Gunnþór Guðmundsson
Höfundur er fyrrverandi
bóndi og rithöfundur.
V i n n i n g a s k r á
6. útdráttur 7. júni 2007
Aðalvinningur
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
42776
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
6679 31614 54364 69015
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
20373 40533 44211 53347 57773 65033
39472 42087 51533 54216 58585 67966
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
8 9743 22000 35318 47793 60558 66899 74897
3316 9764 22864 35549 49060 60748 67874 74982
3755 10779 23125 36460 50548 60875 67891 75774
3892 12086 23776 36895 52395 62042 68037 75952
3996 13001 25091 38288 53187 62159 68302 76288
4329 13504 26679 39712 54336 62273 68984 77542
6248 15101 26932 39713 54625 62753 69383 78539
6281 15449 26950 39968 55049 64290 69794 79613
6548 15697 32111 41084 55703 64550 70042 79641
8559 16640 33555 41519 56502 65113 70272
9112 17466 33663 42852 57842 65316 70976
9167 18036 34768 44134 58253 66016 71930
9269 21023 35168 45463 59964 66502 72758
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
294 9052 21832 32911 41275 52514 61458 71370
378 9487 22151 33156 41696 52638 61544 71604
563 9506 22377 33723 42697 52889 61700 71789
567 10509 22428 33888 42735 53330 61769 71853
634 10648 22606 33964 42988 53709 61906 71998
845 10825 22838 34647 43318 53751 62889 72818
1035 10998 22933 35322 43830 54330 63134 72915
1073 11008 23183 35470 43883 54363 63236 73263
1418 11874 23912 35670 44076 54769 63413 73831
1690 13976 24051 36746 44261 55055 63590 74201
2044 14025 24157 36865 44508 55093 63601 74631
2190 14659 25165 37522 45456 55233 63667 74677
2777 15201 25204 37619 45517 55370 63761 74874
2846 15212 25509 37649 45638 55537 63804 75146
3018 15224 25864 37663 45804 55635 64502 75379
3031 15724 25921 38194 45841 55825 64942 75455
3150 15782 26152 38318 45933 56133 65202 76197
3752 16294 26401 38466 46561 56735 65682 76335
4362 16560 26789 38733 47248 57684 66996 76377
4758 16807 27158 39479 47414 57699 67173 76874
4833 17055 27172 39574 48553 57718 67982 78497
5868 17250 27589 39641 48790 57829 68150 78658
7039 18611 29505 39829 48831 58081 68239 78761
7097 19679 29588 39835 48837 58430 69681 79529
7294 20161 29766 39941 49005 58514 70037 79623
7597 21054 30697 40136 49554 59107 70041 79913
7846 21352 31265 40362 49871 59301 70124
8167 21590 31506 40586 49970 59343 70260
8341 21604 32233 40785 50888 59741 70374
8479 21606 32570 40954 51483 59769 70505
8613 21728 32828 41054 51485 60583 71174
9016 21748 32845 41273 52201 61097 71342
Næstu útdrættir fara fram 14. júní, 21. júní & 28. júní 2007
Heimasíða á Interneti: www.das.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60