Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurÞórir Einarsson fæddist í Reykjavík 4. september 1932. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 1. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðrún E. Brynjólfsdóttir, f. í Reykjavík 13. ágúst 1905, d. 9. júlí 1956, og Einar Ingimundarson, f. í Reykjavík 24. júní 1906, d. 4. janúar 1971. Guðmundur ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni. Systir Guðmundar sammæðra er Vigdís Númadóttir Dewberry, f. 4. jan- úar 1944, búsett í Bandaríkjum. Guðmundur kvæntist 22. des- ember 1957 Margréti Sigurð- ardóttur, f. 1. desember 1931. Foreldrar hennar voru Guðrún Elsa Hrönn Búadóttir, f. 1953, maki Sigurður Jónasson, þau eiga fjögur börn. Barna- barnabörnin eru sex. Guðmundur og Margrét bjuggu alla tíð í Reykjavík. Guðmundur starfaði alla ævi við sjómennsku á togurum, millilandaskipum og hjá Hafrannsóknastofnun. Guð- mundur var alla tíð virkur félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur og gegndi trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið. Guðmundur var hetja hafs- ins og hlaut ýmsar viðurkenn- ingar, þar á meðal afreksverðlaun sjómannadagsins 1956 fyrir björgun mannslífa. Ár- ið 1968 veitti Guðmundur viðtöku afreksorðu Slysavarnarfélags Ís- lands og árið 1999 hlaut Guð- mundur heiðursverðlaun Sjó- mannadagsins. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Markúsdóttir, f. í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 22. júlí 1895, d. 23. júlí 1971, og Sigurður Einarsson, f. í Reykjavík 6. júní 1903, d. 23. janúar 1971. Börn Guð- mundar og Mar- grétar eru: Guð- björg, f. 1958, maki Jón Hrafn Jónsson, þau eiga tvö börn; Einar Már, f. 1960, maki Jóna Hálfdán- ardóttir; Guðrún Eygló, f. 1963, hún á þrjár dætur, sambýlis- maður Heiðar F. Jónsson; og Haf- dís Björk, f. 1968, maki Jóhann Sveinsson, þau eiga þrjá syni. Börn Margrétar af fyrra hjóna- bandi eru Sigurður Örn Búason, f. 1952, maki Þórunn Sighvats- dóttir, þau eiga fjögur börn, og Árið 1972 kynntist ég Guðmundi tengdaföður mínum. Margs er að minnast. Gummi, eins og hann var kallaður af sínum nán- ustu, var sjómaður í húð og hár. Hann hafði útlit sjómannsins, hrjúfur, sterkur og traustur, en þegar maður kynntist honum kom í ljós hið mesta ljúfmenni sem vildi öllum vel, sérstak- lega sínum nánustu. Hann lét verkin tala en naut samræðna. Var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til hans og „Öggu“ ömmu, eins og krakkarnir okkar kölluðu tengdamömmu. Ekki má láta hjá líða að minnast allra ferðalaganna sem við fórum í saman bæði erlendis og innanlands. Í sólarlandaferðunum tók Gummi hlut- ina af festu eins og flest sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fann heitasta staðinn í sólbaðinu og lét sólina baka sig. Var hann oft ansi rjóður að kvöldi sólbaðsdags. Var þá gantast með lit- arhátt Gumma. Ratvísi Gumma var einstök og má sem dæmi nefna ferðir inn í ókunnar borgir þar sem hann var í fararbroddi og aldrei brást það að hann kom alltaf hópnum til skila aftur án notkunar korts. Sagði hann mér að hann nýtti sér reynsluna af sjónum við að festa í minni kennileiti til að rata. Annar eiginleiki sem Gummi bjó yfir var stálminni. Við áttum það sameiginlegt að hafa gaman að fræðast um störf hvors annars og að ég tali nú ekki um að metast á um unna yfirvinnutíma síð- asta mánaðar. Nokkrum sinnum fékk ég að kíkja um borð til hans og þá sást að þar var hann á heimavelli. Var hann ekki bara öllum hnútum kunn- ugur þar heldur leið honum augljós- lega líka vel um borð. Flest þau árin sem ég þekkti Gumma var hann báts- maður á skipum Hafrannsóknastofn- unar. Magga og Gummi eignuðust bíla frekar seint og framan af voru þetta bílar sem voru komnir á viðhaldsald- ur. Hann gekk í það eins og önnur verk að laga bílana sína. Hann hafði mjög gaman af bíltúrum sem hann kallaði „víðáttubrjálæði“ og hafði ánægju af því að eignast æ betri bíla eftir því sem efnahagurinn vænkað- ist. Magga og Gummi voru ólík hjón en vógu hvort annað skemmtilega upp. Magga er alltaf í góðu skapi og segir allt sem henni býr í brjósti, vill alltaf hafa fólk í kringum sig og sogar til sín börnin og barnabörnin. Sann- arlega hrókur alls fagnaðar. Gummi var rólyndur, jarðbundinn og sagði ekkert óhugsað. Hann flíkaði ekki til- finningum sínum en einu sinni, er við vorum búnir að fá okkur í annan fót- inn, trúði hann mér fyrir því að hann elskaði Mögguna sína og tiltók sér- staklega hversu hann elskaði hana fyrir hennar ótrúlega eiginleika sem hún hefur við að laða að sér börnin. Hann var hetja sem af afreksorð- um má sjá sem honum voru veittar fyrir björgun mannslífa og störf sín fyrir sjómannastéttina. Hann var virtur á meðal félaga sinna. Með þessum orðum kveð ég frá- bæran tengdaföður sem varð mér sannur vinur. Þakka þér, Gummi minn, fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir mig og fjölskyldu mína. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tengda- föður en þig. Óska fjölskyldunni allr- ar blessunar í sorginni. Sigurður Jónasson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Með þessum línum langar mig til að kveðja hann Gumma fósturpabba minn. Þú komst inn í mitt líf þegar ég var þriggja ára en þá kynntist þú mömmu minni, henni Möggu þinni. Í fyrstu var ég nú ekki mjög hress með þenn- an ókunna mann sem tók plássið mitt í rúminu hennar mömmu. En ég ákvað að kynnast þér, gefa þér smá séns og breyttist þá skoðun mín á þér. Hefði ég ekki getað eignast betri fóst- urpabba. Ég varð meira að segja svo ánægð með þig að ég bað þig um að ættleiða mig. En það fannst þér greinilega ekki við hæfi og minntir mig á að ég ætti pabba, þess vegna væri ekki hægt að ættleiða mig. Sætti ég mig við það, að þetta yrði bara að vera svona. Margra ferðalaga er að minnast, innanlands og erlendis, með þér og mömmu, þar sem við treystum alfarið á þína ratvísi, ekki þurftum við að hafa áhyggjur af því að villast þeg- ar við ferðuðumst með þér, Gummi minn. Þú sást um að taka eftir kenni- leitunum til að villast ekki á nýjum slóðum. Einnig varst það þú sem sást um að fylgjast með veðurspánum. Þú upplýstir okkur hin um veðrið næstu daga. Maður þurfti bara að spyrja þig, þú hafðir alltaf svörin á tæru, eins og til dæmis nöfnin á gististöðum er- lendis, sem við höfðum gist á fyrir mörgum árum, og allir aðrir sem yngri voru mundu ekki. Hvíl þú í friði. Elsa Hrönn. Okkur langar að minnast hans afa Gumma. Hann afi var yndislegur maður, klettur í lífi okkar, sterkur og traust- ur. Alltaf var gaman að eyða tíma með honum eins og þegar hann var að atast í okkur og þá sérstaklega þegar hann var að þæfa okkur eins og hann kallaði það þegar hann kitlaði okkur. Við fórum í veiði, sumarbústaði, bíl- túra, á sjóinn og flestallt sem maður gerir með afa sínum. Hann afi var alltaf rólegur og yfirvegaður en amma sá um lætin, þau voru mjög ólík en bættu hvort annað upp. Afa fannst gaman að ferðast og þekkti hann landið okkar vel, hann var með innbyggðan áttavita og virt- ist alltaf rata rétt leið þó á nýjum stað væri. Nú fer afi í sína hinstu ferð og hann ratar örugglega á réttan stað. Við þökkum afa fyrir allar minning- arnar og ógleymanlegu stundirnar. Hrefna Líneik og Jón Orri. Elsku afi minn. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, ég mun aldrei gleyma þeim. Man ég sérstaklega eft- ir þegar þú varst að þæfa mig og strákana. Það var svo gaman. Þú hef- ur alltaf verið mér svo blíður og góð- ur. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér, í mínu hjarta, og passar mig og fjölskylduna mína. Ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Þín afastelpa Margrét Ásta. Mikið er leiðinlegt að sjá hvernig sjúkdómur eins og Alzheimer getur farið illa með fólk. Þú, elsku afi, sem vissir allt. Þegar ég var lítil gat maður spurt þig að öllu, þú áttir alltaf til svör og gafst þau með heilum hug. Það var alltaf gaman að fara með þér og ömmu í bílferðir út á land, ekki bara vegna þess að ég fékk alltaf fullt af nammi og ís í hverju pissustoppi, heldur fékk ég líka alltaf að vita hvað öll fjöll hétu, allir bæir, vötn og nánast allt sem varð á leið okkar. Núna ert þú búinn að kveðja okkur eftir langvarandi veikindi. Mikið á ég eftir að sakna þín eins og við öll. Elsku afi, ég vona að þú sért kominn á betri stað, núna algjörlega heilbrigð- ur, og bíðir eftir okkur hinum með kokkteil í hönd á sólarströnd, þegar okkar tími kemur. Þú munt lifa í minningum okkar allra. Upp í hug- ann kemur allt sem við höfum gert saman, svo sem sumarbústaðaferðir og utanlandsferðir. Elsku afi minn, takk fyrir tímann sem við áttum hérna með þér. Megir þú hvíla í friði. Mig langar að votta öllum samúð mína sem þekktu afa. Hugur minn er þó sérstaklega hjá ömmu minni og börnum þeirra. Megi guð styrkja okkur öll í þessari sorg. Klara Jenný Sigurðardóttir. Elsku afi minn ,,Mundu hann frískan og heilbrigð- an, en ekki veikan. Þá mun alltaf vera bros á vörum þínum en ekki tár.“ Þetta sagði góður vinur minn, mér til huggunar eftir að ég vissi að afi væri orðinn það veikur og að hann næði sér ekki aftur. Þessi einfalda setning er góð áminning þegar ein- hver ástkær hefur gengið í gegnum löng veikindi og lífið virðist erfitt og ósanngjarnt og brosið er hvergi nærri. Með þessa setningu að leiðarljósi langar mig að kveðja þig með nokkr- um orðum, og þeim dýrmætu minn- ingum sem fá mig til að brosa. Þær eru ófáar stundirnar sem ég eyddi hjá þér og ömmu þegar ég var lítil. Þá var iðulega eitthvað skemmtilegt gert, man ég eftir mörgum sundferðum, ísbíltúrum, pílukasti við þig í bílskúrnum og þeg- ar þú þræddir poka í snúru svo við krakkarnir gætum farið út með flug- dreka. Einnig er mér ofarlega í minni hvað þér fannst gaman að koma með einhverskonar speki, sem ég lítil stelpa skildi ekkert í. T.d. þegar þú sagðir að amma væri vond að gefa mér svona mikið nammi, svo glott- irðu alltaf, og ég braut heilann um það hvernig amma gæti verið vond að gefa mér nammi, mér fannst nammi gott svo ég harðneitaði alltaf að amma væri vond. Einnig eyddi ég ófáum stundum í rökræðum við þig um það hvort ég og amma værum jafn gamlar þar sem hún væri 60 ára og ég 6 ára, og alltaf glottir þú og fannst svo gaman að stríða mér smá. En ég gat aldrei skilið hvernig þú fékkst það út, og get ekki enn. Mig langar að enda þetta með því að segja þér hvað þú varst alltaf góð- ur og hlýr maður. Þú varst sannkall- að gull af manni. Ég er stolt af þér. Betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga margar góðar minningar sem kalla fram bros á erf- iðum tímum. Megir þú hvíla í friði, elsku afi minn, ég veit að þú munt alltaf vaka yfir mér og passa okkur í fjölskyld- unni eins og þú værir enn meðal okk- ar. Elsku amma mín, megi guð gefa þér styrk á þessum erfiða tíma, við munum vera hér fyrir þig. Þín afastelpa, Stefanía Lára. Guðmundur Þórir Einarsson ✝ Halldór ÁgústGunnþórsson fæddist á Stóra- Steinsvaði í Hjalta- staðaþinghá 18. ágúst 1922. Hann lést miðvikudaginn 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnþór Þór- arinsson, f. 16. júlí 1896, d. 20. júlí 1983, og Vilborg Jósefína Kristjáns- dóttir, f. 13. apríl 1895, d. 11. júlí 1969, sem lengst bjuggu á Hreims- stöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þau landi 24. febrúar 1926, d. 21. apríl 1976. Börn þeirra eru Gunnþór, f. 19. maí 1952, kvæntur Láru Ágústu Gunnarsdóttur, f. 29. maí 1952, Charlotta, f. 19. maí 1952, gift Vigfúsi Andréssyni, f. 20. febrúar 1945, Hilmar, 3. sept- ember 1958, og Elfar Baldur, f. 23. ágúst 1961, d. 24. mars 2007. Barnabörnin eru þrjú og langaf- astrákurinn einn. Halldór fór snemma að vinna en lengst af, í 42 ár, 1957 til 1989, starfaði hann í J.B. Pétursson, Ægisgötu 7. Halldór verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. eignuðust átta börn, þau eru Guðrún Katr- ín, f. 1917, látin, Þór- hildur, f. 1919, látin, Helga Jónína, f. 13. júní 1921, Halldór Ágúst, sem hér er minnst, Þórmundur, f. 1923, látinn, Gunn- laugur, f. 1924, lát- inn, Svavar, f. 15. nóvember 1926, og Gróa Stefanía, f. 21. september 1934. Eiginkona Hall- dórs var Úrsula Gunnþórsson, fædd Raduschurski, f. í Königsberg í Austur-Prúss- Við starfsfólkið á deild 13-G viljum þakka Halldóri einstaka tryggð við okkur. Fyrir 15 árum lá hann á deild- inni hjá okkur sem þá var í Fossvogi. Síðan þá hefur hann komið í heim- sókn til okkar annan hvern laugar- dag með ís, eða staura, súkkulaðirús- ínur og kók. Það hefði mátt stilla klukkuna eftir honum svo stundvís var hann. Alltaf var hann hress og kátur spjallaði við okkur smástund og fékk kaffi og var svo farinn, vildi ekki tefja okkur. Við þökkum Halldóri samfylgdina, Guð blessi hann. Við sendum fjölskyldu hans sam- úðarkveðjur. Starfsfólk 13-G. Halldór Ágúst Gunnþórsson ✝ Þórir Hans Ott-ósson fæddist í Reykjavík 13. febr- úar 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 31. maí síð- astliðinn. For- eldrar hans voru Guðbrandína Tóm- asdóttir, f. 31.8. 1898, d. 24.3. 1981, og Ottó G. Guð- jónsson, f. 1.8. 1898, d. 20.2. 1993. Systkini Þóris voru Sigurður, f. 25.7. 1922, d. 10.7. 1991, Þor- björg, f. 23.7. 1924, d. 10.7. 1991, Guðjón, d. 1942, Andrés, f. 3.4. 1928, d. 13.2. 1993, Krist- ín, f. 7.4. 1929, d. 3.8. 1990, og Erla, f. 6.4. 1945. Börn Þóris eru Guðrún, f. 6. febr- úar 1959, Ívar Þór, f. 4. nóvember 1960, Jón Viðar, f. 5. september 1965, Jóhanna, f. 22. júlí 1967, og Kristjana, f. 27. apríl 1971. Þórir ólst upp í Reykjavík og fór ungur að starfa hjá Símanum við lagnir símalína um allt land. Hann fór svo í útkeyrslu hjá Stálhúsgögnum og starfsferl- inum lauk hann með margra ára útkeyrslu fyrir Vísi og eftir sameiningu DV. Þórir verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hann er dáinn, sagði Andrés bróðir í símanum. Allt fór af stað í huga mínum, allt sem maður minnist um Tóta frænda. Hann var einn af þeim sem margir þekktu. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítill gutti og fékk vera með honum á Dagblaðsbílnum. Hvar sem maður kom um allan bæ, allir þekktu Tóta. Enda var hann vel liðinn af mörgum og oftast fullur af glensi og gríni. Hann greip í kinnarnar á Möggu frænku um leið og hún opnaði dyrn- ar í Hæðargarðinum. Hæðargarðin- um þar sem Þóra systir hans bjó. Þar stoppuðum við alltaf í kaffi, eftir að útkeyrslu dagsins á Dagblaðs- bílnum lauk. Dagblaðsbílnum sem maður kynntist Tóta frænda sem best í. Ég gleymi aldrei mörgum skemmtilegum stundum með honum þar. Sérstaklega á föstudagskvöld- unum, þegar átti að keyra laugar- dagsblaðið út og Tóti varð bara að kaupa Egils appelsín í gleri og Prins póló. Annars gat hann bara ekki lif- að af nóttina. Og mörg önnur atvik sem honum tengjast gegnum tímann sem við áttum saman. Takk Tóti fyr- ir það sem þú kenndir mér og þær stundir sem ég fékk með þér í Dag- blaðsbílnum. Tóti spurði mig oft að því í gríni hvort hann mætti ekki eyða ellinni hjá mér sem hirðir í hesthúsinu mínu. Hugsa um hest- ana, moka og sópa. En ég finn það í dag þegar ég fer út í hesthús á kvöldin að hestarnir mínir hafa ekki verið einir. Guðbrandur (Baddi). Þórir Hans Ottósson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.