Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						42 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Hrafnkell Aðal-
steins Jónsson
fæddist á Vað-
brekku í Hrafnkels-
dal 3. febrúar 1948.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Egils-
stöðum 29. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jón Jóns-
son, bóndi í Klaust-
urseli og síðar
verkamaður á
Egilsstöðum, f. 18.
janúar 1912, d. 31.
júlí 1992, og Guðrún
Aðalsteinsdóttir, húsmæðrakenn-
ari, húsfreyja í Klausturseli og
ráðskona við Menntaskólann á
Egilsstöðum, f. 25. maí 1923, d. 24.
sept. 1999. Systkini Hrafnkels eru
Aðalsteinn Ingi, bóndi í Klaust-
urseli á Jökuldal, f. 12. okt. 1952,
Jón Hávarður, framkvæmdastjóri
á Egilsstöðum, f. 17. nóvember
1957, Rósa, hjúkrunarfræðingur í
Hafnarfirði, f. 14. júní 1962, og
Ingibjörg Jóhanna, kennari í
Reykjavík, f. 10. ágúst 1964. Bróð-
ir Hrafnkels, samfeðra, er Sig-
urður bóndi á Víkingsstöðum á
Völlum, f. 24. janúar 1947, d. 6.
mars 2000. Móðir hans er Ingi-
Hrafnkell stundaði nám við Al-
þýðuskólann á Eiðum. Hann út-
skrifaðist frá Bændaskólanum á
Hólum 1969 og Endurmenntun
Háskóla Íslands í opinberri stjórn-
un og stjórnsýslu 2004. Hann var
bóndi í Klausturseli á árunum
1969-1974 en flutti þá til Eski-
fjarðar. Þar stundaði hann fyrst
almenn verkamannastörf. Hann
fór strax að taka þátt í starfi
Verkalýðsfélagsins Árvakurs, var
formaður þess um tuttugu ára
skeið og starfaði að málefnum
verkalýðsfélaga um áraraðir. Sat í
bæjarstjórn á Eskifirði og var for-
seti bæjarstjórnar og starfandi
bæjarstjóri um tíma. Starfaði á
vettvangi sveitarstjórnarmála um
árabil á Austurlandi. Hann átti
sæti á framboðslistum Sjálfstæðis-
flokksins til Alþingis, varð vara-
þingmaður og tók sæti á Alþingi
sem slíkur. Hrafnkell flutti upp í
Egilsstaði 1996 er hann tók við
stöðu héraðsskjalavarðar og því
starfi gegndi hann til dauðadags.
Samhliða daglegum störfum sinnti
hann sjálfstæðu fræðastarfi og
liggur eftir hann mikið magn efnis
bæði birt og óbirt. Árið 2006 stóð
hann að stofnun Hreindýraseturs
á Skjöldólfsstöðum ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Hrafnkell verður jarðsunginn
frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
björg Sigurðardóttir
ráðskona á Hallorms-
stað, f. 15. sept. 1924.
Hrafnkell kvæntist
8. júlí 1969 Sigríði M.
Ingimarsdóttur frá
Skriðufelli í Jökuls-
árhlíð, f. 14. nóv.
1948. Foreldrar
hennar eru Ingimar
Jónsson, bóndi á
Skriðufelli, f. 21.
október 1922, d. 19.
desember 1993, og
Fjóla Kristjánsdóttir,
húsfreyja á Skriðu-
felli, f. 15. október 1923. Börn
Hrafnkels og Sigríðar eru: 1)
Bjartmar Tjörvi, hugbúnaðar-
fræðingur hjá Hugur/Ax, f. 16.
apríl 1969, maki Kristbjörg Jónas-
dóttir frá Eskifirði, f. 14. febrúar
1971. Börn þeirra eru Embla Ósk,
f. 14. apríl 1999, og Hrafnkell Ísar,
f. 17. september 2002. Dóttir
Kristbjargar og Halldórs A. Hall-
dórssonar er Tara Ösp, f. 20. des-
ember 1989. 2) Fjóla Margrét fjár-
málafulltrúi hjá ESS á Reyðar-
firði, f. 16. nóvember 1972. Dóttir
hennar og Þráins Ragnarssonar
er Þorgerður Sigga, f. 28. júní
2004.
Elsku pabbi minn
Þeir eru búnir að vera skrýtnir hjá
okkur síðustu mánuðir. Alveg síðan
þú veiktist þann 5. september höfum
við barist saman fjölskyldan og stað-
ið saman í gegnum þetta allt saman.
Þú okkar sterkastur, lengst af alveg
ákveðinn í því að láta ekki þennan ill-
víga sjúkdóm buga þig. Alveg eins
og með allt annað sem þú tókst þér
fyrir hendur. Mottóið þitt lifir svo
sannarlega: ,,Það eru ekki til vanda-
mál heldur aðeins verkefni, og þau
eru til þess að leysa þau.? Þú barðist
svo sannarlega til hinstu stundar og
oftast nær með húmorinn í lagi. Þú
hefur alltaf verið hetjan mín, verið
mín fyrirmynd í flestöllu sem ég hef
tekið mér fyrir hendur. Ég upplifði
okkur alltaf sem svo mikið ?team?.
Ég stóð með þér, hvað sem mér svo
sem fannst um það sem þú varst að
gera, og þú stóðst svo sannarlega
með mér. Allt sem mér hefur dottið í
hug að gera, hversu ógáfulegt sem
það var, það gastu réttlætt. Auðvitað
leiddir þú mig alltaf aftur yfir á
?beinu? brautina, þ.e. brautina sem
þér fannst að ég ætti að fara. Við
vorum auðvitað oft búin að deila um
fólk og málefni en aldrei urðum við
ósátt. Við vorum bestu vinir, alltaf
100% trú hvort öðru. Þú tókst föð-
urhlutverkið að þér fyrir hana Þor-
gerði Siggu. Það sem hún hefur allt-
af verið ánægð með hann afa sinn.
Ég kem til með að viðhalda minning-
unni um þig í huga hennar og hjarta.
Hún veit að afi er núna í hjartanu
hennar og Jesús passar þig. Pabbi
minn, þú og mamma hafið gefið mér
svo ótrúlega gott líf. Þið hafið bæði
verið mér máttarstólpar og alltaf hef
ég komið til ykkar aftur og aftur því
hvergi er eins gott að vera eins og
hjá ykkur. Ég á eftir að sakna þín
mikið en ég veit að þú kemur til með
að vaka yfir okkur alla tíð. 
Elsku pabbi. Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Fjóla.
Það er mikill skaði að fráfalli
Hrafnkels A. Jónssonar frá Klaust-
urseli. Það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til Hrafnkels
frænda míns er sú sterka réttlæt-
iskennd sem lá eins og rauður þráð-
ur í gegnum allt hans líf. Hann var
heiðarlegur maður með kjark til
þess að segja skoðanir sínar og jafn-
framt nógu leitandi til þess að skipta
um skoðun ef réttlætiskennd hans
sagði honum að gera það. Slíkir
menn skipta stundum um viðhlæj-
endur en ekki vini. Hrafnkell vildi
samferðamönnum sínum vel og
fyndist honum sér verða það á að
brjóta á einhverjum, féll honum það
þungt. 
Hrafnkell tók mikinn þátt í stjórn-
málum, bæði í verkalýðshreyfingu,
sveitarstjórnarmálum og landsmál-
um. Hann varð samt ekki atvinnu-
maður í stjórnmálum. Til þess hafði
hann marga góða hæfileika en kunni
þó ekki allt sem stjórnmálamaður
þarf að kunna til þess að ná verulega
langt. Hann vantaði hæfileikann til
þess að látast ekki sjá það sem hon-
um fannst rangt og átti erfitt með að
þegja þegar æðra settir menn fóru
með vitleysu.
Samskipti okkar Hrafnkels ná
lengra aftur en minni mitt. Þau byrj-
uðu á Vaðbrekku en seinna kom ég
oft í heimsókn í Klaustursel og stóð
lengi við. Samgangur okkar varð síð-
an mismikill eftir því hvar við vorum
staddir í veröldinni en mér finnst að
við höfum alltaf náð að brúa þau bil
með löngum og góðum samtölum
þegar við hittumst. Það var einn af
skemmtilegustu eiginleikunum í fari
Hrafnkels hvað hann hafði gaman af
samtölum. Hann hafði lag á að dýpka
samræður og nota þær til að kenna
og læra sjálfur. Að því leyti líktist
hann móður sinni, Guðrúnu, sem var
ákaflega vel gefin kona.
Hrafnkell var ekki langskólageng-
inn maður en hann var afar vel
menntaður. Hann skrifaði og birti
margar greinar um sagnfræðileg
efni og þær eru af háum gæðaflokki.
Það virtist á köflum óhugsandi að
maður kæmi nokkurs staðar að tóm-
um kofunum hjá honum þegar rætt
var um landsins gagn og nauðsynjar
og áhugann vantaði aldrei. Þetta
gerði hann að ómetanlegum starfs-
manni Héraðsskjalasafns Austur-
lands og þeir eru margir sem sóttu
bæði fróðleik og hugmyndir til hans.
Sennilega er áhugi á mannlífinu ein-
mitt skýringin á því hvers vegna
honum gekk svona vel að afla sér
þekkingar og halda henni skipulega
til haga. Sá áhugi tengist tvímæla-
laust réttlætiskenndinni sem nefnd
var í upphafi. Enginn getur haft
sterka réttlætiskennd nema honum
finnist fólk mikils virði.
Veikindi Hrafnkels voru löng og
erfið. Fjölskylda hans studdi hann í
gegnum þau af einstökum styrk og
alúð sem segir sína sögu um það
hvers konar maður hann var. Hann
átti einlæga ást og virðingu sinna
nánustu og var því meira metinn
sem menn þekktu hann betur. Þann-
ig hitta allir sjálfan sig fyrir og þó að
fráfall Hrafnkels sé sorglegt og
ótímabært þá vekur líf hans virðingu
og aðdáun. Eftir dauða hans er skarð
fyrir skildi. Við Dagný og synir okk-
ar vottum Diddu, Tjörva og Fjólu og
fjölskyldum þeirra innilegustu hlut-
tekningu.
Kristján Jóhann Jónsson.
Hrafnkell frændi minn er látinn,
þar er genginn góður drengur. Mín-
ar fyrstu minningar um Hrafnkel
tengjast pólitík og líka þær síðustu.
Þegar Hrafnkell bjó í Klausturseli
rökræddu hann og pabbi gjarnan um
pólitík í sveitasímann. Mig minnir að
á þeim tíma hafi þeir verið á önd-
verðum meiði. Rökræðurnar urðu
gjarnan háværar og ég, barnið, gat
aldrei almennilega skilið um hvað
þeir voru að tala. Mikið held ég samt
að þeir frændur hafi gert fólkinu í
sveitinni lífið leitt með þessum sím-
tölum, ekkert spennandi að hlusta,
ímynda ég mér. 
Maður spyr sig hvers vegna
Hrafnkell er tekinn frá okkur langt
fyrir aldur fram. Ég held að svarið
sé einfalt, það vantaði kosninga-
stjóra í himnaríki. Hrafnkell var
fram á síðustu stundu að spá í stjórn-
mál. Þrátt fyrir veikindin var hann
að sjá til þess að þeir sem að honum
sneru færu á kjörstað, fyrst í próf-
kjörskosningum Sjálfstæðisflokks-
ins sl. haust og síðan í alþingiskosn-
ingum síðustu. Ég kom til hans á
kjördag og þá vildi hann fullvissa sig
um hvort dóttir mín og kærasti
hennar, sem dveljast í Danmörku,
hefðu örugglega kosið.
Hrafnkell gekk í gegnum erfið
veikindi frá því á haustdögum 2006.
Um skeið leit allt betur út, en svo fór
að síga á verri hliðina aftur. Þegar
veikindin voru orðin þannig að hann
heyrði og sá mjög illa kom ég til hans
einu sinni sem oftar. Ég fór að
spyrja hann frétta, hvort væri ekk-
ert slúður af sjúkrahúsinu. Þá svar-
aði Hrafnkell: ?Ég er ekki rétti mað-
urinn til að spyrja að því, ég er nú
eiginlega orðinn bæði blindur og
heyrnarlaus,? og svo glotti hann.
Þessu var hlegið að í marga daga,
húmorinn hjá honum var alltaf til
staðar. 
Við Fúsi minn og börnin okkar
viljum senda fjölskyldu Hrafnkels
okkar innilegustu samúðarkveðjur. 
Megi algóður guð vera með ykkur
og styrkja.
Margrét Aðalsteinsdóttir.
Fallinn er í valinn langt fyrir aldur
fram góður samferðamaður í lífinu,
Hrafnkell Aðalsteinn Jónsson aðeins
59 ára gamall.
Ég hefi alltaf haft jákvæðar
taugar til Hrafnkels, ekki síst fyrir
þá sök að ég vann með föður hans
Jóni Jónssyni í skógræktinni í Hall-
ormsstað sumrin ?71 og ?72. Jón tók
mig þá oft með sér í mat og kaffi til
konu sinnar Guðrúnar Aðalsteins-
dóttur, sem var annáluð matreiðslu-
kona og mikill mannvinur.
Hrafnkell flutti ungur til Eski-
fjarðar ásamt sinni góðu konu Sig-
ríði Ingimarsdóttur. Áttu þau heim-
ili þar frá 1974 til 1996 og ólu þar upp
sín börn, Tjörva og Fjólu Margréti.
Sigríður vann um árabil á leikskól-
anum Melbæ og var einkar nærgæt-
in og fær í starfi, lék á gítar og söng.
Hrafnkell byrjaði sína vinnu á véla-
verkstæði Hraðfrystihúss Eskifjarð-
ar hf., þar sem faðir minn var verk-
stjóri og þótti sveitamaðurinn og
Jökuldælingurinn strax liðtækur
þar, þótt hann hefði ekki unnið við
slíka vinnu áður. Enda kunna þeir
sem alast upp í sveit sitt af hverju og
skáka borgar- og bæjarbörnunum á
fjölmörgum sviðum.
Hrafnkell byrjaði snemma að taka
þátt í verkalýðsmálum eftir komuna
til Eskifjarðar og var fljótlega kjör-
inn til forystu í verkalýðsfélaginu
Árvakri á Eskifirði. 
Það gat gustað af Hrafnkatli og
hann hleypti lífi í félagið og styrkti
svo um munaði. Var vel máli farinn,
átti auðvelt með að virkja fólk til
starfa og var manna duglegastur
sjálfur. Atvinnurekendur fengu að
finna fyrir breytingunum og hann
var einatt trúr sínum umbjóðendum.
Pólitískur áhugi Hrafnkels kom
fljótlega í ljós. Hann var kjörinn í
bæjarstjórn Eskifjarðar fyrir Al-
þýðubandalagið 1978.
Sjálfsagt hefur Hrafnkell verið
erfiður sínum flokkssystkinum ef
hans skoðun var á skjön við flokks-
línuna. En hann var alla tíð trúr
sinni samvisku og hikaði ekki við að
láta sverfa til stáls ef honum var mis-
boðið. Þetta fékk Alþýðubandalagið
að komast að raun árið 1982 og einn-
ig Sjálfstæðisflokkurinn 1990 hér á
Eskifirði í bæjarstjórnarkosningum.
Þegar hann sagði skilið við þessa
flokka varð frjálst fall í fylgi hjá
þeim í kjölfarið. Alþýðubandalagið
náði aldrei að rétta úr kútnum en
Sjálfstæðisflokknum varð það til
happs að Hrafnkell gekk aftur til liðs
við flokkinn. Til marks um mikið
persónufylgi Hrafnkels skal hér
nefnt að hann bauð fram óháð fram-
boð, E-listann, 1986 og náði inn 2
mönnum í 7 manna bæjarstjórn.
Hrafnkell var duglegur bæjarstjórn-
armaður. Hann gegndi starfi forseta
bæjarstjórnar og leysti bæjarstjór-
ann af í sumarleyfum. Ennfremur
var hann virkur í stjórn umf. Austra
um árabil.
Síðustu misserin átti Hrafnkell við
heilsuleysi að stríða og nú er þessi
stóri, hrausti og litríki merkismaður
allur.
Ég heimsótti Hrafnkel á sjúkra-
húsið á Egilsstöðum nýlega. Þá var
líkamlega mjög af honum dregið en
hann var með skýra hugsun og hafði
skoðun á mönnum, málefnum og
landsmálunum eins og honum var
líkt. Ljóst var að ásakanir og kaf-
bátahernaður gegn honum, sem
stjórnarformanni í Lífeyrissjóði
Austurlands lá þungt á honum og
gat hann ekki leynt vonbrigðum sín-
um í þeim efnum.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Hrafnkatli fyrir góð og farsæl kynni
og sendi Sigríði eiginkonu hans,
börnum þeirra hjóna Tjörva og
Fjólu Margréti svo og öllum að-
standendum mína innilegustu sam-
úð.
Emil Thorarensen.
Það er alltaf jafn sárt og því fylgir
djúp sorg að missa ættingja og góð-
an vin á besta aldri. Enn er það
krabbinn sem heggur skörð í frænd-
garðinn. Það skarð er stórt sem
Hrafnkell var fyrir. Hrafnkell var
alla tíð kær vinur vina sinna og jafn-
an ráðagóður. Hann var þeirrar
gerðar að geta sett sig í spor manna
og verið ráðgefandi frá þeirra sjón-
arhóli. Þess nutu margir.
Hrafnkell var félagsmálatröll. Það
átti því vel við hann að starfa fyrir
verkalýðshreyfinguna, starfa með
fólki og fyrir fólk. Standa í samn-
ingaþrefi og leita sátta. Sem formað-
ur verkalýðsfélagsins á Eskifirði
naut hann sín vel og einnig í þeim
ótal trúnaðarstörfum sem honum
voru falin fyrir verkalýðshreyf-
inguna á Austurlandi og ASÍ. 
Það var í anda hans sterku skoð-
ana á velferð samborgaranna og
þjóðmála að hann fór snemma að
skipta sér af stjórnmálum. Sem ung-
ur maður aðhylltist hann stefnu
vinstri manna og var um tíma í Al-
þýðubandalaginu. Hann stofnaði
sérframboð á Eskifirði og sópaði að
sér fylgi í bæjarstjórnarkosningum.
Hann gekk síðan til liðs við Sjálf-
stæðisflokkinn þegar ?bernsku-
brekin? rjátluðust af honum og
starfaði með honum síðan. Hrafnkell
var bæjarfulltrúi fyrir flokkinn á
Eskifirði og mikilvirkur í sveitar-
stjórnarmálum á Austurlandi, m.a..
sem formaður SSA. 
Hrafnkell bauð sig fram til Al-
þingis og var varaþingmaður í tvö
kjörtímabil, 1987-1995. Sú ákvörðun
hans að bjóða sig ekki fram í próf-
kjöri árið 1995 var örlagarík fyrir
mig. Hrafnkell hafði tekið þá ákvörð-
un að fara þess á leit við frænku sína
að hún gæfi kost á sér í ?alvöru? sæti
í prófkjörinu. Mér er minnisstæð
heimsóknin þegar Hrafnkell mætti
heim í stofu á Seyðisfirði, til þess að
tala fyrir þessari hugmynd sinni.
Hann taldi meðal annars að nú væri
runninn upp tími kynjajafnréttis. Nú
yrðu konur að fara að gera sig gild-
andi í landsmálapólitíkinni og þar
sem ég væri orðin vel sjóuð í sveit-
arstjórnarpólitíkinni yrði ég að taka
slaginn. Þegar Hrafnkell kvaddi
þennan dag var frá því gengið að ég
skyldi reyna við prófkjörið. Hann
sagðist styðja mig og gerði það svo
sannarlega.
Hrafnkell var maður orða sinna.
Það er ekki þar með sagt að hann
hafi ekki getað skipt um skoðun
bæði á mönnum og málefnum.
Hreinskilni var reyndar einn af hans
góðu kostum og oft fékk ég góða
dembu hjá honum ef honum fannst
að ég eða flokkurinn værum ekki á
réttri leið. 
Hrafnkell komst líka ævinlega í
ham þegar kosningar nálguðust.
Hann þekkti umræðuna meðal fólks-
ins og vissi hvar þyrfti að bregðast
við. 
Hrafnkell var mikill Austfirðingur
og bar hag Austurlands mjög fyrir
brjósti, en einnig Héraðsmaður og
Jökuldælingur. Hann var mikill
grúskari og ættfræðingur og því átti
starf héraðsskjalavarðar óskaplega
vel við hann. Hann var einnig farinn
að láta verulega að sér kveða við rit-
un ættarsögunnar og eigum við
frændfólk hans honum mikið að
þakka í þeim efnum.
Við hjónin færum Sigríði, Tjörva,
Fjólu og fjölskyldum þeirra innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
þeim huggunar og styrks í sorg
þeirra. 
Arnbjörg og Garðar Rúnar.
Hrafnkell A. Jónsson héraðs-
skjalavörður er látinn eftir baráttu
við erfiðan sjúkdóm. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun Austurlands að
kvöldi þriðjudagsins 29. maí síðast-
liðins, 59 ára að aldri.
Hrafnkell tók við starfi héraðs-
skjalavarðar við Héraðsskjalasafn
Austfirðinga á Egilsstöðum um mitt
ár 1996 og var forstöðumaður safns-
ins til dauðadags.
Við, samstarfsfólk Hrafnkels við
Safnahúsið á Egilsstöðum, minn-
umst hans með söknuði og þakklæti.
Þakklæti fyrir fjölmargar ánægju-
legar samverustundir á liðnum ár-
um, þar sem hann geislaði af lífs-
krafti og áhuga á mönnum og
málefnum, og þakklæti fyrir að hafa
kynnst góðum dreng, sem vildi hvers
manns vanda leysa. Hrafnkell var
gæddur ríkri réttlætiskennd og tók
óhikað svari þeirra sem honum
fannst óréttlæti beittir. Hann var
líka traustur málsvari þeirra sem
minna máttu sín eða stóðu höllum
fæti í lífinu. Má í því sambandi minna
á fjölþætt störf hans að verkalýðs-
og sveitarstjórnarmálum á Eskifirði
og störf hans í úthlutunarnefnd at-
vinnuleysisbóta eftir að hann fluttist
til Egilsstaða ásamt fjölskyldu sinni. 
Hrafnkell var einstaklega góður
og tillitssamur yfirmaður sem studdi
starfsmenn sína dyggilega og vildi
hag þeirra sem mestan. Hann tók við
forstöðu Héraðsskjalasafns Aust-
firðinga þegar það var nýflutt í nýtt
húsnæði í Safnahúsinu á Egilsstöð-
um. Hrafnkell hafði forystu um
tölvuvæðingu safnsins og var alltaf
opinn fyrir nýjungum í starfsemi
þess. Hann bjó yfir mikilli þekkingu
á sviði sögu og ættfræði, þó hann
væri ekki langskólagenginn. Sú
þekking nýttist honum vel í starfi
enda var hann einstaklega minnugur
á sögu Íslands og fornsögurnar sem
og á ættir og ættartengsl manna.
Eftir hann liggja allmargar greinar
um sögu og ættfræði, en margar
þeirra birtust í tímaritinu Múlaþingi.
Hrafnkell A. Jónsson 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60