Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 43
Bar Hrafnkell hag þess tímarits
mjög fyrir brjósti og var um árabil í
útgáfustjórn þess. Einnig tók hann
saman nokkur niðjatöl og aðstoðaði
við gerð enn fleiri niðjatala og ætt-
rakninga.
Hrafnkell hafði mikinn áhuga á
sambandi og samvinnu við Vestur-
Íslendinga og var meðal annars ötull
stuðningsmaður Snorra-verkefnis-
ins, þar sem ungum Vestur-Íslend-
ingum gefst kostur á því að koma til
Íslands og dvelja hér um stund og
búa hjá íslenskum fjölskyldum.
Góð samvinna hefur verið milli
safnanna þriggja í Safnahúsinu hér á
Egilsstöðum ? Bókasafns Héraðs-
búa, Minjasafns Austurlands og
Héraðsskjalasafns Austfirðinga ? og
ýmis verkefni og uppákomur hafa
verið undirbúnar og þeim hrint í
framkvæmd sameiginlega af starfs-
fólki þessara þriggja safna. Í því
samstarfi var Hrafnkell alltaf traust-
ur liðsmaður og leiðtogi með sitt
góða skap og jákvæðu viðhorf. Það
er því margs að minnast og sakna frá
ánægjulegum kynnum af Hrafnkeli
A. Jónssyni. Blessuð sé minning
hans.
Við sendum ekkju hans, Sigríði
Ingimarsdóttur og börnum þeirra,
Bjartmari Tjörva og Fjólu Margréti,
barnabörnum og öðrum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Starfsfólk Safnahússins 
á Egilsstöðum.
Leiðir okkar Hrafnkels Jónssonar
hafa legið saman í rúma tvo áratugi.
Vorið 1986 settumst við báðir í bæj-
arstjórn Eskifjarðarkaupstaðar og
þar störfuðum við saman í tvö kjör-
tímabil. Mál æxluðust þannig að
fyrra kjörtímabilið tilheyrði Hrafn-
kell meirihlutanum og ég minnihlut-
anum, seinna kjörtímabilið víxluðust
hlutverkin eins og oft vill verða í
pólitík. Ekki er hægt að segja að
samstarf okkar í bæjarstjórninni
hafi gengið átakalaust enda sjálfsagt
báðir þverir og ekki skaplausir. Á
þessum árum voru talsverð átök í
bæjarstjórninni. Kjörna fulltrúa
greindi ekki svo mjög á um mark-
miðin, aftur á móti voru mjög skiptar
skoðanir um leiðir að markmiðunum
og þar tókumst við oft harkalega á
og vægðum ekki hvor öðrum. Eftir á
að hyggja þá sér maður hvað pólitík-
in á þessum minni stöðum getur oft
verið hörð og jafnvel komið í veg fyr-
ir eðlileg samskipti manna á milli.
Eitt er víst að á þessum árum vorum
við báðir fullvissir um að við værum
að vinna byggðarlaginu vel og vild-
um gera það að í fullri einlægni.
Á sama tíma og við deildum í bæj-
arstjórninni sat Olga með þér í
stjórn Árvakurs og áttuð þið ágætis
samstarf þar skildist mér, þannig að
tengsl okkar hjónanna við þig voru
talsverð í gegnum þessi félagsstörf.
Það fór nú svo að leiðir okkar
beggja lágu frá Eskifirði um svipað
leyti, við Olga fluttum suður í byrjun
árs 1994 en þið Sigga upp í Fellabæ.
Sumarið 1995 var ég beðinn um að
taka að mér formennsku í stjórn Við-
lagatryggingar Íslands sem ég og
gerði. Ekki er því að neita að ég fékk
hálfgerða bakþanka þegar ég sá lista
yfir aðra stjórnarmenn og sá nafn
Hrafnkels Jónssonar þar, taldi okk-
ur vera búna að deila nóg.
En nú snerist blaðið við, hér voru
menn ekki að vinna með pólitíkina að
leiðarljósi. Við Hrafnkell sátum sam-
an í stjórn Viðlagatryggingar í þrjú
kjörtímabil eða 12 ár samtals. Á
samstarf okkar á þessum vettvangi
bar aldrei neinn skugga og var það
hið ánægjulegasta. Ég þakka fyrir
það að hafa fengið að kynnast Hrafn-
keli enn betur á þessum vettvangi og
hversu samstarfið gat verið gott
þegar pólitíkinni var sleppt. En þeim
mönnum fer fækkandi sem hafa eins
brennandi áhuga á pólitík og Hrafn-
kell hafði. Mér er það minnisstætt
þegar ég heimsótti hann fársjúkan á
haustdögum þar sem hann lá á
Landspítalanum og átti erfitt með að
tjá sig, hvernig það virkaði eins og
vítamínsprauta þegar talið barst að
pólitíkinni. En á þessum tímapunkti
leyndist engum að það dró að enda-
lokum hjá honum.
Síðasta árið reyndist Hrafnkeli og
fjölskyldu hans erfitt. Í lok sumars
2006 greindist hann með þann sjúk-
dóm sem hefur nú lagt kappann að
velli. Það var aðdáunarvert að sjá
hversu vel Sigga og börn þeirra
Tjörvi og Fjóla studdu hann í veik-
indunum, en nú er þeirri baráttu lok-
ið. Við Olga sendum Siggu, Tjörva,
Fjólu og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Þakka þér samfylgdina.
Jón Ingi Einarsson.
Góður félagi er kvaddur. Kynni
okkar Hrafnkels hófust á þingum
skjalavarða fljótlega eftir að hann
hóf störf á þeim vettvangi árið 1996.
Þá þegar vakti það athygli hversu
auðvelt honum var að setja hug-
myndir sínar fram með skipulegum
og einföldum hætti. Þrátt fyrir að
hann flaggaði ekki háskólagráðum á
sviði sagn- eða skjalfræða kom
traust þekking hans á félagsmálum
og stjórnsýslu sveitarfélaga þar á
móti. Sú vitneskja er okkur einnig
kunn, sem á þessum akri störfum, að
staðgóð þekking á atvinnuháttum og
félagslegu umhverfi safnsvæðis er
héraðsskjalaverði mikils virði. Það
sem mér er þó efst í huga á kveðju-
stund er sameiginleg för okkar
ásamt mökum á þing vestnorrænna
skjalavarða í Þórshöfn í Færeyjum
haustið 2002. Við fórum saman á
einni bifreið með Norrænu og áttum
því ágæta fimm daga dvöl í Færeyj-
um meðan aðrir aðkomnir ráðstefnu-
gestir dvöldu þar aðeins tvo daga.
Aukadagana nýttum við til ferða um
Straumey og Austurey og komust
einnig með ferju til Klakksvíkur.
Góðir ferðafélagar eins og þau
Hrafnkell og Sigríður eru vand-
fundnir. Áhugi Hrafnkels á fær-
eysku samfélagi var mikill og gleði
hans einlæg yfir að geta skoðað það
með eigin augum í fyrsta sinn. Í
huga mér lifir mynd hans þar sem
hann horfir yfir Klakksvík frá efstu
byggð þar. ?Hvað ætli hús kosti
hér?? varð honum að orði og lýsir
það hversu vel honum leist á staðinn.
Kæra Sigríður! Við hjónin sendum
þér, börnum ykkar, barnabörnum og
aðstandendum öllum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Björn Pálsson.
?Sjálfstæð hugsun? og ?fylginn
sér? eru fyrstu orðin sem koma í hug
minn þegar ég minnist fallins félaga,
Hrafnkels A. Jónssonar. Leiðir okk-
ar lágu saman á ýmsum vettvangi,
þó mest í starfi innan Sjálfstæðis-
flokksins. Áhugasamari manni um
pólitík hef ég ekki unnið með og er
samt af nokkru að taka í þeim efn-
um. Við kynntumst einna mest í
kosningabaráttunni 1999, hann
kosningastjóri og ég í einu af aft-
ursætum framboðslistans í gamla
Austurlandsumdæmi. Þar var hann í
essinu sínu og átti stóran þátt í mik-
illi fylgisaukningu. 
Ég bar ávallt mikla virðingu fyrir
skoðunum Hrafnkels þótt við höfum
ekki alltaf verið sammála. Hann
fylgdi sinni sannfæringu jafnvel þótt
það kostaði oft ómaklegar aðfinnslur
samferðamanna. Slíkt fólk vex af
verkum sínum, stundum strax,
stundum síðar. Það er mikill missir
að hafa þennan félaga ekki lengur í
starfinu með okkur.
En missir fjölskyldunnar er auð-
vitað mestur. Ég vil votta Sigríði,
Tjörva og Fjólu samúð mína, sem og
barnabörnum og systkinum Hrafn-
kels. Erfitt ferli er að baki sem hefur
verið óvenju sveiflukennt. Guð
geymi ykkur.
Hilmar Gunnlaugsson,
hæstaréttarlögmaður.
Ég vil með nokkrum orðum kveðja
félaga minn, Hrafnkel A. Jónsson,
héraðsskjalavörð á Egilsstöðum,
sem lést þriðjudaginn 29. maí sl. eft-
ir erfið veikindi.
Það var gott að fá Hrafnkel inn í
hóp héraðsskjalavarða fyrir ríflega
tíu árum. Þrátt fyrir að hann hefði
ekki formlega menntun í sagnfræði
eða skjalafræðum var hann vel les-
inn og vel að sér um héraðssögu.
Hann var duglegur að afla sér þekk-
ingar og kom upp myndarlegu safni
á Egilsstöðum ásamt samstarfs-
mönnum sínum. Hann var sér með-
vitandi um mikilvægi kynningar-
starfs og tók þátt í árlegum
skjaladögum af krafti og áhuga.
Hann minnti sömuleiðis velunnara
safnsins reglulega á nýjungar og
fréttir með rafrænum pósti; eina
skjalasafnið hér á landi sem hefur
gert slíkt á þennan hátt.
Fundir okkar skjalavarða lifnuðu
við þegar Hrafnkell mætti á þá.
Hann var glaðvær, skarpur, áhuga-
samur um málefni safnanna og hafði
ákveðnar skoðanir á því hvernig ætti
að gera hlutina eða hvernig þeir
ættu að vera. Ekki var hann alltaf
sammála okkur hinum en oft gátum
við af honum lært. 
Reyndar lá hann yfirleitt ekki á
skoðunum sínum. Mér er minnis-
stætt þegar Hrafnkell tók mig í tíma
um væntanlega Kárahnjúkavirkjun
og álver á Reyðarfirði. Ég var mun
fróðari á eftir. Ég fræddist líka mik-
ið af honum um mannlíf og menn-
ingu á Austurlandi. 
Ég kveð Hrafnkel með söknuði og
votta aðstandendum hans mína inni-
legustu samúð.
Svanhildur Bogadóttir, 
borgarskjalavörður 
í Reykjavík.
Kveðja frá Þjóðskjalasafni 
Íslands og héraðsskjalasöfnum
Starfsfólk Þjóðskjalasafns Íslands
var felmtri slegið er fréttist af alvar-
legum veikindum vinar okkar og
góðs félaga, Hrafnkels A. Jónssonar.
Þeim tók hann með stillingu og
virtist um sinn hafa unnið á vágesti
þessum. Sú var ekki raunin og eigum
við á bak að sjá þessum ötula menn-
ingarfrömuði og góða dreng. Hrafn-
kell tók við starfi héraðsskjalavarðar
á Egilsstöðum fyrir ellefu árum og
kom til starfa í hópi skjalavarða með
mikla reynslu af stjórnmálavett-
vangi og úr hjarta verkalýðshreyf-
ingarinnar. Hann var óhræddur við
ný viðfangsefni, beitti á þau skyn-
semi og greiningarhæfni sem hann
átti ómælt af og hafði fengið í vöggu-
gjöf.
Honum lét vel að vinna að hag
héraðsskjalasafnsins og koma því á
traustan grundvöll. Þar kom sér vel
góð þekking á sveitarstjórnarmálum
og áhugi á sögu lands og lýðs. Jafnan
hafði Hrafnkell skoðanir á þeim mál-
um sem fengist var við í samstarfi
Þjóðskjalasafns og héraðsskjala-
safna og var drjúgur liðsmaður ef til
hans var leitað. Fyrst og fremst var
hann þó drengur góður og lagði alúð
við fólk jafnt og þau skjöl sem lýsa
lífi þess aftur í aldir og munu leggja
komandi kynslóðum í hendur lýs-
ingu þess samfélags sem nú byggir
landið.
Eftirlifandi eiginkonu Hrafnkels,
börnum og ástvinum sendum við
dýpstu samúðarkveðjur.
Ólafur Ásgeirsson
þjóðskjalavörður.
Kveðja frá stjórn Héraðs-
skjalasafns Austfirðinga
Baráttu Hrafnkels A. Jónssonar
er lokið ? erfiðri baráttu við illvígan
sjúkdóm sem hefur nú lagt hann að
velli. Hrafnkell gekkst undir krabba-
meinsaðgerð síðasta haust og dvaldi
eftir það á sjúkrastofnunum, lengst
af á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum.
Andlegt þrek hans og viljastyrkur í
veikindunum vakti eftirtekt og lengi
vel var hann sannfærður um að hann
kæmist aftur til heilsu og til vinnu á
Héraðsskjalasafninu, sem hann bar
svo mjög fyrir brjósti.
Ungur kvæntist Hrafnkell Sigríði
Ingimarsdóttur og gerðist bóndi á
Jökuldal en varð síðar þekktur sem
talsmaður vinnandi fólks þau ár sem
hann var formaður Árvakurs, verka-
lýðsfélagsins á Eskifirði. Umskipti
urðu svo í lífi hans á miðju ári 1996
þegar hann gerðist forstöðumaður
Héraðsskjalasafns Austfirðinga á
Egilsstöðum. Hrafnkell tók við góðu
búi á safninu, þar var allt í föstum
skorðum og starfið hafði gengið án
tíðra breytinga allt frá fyrstu dögum
þess. Þeir Ármann Halldórsson og
Sigurður Óskar Pálsson höfðu starf-
að þar áður og tók Hrafnkell við af
Sigurði. Hrafnkell beitti sér fljótlega
fyrir nokkrum breytingum á safninu
og telja má tölvuvæðinguna þá brýn-
ustu þeirra. Tölvuskráning skjala,
bóka og ljósmynda bætti til muna
þjónustu við gesti safnsins og auð-
veldaði starfsfólkinu vinnuna.
Hrafnkell reyndist Héraðsskjala-
safninu duglegur og áhugasamur
starfsmaður. Hann einsetti sér að
rækta gott samband við stjórn safns-
ins, undirbjó aðalfundi fulltrúaráðs-
ins af vandvirkni, skilaði góðum árs-
skýrslum og vildi hafa fjárhags-
áætlanir sem nákvæmastar. Ekki
spilltu þeir kostir forstöðumannsins
að eiga létt með samvinnu við aðra
starfsmenn safnsins. Góður andi hef-
ur ríkt í Safnahúsinu og samhugur
með starfsfólki allra safnanna, slíkt
leynist ekki þeim sem þangað koma.
Þessi góði hugur samstarfsfólksins
hefur borist til Hrafnkels þar sem
hann háði sína baráttu og vafalaust
létt undir með honum.
Þjóðmál í víðum skilningi voru
meðal áhugamála Hrafnkels og má
sjálfsagt segja að þátttaka í pólitísku
starfi hafi verið hluti af lífsstíl hans.
Líf fólksins í landinu á umliðnum
öldum stóð hjarta hans nærri. Hann
var vel að sér í ættfræði og fróður
um söguleg efni og ritaði nokkuð í þá
veru um ævina. Hugur hans stóð til
enn frekari ritstarfa og í stað upp-
gjafar lét hann færa sér heimildarrit
á sjúkrasængina til að glugga í.
Stjórn Héraðsskjalasafnsins
kveður Hrafnkel A. Jónsson með
þökk fyrir heilladrjúg störf í þágu
safnsins og fyrir einlægan áhuga
hans á velferð þess sem vék honum
ekki úr huga þrátt fyrir veikindin. 
Sigríður, Tjörvi, Fjóla og fjöl-
skyldur, við sendum ykkur hjartan-
legar samúðarkveðjur í sorg ykkar. 
F.h. stjórnar Héraðsskjalasafns
Austfirðinga, 
Magnús Stefánsson.
Minn góði félagi Hrafnkell er fall-
inn eftir hetjulega baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Í þeirri orrustu stóð
hann keikur lengur en læknar gáfu
von um. Það lýsir honum ágætlega.
Hann var kappsamur baráttumaður
sem gafst ekki svo létt upp. Þegar ég
hugsa til Hrafnkels kemur upp í
hugann eljusemi hans og þraut-
seigja, hversu góður drengur hann
var og ástríðupólitíkus.
Ég kynntist Hrafnkeli fyrir um 15
árum. Með okkur tókst ágætur vin-
skapur, vinskapur sem hélt þó að
stundum skærist í odda. Hann var
kappsamur og tillögugóður, en Vað-
brekkumetnaðurinn fór ekki alltaf
saman með Skógagerðisþrjóskunni
minni. Stundum léku á milli okkar
kaldir vindar, en við þroskuðumst og
bárum oftar en ekki gæfu til að
breyta þeim í þýðan sunnanvind. 
Við áttum gott samstarf við að
leggja grunn að og byggja upp
Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri.
Sátum þar saman í stjórn frá 1997.
Skriðuklaustur var Hrafnkeli hjart-
fólgið enda fetaði hann sig ungur að
árum eftir göngum Gunnarshúss þar
sem foreldrar hans störfuðu á til-
raunabúinu. Þar að auki átti hann
þar kjarna í hverjum steini, því faðir
hans var einn þeirra sem unnu við
það þrekvirki, að byggja hús Gunn-
ars Gunnarssonar á sínum tíma. Það
kostaði blóð, svita og tár, með þeirri
tækni sem þá var til staðar.
Ég minnist þess að eitt fyrsta verk
okkar í stjórn var að taka hús á
Fljótsdælingum til að fá fram hug-
myndir þeirra um starfsemi Gunn-
arsstofnunar. Eftir langan kvöld-
fund í dalnum mættum við allseint í
Hús, til Hákonar Aðalsteinssonar,
frænda Hrafnkels, og Síu konu hans.
Þar var okkur vel tekið. Síðan var
skrafað langt fram á nótt og unnið
við að móta stofnunina. Áratug-
areynsla Hrafnkels af stjórnunar- og
félagsstörfum nýttist vel þá sem síð-
ar.
Sem stjórnarformaður varð mitt
fyrsta embættisverk að gera Hrafn-
kel að ritara. Þá sagði jaxlinn af Jök-
uldalnum: ?Þú ert slóttugur Helgi,
gerir mig að ritara svo ég þegi á
fundum!? Reynslan sýndi annað og
fyrir vikið liggja nú fyrir nákvæmar
fundargerðir, um 50 talsins, þar sem
kemur fram hvernig Gunnarsstofn-
un var grundvölluð og hvernig hún
hefur verið byggð upp. Hrafnkell
mætti á sinn síðasta stjórnarfund í
Gunnarsstofnun 14. desember sl. og
lét engan bilbug á sér finna. Lagði
eitt og annað til málanna og skaut
inn hnyttnum athugasemdum að
vanda. Sjúkdómurinn var óneitan-
lega búinn að vinna á þrekinu, en
Hrafnkelsdælingar eru þekktir fyrir
að gefast ekki upp fyrr en í fulla
hnefana. Það sannaðist á Hrafnkeli
þennan dag í desember. En nú er
þeirri glímu lokið. Hrafnkell er frá
okkur tekinn í blóma lífsins. 
Hans skarð verður vandfyllt. Við
?Skriðuklaustursmenn? söknum
hans sárt. Samfélagið á Austurlandi
hefur misst skeleggan málsvara,
góðan dreng, sem barðist fyrir sín-
um hugsjónum á meðan stætt var.
En þegar að var gáð hafði þessi bar-
áttuglaði maður stórt hjarta. Hann
var tryggðatröll.
Austurland hefur misst foringja,
en missirinn er sárastur hjá hans
nánustu. Stjórn Gunnarstofnunar
sendir þeim innilegar samúðarkveðj-
ur. Við söknum hans, en gleðjumst
um leið fyrir það sem hann gaf okk-
ur.
Helgi Gíslason.
L50098 Fleiri minningargreinar
um Hrafnkel A. Jónsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.
? 
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi, 
GUNNAR HJÖRTUR HALLDÓRSSON, 
Hlíðarvegi 19, 
Bolungarvík, 
sem lést í Sjúkraskýli Bolungarvíkur mánudaginn 
28. maí verður jarðsunginn frá Hólskirkju í 
Bolungarvík laugardaginn 9. júní kl. 14.00. 
Helga Guðmundsdóttir, 
Agnar H. Gunnarsson, Dalla Þórðardóttir, 
Kristín Gunnarsdóttir, Benedikt K. Kristjánsson, 
Ósk Gunnarsdóttir, 
barnabörn og barnabarnabörn. 
? 
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,  
RAGNHILDAR MAGNÚSDÓTTUR, 
Hrafnistu, 
Hafnarfirði, 
áður Reykjavíkurvegi 29,  
sem lést mánudaginn 21. maí. Sérstakar þakkir eru
færðar starfsfólki hjúkrunardeildar 2b Hrafnistu. 
Örlygur Kristmundsson, Sigríður S. Jakobsdóttir, 
Guðný Kristmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, 
Guðlaug Kristmundsdóttir, Örn Ragnarsson 
og fjölskyldur. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60