Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 53
TÓNLIST
Iðnó ? Morr Music-tónleikar:
Benni Hemm Hemm, Seabear,
Isan, The Go Find og Tarwater
Ísland L50546L50546L50546L50546L50545
Útlönd L50546L50546L50545L50545L50545
ÞAÐ VAR ýmislegt skrifað um Morr
Music og mikilvægi merkisins í að-
draganda tónleikanna sem fram fóru
í Iðnó á þriðjudagskvöld, ekki síst
vegna nýlegra samninga Benna
Hemm Hemm og Seabear við Morr.
Hins vegar hafa fáir rætt þá stað-
reynd að Morr Music er fyrir löngu
komin af léttasta skeiði þótt ung sé,
og þar hefur fátt markvert gerst síð-
astliðin ár. Vissulega var merkið
áhrifamikið í upphafi aldarinnar en í
dag er svo komið að ýmsir virtir miðl-
ar sjá varla ástæðu til þess að fjalla
um nýjustu útgáfur Morr. Ástæðan
kom berlega í ljós á tónleikum merk-
isins í Iðnó.
Isan, sem gaf út hina stórfenglegu
plötu Lucky Cat árið 2001 (að mínu
mati besta plata Morr Music frá upp-
hafi), hóf leikinn fyrir nærri tómum
sal. Hvor meðlimur stillti sér upp fyr-
ir aftan fartölvu (þetta var ekki skóg-
láp, heldur skjágláp) og sneri þar
tökkum og dillaði höfðinu annað slag-
ið. Á þetta horfði fólk í fjörutíu mín-
útur meðan óspennandi og gam-
aldags raftónlist liðaðist um salinn.
Ég beið hálfvegis eftir því að einhver
myndi öskra yfir salinn að keis-
ararnir á sviðinu væru naktir ? slík
ábending hefði í öllu falli verið þörf.
Gólfið var þéttara þegar Seabear
hóf sína dagskrá. Sveitin lék mörg
bestu lögin af nýútkominni plötu sinni
en leið nokkuð fyrir vonda hljóð-
blöndun. Söngvarinn Sindri er með
eina flottustu röddina í bransanum í
dag og styrktist hún með hverju lag-
inu. Hljómsveitin var orðin vel af-
slöppuð í lokalaginu ?Seashell? og
skildi áhorfendur eftir klappandi og
hrópandi eftir flottan lokasprett þar
sem sveitin hamaðist öll við að fram-
kalla hávaða meðan Sindri hélt ró
sinni og endurtók sömu línuna í sí-
fellu.
Þá var skipt til Þýskalands, og
sveitin Tarwater hóf leik sinn. Ég
þekki ekki plötur Tarwater og tón-
leikarnir verða örugglega til þess að
ég mun ekki sækjast eftir því. Morr-
hljómurinn hefur elst fremur illa og
þó að Tarwater hafi gert virðing-
arverða tilraun til þess að lífga upp á
hann þá entist árangurinn ekki nema
í tæpt lag eða svo. Salurinn var enda
fljótur að tæmast og var tæplega
hálfur þegar Tarwater lauk sér af.
The Go Find reið fyrir vikið ekki feit-
um hesti frá sínum tónleikum. Sveitin
sú hljómar eins og Morr gerði þegar
merkið hætti að gefa út góðar plötur;
poppuðu rokki er hrært saman við
smelli, hljóðgervla og suð ? ætli Lali
Puna og Ms. John Soda (og The
Notwist) hafi ekki komist lengst með
þessa pælingu. Hún er hins vegar
steingeld í meðförum The Go Find
þótt tónleikarnir hafi ekki verið alveg
jafnvondir og tónleikar Tarwaters.
Benni Hemm Hemm lauk kvöldinu
með tíu manna sveit. Hann lék eitt
nýtt lag auk blöndu af báðum plötum
sínum. Tónleikaferðalög hafa aug-
ljóslega gert Benna og félögum gott
því ég man ekki eftir að hafa heyrt
bandið þéttara og kraftinn svona
mikinn. Tónleikarnir voru svo vel
heppnaðir að maður óskaði þess
næstum að Benni hefði beðið með að
taka Kajak upp og spilað hana þess í
stað sundur og saman áður en hann
hélt í hljóðver. Við því er þó ekkert að
gera, og því lygndi undirritaður aug-
unum aftur og naut þess einfaldlega
að komast í návígi við aðra eins sveit.
Verst var að þegar hér var komið
voru ekki nema um fimmtíu manns
eftir í salnum.
Þessir tónleikar hefðu þurft að fara
fram fyrir fimm eða sex árum síðan
þegar fyrstu plötur Lali Puna, Ms.
John Soda, Isan, Ulrich Schnauss og
múm voru að koma út. Morr-
hljómurinn var þá ferskur og plötur
merkisins í alvörunni góðar (og fáan-
legar hér á landi). Íslensku sveitirnar
báru höfuð og herðar yfir hinar sveit-
irnar á þriðjudagskvöld og eru einnig
að senda frá sér langbestu plötur
Morr Music um þessar mundir. Það
gæti hins vegar verið orðið of seint að
bjarga Morr þegar gæðakröfurnar til
annarra sveita eru ekki meiri en raun
ber vitni. Landsliðið stendur sig, en
þýska deildin er hreinlega á allt öðru
og lægra plani. Fjögur-tvö fyrir Ís-
land!
Atli Bollason
4-2 fyrir Ísland!
Morgunblaðið/Kristinn
Slappir Drengirnir í The Go Find riðu ekki feitum hesti
af tónleikunum að mati gagnrýnanda.
Félagar Örvar Þóreyjarson Smárason hjálpaði Thomas
Morr við að þeyta skífum á tónleikunum.
Tarwater ?Gerði virðing-
arverða tilraun til þess að
lífga upp á Morr-hljóminn
en entist ekki nema í tæpt
lag eða svo.?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60