Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.SAMBIO.IS
OCEAN'S 13 kl.5:30-8-10:30 B.i. 7 ára DIGITAL
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4:15 - 6:15 - 8:15 B.i. 10 ára DIGITAL
ZODIAC kl. 10 B.i. 16 ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:30 LEYFÐ DIGITAL 3D
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
OCEAN'S 13 kl.6-8-9-10:40 - 11:30 B.i.7.ára
OCEAN'S 13 VIP kl. 8 - 10:40
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl.4-6-8-10 B.i.10.ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 4
ZODIAC kl.6-9 B.i.16.ára
THE REAPING kl. 11:30 B.i.16.ára
BLADES OF GLORY kl. 6 B.i.12.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
GOAL 2 kl. 3:50 B.i.7.ára
/ ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
H.J. MBL.
eeee
F.G.G. FBL.
VIP
SALURINN
ER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM
ERTU KLÁR FYRIR EINA
SKEMMTILEGUSTU 
MYND SUMARSINS?
A
ldrei hef ég heyrt nokkra konu segja að
Victoria Beckham sé fyrirmynd hennar.
Victoria var þó nýlega kosin kona ársins af
glanstímaritinu Glamour og sagði ritstjóri blaðs-
ins, Jo Elvin, að Victoria væri ímynd nútímakon-
unnar og fyrirmynd annarra kvenna. Hún hélt
mikla lofræðu um frú Beckham þar sem hún sagði
m.a. að síðustu tíu ár hefði Victoria verið aðdáun-
arverð, með góðum árangri hefði hún farið frá því
að vera poppstjarna yfir í að vera eiginkona og
móðir, farsæl í hönnun og viðskiptum. ?Hún er til
marks um nútímakonuna sem hefur farsællega
náð jafnvægi á milli heimilislífs og vinnu, og er
fyrirmynd í öllu því sem hún tekur sér fyrir hend-
ur,? sagði Elvin. 
Victoria var að vonum ánægð með verðlaunin
og sagði við afhendinguna að hún fyndi ekki leng-
ur þörf fyrir að vera fræg en frægðin gæfi henni
möguleikana á því að gera það sem hún hefði
mesta unun af, hvort sem það væri að búa til ilm-
vatn, sólgleraugu eða gallabuxur. 
L50098L50098L50098
E
inhver gárungur lét hafa eftir sér að eftir því
sem fatastærð Victoriu minnkaði stækkaði
viðskiptaveldi hennar og er nokkuð til í þeim orð-
um, því með árunum hefur Victoria farið minnk-
andi og ekki er hægt að segja að hún sé góð fyr-
irmynd í holdafari, grindhoruð með gervibrjóst. Á
sjálfa Glamour-verðlaunaafhendinguna mætti hún
klædd litlu öðru en korseletti, einum versta óvini
kvenna í árhundruð, með brjóstin hálf upp úr og
þrengt að mittinu og í um 15 sm hælaskóm, hálf-
glyðruleg greyið. 
Að mínu mati er Victoria furðuverk, hún er eins
og steypt í mót Barbie-dúkku með stút á munn-
inum. Hún er alltaf eins en þó aldrei í sömu föt-
unum, aldrei nást myndir af henni ótilhafðri með
hárið aðeins úfið eða fötin krumpuð. Hún virðist
ekki hafa neinn persónuleika og er því líklega um
að kenna að hún heyrist aldrei tjá sig, rödd henn-
ar er óþekkjanleg, og hún sést aldrei brosa eða
setja upp annan svip en ?pósið?.
V
ictoria varð fyrst fræg fyrir að vera einn með-
lima Spice Girls og síðar fyrir að vera eig-
inkona fótboltakappans Davids Beckham. Ekki
verður séð að hún hafi þurft að berjast áfram til
að fá sitt, hún kemur úr vel efnaðri fjölskyldu og
giftist vellauðugum manni sem gerir það að verk-
um að hún getur leikið sér að því sem hún vill
gera. Þegar ljóst var að hún ætti ekki vísan sóló-
frama sem tónlistarkona sneri hún sér að tískunni.
Hún hefur nú sett á laggirnar eigin fatalínu, skrif-
að eina bók um tísku og er að vinna að annarri um
innanhússhönnun, því hún vill deila reynslu sinni
af því að innrétta nýtt heimili fjölskyldunnar í
Bandaríkjunum. Tískubókin, That extra half an
inch, var reyndar gagnrýnd fyrir það að Victoria
virtist ekki gera sér grein fyrir því að flestir væru
ekki jafn vel efnaðir og hún. Því ættu ráðin ekki
erindi við venjulegar konur og má búast við því að
svo verði líka með næstu bók. 
L50098L50098L50098
V
ictoria hefur komist langt og vakið athygli
fyrir það sem hún hefur gert, engum blöðum
er um það að fletta, en hún hefði líklega ekki kom-
ist svona langt án peninganna sem hún hefur á
bak við sig, vegna þeirra gat hún gert áhugamál
sitt að vinnu. 
Glamour er ágætis tískublað en með því að
verðlauna Victoriu fyrir að vera góð fyrirmynd
féll það í áliti. Mér finnst kona sem gerir allt til að
líta út eins og Barbie-dúkka, kemst áfram á auð
sínum einum saman og reynir ekki að nota völd
sín til að bæta heiminn, ekki vera góð fyrirmynd.
Viðurkennast verður þó að Victoria er samt betri
fyrirmynd en t.d. Kate Moss, Lindsey Lohan og
Paris Hilton. Hún hagar sér vel enda hefur hún
það fram yfir hinar að hún er eiginkona og
þriggja barna móðir og hefur viljann til að skapa
sér ímynd hinnar ?fullkomnu? konu og halda í
hana. En það er einmitt þessi ?fullkomnun? sem
gerir hana að persónulausu furðuverki.
Fyrirmyndin er furðuverk
Fyrirmynd Victoria mætti léttklædd á verðlaunaafhendingu Glamour. 
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
»
Einhver gárungur lét hafa eftir sér að
eftir því sem fatastærð Victoriu minnkaði
stækkaði viðskiptaveldi hennar 
ingveldur@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60