Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 1
ÞAÐ var aldeilis glatt á hjalla hjá yngri kynslóðinni í gær. Veðrið var í þjóðhátíðarskapi og ekkert því til fyrirstöðu að hoppa á sokkaleistunum á stærðarinnar trampólíni sem komið var fyrir í miðborg Reykjavíkur. Fjör- ið hélt áfram langt fram á kvöld. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru um 30–40 þúsund manns í miðbænum skömmu fyrir miðnætti og eflaust hefur dansleikur undir stjórn Páls Óskars ráðið einhverju um það. Landsmenn léku sér í sól og sumarblíðu Morgunblaðið/Golli FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is STOFNUN Vatnajökulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs Evrópu, hefur þegar vakið athygli á alþjóðavett- vangi skv. upplýsingum Magnúsar Jó- hannessonar, ráðuneyt- isstjóra í um- hverfisráðu- neytinu. Mun hann þekja um 15% af yf- irborði Ís- lands og ná til lands sem varðar stjórn- sýslu átta sveitarfélaga. Lögin um Vatnajökulsþjóðgarð tóku gildi 1. maí og er stefnt að því að hann verði form- lega stofnaður öðrum hvorum megin við næstu áramót, að sögn Magnúsar. Und- irbúningur gengur vel og er á áætlun. Áður en af stofnun garðsins getur orðið þarf að ganga frá endanlegum mörkum þjóðgarðsins og eru samningaviðræður við landeigendur í gangi en nokkur hluti þess lands sem fellur undir þjóð- garðinn er í einkaeign. Ekki verður haf- ist handa við ráðningu starfsfólks og uppbyggingu á þjónustuaðstöðu svo- nefndra gestastofa, starfsstöðva land- varða og upplýsingastöðva fyrr en á næsta ári þegar þjóðgarðurinn er orð- inn að veruleika. Nú þegar er komin gestastofa í Skaftafelli og opnuð hefur verið gestastofa í Ásbyrgi en reisa á fjórar til viðbótar. Áætlað hefur verið að uppbyggingu þjónustunets garðsins verði lokið á fimm árum og hún kosti 1.150 milljónir kr. Uppbygging í Ríki Vatnajökuls Metnaðarfull áform eru uppi um efl- ingu ferðaþjónustu á svæðinu, ekki síst vegna mikilla tækifæra í tengslum við stofnun þjóðgarðsins. Í maí var stofn- settur ferðaþjónustuklasinn Ríki Vatna- jökuls ehf. í Austur-Skaftafellssýslu. Hafa um 40 aðilar skráð sig fyrir hlut í félaginu og er verið að ganga frá ráðn- ingu starfsmanns, skv. upplýsingum Ara Þorsteinssonar stjórnarmanns. Undir klasann falla allir þeir aðilar svæðisins sem þjóna á einn eða annan hátt ferðamönnum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Stefnt er að því að gera svæðið að einu af fimm þekktustu ferða- þjónustusvæðum Íslands innan fjög- urra ára. Hefur það markmið verið sett að fjölga ferðamönnum í Ríki Vatnajök- uls um 8–11 % á ári næstu fimm ár, lengja meðalviðverutíma ferðamanna og fjölga heilsársstörfum í ferðaþjón- ustu um 10% á ári. Er ætlunin að fjöldi ferðamanna verði kominn í 350.000 árið 2012. Árleg aukning verði frá 8% til 11% og að aukning í gistiaðstöðu verði 2–4,5% á ári. Tímamót Vatnajökuls- þjóðgarður verður formlega stofnaður í kringum næstu áramót. Ógrynni tæki- færa á ein- stöku svæði Stefna að fjölgun ferðamanna í 350 þús. Morgunblaðið/RAX STOFNAÐ 1913 164. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is HEYRIST DYNKUR ÞEGAR HINN ÍSLENSKI KÓNGULÓAR- MAÐUR HEFUR LOKIÐ VERKI SÍNU >> 18 GEFUR HÁRIÐ EKKI UPP Á BÁTINN ER MJÚKUR JÓGVAN HANSEN >> 38 Eftir Silju Björk Huldudóttur og Ylfu Kristínu K. Árnadóttur „ÞAÐ hlýtur hver einasti maður sem er ekki blind- ur og heyrnarlaus að sjá að þetta hefur mistekist,“ segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og tekur þar með undir harða gagnrýni Sturlu Böðv- arssonar, forseta Alþingis, á kvótakerfið í hátíð- arræðu þess síðarnefnda á Ísafirði í gær. „Við hljótum og verðum að nálgast þessa hluti með opnum huga. Við verðum að vera reiðubúnir til þess að endurskoða allt, algjörlega frá grunni,“ sagði Einar Oddur og vísaði þar til bæði kvóta- kerfisins, rannsókna og veiðiráðgjafarinnar. Gagnrýndi Einar Oddur það að aðeins væri litið til þyngdar fisksins sem verið væri að úthluta, en al- gjörlega horft framhjá þremur lykilatriðum, þ.e. hvernig veitt væri, hvar væri veitt og hvernig. Sagði Einar Oddur fyrst komið í óefni neituðu menn að horfast í augu við þá staðreynd að ekki hefði náðst neinn árangur á sviði fiskveiðistjórn- unar. Aðspurður sagðist hann vilja sjá gripið til að- gerða sem allra fyrst og taldi almenna samstöðu á Alþingi um endurskoðun kerfisins. „Áform okkar um að byggja upp fiskistofnana með kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiða virðast hafa mistekist. Sú staða kallar á allsherjar upp- stokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef marka má niðurstöðu Hafrannsóknastofnunar,“ sagði Sturla m.a. í ræðu sinni. Sagði hann stöðuna í sjávarút- vegsmálum mjög alvarlega og kalla á breytingar ef sjávarbyggðirnar ættu ekki að hrynja. Geir H. Haarde forsætisráðherra vék einnig að sjávarútveginum í hátíðarræðu sinni. Hann sagði eitt mikilvægasta úrlausnarefni dagsins vera vandann í sjávarútveginum. „Ég skal ekki gera lít- ið úr gagnrýni á kvótakerfið en menn mega heldur ekki gleyma kostum þess né líta fram hjá þeim miklu framförum sem orðið hafa í rekstri sjáv- arútvegsins undanfarna tvo áratugi,“ sagði Geir. Kvótakerfið er ekki fullkomið „En við skulum hins vegar ekki loka augunum fyrir því að kvótakerfið er ekki fullkomið fremur en önnur mannanna verk og það má ugglaust bæta á margan hátt,“ sagði Geir. Þegar Morgunblaðið ræddi við Sturlu í gær sagði hann efnahaginn í landinu traustan og lífs- kjör góð en vandann í sjávarútvegi þann að mörg byggðarlög ættu mjög mikið undir því að sjávar- útvegurinn blómstraði. Þjóðin sem heild ætti auð- veldara með að taka skakkaföllum í sjávarútvegi en sjávarbyggðirnar stæðu veikar eftir. Jafnframt sagðist hann ekki telja neina sérstaka þörf, út frá atvinnusjónarmiðum, til þess að á höfuðborgar- svæðinu væri mikil fiskvinnsla eða útgerð. Eðli- legra væri að útgerðarstarfsemin og fiskvinnslan færi fram í sjávarbyggðunum en að togararnir sigldu kringum landið og legðu upp afla í Reykja- vík. Ekki náðist í Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra vegna málsins. „Verðum að endurskoða allt kerfið frá grunni“  Fjallað um kvótakerfið í hátíðarræðum forystumanna á þjóðhátíðardeginum  Kallað eftir breytingum eigi sjávarbyggðir á landsbyggðinni ekki að hrynja Í HNOTSKURN »Hafrannsóknastofnun lagði nýverið tilað hámarksafli þorsks á næsta fisk- veiðiári yrði 130 þúsund tonn. »Það er 63 þúsund tonnum minna en áliðnu ári. » Í stefnuyfirlýsingu nýrrar rík-isstjórnar er kveðið á um að gerð skuli „sérstök athugun á reynslunni af afla- markskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrif- um þess á þróun byggða“.  Færa ætti fiskvinnslu | 6  Kvótakerfið | Miðopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.