Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á
síðustu sætunum til Montreal í júní.
Þetta er einstakt tækifæri til að
njóta lífsins í þessari stórkostlegu
borg sem er önnur stærsta borg
Kanada. Það er frábært að skoða
sig um, versla og njóta lífsins í
Montreal. Gríptu tækifærið og
skelltu þér til Montreal.
Montreal 
Kanada
frá kr. 24.990
Síðustu sætin í júní 
Verð kr. 24.990-
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með
sköttum, 21. og 28.  júní. 
Verð kr. 49.990-
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tví-
býli á Travelodge Montreal m/morgunverði í 7
nætur, 21. og 28. júní. Ferðir til/frá flugvelli kr.
3.800
Munið Mastercard
ferðaávísunina
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
sæmdi tíu Íslendinga riddarakrossi, heiðurs-
merki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega
athöfn á Bessastöðum í gær í tilefni þjóðhátíð-
ardagsins. Þau sem sæmd voru fálkaorðu í gær
eru:
Ásgeir J. Guðmundsson, iðnrekandi, Reykja-
vík, fyrir störf í þágu íslensks húsgagnaiðnaðar.
Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir hótelstjóri, Ísa-
firði, fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar.
Margrét Friðriksdóttir skólameistari, Kópa-
vogi, fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu.
Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sól-
heima, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að
samhjálp og velferðarmálum.
Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, Reykja-
vík, fyrir frumherjastörf í þágu fatahönnunar.
Sverrir Hermannsson safnamaður, Akureyri,
fyrir stofnun Smámunasafnsins og framlag til
verndunar gamalla húsa. 
Björn R. Einarsson hljómlistarmaður, Reykja-
vík, fyrir störf í þágu íslenskrar tónlistar.
Guðjón Sigurðsson, formaður MND-samtak-
anna, Hafnarfirði, fyrir forystu í málefnum
sjúklinga.
Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Reykja-
vík, fyrir störf í þágu orðfræða og íslenskrar
tungu.
Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, Reykja-
vík, fyrir störf í þágu íslenskra jarðvísinda.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tíu Íslendingar sæmdir riddarakrossi
ÓLAFUR Proppé, rektor Kennaraháskóla Ís-
lands, gerði langa reynslu skólans af fjarkennslu
og sveigjanlegum kennsluháttum að umtalsefni
við brautskráningu kandídata KHÍ í Laugardals-
höll sl. laugardag. Alls voru brautskráðir 476
kandídatar frá KHÍ, þar af 409 nemendur úr
grunnnámi og 67 nemendur úr framhaldsnámi.
?Í allmörg ár hefur meira en helmingur nem-
enda við Kennaraháskólann stundað nám sitt sem
fjarnám. Þessi þróun hefur gjörbreytt ástandi t.d.
í skólum á landsbyggðinni þar sem árum og ára-
tugum saman hafði verið sár vöntun á fagmennt-
uðum kennurum. Ljóst er að með sveigjanlegum
kennsluháttum og fjarkennslu er unnt að veita
fjölmörgum einstaklingum sem annars gætu ekki
stundað háskólanám, raunhæf námstækifæri til
gagns og ánægju fyrir þá sjálfa og til framfara fyr-
ir samfélagið í heild,? sagði Ólafur og sagði sökum
þessa mikilvægt að efla starf háskólasetra Há-
skóla Íslands utan höfuðborgarsvæðisins. 
Sameining KHÍ og HÍ, sem tekur gildi 1. júlí
2008, var Ólafi einnig hugleikin. ?Með sameiningu
þessara tveggja háskóla mun sameinaður Háskóli
Íslands styrkja sig, bæði hvað varðar kennslu og
rannsóknir, á sviði kennaramenntunar og annarra
fræðasviða sem tengjast uppeldi og menntun,
námi og kennslu. Í sameinuðum háskóla verður
væntanlega unnt að virkja enn betur en nú er gert
sérfræðiþekkingu í báðum háskólum til að efla
kennaramenntun fyrir öll skólastig og aðra starfs-
menntun uppeldis- og menntunarstétta.?
Ólafur sagði menntun kennara og annarra upp-
eldisstétta skipta hvert samfélag miklu máli.
Minnti hann á að kennarastéttin er stærsta fag-
stétt landsins, en um 13 þúsund sérmenntaðir
starfsmenn starfa í leik-, grunn- og framhalds-
skólum landsins. ?Það er afar mikilvægt að gerðar
séu miklar kröfur til kennaramenntunarstofnana
og til þeirra sem ætla sér að stunda þessi þjón-
ustustörf sem skipta svo miklu máli bæði fyrir ein-
staklinga og samfélagið í heild.?
Í ræðu sinni minnti Ólafur á að frá og með
næsta hausti byði KHÍ upp á endurskoðað fimm
ára samfellt starfsnám til meistaraprófs á öllum
námsbrautum við skólann. Sagði hann námið taka
mið af breyttum og sívaxandi kröfum samfélags-
ins og því besta sem læra mætti m.a. af öðrum
þjóðum á þessu sviði. ?Til þess að efla kennara-
menntun og aðra starfsmenntun í Kennarahá-
skóla Íslands er stefnt að því að flestir nemendur
ljúki í framtíðinni fimm ára háskólanámi og starfs-
tengdri meistaragráðu áður en þeir hefja störf. ?
Efling kennaranáms
L52159 Meira en helmingur stúdenta við KHÍ stundar námið sem fjarnám L52159 Kennara-
stéttin stærsta fagstétt landsins L52159 Fimm ára starfsnám til meistaraprófs
Morgunblaðið/Golli
Útskrift Ólafur Proppé rektor við útskrift KHÍ.
FORSÆTISRÁÐHERRA tilkynnti í
ávarpi sínu 17. júní að skipuð hefði
verið nefnd sem undirbúa á með
hvaða hætti eigi að minnast þess að
200 ár verða liðin frá fæðingu Jóns
Sigurðssonar forseta þann 17. júní
2011. ?Það er skylda okkar að
halda í heiðri um ókomin ár minn-
ingu Jóns Sigurðssonar. Eftir fjög-
ur ár verða tvær aldir liðnar frá
fæðingu hans og þess vegna ríkt til-
efni til hátíðahalda,? sagði Geir.
Nefndin mun skila fyrstu til-
lögum eigi síðar en í árslok 2008, en
vinnur síðan að undirbúningi hátíð-
arhalda á árinu 20011. Nefndin skal
leita eftir tillögum frá stofnunum
og samtökum sem tengjast minn-
ingu Jóns Sigurðssonar forseta.
Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi
forseti Alþingis, var skipuð formað-
ur nefndarinnar en aðrir nefnd-
armenn eru Anna Agnarsdóttir
sagnfræðingur, Sigurður Péturs-
son sagnfræðingur, Gunnlaugur
Haraldsson þjóðháttafræðingur,
Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi
borgarfulltrúi, Kristinn H. Gunn-
arsson alþingismaður, Karl M.
Kristjánsson aðstoðarskrifstofu-
stjóri Alþingis og Eiríkur Finnur
Greipsson formaður Hrafnseyrar-
nefndar
Nefnd um 
afmælishátíð
Jóns forseta
LÖGREGLAN í Borgarnesi hafði í
nógu að snúast í gær. Mikil umferð
var á svæðinu og voru fimm teknir
fyrir hraðakstur. 
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu var einn ökumaður tekinn
síðdegis í gær í uppsveitum Borg-
arfjarðar á um 140 km hraða á
klukkustund. Sá reyndist hafa
u.þ.b. 4 g af amfetamíni í fórum sín-
um og er talið að hann hafi verið
undir áhrifum fíkniefna er hann
var stöðvaður. Þá var annar öku-
maður stöðvaður, einnig á rúmlega
140 km hraða. Viðkomandi öku-
maður var hins vegar ekki með
ökuréttindi.
Tekinn á 140
með amfetamín
ÍSLENSK fánalög voru brotin á
þjóðhátíðardaginn þegar fimm
mótmælendur strengdu stóran
heimagerðan fána, sem líktist ís-
lenska þjóðfánanum, utan á vinnu-
palla á Þjóðleikhúsinu. Fyrir miðju
fánans var skjöldur með merkjum
fyrirtækjanna Alcoa, Alcan og
Norðuráls. Samkvæmt frétta-
tilkynningu frá þeim sem að mót-
mælunum stóðu vildu þau tjá þá
skoðun sína að Íslendingar væru
?langt frá því að vera sjálfstæð
þjóð, því Ísland hefur verið tekið yf-
ir af álfyrirtækjum.?
Samkvæmt 10.gr. fánalaga skal
lögregla hafa eftirlit með því að
enginn noti þjóðfána, sem ekki sam-
ræmist ákvæðum laganna um útlit
fánans, eða sé ?svo upplitaður eða
slitinn að verulega frábrugðinn sé
réttum fána um lit og stærðar-
hlutföll.? Jafnframt segir í 4.gr. að
óheimilt sé að nota önnur merki í
þjóðfánanum en skjaldamerkið eða
hið silfurlitaða T tollgæslunnar.
Mótmælendurnir voru færðir til
skýrslutöku en sleppt að henni lok-
inni og fáninn gerður upptækur.
Fánalög brotin
17. júní
Skrumskæling Óheimilt er að nota
fánann opinberlega í breyttri mynd.
DR. LILJA Mósesdóttir, prófessor
við viðskiptadeild Háskólans á Bif-
röst, verður einn þriggja fyrirlesara
á ráðstefnu í Manchester 21.-22.
júní næstkomandi. Lilja var valin úr
hópi 80 evrópskra og amerískra
fræðimanna sem vildu komast að á
ráðstefnunni. Hún segir það mikil-
vægt að komast að því þarna nái hún
eyrum færustu fræðimanna á henn-
ar sviði, bæði í Evrópu og Ameríku.
Hún mun kynna rannsóknir sínar á
framþróun þekkingarsamfélagsins í
Evrópu og hvers vegna það tryggir
ekki kynjajöfnuð eins og stefnt hef-
ur verið að. Kjarninn í rannsókn
Lilju er sá að á meðan vissir þættir
þekkingarsamfélagsins þróist áfram
á jákvæðan hátt sitji aðrir eftir og
virðist óhagganlegir. ?Á meðan já-
kvæð þróun verður í atvinnuþátt-
töku og menntun-
arstigi kvenna
haggast launa-
munur kynjanna
ekki innan ESB,
frekar en hér á
landi. Framþró-
unin er því ekki
jafnmikil og flest-
ir áttu von á,?
segir Lilja og
bætir við: ?Þegar
konur mennta sig fá þær aðgang að
faglærðum störfum og stjórnunar-
störfum með mjög vítt launabil.
Glerþakið kemur svo í veg fyrir að
þær fái háttlaunaðar stöður og þær
lenda því yfirleitt neðst í launa-
bilinu. Við þessa breytingu eykst
þannig í raun launamunur
kynjanna.?
Lilja er meðal
þeirra fremstu
L52159 Kynnir rannsókn á launamun kynja
Dr. Lilja 
Mósesdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44