Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
?ÉG TEL að þetta eigi möguleika á
því að verða stærsta útrásarverk-
efni Íslands frá byrjun,? segir Árni
Jensen, annar stofnenda orkufyr-
irtækisins Icelandic Energy Group.
Fyrirtækið gerði nýverið samning
um samstarf á sviði vistvænnar
orku við Lýðveldi Serba í Bosníu,
en Milorad Dodik, forsætisráð-
herra landsins, kom til Reykjavíkur
og skrifaði undir samninginn í
Höfða. Samningurinn er 30 millj-
arða króna virði og kveður bæði á
um yfirtöku á rekstri virkjana sem
starfræktar eru í Bosníu í dag og
samstarf um byggingu nýrra virkj-
ana.
Viðhöldum íslenska forskotinu
Árni segir Evrópusambandið nú
þrýsta á ríki Austur-Evrópu um að
einkavæða orkugeira sinn. Í dag
séu þar gömul miðstýrð ríkisfyr-
irtæki sem standi til að einkavæða
á næstu árum. ?Þarna eru um 20-30
þúsund megawött sem munu skipta
um hendur á næstu árum,? segir
Árni og ítrekar að möguleikarnir
fyrir íslenska þekkingu og getu séu
gríðarlegir.
Nokkuð hefur verið rætt um að
Íslendingar geti tapað forskoti sínu
í þekkingu á endurnýjanlegum
orkugjöfum á skömmum tíma, haldi
menn ekki áfram að rannsaka og
virkja hérlendis. Árni játar því að í
Austur-Evrópu sé að finna tæki-
færi fyrir Íslendinga til þess að
halda forskoti sínu á þessu sviði
þrátt fyrir að minna verði virkjað
heima á Íslandi á næstu árum, þeir
hjá Icelandic Energy Group telji
þetta einstakt tækifæri fyrir þekk-
ingu og framkvæmdagetu Íslend-
inga. ?Það sem þá vantar í Austur-
Evrópu og sérstaklega á Balkan-
skaganum er frumkvæði, fjármagn
og þekking,? segir Árni og bætir
því við að nú sé mikill áhugi innan
íslensks fjármálalífs á orkugeiran-
um, sem og pólitísk velvild fyrir því
að taka þetta skref. Til stuðnings
máli sínu um stærðarmöguleikana
á þessu sviði nefnir Árni að sam-
kvæmt gögnum frá Evrópska þró-
unarbankanum þurfi að fjárfesta
um 15 milljarða evra í orkugeira
Austur-Evrópulanda á næstu 5-10
árum, til þess að halda í við efna-
hagslega þróun.
Úrelt tækni og lélegt viðhald
Árni segir ástand virkjana í þess-
um heimshluta miklu lakara en hér,
hægt sé að ná töluvert betri orku-
nýtingu en nú sé fyrir hendi. Þetta
stafar að hans sögn af því að tækn-
in er gömul og úrelt. Einnig hefur
aflvélum virkjana ekki verið haldið
í fullri nýtingu eftir því sem hann
kemst næst, því þegar bilanir verða
í tækjabúnaði virkjana er stundum
ekki til nægilegt fjármagn til að
gera við hann. Nefnir Árni sem
dæmi lokur í aðrennslisgöngum og
hreinsunarbúnað fyrir set og ár-
framburð í uppistöðulónum.
IEG gerir samning um samstarf á sviði vistvænnar orku við Lýðveldi Serba
Stærsta útrásarverkefni
Íslendinga frá upphafi?
Ljósmynd/Gísli Baldur
Í Höfða Milorad Dodik, Bjarni Einarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 
borgarstjóri, Vladimir Delic og Ari Levin, en þeir eru ráðgjafar Dodiks.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
VÍSAR að innflytjendahverfum
hafa myndast á höfuðborgarsvæð-
inu, en hlutfall erlendra ríkisborg-
ara er samt hvergi mjög hátt í
hverfum borgarinnar. Þar sem
hlutfallið er hæst er um að ræða
blandaðan hóp innflytjenda, en ekki
einsleita þjóðernishópa og ástæður
samþjöppunar eru fyrst og fremst
fjárhagslegar, en ekki val. Þetta
kemur fram í lokaverkefni Jórunn-
ar Írisar Sindradóttur til B.S.
gráðu í landfræði.
Hæst hlutfall í Fellahverfi
?Það eru þrjú hverfi sem skera
sig úr, sem eru miðbærinn, Fella-
hverfi og Kjalarnes,? segir Jórunn
Íris. 
Ástæður þess að hlutfall erlendra
ríkisborgara er hærra í þeim hverf-
um en öðrum eru fyrst og fremst
fjárhagslegar, ekki er um það að
ræða að innflytjendur sækist eftir
því að búa í nágrenni hver við ann-
an.
Stór hluti innflytjenda vinnur
láglaunastörf og því hafa þeir helst
tök á að kaupa eða leigja þar sem
húsnæðisverð er lágt eins og í
Fellahverfi. Fólk sem kemur hing-
að til að afla tekna í afmarkaðan
tíma kýs oft ekki að reka bíl og því
getur verið hentugt að búa í mið-
bænum í grennd við vinnustaði,
þjónustu og miðstöð almennings-
samgangna. Flestir erlendir ríkis-
borgarar sem búa á Kjalarnesi eru
verkamenn sem stunda vinnu bæði
þar og annarsstaðar á höfuðborg-
arsvæðinu og einhverjir þeirra búa
í húsnæði sem ætlað er til atvinnu-
starfsemi, eins og þekkist víðar í
borginni. 
Jórunn Íris komst að því að í
þeim hverfum þar sem hlutfall er-
lendra ríkisborgara var hvað hæst
voru erlendir íbúar af mörgum
þjóðernum og því ekki hægt að tala
um þjóðernislega einsleit innflytj-
endahverfi hér eins og sumstaðar í
nágrannalöndunum. Þó eru vís-
bendingar um að búsetumynstur
fólks frá Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku annarsvegar og inn-
fæddra Íslendinga hinsvegar sé
mjög líkt, en að hlutfall íbúa frá
Suðaustur-Asíu sé helst frábrugðið
því. Það skýrist af því að innflytj-
endur frá Vestur-Evrópu og Norð-
ur-Ameríku eru oft betur staddir
fjárhagslega en fólk frá öðrum
heimshlutum. 
Aðgengi að upplýsingum lítið
og léleg þjónusta hjá bönkum
Athygli vekur að í sumum hverf-
um borgarinnar búa nánast engir
erlendir ríkisborgarar, þá aðallega í
nýjum úthverfum á borð við Norð-
lingaholt og Staðahverfi. Þar er
húsnæði fremur dýrt og ferða-
kostnaður getur einnig verið hár. 
Þeir innflytjendur sem Jórunn
Íris ræddi við töluðu margir hverjir
um að erfitt væri að fá upplýsingar
um margt sem tengdist húsnæðis-
málum, t.d. hvað teldist ásættan-
legt íbúðarhúsnæði og rétt til húsa-
leigubóta. Þannig veit fólk oft ekki
hvert það á að sækja upplýsingar,
auk þess sem þær eru stundum
ekki til á tungumáli sem viðkom-
andi skilur. Þá kom fram að inn-
flytjendur ættu erfitt með að fá
húsnæðislán hjá bönkum og spari-
sjóðum. Í einhverjum tilvikum fékk
fólk lán hjá Íbúðalánasjóði eftir að
hafa verið synjað hjá öðrum. ?Ef
um mismunun er að ræða í raun
undirstrikar slíkt mikilvægi Íbúða-
lánasjóðs, þar sem hlutverk sjóðs-
ins er meðal annars að stuðla að því
að allir landsmenn búi við öryggi og
jafnrétti í húsnæðismálum,? segir
Jórunn Íris. Dæmi komu fram um
mismunun gegn innflytjendum á
húsnæðismarkaði, svo sem að þeir
væru látnir borga óeðlilega háa
leigu miðað við stærð og ástand
húsnæðis. Þetta virðist þó ekki vera
algengt vandamál miðað við reynslu
viðmælenda Jórunnar Írisar.
Vísar að innflytjenda-
hverfum að myndast
L52159 Fjárhagur ræður búsetu fremur en val 
L52159 Hvergi einsleitur hópur innflytjenda
MT48 MT49                                                        MT52MT44MT51MT37          Í HNOTSKURN
»
Árið 2006 áttu 9.606 er-
lendir ríkisborgarar lög-
heimili á höfuðborgarsvæð-
inu. Sumir staldra við í
stuttan tíma en aðrir vilja
setjast hér að til frambúðar.
»
Viðmælendur Jórunnar
Írisar telja að tekjur
ráði mestu um stöðu fólks á
húsnæðismarkaðnum, en
einnig geti tungumálakunn-
átta og félagsleg tengsl haft
áhrif.
»
Fram hefur komið að
innflytjendur eigi erfitt
með að fá húsnæðislán hjá
bönkum og sparisjóðum. 
Morgunblaðið/Kristinn
Húsnæðismál innflytjenda Jórunn
Íris Sindradóttir gerði úttekt á bú-
setu erlendra ríkisborgara á höfuð-
borgarsvæðinu í lokaverkefni sínu
til BS-prófs í landfræði.
VINSTRIHREYFINGIN ? grænt
framboð fagnar upphaflegri
ákvörðun sveitarstjórnar Flóa-
hrepps um að gera ekki ráð fyrir
fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun í
drögum að nýju aðalskipulagi
sveitarfélagsins og harmar um leið
að sveitarstjórnin hafi ákveðið að
leggja fram tvær skipulagstillögur
eftir fund með forsvarsmönnum
Landsvirkjunar. Þetta kemur fram
í ályktun sem VG hefur sent frá
sér. 
Telur stjórn VG ekki hægt að
draga aðra ályktun en þá að sveit-
arstjórn Flóahrepps hafi verið
beitt miklum þrýstingi, í ljósi fyrri
orða oddvita Flóahrepps um virkj-
unina þess efnis að ekki væru
nægileg rök til þess að gera ráð
fyrir henni miðað við það sem fórn-
að væri. ?VG gerir alvarlegar at-
hugasemdir við að yfirstjórn
Landsvirkjunar skuli beita lýðræð-
islega kjörna fulltrúa þrýstingi til
að ná markmiðum fyrirtækisins,?
segir í ályktuninni. 
?Það er grundvallaratriði að
heildstæð náttúruverndaráætlun
verði gerð og samþykkt áður en
frekari ákvarðanir verða teknar um
orkufrekan iðnað. Annars er hætta
á stórslysi í náttúruverndarmálum.
Þá er grundvallaratriði að orkufyr-
irtækin beiti ekki lýðræðislega
kjörna fulltrúa og almenning óeðli-
legum þrýstingi í sókn sinni í nátt-
úruauðlindir þjóðarinnar.? 
Gagnrýna
meintan
þrýsting 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44