Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
FasteignafyrirtækiðCastle&CookeFloridaUSAkynniráGrandHotel19.-22.júní
Fjárfestingaríglæsilegumfasteignum
ábestastaðíKeenesPointeíOrlandoFlorida
Skoða á netinu: http://www.cc-keenespointe.com/
 Kynning á Grand Hótel 19.-22. júní á 
glæsilegum nýjum fasteignum í Keene´s 
Pointe í Orlando Florida.
Fulltrúar fasteigna- og byggingafyrirtækisins  
Castle & Cook verða með kynningarfundi á Grand 
Hótel dagana 19-22 júní.
Leitið nánari upplýsinga í síma:  893 9500
ÞETTA HELST ...
? SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur
komist að þeirri niðurstöðu að ekki
sé ástæða til að aðhafast vegna
kaupa Samskipa hf. á matvöruversl-
ununum Kram og Hólmgarði. Athug-
un eftirlitsins gaf ekki til kynna að
samrunarnir myndu hafa skaðleg
áhrif á samkeppni á matvörumark-
aðnum. Í ljósi þessa og með hliðsjón
af gögnum málsins var það mat eft-
irlitsins að ekki væri ástæða til að
aðhafast frekar vegna samrunans á
grundvelli samkeppnislaga. 
Ekki aðhafst vegna
Samkaupa
? NÚ styttist í að
félögin sem
skráð eru í kaup-
höll OMX á Ís-
landi fari að skila
frá sér sex mán-
aða uppgjörum.
Vel á undan öðr-
um verður reynd-
ar Hf. Eimskipa-
félag Íslands sem birtir sitt uppgjör
fyrir opnun markaða miðvikudaginn
20. júní nk. Mun fjárhagsár félags-
ins vera frá desember til nóv-
embermánaðar. Efnt er til kynn-
ingar í höfuðstöðvum félagsins á
miðvikudagsmorgni en auk upp-
gjörsins munu Stephen Dargavel
og Stephen Savage kynna breska
flutningafyrirtækið Innovate, sem
Eimskip eignaðist nýlega að fullu.
Þegar komið er fram í júlí má
uppgjöra fara að vænta frá öðrum
félögum, sem miða þau við hið
hefðbundna almanak frá janúar til
desember.
Styttist í sex mánaða
uppgjör félaganna
Kauphöll OMX
á Íslandi.
? HLUTUR Straums-Burðaráss í Bet-
son, sænsku leikja- og fjár-
hættuspilafyrirtæki, er nú í sölu-
meðferð hjá Carnegie og SEB
Enskilda bank, að því er fram kemur
hjá fréttaveitunni Direkt.
Í Vegvísi Landsbankans kemur
fram að hlutur Straums í Betson er
rúm 29% og markaðsverð hlutarins
um 4,4 milljarðar króna.
Áætlar Greiningardeild Lands-
bankans að söluhagnaður Straums
verði um tveir milljarðar króna. Bréf
Betson lækkuðu um rúmt 1% í OMX
kauphöllinni á föstudag, en úrvals-
vísitalan sænska hækkaði um 0,6%.
Straumur-Burðarás að
selja í sænska Betson
Parmalat og ýmsir aðrir sem tengd-
ust fyrirtækinu voru hnepptir í varð-
hald þegar rannsókn á þessu máli
hófst. Og rannsóknin beindist víðar.
Þannig voru til að mynda tengsl fyr-
irtækisins við ítölsku mafíuna könn-
uð auk þess sem rannsókn beindist
að þætti þeirra banka sem höfðu
unnið mest með Parmalat. Vaknaði
fljótlega grunur um að bankarnir
hefðu vísvitandi dreift röngum upp-
lýsingum til að styðja við verð hluta-
bréfa fyrirtækisins.
Parmalat varð gjaldþrota en var
síðar endurreist. Á síðasta ári fór
fyrirtækið í mál við bankana fjóra og
fullyrtu stjórnendur Parmalat að
bönkunum hefði verið fullljóst hver
staðan væri. Engu að síður hefðu
þeir haldið áfram að græða á við-
skiptum sínum við Parmalat.
Bankar ákærðir vegna
Parmalat-hneykslisins
Citigroup, Deutsche Bank, UBS og Morgan Stanley fá kæru
Fjármálahneyksli Hinum alþjóðlegu bönkum mátti að mati ítalska dóm-
kerfisins vera ljóst að Parmalat stefndi í gjaldþrot, en aðhöfðust ekkert.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
ÍTALSKUR dómari hefur tilkynnt
að fjórir alþjóðlegir bankar verði
ákærðir fyrir þátt í hinu svonefnda
Parmalat stórsvikamáli sem kom
upp á árinu 2003. Þetta eru Citi-
group, Deutsche Bank, UBS og
Morgan Stanley. Eru bankarnir sak-
aðir um að hafa látið ógert að grípa
inn í þegar fyrir lá að fyrirtækið
stefndi í gjaldþrot.
Samkvæmt ítölskum lögum getur
fyrirtæki krafið banka um bætur ef
hægt er að færa sönnur fyrir því að
bankanum hefði átt að vera ljóst að
viðkomandi fyrirtæki væri á leiðinni
í gjaldþrot.
Bankarnir neita allir sök í þessu
máli að því er fram kemur í frétt á
fréttavef BBC-fréttastofunnar. Þar
segir að verði bankarnir hins vegar
fundnir sekir geti þeir átt yfir höfði
sér sektir upp á mörg hundruð millj-
ónir evra. Jafnframt sé mögulegt að
þeim verði bannað að vera með starf-
semi á Ítalíu.
Héldu áfram að græða
Mjólkurvöruframleiðandinn Par-
malat var eitt af stærstu fyrirtækj-
um Ítalíu og var með starfsemi víða
um heim. Seint á árinu 2003 hófst
rannsókn á meintum fölsunum á
reikningum hjá fyrirtækinu. 
Hundruð milljarða króna höfðu
horfið út úr fyrirtækinu á nokkrum
árum og var um að ræða eitt stærsta
fjármálahneyksli sem upp hafði
komið í viðskiptaheiminum.
Jafnan er fjallað um Parmalat-
hneykslið í sömu andrá og þau svika-
mál sem upp komu á svipuðum tíma
hjá bandarísku stórfyrirtækjunum
Enron og WorldCom, og vöktu
heimsathygli.
Fjölmargir stjórnendur hjá
Í HNOTSKURN
»
Parmalat-hneykslið kom
fyrst upp árið 2003, er
ljóst varð að hundruð milljóna
króna höfðu horfið úr bók-
haldi Parmalat.
»
Ítalskur dómari hefur
ákveðið að ákæra bankana
Citigroup, Deutsche Bank,
UBS og Morgan Stanley fyrir
að grípa ekki inn í þegar þeir
áttu að hafa vitað allt um fjár-
málaóreiðuna.
»
Grunur hefur verið um
tengsl á milli Parmalat og
ítölsku mafíunnar. Fyrirtækið
fór í þrot en hefur verið end-
urreist.
ÍSLENSKI vátryggingamarkaður-
inn stendur traustum fótum og Fjár-
málaeftirlitið (FME) á að geta sinnt
eftirlitshlutverki sínu þar með full-
nægjandi hætti.
Þetta er niðurstaða Rúnars Guð-
mundssonar, sviðsstjóra vátrygg-
ingasviðs FME, Sigurðar Freys Jón-
atanssonar, tryggingastærð-
fræðings hjá FME, og Ólafar
Aðalsteinsdóttur, sérfræðings á vá-
tryggingasviði FME, í grein sem þau
rita nýlega í tímaritið Nordisk
Forsikringstidskrift, sem fjallar um
tryggingamál á Norðurlöndunum.
Í greininni segir, samkvæmt vef
FME, að miklar breytingar hafi orð-
ið á íslenska vátryggingamarkaðn-
um undanfarin 20 ár, trygginga-
félögum hafi fækkað og samkeppni
harðnað.
Þá kemur fram í greininni að laga-
umhverfi hafi tekið töluverðum
breytingum að undanförnu, m.a.
með tilliti til neytendaverndar.
Fáir stórir eignarhlutir
Starfsemi vátryggingamiðlara
hafi fest sig í sessi á íslenska mark-
aðnum og íslensk vátryggingafélög
sæki nú í auknum mæli á erlenda
markaði. Meginmarkmið útrásarinn-
ar sé að veita íslenskum fyrirtækjum
vátryggingarþjónustu vegna starf-
semi þeirra erlendis, aukin fjöl-
breytni í starfsemi og bætt áhættu-
dreifing.
Jafnframt segir í grein þremenn-
inganna hjá FME að umsóknum um
virka eignarhluti í vátryggingafélög-
um hafi fjölgað nokkuð á síðustu ár-
um og í dag sé um fáa en stóra virka
eignarhluti að ræða í tryggingafélög-
unum.
Markaður á traustum fótum
Hörð samkeppni íslensku tryggingafélaganna að mati Fjármálaeftirlitsins
Morgunblaðið/Kristinn
Tryggingafélög Meðal stóru tryggingafélaganna á markaðnum er Sjóvá
sem keppir m.a. við VÍS, Tryggingamiðstöðina, Vörð og fleiri félög.
PENNINN hefur gengið frá kaup-
um á 80% hlutafjár í húsgagnafyr-
irtækinu Coppa í Lettlandi. Sam-
kvæmt tilkynningu frá Pennanum
er Coppa leiðandi á lettneska hús-
gagnamarkaðnum, með áherslu á
skrifstofu- og hótelhúsgögn, og
rekur einnig verslun með heim-
ilishúsgögn og ljós og starfrækir
stólaverksmiðju. Meðeigendur
Pennans í Coppa eru arkitektar
sem hafa rekið fyrirtækið frá upp-
hafi og munu starfa áfram við
reksturinn.
Rekstur Coppa er sagður falla
vel að annarri starfsemi Pennans á
þessum slóðum en nú þegar hefur
Penninn keypt skrifstofuvörufyr-
iræki í Lettlandi, Eistlandi, Litháen
og Finnlandi. Meðal viðskiptavina
Coppa eru Hansa banki, ráðhús
Riga, Hewlett Packard, Hotel Reval
og Hotel Bergs. Heildartekjur
Coppa voru um 4,5 milljónir evra á
síðasta ári og starfsmenn eru 25. 
Segir í tilkynningu að áratuga
reynsla og þekking starfsmanna
Pennans á húsgagnamarkaðnum
eigi eftir að nýtast vel við uppbygg-
inguna í Lettlandi og jafnframt
komi þekking og reynsla Coppa til
með að nýtast við þróun á vöru- og
þjónustuframboði Pennans á Ís-
landi, m.a. á sviði hótelinnréttinga
og lýsingarbúnaðar og ljósa.
Kaupa hús-
gagnafyr-
irtæki í
Lettlandi
Riga Höfuðborg Lettlands er falleg. 
? ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa
9,71% hlut hollenska eignarhalds-
félagsins Kjalar Invest B.V. í Kaup-
þingi banka hf. undir nýtt óstofnað
félag í eigu sömu aðila. Hið nýja
óstofnaða félag verður hollenskt
eignarhaldsfélag, sem verður syst-
urfélag Kjalar Invest B.V. Jafnframt
hefur verið ákveðið að færa 0,17%
hlut Eglu hf. í Kaupþingi banka yfir í
sama óstofnaða félag. Gert er ráð
fyrir að stofnun félagsins og yf-
irfærslan á hlutunum, samtals
9,88%, muni eiga sér stað á næstu
dögum, alls um 73 milljónir hluta.
Markaðsvirði hlutafjárins er hátt í
80 milljarðar króna. Hið nýja félag
og Kjalar Invest B.V. verða bæði í
100% eigu Kjalar Holding B.V. Kjalar
er að meirihluta í eigu Ólafs Ólafs-
sonar, stjórnarformanns Samskipa.
Kjalar og Egla færa til
hluti í Kaupþingi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44