Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 13
G
uðmundur Halldórsson í Bolung-
arvík hafði samband við
Bryggjuspjallara vegna síðasta
spjalls. Honum þótti þar vegið
að smærri sjávarbyggðum þegar
fjallað var um slægingarstuðul. Það var ekki
ætlunin að vega að neinum sjávarbyggðum.
Ætlunin var að benda á göt í stjórnkerfinu,
sem meðal annars geta leitt til þess að réttar
upplýsingar um afla berast ekki til yfirvalda
og Hafrannsóknastofnunar. Vissulega eru
götin fleiri en slægingarstuðull og ísprufur
eins og fjallað var um í síðasta bryggjuspjalli.
Þar má nefna að fiskur er ekki vigtaður inn á
vinnslulínur frystitogara, heldur aflinn reikn-
aður út frá afurðunum eftir sérstökum nýt-
ingarstuðlum. Auðvitað er hægt að vigta
slægðan fisk inn á vinnslulínur togaranna. Þá
fengjust örugglega ótvíræðari upplýsingar
um afla til kvóta. Ennfremur má benda á
rýrnun í fiski, sem fluttur er óunninn úr landi
til sölu á erlendum fiskmörkuðum. Það er
hægt að vigta fiskinn áður en hann fer utan
til að fá sem réttastar upplýsingar um þyngd
hans, en hún rýrnar töluvert á leiðinni vegna
vökvataps. Fyrir vikið vegur fiskurinn jú
minna, þegar hann er vigtaður ytra. Svo er
auðvitað spurningin eilífa um brotkastið og
umfang þess. Það er mikilvægt að sem rétt-
astar upplýsingar um afla berist Hafrann-
sóknastofnuninni svo hún geti byggt á réttum
grunni.
Það er mikið rætt um stofnstærðarmat
Hafró um þessar myndir og víða bornar á
það brigður að matið geti verið rétt. Slíkar
umræður kvikna alltaf, þegar lagður er til
niðurskurður á veiðiheimildum. Sá mikli nið-
urskurður sem nú er lagður til mun reynast
mörgum ofviða, verði hann að veruleika.
Þriðjungs niðurskurður þorskveiðiheimilda
getur leitt til þess að margir telji það betri
kost að selja aflahlutdeild sína en að halda
áfram. Þannig getur mikill niðurskurður leitt
til frekari samþjöppunar í kvótaeign. 
Á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir
nokkru mun hafa komið upp tillaga í sjáv-
arútvegsnefnd þess efnis að óháðri stofnun
yrði falið að fara yfir rannsóknir og gögn
Hafró og og leggja mat á stofnstærðarmat og
útreikninga hennar. Sú tillaga fékk ekki
brautargengi. Staðreyndin er sú að erlendir
fiskifræðingar hafa verið fengnir til þess
verks áður. Þeir hafa komizt að sömu nið-
urstöðum og fiskifræðingarnir á Hafró. Það
er kannski ekki skrítið enda hafa þeir beitt
sömu aðferðarfræði og stofnunin. Það er
spurning hvort hægt er að beita öðrum að-
ferðum. Það er gagnrýnt nú að afladagbækur
séu lítið notaðar við stofnstærðarmat, sagt að
breyttar aðstæður í hafinu leiði til þess að
togararallið gefi alls ekki rétta mynd af
ástandinu í sjónum. Það skiptir miklu máli,
því stofnstærðarmat Hafró er að mjög mikl-
um hluta byggt á togararallinu. Umræðan um
þessi mál er í hæsta máta eðlileg. Hún er
nauðsynleg. Þegar svona tíðindi berast verða
menn að skoða alla mögulega áhrifavalda án
fordóma og leita allra leiða til að svara hinum
fjölmörgu spurningum, sem menn hljóta að
spyrja við aðstæður eins og þessar. 
Nauðsynleg umræða
»
Mikill niðurskurður 
þorskveiðiheimilda getur
leitt til frekari samþjöppunar
í kvótaeign.
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
hjgi@mbl.is
Í KJÖLFAR uggvænlegra tíðinda
frá Hafró á dögunum hefur kveðið
við nokkuð nýjan tón í umræðu um
kvótakerfið, fræðilegar forsendur
veiðiráðgjafar og sjávarútvegsmál í
heild. Við sem stóðum að Komp-
ásþætti um brotalamir í sjávarút-
vegi sem sýndur var 6. maí sl. telj-
um ekki útilokað að þátturinn hafi
haft einhver áhrif á þessa umræðu í
þá átt að rífa hana úr pólitísku arga-
þrasi, útúrsnúningum, klisjum og
meðfylgjandi pollagrunnum ásökun-
um um vafasöm heilindi og hags-
munatengsl þeirra sem leggja orð í
belg.
Það eru því nokkur vonbrigði að
þurfa að svara tveimur gagnrýnis-
röddum á þáttinn sem bera þessi
neikvæðu einkenni. Í tvígang hefur
Hjörtur Gíslason, sjávarútvegssér-
fræðingur Morgunblaðsins, beint
spjótum sínum að þættinum auk
þess sem Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ, hefur
brugðið sama vopni í Fiskifréttum.
Svo einkennilega vill til að tilskrifin
eru efnislega eins og runnin úr
sama penna en í sjálfu sér fagnaðar-
efni að hægt er að svara báðum í
einu. 
Svindl á Íslandi
Til upprifjunar skal áréttað að
megininntakið í umfjöllun Kompáss
var stórfellt svindl sem felst ekki
aðeins í brottkasti heldur einnig
ýmsum ólöglegum tilfærslum þegar
afla hefur verið landað. Ís er sagður
margfaldur, rangar tegundir til-
greindar auk þess sem fiski er í
stórum stíl ekið framhjá vigt og
hann þar með aldrei skráður. Fiski-
stofustjóri taldi að þetta svindl eftir
löndun næmi þúsundum tonna, ekki
mörgum þúsundum að vísu, en rétt
er að halda til haga að hann átti þar
eingöngu við svindl með skráð ís-
hlutfall. Mat á umfangi þessara
brota verður aldrei byggt á öðru en
ágiskun, á svipaðan hátt og mat á
stærð fiskistofna byggist á löndun-
artölum og prufuveiðum. Tugir
heimildarmanna og gögn sannfærðu
þá sem unnu að Kompásþættinum
um að svindlið væri stórfellt. Því var
velt upp í þættinum að ef skekkja er
mikil í löndunartölum gæti það haft
marktæk áhrif á mat á fiskistofn-
unum og þar með veiðiráðgjöf. 
Áhyggjur af Færeyjum
Það vekur furðu að fyrsta við-
bragð Morgunblaðsins og LÍÚ við
þættinum fól í sér miklar áhyggjur
af þorskstofninum við Færeyjar.
Eflaust verða Færeyingar klökkir
yfir þessum áhyggjum en spyrja sig
ef til vill með undrun af hverju
menn líta sér ekki nær. Kompás
heimsótti Færeyjar með megin-
þema þáttarins í huga, þ.e. svindl í
sjávarútvegi. Færeyingar reyndu
kvótakerfi í tvö ár og lögðu það síð-
an af og tóku upp sóknarstýringu
með sk. fiskidagakerfi. Kompási
þótti fengur í að heyra af reynslu
Færeyinga að þessu leyti enda voru
eyjaskeggjar ófeimnir við að tjá sig
um þetta svindl þar sem það heyrði
nú sögunni til.
Á Íslandi eru þeir vandfundnir
sem þora að tjá sig um slíkar brota-
lamir nema í skjóli nafnleyndar
enda ríkir hagsmunir í húfi; menn
geta átt yfir höfði sér lögsókn, at-
vinnumissi og jafnvel útskúfun úr
byggðarlagi sínu. Það var ekki
frumtilgangur Kompáss að gera út-
tekt á árangri fiskidagakerfisins
hvað varðaði uppbyggingu og nýt-
ingu fiskistofnanna. Það telst varla
tilraun til að gefa því kerfi gæða-
stimpil þó að dregið sé fram tvennt
sem er óumdeilt: a) svindl af því tagi
sem þátturinn fjallaði um er ekki
vandamál í Færeyjum og b) breið
sátt er um grunnforsendur fisk-
veiðistjórnunarkerfisins.
Þrátt fyrir þetta er því haldið
fram að Kompás hafi verið að
hampa fiskidagakerfinu sem besta
fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.
Þetta er fráleitt. Fyrrverandi sjáv-
arútvegsráðherra Færeyja kallaði
kerfið að vísu það besta í heimi, en
bætti við ?fyrir Færeyinga?. Sami
stjórnmálamaður vildi einnig kalla
kvótakerfistilraunina ?hörmungar
fyrir sjávarútveginn? ? taldi hörm-
ungarskeiðin tvö á síðustu öld og
voru hinar hörmungarnar veiði-
stoppið á tímum seinni heimsstyrj-
aldar. Við þá skoðun var birt línurit
yfir þorskveiðar við Færeyjar á ár-
unum 1925-2005. Bæði Friðrik og
Hjörtur hafa gert þetta línurit að
meginefni í sinni gagnrýni. Gefið er
í skyn að meðvitað hafi verið sleppt
að sýna lægð í þorskveiðum 2006 og
það sem af er árinu 2007. Er þá
horft framhjá því að skýrt var tekið
fram í texta í þættinum að mikil
lægð hefði verið í þorskveiðum síð-
ustu misseri. 
Pólitíska smjörklípan
Svo það gleymist ekki þá skal enn
og aftur ítrekað að þátturinn fjallaði
um svindl í íslenskum sjávarútvegi.
Morgunblaðið og LÍÚ telja hins
vegar að þessi Færeyjahluti Komp-
áss hafi verið meðvituð tilraun til
þess að kasta rýrð á íslenska kvóta-
kerfið og það á flokkspólitískum for-
sendum. Ekki dettur okkur annað í
hug en að það sé alger tilviljun að
dylgjur framkvæmdastjóra LÍÚ og
blaðamanns Mbl. séu sóttar í sama
líkingabrunn. Þannig segir Hjörtur
Moggablaðamaður: ?En Kompásinn
lét misnota sig fullmikið í því að
kasta rýrð á kvótakerfið og galla
þess. Það var engu líkara en Magn-
ús Þór Hafsteinsson hefði skrifað
handritið að þættinum og Grétar
Mar Jónsson leikstýrt honum.?
Friðrik tónar svo á móti: ?Það var
eins og maður hefði séð handritið
áður og leikendurnir voru líka gam-
alkunnir? (?) þrátt fyrir að þeir
sem leikstýrðu vissu betur.
Þátturinn var sýndur viku fyrir
þingkosningar en þetta var næstsíð-
asti Kompásþáttur vetrarins. Hirti
þykir þetta stórdularfull tímasetn-
ing og telur hana til sönnunar því að
við Kompásmenn höfum látið mis-
nota okkur. Honum þykir það einn-
ig afar dularfullt að auglýsingaher-
ferð Frjálsynda flokksins ?spretti
upp fullmótuð í kjölfar þáttarins? ?
en sá flokkur hefur eins og kunnugt
er barist gegn kvótakerfinu. Að-
standendum Kompáss þykir það
ekkert skrítið að auglýsingaherferð
þessa flokks, eins og herferðir ann-
arra flokka, nái háflugi síðustu daga
fyrir kosningar.
Það er ósvífni að fullyrða að póli-
tísk öfl hafi misnotað Kompás í póli-
tískum tilgangi og er með því vegið
að blaðamannaheiðri þeirra sem
stóðu að þættinum. Það er álíka
ósvífið og ef við fullyrtum opinber-
lega að Hjörtur hefði látið misnota
sig af hagsmunasamtökunum LÍÚ
og tiltaka því til sönnunar þann til-
viljanakennda samhljóm sem er í
skrifum Hjartar og framkvæmda-
stjóra útvegsmannafélagsins.
Kompás hefur ekki og mun aldrei
láta misnota sig í nokkurri umfjöll-
un af neinu tagi. 
Fréttir gagnrýndar líka
Báðum þessum skríbentum er svo
tíðrætt um frétt Stöðvar 2 um vitn-
isburð fyrrverandi skipstjóra sem
sagðist hafa verið beittur þrýstingi
af útgerð til þess að tilgreina rang-
lega sem ufsa fleiri hundruð tonn af
þorski. Áður en viðtalið var birt var
haft samband við framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins. Nákvæmlega
38 mínútum fyrir útsendingu frétta
sendi hann fréttastofu afrit af bréfi
frá Fiskistofu með niðurstöðu á
rannsókn þess tímabils sem ásak-
anirnar náðu til. Segir þar m.a.:
?Frumrannsókn leiddi ekki í ljós
óeðlilegt misræmi milli afla bak-
reiknaðs frá framleiddum afurðum
og löglega innvegins afla samkvæmt
gögnum Fiskistofu.?
Hjörtur kallar þetta opinber gögn
sem ?afsanni glæpinn? eins og hann
orðar það og undrast að fréttin hafi
farið í loftið þrátt fyrir bréf Fiski-
stofu. Í fréttum af þessu máli kom-
ust sjónarmið útgerðarinnar vel til
skila og engin afstaða tekin til sekt-
ar í sjálfu sér. Það er þó furðu
grunnhyggið ef LÍÚ og Mbl. ætla
að halda því fram að niðurstaða bak-
reikninga Fiskistofu feli í sér full-
komna og óræka sönnun þess að
ekkert óeðlilegt hafi verið á seyði
hjá tilteknum útgerðaraðilum.
Í umræddum Kompásþætti kom
fram að bakreikningar Fiskistofu
eru ekki nákvæm vísindi ? það stað-
festi fiskistofustjóri. Þess má geta
að forsvarsmaður fyrirtækisins sem
fjallað var um fullyrti að allar afurð-
ir hefðu verið seldar í gegnum SÍF
það tímabil sem var til umræðu.
Kom síðan á daginn að hann varð að
viðurkenna að það var ekki rétt því
fyrirtækið hefði einnig selt frá sér
afurðir milliliðalaust. Kompás hefur
ekki lokið umfjöllun sinni um kvóta-
kerfið og sjávarútveg í landinu. 
?Kvótakerfið, glæpamenn 
og svíðingar?
Það var fjallað um svindl í kvóta-
kerfinu í þættinum en einhvern veg-
inn túlka blaðamaður Morgunblaðs-
ins og framkvæmdastjóri LÍÚ þessa
umfjöllun sem misnotkun á þætt-
inum í því skyni að ?kasta rýrð á
kvótakerfið? og að í umfjölluninni
hafi falist ásökun um að ?eintómir
glæpamenn og svíðingar starfi í
greininni?. Það eru furðuleg við-
brögð við heiðarlegri viðleitni til að
gera heildstæða úttekt á brotalöm-
um sem lítið hefur verið fjallað um
ef undan er skilið brottkastið. Hvers
vegna hefur Morgunblaðið ekki gert
slíka úttekt fyrir löngu? Hvernig
tæki blaðið ásökun um að með því
að fjalla EKKI um þessa þætti væri
blaðið að passa upp á að kasta ekki
rýrð á kvótakerfið?
Það er reyndar fagnaðarefni að
Hjörtur, sjávarútvegssérfræðingur
Morgunblaðsins, virðist hafa snúið
við blaðinu og vaknað til vitundar
um alvarleika brotanna nú á allra
síðustu dögum. Í Bryggjuspjalli í
liðinni viku krefst hann skýringa á
því af hverju það gangi svona illa að
byggja upp þorskstofninn (NB þann
íslenska). Segir hann svo, í full-
komnu samræmi við meginniður-
stöðu Kompásþáttarins sem hann
fann allt til foráttu: ?Reyndar kann
það að vera svo að ekki sé nægj-
anlega vel gengið eftir því að farið
sé að lögum og reglum. Að einhverj-
ir komist upp með það að landa fiski
í stórum stíl framhjá vigt. Að ein-
hverjir misnoti slægingarstuðla og
ísprufur til fá meira út úr kvótanum.
Ef upplýsingar um raunverulegan
afla og fiskveiðidánartölu eru ekki
réttar getur ráðgjöfin heldur ekki
verið rétt.? Við segjum bara amen á
eftir þessu efni. Ekki dettur okkur í
hug að ásaka Hjört þarna um að
?kasta rýrð á kvótakerfið? né að
hann sé að fullyrða að ?eintómir
glæpamenn og svíðingar starfi í
greininni?. Við veltum því nú samt
fyrir okkur hvort LÍÚ-Friðrik taki
undir þessi skrif. 
Lokaorð
Þess má að lokum geta að í kjöl-
far Kompásþáttarins hafa gagnleg-
ar viðbótarupplýsingar um fyrr-
nefndar brotalamir borist Stöð 2,
bæði fréttastofu og ritstjórn Komp-
áss. Verða þær efni í frekari um-
fjöllun en þeim sem vilja koma upp-
lýsingum á framfæri er bent á
tölvupóstfang þáttarins, komp-
as@3stod2.is. 
Að líta sér nær 
Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, og 
Kristinn Hrafnsson, fréttamaður Stöðvar 2, gera at-
hugasemdir við Bryggjuspjall og skrif Friðriks J.
Arngrímssonar í Fiskifréttum
Morgunblaðið/RAX
Fiskveiðar Fiskveiðistjórnunarkerfið er umdeilt um þessar mundir. Meðal
annars er brottkast í umræðunni.
ÚR VERINU

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44