Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MJÖG hefur gengið á stórskóga
heimsins á síðustu áratugum, allt
frá Mið-Afríku til Amason-regn-
skóganna og eyja Indónesíu. Að
minnsta kosti þrettán milljónir
hektara af stórskógum glatast að
jafnaði á ári hverju ? svæði sem er
á stærð við Grikkland.
Skógareyðingin á síðustu árum
er að miklu leyti rakin til stórauk-
innar eftirspurnar í Kína eftir
timbri. Fyrir áratug fluttu Kín-
verjar nánast eingöngu inn timbur
til notkunar heima fyrir en nú
flytja þeir út meira af vörum úr
viði, svo sem húsgögnum og gólf-
efnum, en nokkur önnur þjóð í
heiminum.
Þessi mikla eftirspurn hefur
orðið til þess að timburverðið hef-
ur hækkað, þannig að skógar-
höggsfyrirtæki ásælast sífellt
stærri svæði í löndum á borð við
Kamerún, Brasilíu og Indónesíu. 
Fyrirtæki frá Evrópu, Banda-
ríkjunum og Asíu hafa t.a.m. verið
sökuð um að hafa sölsað undir sig
um 15 milljónir hektara af regn-
skógi í Kongó með ólöglegum
hætti á síðustu árum. Fyrirtækin
eru sögð notfæra sér fátækt íbú-
anna, gefa þeim smágjafir á borð
við landbúnaðaráhöld, saltpoka eða
bjórkassa, til að verða sér úti um
skógarhöggsréttindi sem eru
margfalt verðmætari.
Um fimmtungur regnskóganna í
Brasilíu hefur þegar eyðst. Aukin
eftirspurn í Kína eftir járngrýti,
báxít (hráefni í ál) og landbúnaðar-
afurðum á borð við sojabaunir á
stóran þátt í því að sífellt stærri
svæði eru lögð undir landbúnað
eða námuvinnslu.
Skógareyðingin hefur verið enn
örari í Indónesíu. Embættismenn
Sameinuðu þjóðanna segja að
verði ekki gripið til róttækra að-
gerða eyðist um 98% af þeim skóg-
um, sem eftir eru, fyrir árið 2022.
Það myndi hafa mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir íbúana og dýra-
lífið, m.a. dýr í útrýmingarhættu,
t.d. órangútana.
Þenslan í Kína
stuðlar að mikilli
skógareyðingu
                 MT50MT48MT48MT48  MT50MT44MT51MT52  Hverfandi stórskógar heimsins mega
sín lítils gegn hækkandi timburverði
FLOKKAR sem styðja stjórn Nicol-
as Sarkozy Frakklandsforseta fengu
ekki þann mikla meirihluta í seinni
umferð þingkosninganna í gær sem
kannanir höfðu bent til. Engu að síð-
ur segja stjórnmálaskýrendur, að al-
gjörlega ný staða sé komin upp í
kjölfar forsetakosninganna og þing-
kosninganna. Meirihlutinn sé afger-
andi og framundan séu róttækustu
breytingar á frönsku samfélagi í
áratugi. Sósíalistaflokkurinn bætti
við sig um 80 þingmönnum og segja
stjórnmálaskýrendur það sárabót í
kjölfar ósigurs frambjóðanda flokks-
ins, Segolene Royal, í forsetakosn-
ingunum. 
Francois Fillon forsætisráðherra
sagði er niðurstaða var fengin, að
franska þjóðin hefði, með því að
tryggja hægrimönnum þingmeiri-
hluta, veitt Nicolas Sarkozy forseta
?meirihluta til að hefjast handa? við
að hrinda í framkvæmd þeim breyt-
ingum sem hann hefði sjálfur verið
kjörinn til að koma í kring. 
?Þið hafið tekið skýra og sam-
hangandi ákvörðun sem gerir for-
seta lýðveldisins kleift að hrinda
verkefnum sínum í framkvæmd. Þið
kusuð breytingar, og þær verða að
raunveruleika. Við munum leggja til
atlögu við venjur og bannhelgi sem
fengið hefur að leika lausum hala í
landi okkar. Nú eru kosningarnar
afstaðnar, tími er kominn til að taka
höndum saman, stund athafna er
runnin upp,? sagði Fillon.
?Fjölbreytni og fjölhyggja 
á nýju þingi?
Þegar talning var langt komin í
gærkvöldi stefndi í að flokkur Sark-
ozy, UMP, fengi 319 þingmenn af
577 en á fráfarandi þingi átti flokk-
urinn 359 sæti. Nýi miðflokkurinn
sem fylgir stjórn Sarkozy að málum
fengi 22 sæti og þriðji samstarflokk-
urinn, MPF, tvö. Sósíalistar og
stuðningsflokkar þeirra á vinstri
væng, græningjar og kommúnistar,
virtust ætla að fá 230 þingsæti. Þar
af var útlit fyrir að Kommúnista-
flokkurinn fengi 18 þingmenn, en
kannanir bentu til að þau yrðu mun
færri, og Græningjar fjögur. Þjóð-
fylking Jean-Marie Le Pen náði ekki
manni á þing. Dóttir Le Pen, Mar-
ine, var eini frambjóðandi flokksins
sem komst í seinni umferðina.
Þvert á allar skoðanakannanir
fyrir kosningar bætti Sósíalista-
flokkurinn við sig mönnum, hafði
149 en stefndi í að fá 208. ?Bláa
bylgjan, sem sögð var mundu ríða
yfir, reis ekki hátt. Til allrar ham-
ingju verður fjölbreytni og fjöl-
hyggja á nýju þingi,? sagði Francois
Hollande, leiðtogi sósíalista, rétt eft-
ir að kjörstöðum var lokað og út-
gönguspár voru birtar. 
Sósíalistar höfðu varað mjög við
að UMP-flokkurinn fengi mikinn
meirihluta, sögðu í því felast hættu-
lega samþjöppun valds. Hollande
sagði úrslitin sýna, að þjóðin vildi
stemma af vald Sarkozy forseta;
mótvægi á vogarskálar aflsins sem
væri lýðræðinu ómissandi.
Hollande sagði að þjóðin hefði
jafnframt látið í ljós efasemdir sínar
og jafnvel ótta vegna ?fyrstu órétt-
látu gjörða? stjórnarinnar. Þar átti
hann fyrst og fremst við áform um
breytingar á virðisaukaskattskerf-
inu á þann veg að skatturinn yrði
eyrnamerktur sjúkratryggingakerf-
inu en á móti yrði létt af atvinnulíf-
inu framlögum þess til sjúkratrygg-
inga. Notuðu sósíalistar sér þau
áform óspart á lokasprettinum og
sökuðu ríkisstjórnina um að ætla að
velta byrðum af vinnuveitendum yfir
á neytendur; af hinum efnameiri á
þá efnaminni. 
Varnarsigur sósíalista
Stjórnmálaskýrendur segja ár-
angur flokksins mikla uppörvun fyr-
ir sósíalista sem brast eldmóð og
kjark eftir ósigur Royal í forseta-
kosningunum. Þrátt fyrir hagstæð-
ari útkomu en vænst var komu í
gærkvöldi fram kröfur um að Hol-
lande viki úr leiðtogasæti þegar í
stað, til að hægt væri að hefjast
handa um endurnýjun flokksins. 
Segolene Royal, fyrrverandi sam-
býliskona Hollande ? en tilkynnt var
opinberlega um skilnað þeirra í gær-
kvöldi ? sagði skilvirka stjórnarand-
stöðusveit hafa orðið til í kosning-
unum í gær. Hún hefur stefnt að því
að taka við leiðtogahlutverkinu af
fyrrverandi manni sínum og ítrekaði
löngun sína til þess í gærkvöldi. 
Jean-Louis Borloo, efnahags-
málaráðherra, sagði stjórnina hafa
unnið sögulegan sigur að því leyti að
þetta væri í fyrsta sinn frá árinu
1978 sem ríkisstjórnarflokkur héldi
þingmeirihluta sínum í kosningum.
Mikla athygli vakti, að Alain
Juppe, fyrrverandi forsætisráð-
herra, náði ekki kjöri í Bordeaux,
hlaut 49,07% atkvæða en frambjóð-
andi sósíalista 50,93%. Í ljósi úr-
slitanna sagðist hann myndu af-
henda Sarkozy afsagnarbréf sem
umhverfisráðherra á mánudag, en
hann gekk næstur Francois Fillon í
ríkisstjórninni. Var þetta túlkað sem
áfall fyrir Sarkozy sem kallaði Juppe
úr pólitískri útlegð og fól honum
einn mikilvægasta málaflokkinn í
stjórn sinni, umhverfismálin. Fillon
hafði lagt áherslu á að ráðherrar
sem væru í þingframboði næðu
kjöri, ellegar þyrftu þeir að hverfa
úr stjórninni. 
Nýtt framboð býður afhroð
Mesta áfallinu verður Francois
Bayrou fyrir en eftir að hann varð
þriðji í forsetakjörinu hugðist hann
byggja á góðum árangri þar og
stofnaði nýjan miðflokk, Lýðræð-
isfylkinguna (MoDem). Á fráfarandi
þingi átti flokkur hans, UDF, 29
þingmenn en útlit var fyrir að nýi
flokkurinn fengi í mesta lagi fjóra
þingmenn.
Athygli vakti að Jean-Louis
Bruguiere, sem var um árabil einn
fremsti dómari Frakklands í barátt-
unni gegn hryðjuverkastarfsemi,
náði ekki kjöri. Bauð hann sig fram
fyrir UMP í kjördæminu Lot-et-
Garonne í suðurhluta Frakklands.
Hann er náinn vinur Sarkozy og lét
af dómarastarfi fyrr á árinu og
hugðist hasla sér völl á stjórnmála-
sviðinu. 
Eftir að hafa tekið við af Jacques
Chirac sem forseti Frakklands 16.
maí fór Sarkozy fram á að fá öflugan
þingmeirihluta til að fylgja eftir
þeirri umbótastefnu sem hann boð-
aði í forsetakosningunum, m.a. til að
gæða atvinnu- og efnahagslífið nýj-
um þrótti. Hét hann því að uppræta
kerfislægar hindranir í efnahagslíf-
inu sem hann sagði eiga sinn þátt í
viðvarandi, háu atvinnuleysi og tak-
mörkuðum hagvexti.
Stjórnin mun ekki bíða boðanna
við að koma umbótamálum sínum í
framkvæmd, því ákveðið hefur verið
að nýtt þing komi saman 26. júní og
sitji til 10. ágúst. Fær það m.a. til
meðferðar stjórnarfrumvörp sem
fela í sér lækkun skatta, hvatningu
til aukinnar vinnuþátttöku, aukið
sjálfræði háskóla, strangari innflytj-
endalöggjöf og harðari refsingar við
síbrotum.
Sarkozy þykir eiga meiri mögu-
leika á því en nokkur annar franskur
forseti að koma málum sínum í fram-
kvæmd. Christophe Barbier, rit-
stjóri vikuritsins L?Express, sagði í
gærkvöldi að nýir tímar væru runnir
upp í frönskum stjórnmálum í kjöl-
far þing- og forsetakosninga. Hann
líkti breytingunum jafnvel við
frönsku byltinguna 1789, sagði að ný
bylting hefði næstum átt sér stað.
Sarkozy fær meirihluta til
athafna í kosningunum
AP
Kátur Francois Fillon Frakklandsforseti gægist út um dyr Hotel Matignon eftir að fyrstu tölur bárust í gær. Hann
fagnaði niðurstöðunni og sagði frönsku þjóðina hafa gefið forsetanum umboð til að hrinda breytingum í framkvæmd.
Í HNOTSKURN
»
Líkt og í fyrri umferð
kosninganna var kjörsókn
með minnsta móti, 60%. 
»
Þetta voru fjórðu kosning-
arnar á rúmum sjö vikum í
Frakklandi.
»
Kjörsóknin í forsetakosn-
ingunum 22. apríl og 6.
maí var 85%. 
»
Kosið var um 467 þingsæti
í gær. 110 frambjóðendur
náðu kjöri í fyrri umferðinni,
þar af 109 þingmenn UMP. 
Eftir Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44