Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 17
VESTURLAND
VÍKINGUR H. Ólafsson, píanóleik-
ari, fékk mjög góðar mótttökur á
tónleikum í Ottawa nýverið en með
þeim lauk tónleikaferð sem í raun
hófst í byrjun apríl en var með
hléum.
Um víðan völl
Tónleikaferðin var farin til 12
borga í Norður-Ameríku og á flest-
um tónleikunum léku Víkingur og
Karen Ouzounian saman á píanó og
selló. Fyrstu tónleikarnir voru í Min-
neapolis í Bandaríkjunum 10. apríl
og síðan komu þau fram í kanadísku
borgunum og bæjunum Winnipeg,
Gimli, Foam Lake, Calgary, Edmon-
ton, Vancouver, London og Toronto
en höfðu auk þess viðkomu í Seattle í
Bandaríkjunum. Íslendingafélög í
öllum þessum borgum önnuðust
undirbúning tónleikahaldsins. Þess-
um hluta ferðarinnar lauk 22. apríl
og var listafólkinu hvarvetna for-
kunnar vel tekið.
Hvatning
Á tónleikum í Montreal og í Ott-
awa lék Víkingur einleik á píanó við
frábærar undirtektir áheyrenda. Á
dagskránni voru verk eftir J.S. Bach,
Beethoven, Chopin, Sigvalda Kalda-
lóns og Ólaf Axelsson, föður Víkings. 
Markús Örn Antonsson, sendi-
herra Íslands í Kanada, flutti nokkur
ávarpsorð við upphaf tónleikanna og
kynnti listamanninn. Sendiherrann
lagði áherslu á mikilvægi samskipta
Íslands og Kanada á sviði lista og
menningar. Sagðist hann vonast til
að íslenskt listafólk myndi sem oft-
ast eiga erindi vestur um haf til að
kynna Kanadamönnum list sína í
hinum mörgu og glæsilegu menning-
armiðstöðvum í stærstu borgum
Kanada eins og Toronto, Montreal
og Ottawa, að ógleymdum Íslend-
ingabyggðum vestar í þessu mikla
landi. Með beinum flugsamgöngum
til Halifax og Montreal hefðu tæki-
færi til ferðalaga milli landanna orð-
ið mun einfaldari í framkvæmd en
áður. Markús Örn sagði þetta einkar
ánægjulegan áfanga nú, þegar
minnst væri 60 ára afmælis formlegs
stjórnmálasambands ríkjanna. 
Menningarmálanefnd Þjóðrækn-
isfélags Íslendinga í Vesturheimi
undir forystu Gail Einarson-
McCleery og Joan Eyjolfson-Cad-
man, skipulagði tónleikaferðina
ásamt sendiráði Íslands í Ottawa. 
Víkingi Ólafssyni píanó-
leikara mjög vel fagnað
Píanisti Víkingur H. Ólafsson, pínanóleikari, sló í gegn á tónleikum í
Bandaríkjunum og Kanada og setti punktinn yfir i-ið í Ottawa.
Í HNOTSKURN
»
Víkingur H. Ólafsson og
Karen Ouzounian eru í
framhaldsnámi við Juilliard-
tónlistarháskólann í New
York.
»
Listafólkið hefur komið
víða fram í Norður-
Ameríku undanfarnar vikur
og alls staðar verið mjög vel
tekið.
»
Utanríkisráðuneytið og
Landsbankinn styrktu
verkefnið ásamt þjóðrækn-
isfélögunum vestanhafs.
ROSALIND Vigfusson frá Árborg í
Manitoba er fjallkona Íslend-
ingadagsnefndar 2007 og tók við
hlutverkinu á Gimli fyrir skömmu
en fyrsta verkefni hennar sem fjall-
kona var að leggja blómsveig að
styttu af Jóni Sigurðssyni framan
við Þinghúsið í Winnipeg í gær, 17.
júní.
Rosalind er vel kunn af verkum
sínum fyrir íslenska samfélagið í
Manitoba og ekki síst sem stjórn-
andi barna- og unglingakórs, sem
hún stofnaði fyrir nokkrum árum.
Fjallkonur Rosalind Vigfusson í hópi kvenna sem gegnt hafa hlutverkinu. 
Rosalind fjallkona
SAMTÖK lyfjafræðinga í
Manitoba hafa útnefnt Ern-
est Stefanson frá Gimli
heiðursfélaga samtakanna.
Ernest útskrifaðist frá
Manitobaháskóla 1968 og
hefur starfað í faginu síðan.
Hann hóf eigin rekstur á
Gimli 1968 þegar hann opn-
aði Lyfjaverslun víkinga,
Viking Pharmacy, og hefur mikið
látið til sín taka í hópi
lyfjafræðinga. Ernest er í
stjórn Snorraverkefnisins í
Manitoba. Hann hefur í
áratugi gegnt ýmsum
störfum í félögum og sam-
tökum sem tengjast Ís-
landi á einn eða annan hátt
og er meðal annars heið-
ursfélagi Íslendingadags-
nefndar. 
Ernest Stefanson heið-
ursfélagi lyfjafræðinga
Ernest Stefanson
ÚR VESTURHEIMI
BÆJARSTJÓRN Snæfellsbæjar lýs-
ir þungum áhyggjum vegna tillagna
Hafrannsóknastofnunarinnar um
mikinn niðurskurð þorskveiðiheim-
ilda fyrir fiskveiðiárið 2007-2008.
Bæjarstjórnin vill að farið verði yfir
vinnuaðferðir Hafrannsóknastofnun-
ar og að sjávarútvegsráðherra fari
vandlega yfir málin áður en hann taki
ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda
í þorski.
?Að mati bæjarstjórnar Snæfells-
bæjar lýsa þessar tillögur þeirri stað-
reynd að mikið vantar upp á vísinda-
lega þekkingu og rannsóknir á
þorskstofninum hér við land,? segir í
ályktun bæjarastjórnar sem sam-
þykkt var í síðustu viku. 
Þar segir ennfremur: ?Ljóst er að
tillögur Hafrannsóknastofnunar eru í
hrópandi ósamræmi við liðna vertíð
sem er ein sú besta sem verið hefur
við Breiðafjörð í langan tíma, þrátt
fyrir að stór hluti fiskveiðiflotans hafi
reynt að forðast þorsk eins og hægt
var. Stærð fisksins og holdafar var
mjög gott og er það í ósamræmi við
niðurstöður Hafrannsóknastofnunar.
Mikill tekjumissir
Ef tillögur Hafrannsóknastofnunar
ganga eftir þá er ljóst að sveitarfélög
við Breiðafjörð verða fyrir miklum
tekjumissi sem erfitt er að sjá hvernig
þau eiga að komast í gegnum. Það
sem vekur furðu í tillögum Hafrann-
sóknarstofnunar er á hverju þeir
byggja sína ráðgjöf, eftir því sem best
verður komið er lítið sem ekkert tekið
tillit til netarallsins og afladagbóka
fiskiskipa, svo eitthvað sé nefnt, og
þeirrar góðu fiskveiði sem var um allt
land í vetur. Þær spurningar vakna
hvort togararallið geti eitt og sér ver-
ið meginuppistaðan í fiskveiðiráðgjöf-
inni.
Við Breiðafjörð er mönnum ljóst að
fiskurinn hefur sporð og færir sig eft-
ir því sem aðstæður í hafinu eru og
eru þær misjafnar frá ári til árs. Því
hlýtur það að vekja spurningar hvort
það geti talist eðlilegt að fara alltaf í
sömu gömlu togslóðirnar, þrátt fyrir
að á þessum langa tíma hefur margt
breyst í lífríkinu eins og t.d. hitastig
sjávar sem best sést á útbreiðslu
skötusels í Breiðafirði á undanförnum
árum.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar skorar
á sjávarútvegsráðherra að hann
skoða málin vandlega frá öllum hlið-
um áður en hann tekur ákvörðun um
niðurskurð á þorskveiðum næsta árs.
Jafnframt skorar bæjarstjórnin á
sjávarútvegsráðherra að skipa nefnd
sérfróðra manna til að fara yfir vinnu-
aðferðir Hafrannsóknastofnunar.? 
Í hrópandi ósam-
ræmi við liðna vertíð
Morgunblaið /Alfons
Fiskveiðar Vertíðin við Breiða-
fjörðinn var sú besta í mjög mörg
ár. Þess vegna efast bæjarstjórn
Snæfellsbæjar um nauðsyn þess að
skera niður aflaheimildir.
FJÖLBRAUTASKÓLA Vestur-
lands var slitið laugardaginn 26.
maí síðastliðinn. 40 nemendur voru
brautskráðir við hátíðlega athöfn á
sal skólans. 
Hörður Ó. Helgason skólameist-
ari ávarpaði samkomugesti og af-
henti útskriftarnemum skírteini
sín. Atli Harðarson aðstoðarskóla-
meistari flutti annál vorannar
2007. Gustavo Costa Ferreira
flutti ávarp skiptinema. Ásdís Sig-
tryggsdóttir nýstúdent flutti ávarp
fyrir hönd útskriftarnema. Björn
Þorri Viktorsson og Viktor Vikt-
orsson fluttu kveðjur frá afmæl-
isárgöngum sem brautskráðir voru
frá skólanum fyrir 10 árum og 20
árum og færðu skólanum málverk
að gjöf frá hópunum. 
Eftirtaldir útskriftarnemar
fengu verðlaun fyrir góðan náms-
árangur eða störf að félagsmálum:
Ásdís Sigtryggsdóttir; Gísli Líndal
Karvelsson; Ingólfur Pétursson;
Jakob Orri Jónsson; Kristín Mist
Sigurbjörnsdóttir; Una Lovísa
Ingólfsdóttir. Námsstyrkur Akra-
neskaupstaðar og Borgarbyggðar
skiptist jafnt milli tveggja um-
sækjenda sem báðir útskrifuðust í
desember 2006. Þeir eru Dofri
Jónasson og Stefán Jóhann Sig-
urðsson. Hörður Ó. Helgason
skólameistari ávarpaði útskriftar-
nemendur í lokin, árnaði þeim
heilla og þakkaði þeim fyrir sam-
veruna. Að athöfn lokinni þáðu
gestir veitingar í boði skólans. 
Brautskráning Fjöl-
brautaskóla Vesturlands

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44