Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						U
m helgina lauk tískuvikunni í
Sao Paulo í Brasilíu þar sem
hönnuðir kynntu línu sína fyrir
sumarið 2008. Hönnuðurinn
Lino Villaventura ákvað að
hafa hvíta litinn í hávegum og
vöktu flíkurnar óskipta athygli
gestanna. Nokkrar þeirra gætu
hæglega passað fyrir konur og
karla sem ætla að ganga í það heil-
aga að ári.
|mánudagur|18. 6. 2007| mbl.is
daglegtlíf
M
argir hafa sperrt eyrun
við auglýsingum í
gömlu góðu Gufunni að
undanförnu, Rík-
isútvarpinu, þar sem hinn eini sanni
köngulóarmaður býður fram þjón-
ustu sína. Ekki þó til að bjarga börn-
um úr neyð eða firra heiminn ill-
virkjum glæpamanna heldur frelsar
hann húseigendur frá ágangi marg-
fættra skordýra, sem herja á hús-
veggi og þök á sumrin. 
Maðurinn á bak við köngulóar-
manninn heitir Ólafur Sigurðsson og
er meindýraeyðir enda skrýðist
hann ekki sömu glæsiklæðum og
fyrirmyndin vestan hafs. ?Neinei,?
segir hann hlæjandi inntur eftir
þessu atriði. ?Ég er nú bara í regn-
galla.? Aðspurður segir hann köngu-
lær eiga það til að gera húseigendum
lífið leitt að sumri til. ?Ekki mjög
víða en þó er alltaf meira um þetta á
hverju ári. Sum hús geta orðið mjög
slæm því húsbyggingin er góður
staður fyrir köngulær að spinna vefi
sína. Svo finna þær skjól á syllum og
undir klæðningum.?
Glíma fram eftir sumri
Vopnin sem Ólafur notar í barátt-
unni við köngulærnar er úðunartæki
og sérstakt eitur sem kvikindin
mega sín lítils gegn. ?Ef þetta er
gert með réttum efnum og á réttan
hátt á eitrið að duga allt sumarið og
oft ná þær sér ekki upp næsta sum-
ar. Efnið er langverkandi og því er
úðað inn í kverkar og undir syllur en
það þýðir ekkert að úða því á veggi
því þá skolast það bara niður í næstu
dembu.? Og þótt andstæðingurinn
sé smærri í sniðum en óvinir hins er-
lenda köngulóarmanns er hann oft á
tíðum engin smásmíði á íslenskan
mælikvarða. ?Stundum heyrir mað-
ur dynkina þegar þær detta niður
dauðar,? segir Ólafur. ?Enda geta
þetta orðið stórar og feitar hlussur
þegar liðið er á sumarið.?
Köngulærnar byrja að láta á sér
kræla á vorin og glíman við þær
stendur fram eftir sumri en að sögn
Ólafs herja mismunandi meindýr á
mannfólkið á mismunandi tímum.
?Um það bil sem vorið tekur að
vakna fer fólk að hringja út af stara-
flónni. Þá þarf að eitra fyrir hana og
tryggja að fuglinn byggi ekki hreið-
ur á húsunum. Svo er byrjað að
hringja út af köngulónum og það
nær saman að þegar staraflóaeitrun
fer að minnka fer geitungurinn á
stjá.?
Á undan mannfólkinu
Þá er alltaf nokkuð að gera hjá
Ólafi út af silfurskottum og bjöllum.
?Fólk verður vart við bjöllurnar í
gluggunum á vorin og fram eftir
sumri en hinn hluta ársins eru þær á
lirfustiginu og forðast ljósið svo eng-
inn veit af þeim. Þegar tekur að
kólna með haustinu fer fólk að
hringja út af músum sem leita þá inn
í hús, sérstaklega í nýjum hverfum
því þær áttu þar heima á undan
mannfólkinu.? Rottur eru þó ekki á
verksviði Ólafs því Reykjavíkurborg
sinnir öllum útköllum vegna þeirra. 
En skyldi Ólafur eiga sér eitt-
hvert uppáhaldskvikindi, sem hon-
um finnst ef til vill skemmtilegra að
fást við en önnur? ?Það væru þá
helst geitungarnir,? svarar hann,
?Og köngulærnar, því það er svo
gaman að vinna í fallegum görðum
hjá fólki. Mér finnst nefnilega
skemmtilegast að vinna úti ? sum-
arið á Íslandi er svo dásamlegt ? það
er bara þannig.? 
Ekki svífandi ofurhetja
Köngulóarmaðurinn íslenski er nú bara í regngalla og
notar engin viðlíka tól og starfsbróðir hans í útlönd-
um. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir komst að því að
það heyrist dynkur þegar feitar og pattaralegar
köngulær detta niður dauðar. 
Morgunblaðið/Ingó
Spunadrottning Þótt köngulær séu meinleysisgrey getur orðið of mikið af hinu góða þegar þær eru margar saman. 
Morgunblaðið/Golli
Venjulegur Íslenski köngulóarmaðurinn heitir Ólafur Sigurðsson.
Morgunblaðið/Golli
Úðar Skot og syllur eru upplagðir
staðir fyrir köngulær að fela sig. 
Brúðkaup Þessi kjóll myndi sóma
sér vel á kirkjugólfinu.
Reuters
Framandi Herrar
klæddir í hvítu lín-
una frá Lino Villa-
ventura. Ekki alveg
víst að íslenskir
karlmenn myndu
ganga með höf-
uðfötin.
Hönnuðurinn
Lino Villavent-
ura veðjar á
hvíta litinn fyr-
ir næsta sumar.
Hvítt í Brasilíu
Sumarlegt Höfuðfatið
er síður en svo látlaust
en tignarlegt.
ben@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44