Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						fjármál heimilanna
20 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
dirfðist ekki að hengja
yfirhöfn sína í fata-
hengi, eða setjast upp í
leigubíl af ótta við
mengunina sem all-
staðar var.
En verst af öllu
fannst Víkverja
skömmin sem fylgdi
kvillunum. Nú þegar
hann var orðinn við-
urkenndur sjúklingur,
sá hann betur en
nokkru sinni hversu
geigvænlegir fordóm-
arnir í garð ofnæm-
issjúklinga eru. Í kvik-
myndum virðist t.d.
alsiða að nota ofnæmi
til þess að sýna fram á að persóna
sé óspennandi aukvisi.
Ekki tók betra við þegar Víkverji
reyndi að spjalla við dýraeigendur
um að það væri ótækt að þeir
gengju um borgina, eitrandi fyrir
samborgurum sínum. Allir voru
þeir sannfærðir um að gleðin sem
þeir hlytu af samvistunum við
skepnurnar vægi þyngra en sem
næmi óþægindum Víkverja. Og létu
þess raunar flestir getið að eitthvað
væri meira en lítið bogið við fólk
sem amaðist við blessuðum ferfæt-
lingunum.
Víkverji sér úr þessu bara eina
leið til þess að sleppa undan fulltrú-
um dýraríkisins: Að flytja út í sveit!
Á
sokkabandsárum
Víkverja átti
hann örðugt með að
skilja afhverju sumt
fólk fann sig knúið til
að draga skepnur
merkurinnar með sér
inn í þéttbýli, án þess
þó að hann léti mál-
efnið halda fyrir sér
vöku. Menn verða að
eiga sínar sérviskur
við sjálfa sig, og Vík-
verji hefur aldrei verið
einn þeirra sem eru
með nefið ofan í hvers
manns koppi. En svo
brá við að eftir því
sem árin færðust yfir
tók þessi einkennilegi siður að
varða Víkverja meira. Víkverji tók
nefnilega upp á því á gamals aldri
að þróa með sér ofnæmi.
Skyndilega var það orðið happ-
drætti upp á líf og dauða að kaupa
sér leikhúsmiða. Hefði leikhúsgest-
urinn sem síðast dvaldist í sætinu
verið einn þeirra sem umgekkst
loðna ferfætlinga gat Víkverji búist
við því að að tárast, roðna og grípa
andann á lofti meðan á sjónleiknum
stóð, alveg burtséð frá listrænum
áhrifamætti sýningarinnar.Víkverji
fann hvernig hann fór að veigra sér
við að deila opinberu rými með
samborgurum sínum eftir því sem
tilfellum sem þessum fjölgaði. Hann
   víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Á
ferðalögum erlendis er vissulega ör-
yggi fólgið í því að vera með greiðslu-
kort í stað peningaseðla. En þó er ým-
islegt sem ber að varast og fólk þarf
að vera á varðbergi og hafa í huga nokkur atriði. 
Þórður Jónsson sviðsstjóri hjá VÍSA sagði að
inn á borð hjá þeim kæmu ýmis mál tengd mis-
notkun á kortum erlendis sem og þjófnaði á
kortum.
?Fyrst og fremst þarf fólk að gera allt sem
það getur til að koma í veg fyrir að kortunum sé
stolið. Kortum getur verið stolið úr vösum, tösk-
um eða þar sem þau liggja á glámbekk. Eins er
ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega þegar
það fer í hraðbanka til að taka út peninga. Til
dæmis ætti fólk að forðast það að þiggja aðstoð
frá ókunnugum við peningaúttektina. Eins á
aldrei að láta aðra standa svo nálægt að þeir sjái
þegar pin-númerið er slegið inn. Viðkomandi
gæti þá reynt að stela kortinu eftir á og þá er
leiðin greið til að taka út af kortinu fyrir þjófinn,
ef hann er með pinnúmerið. Það eru alltaf ein-
hver brögð að þessu.?
Almenn skynsemi segir að ekki ekki sé mjög
gáfulegt að fara með mikið af kortum inn á næt-
urklúbba eða aðra slíka staði, það býður hætt-
unni heim.
Borgað tvisvar fyrir það sama
Þegar greitt er með kortum ætti ekki að láta
kortið fara úr augsýn, alla vega ekki í umhverfi
sem fólk hefur ekki fullt traust á. 
?Til dæmis ætti ekki að láta þjóna eða af-
greiðslufólk fara með kortið á bakvið borð eða
annað slíkt, því það eru brögð að því að kortum
sé rennt oftar en einu sinni í gegn, þannig að
upphæðin gjaldfærist þá tvisvar í stað þess að
fara aðeins einu sinni í gegn. Þetta er alls ekki
plága eða neitt slíkt, en það koma alltaf upp
svona tilfelli og því er full ástæða til að fara var-
lega.?
Ekki skrifa pin-númer niður
Þórður segir að allar færslur sem fólk geri at-
hugasemdir við séu skoðaðar og athugað efn-
islega hvort hægt sé að koma við bakfærslum. ?Í
mörgum tilvikum er það hægt en ekki öllum.
Þetta snýst um að kanna gögn og kalla eftir
gögnum og því er mjög áríðandi að korthafar
geymi allar kvittanir, reikninga, afrit af korta-
færslum og alla samninga sem gerðir eru er-
lendis þar sem borgað er fyrir þjónustu eða vöru
með korti.? Þórður segir að þjófnaður á kort-
um þar sem þjófar hafa einnig náð í pin-
númerið, séu verstu tjónin fyrir korthafa.
?Þess vegna er mjög áríðandi að skrifa pinn-
úmerin hvergi niður. 
Alls ekki skrifa þau á kortin og alls ekki
vera með miða með pin-númerinu í seðlaveski
eða handtösku, því ef einhver bíræfinn stelur
töskunni eða veskinu þá getur hann verið fljót-
ur að notfæra sér það.?
Mjög áríðandi er að korthafar tilkynni
kortaþjófnað sem allra fyrst til að takmarka
ábyrgð sína sem mest. Meginreglan er sú að
korthafi þarf ekki að borga færslu sem hann
ber ekki ábyrgð á.
?Vissulega ræðst það af aðstæðum hverju
sinni, hvar fólk er statt og hversu auðvelt það er
fyrir fólk að tilkynna stuldinn, en nú á tímum
eru flestir með gsm síma og því tiltölulega auð-
velt að koma því við.? Þórður mælir að sjálf-
sögðu ekki með því að fólk sé með mikið af
lausafé á sér, enda víðast hvar hægt að borga
með greiðslukorti, þó það sé ekki alls staðar.
Hann segir að kostnaður við úttekt af íslensku
korti í útlöndum sé háður upphæðinni sem tek-
in er út. 
?En það er dýrast að taka út mjög oft mjög
lágar upphæðir. Hagstæðast er að taka sjaldn-
ar og meira í einu, því korthafinn greiðir ákveð-
ið úttektargjald fyrir hverja úttekt. Korthafi
borgar 2% fyrir hverja upphæð sem tekin er út
á debetkorti í hraðbanka en 2,5% fyrir hverja
úttekt á kreditkorti.?
Hvað ber að varast
með greiðslukort í útlöndum?
Varúð Full ástæða er til að fara varlega þegar tekið er út í hraðbönkum erlendis og passa skal að láta engan sjá hvaða pin-númer er slegið inn.
ÞAÐ ER góð tilfinning að borga skattana sína og
enn betri að gefa peninga til rmála. Þetta sýnir ný
rannsókn sem vísindamenn við Háskólann í Oregon
í Bandaríkjunum gerðu og Berlingske Tidende
greinir frá á vefsíðu sinni.
Niðurstöðurnar byggjast á heilamyndatökum
sem vísindamaðurinn Bill Harbaugh gerði. Hann
gaf 19 kvenkyns háskólastúdentum 100 dollara
hverjum og sagði þeim að þær ættu að borga skatt
af upphæðinni. Hver þátttakandi las sér svo til um
60 mismunandi skattatilfelli, þar sem borga átti
milli 0 og 45 dollara í skatt. Á eftir var þeim sagt
að dregið yrði um það hversu mikið hver og einn
ætti að borga. 
Teknar voru myndir af heilum þátttakendanna á
meðan þeir lásu sér til um skattatilfellin og þá kom
í ljós aukin virkni í tveimur ánægjustöðvum heil-
ans. Harbaugh kemst því að þeirri niðurstöðu að
fólki finnist betra að borga skattana sína en það
vill vera láta. 
Sama gleði
Önnur óvænt niðurstaða Harbaughs var að fólk
virðist bregðast enn betur við því að gefa peninga
til góðra málefna. Hann setti upp aðra svipaða til-
raun þar sem þátttakendur gátu valið hvaða mál-
efni þeir myndu styrkja. Með því að styðjast við
niðurstöður fyrri tilraunarinnar gat Harbaugh
sýnt fram á samhengi milli gleðinnar við að borga
skatta og gleðinnar við að gefa til góðra málefna.
Það kom nefnilega í ljós að þeir sem sýndu mesta
virkni í ánægjustöðvunum í fyrri tilrauninni vildu
gefa hæsta upphæð til góðgerðarstarfsemi. 
Örlátustu þáttakendurnir gáfu að meðaltali 17 af
dollurunum 100 til velgjörða meðan hófsömustu
gefendurnir gáfu um 10 dollara. 
Ánægjulegt að borga skattana
Morgunblaðið/Þorkell
Greiðslur Sálartetrið bregst hið ánægjulegasta við
sköttunum og gjöfum til góðra málefna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44