Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku afi. Það er
mikill missir að þér.
Þú sem varst svo
skynsamur og tókst
okkur alltaf svo vel, þrátt fyrir galla
okkar. Þið amma tókuð mér alltaf
svo vel þegar ég kom á Faxó að
sníkja rauðan brjóstsykur. Ég man
alltaf þegar þú baðst mig að hjálpa
þér við við að bóna bílinn þegar ég
var um sex ára gömul. Það var því-
líkur heiður, því ?Doddabíllinn? var
þér allt. Og þú varst alltaf svo dug-
legur að passa okkur og svo þolin-
móður þegar ég var að biðja þig að
segja mér einu sinni enn sögurnar
þínar. Og þú hafðir samt alltaf jafn
gaman af því.
Eftir að við mamma fluttum til
ykkar baðstu mig svo oft að koma
með þér niður í fýrkompu til að
kynda húsið.
Ég á alltaf eftir að minnast þín, því
ég lít svo mikið upp til þín. Í haust
vorum við beðin um í skólanum að
skrifa um hetjur og ég skrifaði um
þig, því þú hefur gengið í gegnum
svo margt á lífsleiðinni.
Gígja Óskarsdóttir.
Elsku Doddi afi.
Í dag erum við að kveðja þig, og þá
rifjast upp margar góðar minningar.
Fyrst kemur upp í hugann bíladellan
hjá þér, bíllinn þinn alltaf stífbón-
aður og mikið varstu ánægður þegar
við sögðum þér að hann glansaði
meira en aðrir bílar. Svoleiðis vild-
irðu hafa hann. Þegar Hrund gifti sig
og bíllinn þinn var brúðarbíll eydd-
irðu tveimur vikum í að pússa hann
og bóna á hverjum degi. Það voru
sko sex bónlög á bílnum! Enda var
hann flottur. 
Ýmislegt fengum við að bralla með
þér, fara niður í brunn að hjálpa þér
að kynda, leika okkur í kartöflu-
geymslunni, leika í netunum, hlusta
Þórður Stefánsson 
?
Þórður Stefáns-
son fæddist í
Vestmannaeyjum
17. júní 1924. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 4. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Aðventkirkjunni í
Eyjum 11. júní. 
á sögur um Gýpu, Ein-
björn og Tvíbjörn o.fl.
og ekki fannst okkur
leiðinlegt þegar þú
sagðir ?Eigum við að
biðja ömmu að kaupa
bensín?? Þá vissum við
að við fengjum bíltúr
og súkkulaðimola. 
Jákvæði þitt og
skynsemi munum við
reyna að hafa að leið-
arljósi, því ef einhver
ætti skilið að fá Fálka-
orðuna værir það þú
elsku afi, fyrir bar-
áttuþrek og viljastyrk. Við þökkum
þér fyrir að vera alltaf svona þolin-
móður og góður við okkur. 
Guð blessi Ingu ömmu, Hrönn og
mömmu, þær hafa misst svo mikið.
Þínar afastelpur, 
Erla, Hrund og Þóra.
Elsku Doddi frændi!
Ég man eftir því þegar ég kom
einu sinni í heimsókn til ykkar Ingu
til Vestmannaeyja og fékk dýrindis
pönnukökur. Svo varstu svo góður
að gefa mér fimmhundruðkall áður
en ég fór heim. Síðast þegar ég kom í
heimsókn, þá fékk ég vöfflur og við
töluðum um daginn og veginn. Þú
sagðir mér frá því hvernig lundinn
grefur sér holu og verpir svo í hana.
Það hafðirðu séð þegar þú varst lítill
strákur og mér þótti fróðlegt að
heyra af því. 
Mér fannst líka gaman að fá ykkur
Ingu í heimsókn til ömmu og Adda.
Þá passaði ég vel að opna allar hurð-
ir fyrir þig. Svo borðuðum við pönnu-
kökur hjá ömmu.
Það var gott að þú fékkst hvíldina
eftir erfið veikindi, Doddi minn, en
þín verður sárt saknað. Skilaðu
kveðju til afa míns og allra sem ég
þekki í Himnaríki. 
Nú ertu lagður 
lágt í moldu 
og hið brennheita 
brjóstið kalt. 
Vonarstjarna 
vandamanna 
hvarf í dauðadjúp, 
en drottinn ræður. 
(Jónas Hallgrímsson)
Þinn frændi 
Sjafnar.
?Það er svo fallegt í Mýrdalnum?
sagði Doddi mágur eitt sinn nýkom-
inn til Akureyrar með Ingu sinni.
Það sem geymir þessa fullyrðingu í
minningunni alla þessa áratugi er, að
þá var Doddi búinn að vera blindur í
áratugi. 
Hvernig vissi hann um fegurð
Mýrdalsins og að hún hefði haldist?
Inga og Doddi voru svo samrýmd að
það var aldrei minnst á annað þeirra
án hins, að minnsta kosti ekki hér
fyrir norðan. 
Á ferðum þeirra um landið lýsti
Inga því sem fyrir augun bar á það
greinagóðan hátt að fegurð Mýrdals-
ins og alls annars skilaði sér í frá-
sögn hennar. 
Doddi var enn ungur maður þegar
hann lamaðist að hluta til og missti
sjónina, en þrátt fyrir það hélt hann
jákvæði sínu og kímni. Hann er að
því leyti fyrirmynd okkar hinna sem
höfum þó ekki yfir miklu að kvarta.
Síðustu árin hafa heimsóknir okkar
systkinafjölskyldnanna strjálast
eins og gengur, en sambandið alltaf
haldist gott. Síðast hittumst við í
glæsilegri áttræðisafmælisveislu
Ingu í Eyjum. 
Ingu, Hrönn, Hönnu og fjölskyld-
um þeirra sendum við samúðar-
kveðjur suður yfir fjöll og haf. 
Una og Þórir á Akureyri.
Í dag er einstakur maður kvaddur
hinstu kveðju. Við hjónin kynntumst
Dodda og Ingu vel rétt eftir gos þeg-
ar við fluttum ung til Vestmannaeyja
þar sem þessi góðu hjón, ásamt öðr-
um trúsystkinum, tóku okkur að sér,
hlúðu að okkur á allan hátt og gerðu
allt sem þau gátu til að okkur liði
sem best. Ósjaldan vorum við heima
hjá þeim í góðu yfirlæti eða fengum
bílinn þeirra lánaðan til að skoða
okkur um eða sýna gestum Eyjarn-
ar. 
Ungur missti Doddi sjónina en já-
kvæði hans, bjartsýni og trú var ein-
stök. Það var líka sérstök upplifun að
sjá Dodda við vinnuna sína í bíl-
skúrnum þar sem hann stjórnaði
fólki í vinnu og handlék tógvélina
eins og alsjáandi væri. Fumleysið og
öryggið var aðdáunarvert. 
Það hefur verið okkur blessun og
hvatning að kynnast Dodda. Við
vottum Ingu, Hrönn og Hönnu, fjöl-
skyldum þeirra og öðrum ástvinum
samúð okkar og biðjum þeim hugg-
unar og styrks. 
Einar Valgeir og 
Karen Elizabeth.
Með nokkrum orð-
um vil ég minnast
föðurbróður míns Axels Guð-
mundssonar er lést á heimili sínu
24. apríl sl.
Útför hans var gerð frá Bú-
staðakirkju 7. maí og var það lát-
laus en virðuleg athöfn.
Axel var fæddur að Bakka í
Vestur-Fljótum en þar bjuggu for-
eldrar hans, þau Ólöf Anna
Björnsdóttir frá Sigríðarstöðum
og Guðmundur Jónsson frá Aust-
arahóli. Á fjórða ári missti Axel
föður sinn en áður hafði hann
misst tvo eldri bræður sína. Þeir
feðgar létust allir úr lungnabólgu
með nokkurra missera millibili.
Á þessum árum var engin sam-
félagsþjónusta nema sveitarfélagið
sem allir forðuðust í lengstu lög að
þiggja aðstoð frá. Það voru þung
spor fyrir ömmu mína er hún lét
frá sér tvö eldri börn sín, þau Pál
er fór í fóstur til Guðmundar
bónda að Laugalandi og Líneyju
er fór í fóstur til Eiríks bónda að
Reykjarhóli. Þeir Guðmundur og
Eiríkur voru ömmubræður þeirra
systkina, en Axel fylgdi móður
sinni. Síðar giftist amma Hafliða
Eiríkssyni frá Reykjarhóli og
bjuggu þau lengst af í Neskoti í
Flókadal og hjá þeim ólst Axel
upp, ásamt þeim Guðrúnu hálf-
systur sinni og Hafliða Frímanns-
syni.
Á sjötta áratugnum flutti fjöl-
skyldan frá Neskoti og til Akra-
ness og nokkrum árum síðar var
flutt áfram og til Reykjavíkur, að
Bergþórugötu 25.
Mig furðaði á gestakomunni á
Bergþórugötuna til þeirra ömmu,
Hafliða og Axels en þar komu hin-
ir ólíklegustu menn. Utangarðs-
menn ekkert síður en hvítflibbar
Axel Guðmundsson
?
Axel Guðmunds-
son fæddist á
Bakka á Bökkum í
Vestur-Fljótum í
Skagafjarðarsýslu
9. september 1924.
Hann lést á heimili
sínu þriðjudaginn
24. apríl síðastlið-
inn.
Útför Axels var
gerð frá Bústaða-
kirkju 7. maí sl.
og allt þar á milli.
Öllum tók amma
jafnvel og bar þeim
mat og kaffi. Hafliði
þurfti um margt að
ræða og það skipti
hann ekki máli hvað-
an hann fékk fréttir
og fróðleik. Axel kom
yfirleitt heim í há-
deginu og hitti oft
gestkomandi. Er
hann kom síðan heim
á kvöldin að lokinni
vinnu sinni hafði
hann oftar en ekki
gert vísu eða vísur um viðburði
dagsins.
Þetta samfélag varaði í allmörg
ár eða þar til að Axel kvæntist
henni Rannveigu sinni.
Eftir það held ég að hann hafi
litið til móður sinnar og fóstra
daglega á meðan þau lifðu.
Axel hugsaði vel um bíla sína og
skipti engu hvort hann ók á Ford
herjeppa árgerð 1942, Chevrolet
eða Benz. Bílar hans voru hreinir
og stífbónaðir. 
Axel var vel meðalmaður á velli,
snyrtimenni til fara og kvikur í öll-
um hreyfingum
Axel var vel ritfær og hafði
hann mjög stílhreina, sérstæða og
vel læsilega rithönd, sem allir
mættu vera stoltir af. Hann var ís-
lenskumaður góður og átti hann
mjög létt með að gera vísur og
kvæði og orðaforði hans virtist
nær óþrjótandi. 
Hann sá spaugilegu hliðarnar á
tilverunni og var ætíð jákvæður og
gekk hægt um gleðinnar dyr.
Hann vildi jafnan vera viss um að
hann stæði jafnfætis og með fast
undir báðum fótum.
Aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni og mig undraði oft
vitneskja hans um fólk, ættir þess
og tengsl, enda stálminnugur þar
til heilsu hans tók að hraka.
Axel kvæntist árið 1973 Rann-
veigu Jónsdóttur frá Brjánsstöð-
um á Skeiðum. Þau voru samhent,
gestrisin og fjölskyldurækin hjón
sem héldu tryggð við vini sína. 
Rannveig mín. Við Gunna og
börnin vottum þér samúð okkar.
Lifðu í Guðsfriði. Blessuð sé minn-
ing Axels frænda míns.
Guðmundur Óli.
?
Hallur Þór
Hallgrímsson
fæddist í Hólum í
Laxárdal 2. mars
1921. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga á
Húsavík 6. maí síð-
astliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Sigurbjörg
Vilhjálmsdóttir, f.
1884, d. 1968, og
Hallgrímur
Tryggvi Hallgríms-
son, f. 1887, d.
1978. Systkini Halls Þórs voru
Sigríður, f. 1913, d. 1999, og
Vilhjálmur, f. 1917, d. 1980.
Hallur kvæntist árið 1955
Guðrúnu Pétursdóttur frá Ár-
hvammi í Laxárdal, f. 7. október
1930, og eignuðust þau þrjú
börn, þau eru: 1) Pétur, f. 1955,
kvæntur Regínu Hallgríms-
dóttur, f. 1962. Synir þeirra eru
Jón Þór, f. 1979, og Tryggvi
Þór, f. 1995. 2) Sigurbjörg, f.
1958, gift Kristjáni Erlendssyni,
f. 1956. Börn þeirra eru Sædís,
f. 1983, í sambúð með Ómari
Inga Tryggvasyni,
f. 1980, og Björg-
vin, f. 1995. 3)
Hallgrímur, f.
1962, kvæntur Erlu
Þórunni Ásgeirs-
dóttur, f. 1960.
Börn þeirra eru a)
Hallur Þór, f. 1982,
í sambúð með Unni
Gísladóttur, f.
1983, dóttir þeirra
er Kristey Marin, f.
2005, b) Sylvía
Rún, f. 1983, í sam-
búð með Kristjáni
Friðriki Sigurðssyni, f. 1981, c)
Harpa Rut, f. 1987, í sambúð
með Gunnari Marteinssyni, f.
1983, d) Guðrún Þóra, f. 1993,
og e) Ásgeir Þór, f. 1993.
Hallur Þór ólst upp í Hólum,
Laxárdal og byrjaði þar búskap
með Guðrúnu eiginkonu sinni
árið 1956. Árið 1960 fluttu þau í
nýbýli frá Hólum, Árhóla, og
bjuggu þar til ársins 2006 er
þau fluttu til Húsavíkur.
Útför Halls Þórs var gerð frá
Þverárkirkju í Laxárdal 12.
maí.
Elsku pabbi minn
Hversu erfitt er að þurfa að
kveðja þig og að hugsa til þess að
þú sért ekki lengur til staðar, þó
er það mér mikil huggun að vita að
þú kvelst ekki lengur, nú líður þér
loksins vel, angist og kvöl eru nú
liðin tíð.
Minningarnar um þig á ég þó
eftir, þær getur enginn tekið frá
mér. Margs er að minnast og
margs er að sakna, það á vel við
nú. Ég minnist þess hve notalegt
mér fannst að vera í návist þinni,
við bústörfin eða á kollinum í eld-
húsinu heima þar sem ég eyddi
mörgum stundum í fangi þínu, hve
samkenndin var sterk, orð voru al-
veg óþörf. Þú varst alltaf frekar
fámáll en það sem þú sagðir
hljómaði sem lög í mínum eyrum
og bar ég ávallt mikla virðingu
fyrir þér. Þú varst hæglátur mað-
ur og blíður með einstakt skop-
skyn sem yljar mér enn í dag. Þú
áttir ávallt auðvelt með að fá mig
til að gera allt fyrir þig með þessu
góðlátlega fasi. 
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt. 
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því 
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný. 
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir 
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Með þessum orðum vil ég þakka
þér fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman og allt sem þú hefur
gefið mér. Minning þín verður
ávallt geymd í hjarta mér, hún lýs-
ir mér leiðina í gegnum lífið. Ég er
stolt af því að vera dóttir þín. Guð
geymi þig elsku pabbi minn.
Þín, 
Sigurbjörg.
Hallur Þór
Hallgrímsson 
? 
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir,
amma og langamma, 
SVANHILDUR MARÍA JÚLÍUSDÓTTIR, 
áður til heimilis á 
Kirkjuteigi 17, 
Reykjavík, 
lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 
11. júní. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 19. júní
kl.15.00. 
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. 
Þeim sem viljast minnast hennar er bent á samtök Alzheimersjúklinga. 
Bolli A. Ólafsson 
  H i l d u r B o l l a d ó t t i r,                   Ó f e i g u r B j ö r n s s o n ,  
  Gunnar Bollason,        Svala Ágústsdóttir, 
Gunnar Svanberg, 
barnabörn og barnabarnabörn. 
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is ?
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins ? þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44