Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Okkar elskulega
amma. Nú ertu farin
frá okkur, komin til
afa í ríki Guðs.
Margs er að minn-
ast og margt er að þakka. Dýr-
mætar minningar koma upp í huga
okkar þegar við hugsum til þín. Til
er fólk sem gætt er óvenjumiklum
mannkostum og kæra amma, þú
varst svo sannarlega ein af því.
Það voru forréttindi að eiga þig
sem ömmu. Dugnaður, heiðaleiki,
ákveðni, verklægni, traust, glað-
lyndi, skipulagssemi, kímnigáfa og
blítt viðmót. Allt þetta og miklu
meira var ríkur þáttur í þínu eðl-
isfari.
Eftirminnilegar eru þær stundir
þegar við komum til ykkar afa á
hverju sumri. Beðið var með eft-
irvæntingu eftir að keyrt væri upp
á Dalsbrúnina og bæirnir blöstu
við. Miðtún var ævintýrahöllin
okkar. Með spenning í maganum
gátum við varla beðið eftir því að
opna stóra hliðið og hlaupa inn í
eldhús, í mjúkan og hlýjan faðm
þinn elsku amma. Þá sagði þú
ávallt: ?Jæja, eruð þið þá komin
elskurnar.?
Já amma, það eru ófá börn sem
þú hefur glatt og umvafið með
þinni hlýju. Við systkinin nutum
þess. Miðtún var ævintýri líkast. Í
minningunni var þar allt leyfilegt.
Við máttum ríða á hestum, keyra
traktor, dorga á bryggjunni, veiða
síli, búa til fleka, sofa úti í tjaldi,
týna kríuegg og fara út á sjó á
bátnum með pabba og veiða fisk.
Svo mætti lengi telja. Það eru for-
réttindi að vera í himneskri nátt-
úru í Miðtúni á Melrakkasléttu,
þar sem nóg er af fjöllum, hólum,
þúfum og börðum sem öll bera
sögu sína. Amma, ? þú vast fróð,
víðlesin og greind, og kunnir að
kveikja áhuga okkar á sögum og
náttúrunni í kringum okkur. Þú
hafðir á reiðum höndum tilvitnanir
í sögur, ljóð og kvæði. Alltaf hafðir
þú eitthvað að segja okkur og
fræða okkur um, hvort sem það
var þegar farið var upp á fjöll, far-
ið í berjamó, týnd fjallagrös eða
steiktar kleinur. Þú gafst okkur
alltaf tíma og varst svo stolt af
okkur öllum.
Heimilið ykkar afa var sérlega
glæsilegt bæði innanhúss og utan.
Fyrir utan fjölskylduna áttu þið
marga vini og kunningja, þar sem
auðvelt var að lynda við ykkur.
Heimilið í Miðtúni var stundum
eins og félagsmiðstöð þar sem eld-
húsið var miðpunkturinn. Eldhúsið
þitt, elsku amma, var eldhús með
sál. Það væri gaman að vita hversu
mörgum tímum þú hefur eytt þar.
Þar hafa átt sér stað margar inni-
haldsríkar samræður og svo verð-
ur áfram, þar sem við fjölskyldan
ætlum að varðveita bæði húsið og
sálina. Og alltaf var nóg af góðum
mat, brauði og kökum. Þetta var
eins og eitt besta bakarí, því enda-
laust komu úr búrinu hjá þér nýjar
tegundir af kökum og brauði.
Aldrei fór neinn svangur frá Mið-
túni. Og þegar þú komst í bæinn
gastu aldrei setið og slappað af. Þú
varst alltaf með puttana í matar-
gerðinni. Ekki var nú leiðinlegt
þegar þú bakaðir og þá sérstak-
lega kleinur. Gott var að geta
hringt til þín og fengið heimsins
bestu uppskriftir, því ömmuupp-
skriftirnar þínar voru alltaf bestar.
Amma mín. Þú varst líka ein-
staklega mikill snillingur þegar
kom að handverki, þar sem þú
varst handfljót og afkastamikil til
verka og saumaðir svo vel út, þótt
Helga Sigríður 
Kristinsdóttir 
?
Helga Sigríður
Kristinsdóttir
fæddist í Leirhöfn á
Melrakkasléttu 27.
febrúar 1921. Hún
andaðist 1. júní síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Snartarstaðakirkju
8. júní.
þú værir komin á ní-
ræðisaldur, að unun
var á að horfa. Verk
þín prýða heimili
pabba og mömmu og
hinna bræðranna,
auk þess sem þau eru
í hverju herbergi í
Miðtúni. Já, allt
gerðir þú vel sem þú
tókst þér fyrir hend-
ur enda ráðagóð,
ákveðin og fram-
kvæmdir óhikað. Þú
varst alltaf svo sterk-
ur persónuleiki og
kvartaðir aldrei ? sama á hverju
gekk.
Elsku amma. Þú hafðir alveg
ótrúlega góða nærveru og öllum
leið vel í kringum þig. Við vitum
að þú fylgist með okkur öllum,
þangað til við sjáumst aftur. Við
kveðjum þig með virðingu og
söknuði og þökkum fyrir allar
samverustundirnar sem ætíð voru
eintaklega gefandi. Við erum stolt
af því að þú ert amma okkar.
Takk fyrir allt, 
Helga, Ármann, 
Auðunn og Guðrún.
Með einlægri þökk fyrir allar
okkar samverustundir og tryggð,
sem aldrei brást né féll skuggi á,
kveðjum við elskulega systur og
mágkonu með hluta úr ljóði sem
nágranni hennar og vinur, Brynj-
úlfur Sigurðsson flutti Helgu á
sextugsafmæli hennar.
Ef óðarharpan mín ómað fengi
með óskatökum við fagurt lag.
Hve kært mér væri að knýja strengi
og kæta Helgu með litlum brag.
Og þakka ljúfar og liðnar stundir,
sem liðu fleygar við tímans haf.
Þar geymast vina- og fagnafundir
sem friðhelg minning bergir af.
Þú unnir sveit þinni alla daga
og óðal þitt er við hennar barm.
Þann bylgjum laugaða, breiðan skaga
með bjartan miðnætursólar hvarm.
Ei ævidegi ég ætla að lýsa,
en einatt gekkstu til hvílu þreytt.
Þú ert í hóp þeirra heilladísa
sem hafa auðnum í gróður breytt.
Hér ríkti samhugur úti og inni
og alltaf góður við sól og snæ
og æ með glaðværu gæðasinni
var gesti fagnað á þessum bæ.
Þitt nafn mun lifa þó líði dagar,
þú landnámskona með styrka lund.
Þér góðu happanna grænu hagar
og gæfan fylgi að hinstu stund.
Guð blessi þig og varðveiti.
Minning þín lifir.
Jóhann Kristinsson og 
Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Hugur minn reikar á slóðir
barnæskunnar og minningarnar
beinast að Miðtúni á Melrakka-
sléttu til Helgu og Árna Péturs,
þessara einstöku hjóna. Ilmurinn
leiðir mann beint inn í eldhús og
ég stend pínulítil á eldhúsgólfinu
og virði agndofa fyrir mér fjörið
sem þar ríkir. Hér er stöðugur
straumur fólks inn og út og sam-
ræður eru hressilegar. Það fer
ekki lítið fyrir þeim hjónum og enn
síður sonum þeirra sex, og gestir
sem stöðugt streyma að stóran
hluta ársins smitast af andrúms-
lofti glaðværðar. Í þessu eldhúsi
ríkti Helga og skapaði hjarta Mið-
túns. Lokkandi ilmur af kaffi, kök-
um, bestu kleinum í heimi, heil-
hveitibrauði, rúgbrauði og að
ógleymdum flatkökunum. Ekkert
matarkyns getur slegið við nýbök-
uðum flatkökum af hellu Helgu í
Miðtúni með reyktum rauðmaga.
Og mikið var hún Helga mín
ánægð að mér þótti þær góðar því
eitthvað fannst henni heldur rýrt
það sem hvarf ofan í magann á
litla borgarbarninu. En ilmurinn
úr eldhúsinu var meira en bara
ilmur af heimabökuðu bakkelsi.
Þetta var ilmur ástúðar og um-
hyggju, ilmur sem teygði sig langt
út fyrir veggi eldhússins. 
Árlegu ullarnærbolirnir í jóla-
pökkum barna í stórfjölskyldunni
bera vitni um það. Það er und-
arlegt að eins og ég þoldi illa ull-
ina þá skipti það máli að pakkinn
kom frá Helgu og af þeirri ástæðu
gat ég sætt mig við að ganga í ull-
arbol. 
Þegar móðir mín lést þegar ég
var barn að aldri þá stigu Helga
og Árni Pétur fram og buðu föður
mínum og eldri systkinum að
hjálpa til við að sjá um mig sér-
staklega í ljósi þess að faðir minn
var oft á tíðum langdvölum á sjó.
Niðurstaðan varð sú að ég fór í
sveit í Miðtún þar sem Helga, Árni
Pétur og strákarnir voru. Ég leit
upp til þessa fólks og þá ekki síst
Helgu. Hún var skörungur og það
gustaði af henni. Á sama tíma
hafði hún mikla hlýju að gefa.
Mikið hlakkaði ég til að fá að vera
hjá Helgu og hún brást mér og
væntingum mínum um sveitardvöl-
ina svo sannarlega ekki. Hún hafði
næmi fyrir líðan manns, hún hlust-
aði, talaði, huggaði og skildi. Það
var líka sérstakt fyrir borgarbarn-
ið að kynnast lífsviðhorfum þess-
arar sérstöku konu sem kenndu
manni að endurmeta marga þá
hluti sem maður hafði tekið sem
sjálfsögðum. Það var til dæmis
erfitt að skilja þá skoðun hennar
að Melrakkasléttan væri mið-
punktur heimsins. En eftir dvölina
í Miðtúni þá var Melrakkasléttan
svo sannarlega orðin miðpunktur í
lífi mínu og er enn jafnmikill mið-
punktur og margir þeir staðir sem
ég hef búið á, á flakki mínu um
heiminn undanfarin fimmtán árin.
Það er nefnilega þannig að mið-
punktur heimsins er þar sem
manni líður vel og minningarnar
úr Miðtúni ylja mér enn þann dag
í dag. 
Nú er Helga farin, fjórum árum
á eftir bónda sínum, Árna Pétri.
Það breytir því þó ekki að ilm-
urinn úr eldhúsinu á án efa eftir að
ylja kynslóðum afkomenda og ætt-
ingja næstu áratugina. 
Elsku Maríus, Kristinn, Níels,
Benedikt, Sveinbjörn og Grímur,
ég vil fyrir mína hönd og systkina
minna, Rúnars og Rannveigar,
senda ykkur öllum og fjölskyldum
ykkar okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Katrín Anna Lund.
Látin er Helga Kristinsdóttir
frá Miðtúni á Melrakkasléttu.
Helga frænka, en hún var aldrei
kölluð annað, var föðursystir okk-
ar og ein af þessum sómakonum
sem áttu sína starfsævi í íslenskri
sveit. 
Helga og maður hennar, Árni
Pétur Lund, byggðu nýbýlið Mið-
tún en bræður Helgu byggðu
Sandvík og Reistarnes. Það var
mikil bjartsýni í þessu unga fólki,
tímarnir voru nokkuð erfiðir því að
áhrifa kreppunnar gætti enn og
ekki var auðvelt að fá aðföng til að
byggja í afskekktri sveit. Unga
fólkið stóð þétt saman og hjálp-
aðist að og fyrr en varði voru býlin
risin og segja má að samstaða hafi
verið einkenni þess samfélags sem
þarna var. 
Helga tók þátt í þessari upp-
bygginu og rak heimili sitt af skör-
ungsskap en til þess hafði hún afl-
að sér menntunar þegar hún fór í
húsmæðraskóla. Kom það fram í
heimilishaldi Helgu hve vel hún
var að sér um allt, hvort sem það
laut að matargerð, handavinnu eða
öðrum heimilisrekstri. Helga var
fær hannyrðakona, hún saumaði
og prjónaði allan fatnað fyrir
heimilið og einnig vann hún mikla
og fallega handavinnu, einkum eft-
ir að hún var búin að koma upp
sonum sínum sex. 
Fólkið í þessu litla samfélagi var
ákaflega samheldið og kom það
meðal annars fram í því að við sem
ólumst þarna upp höfðum það al-
mennt á tilfinningunni að við gæt-
um gengið inn í hvern bæinn sem
var og leitað okkur aðstoðar eftir
þörfum og í hita leiksins var ekk-
ert nauðsynlegt að fara heim í
miðdagskaffið heldur á þann bæ
sem næstur var og þá eins og oftar
var mannmargt við eldhúsborð
frænku okkar. 
Í Miðtúni var alltaf gestkvæmt
og oft glatt á hjalla. Á seinni árum
var það ómetanlegt fyrir okkur
sem yngri vorum að geta komið
heim á Sléttu og sest inn í eldhús
til frænku yfir kaffibolla og nota-
legu spjalli um lífið og tilveruna.
Þegar heim var komið uppgötvaði
maður hversu mikils virði viska
þessarar reyndu og skynsömu
konu var okkur. 
Helga var ákaflega vel gefin og
heilsteypt kona, en ekki síst
skemmtileg og góð manneskja, full
af húmor og glaðværð. Var hún
okkur systkinabörnunum góð
fyrirmynd. 
Það má telja táknrænt fyrir
Helgu frænku að hefja nýja för
þegar sumarnóttin er björt og
náttúran iðar af lífi, yfir lífi hennar
var birta og hlýja og þannig eru
minningarnar sem hún skilur eftir
í hjörtum okkar. 
Systkinin frá Reistarnesi.
Það er komið að kveðjustund.
Ég kom fyrst á Miðtún til Helgu
og Árna Péturs vorið 1971, þá 9
ára gamall. Klukkan var 3 að nóttu
og eftir 14 tíma akstur úr Reykja-
vík, var fyrst farið niður í fjárhús
og Sveinbjörn tekinn tali því hann
var á vaktinni og gætti 300 fjár
sem báru það vorið á Miðtúni.
Sauðburður var í hámarki. Síðan
var ekið heim að bæ og Helga og
Árni tóku á móti okkur Ninna.
Ég var frá fyrstu stundu tekinn
og faðmaður af þeim Helgu og
Árna. Þessi öðlingshjón tóku mér
fagnandi og æ síðan hefur vinátta
þeirra gagnvart mér og minni fjöl-
skyldu verið til staðar.
Hvað blasti við 9 ára gömlum
dreng á Miðtúni lengst á hjara
veraldar? Af ýmsu var að taka svo
ekki sé meira sagt. Sinna þurfti
æðarvarpi í hólminum á Leirhafn-
arvatni og ekki spillti að fá næði til
að veiða hornsíli í gildrur sínar.
Gefa þurfti hænsnum og heimaln-
ingi að éta og hundurinn Neró
fylgdi hvert fótmál. Ná þurfti í
beljur til að mjólka og hestana að
brúka. Læra þurfti á Farmal-
kubbinn og síðar Land-Roverinn
til að geta sinnt heyskap. Í fjör-
unni kenndi ýmissa grasa, þar var
mikill reki sem rifinn var í girð-
ingastaura. Úti fyrir mátti sjá for-
vitna seli! Grásleppa var veidd en
aðalsmerki var þorskurinn sem
veiddur var fyrir utan Núpinn á
handfærum. Hann var síðan verk-
aður, hengdur upp og étinn siginn,
ekki sjaldnar en 5 sinnum í viku
með heimabökuðu rúgbrauði, kart-
öflum og tólg. Þetta var umgjörð
mín samfleytt í 7 sumur.
Helga og Árni voru með ein-
dæmum samrýnd og skiptu með
sér verkum af kostgæfni. Árni sem
lést fyrir 5 árum síðan var af-
burðaverklaginn maður og átti ein-
staklega gott með að fá fólk til að
vinna með sér. Þegar inn var kom-
ið tók Helga við og þar voru engin
vettlingatök viðhöfð. Rómuð var
hún fyrir sitt bakkelsi, hvort sem
það voru kleinur, klattar, kökur
eða brauð. Allt til staðar þegar á
þurfti að halda og engin fór svang-
ur í rúmið að kveldi eftir langan
vinnudag. Hennar heilræði til mín
var; ef þú færð nægan svefn og
nóg að borða eru þér allir vegir
færir.
Útilegur eru mér einnig minnis-
stæðar með Helgu og Árna á
Land-Rovernum. Þeyst var um
aðra hluta landsins í eina viku eftir
að búið var að bera á túnin. Undir-
búningur ferðarinnar tók jafn
langan tíma og ferðin sjálf því
sjóða þurfti hangikjöt og búa til
flatbrauð og annað bakkelsi til að
hafa með. Það átti ekki að koma
við í sjoppu til að kaupa pylsur eða
þaðan af verra ofan í mannskap-
inn. Að sjálfsögðu var gist í tjöld-
um og hrotur Árna Péturs nutu
sín í takt við lækjarniðinn, Helgu
oft til mikils ama.
Við Þura höfum oft farið norður
á Miðtún með börnin okkar fjögur.
Þeirra stunda höfum við notið og
oftar en ekki voru synir Helgu og
Árna mættir einnig með börn sín.
Þá var oft glatt á hjalla og slegið á
létta strengi. Börnin hlustuðu
ákaft á Helgu því hún hafði oft frá
einhverju skemmtilegu að segja.
Þær sögur geymum við innra með
okkur.
Elsku Helga mín.
Ég kveð þig með söknuði en
geymi góðar minningar. Guð veri
með þér.
Valdimar Karl Guðlaugsson.
Helga frænka mín í Miðtúni er
horfin á braut. Við lát hennar
hrannast upp minningar allt frá
fyrstu bernsku. Hún var einn
hinna föstu punkta tilverunnar en
var eins og öðru á því skeiði
ævinnar, tekið sem sjálfsögðum
hlut. 
Það var ekki fyrr en löngu
seinna, við meiri fjarlægð sem vit-
und vaknaði fyrir því hversu ein-
stök kona hún Helga frænka var.
Heimilið í Miðtúni var engu öðru
heimili líkt. Að koma þar inn var
stundum líkast því að vera staddur
um borð í togara í miðri aflahrotu.
Fólk á þönum í allar áttir, það var
talað hátt og mikið, það var hlegið
dátt og lengi, það voru stórar
steikur á borðum og hressilega var
tekið til matar síns. Sjaldan var á
sumrum gestalaus dagur. 
Á þessu stóra skipi var óum-
deildur skipstjóri og það fannst
mér alltaf vera Helga frænka.
Árni Pétur, bóndi hennar og strák-
ar þeirra sex sem ég hef ávallt tal-
ið mér til tekna að geta kallað
frændur mína, voru sannarlega
ekki þjáðir af neinu lífleysi hvorki
til munns né handa. 
Eitt útaf fyrir sig var samband
þeirra hjóna, þau voru sannarlega
ekki lík og vissulega ekki alltaf
sammála en samt finnst mér að
sjaldan hafi betur ræst orð frels-
arans þar sem hann segir um karl
og konu að þau skuli verða sem
einn maður. Þau stóðu saman í öllu
sem máli skipti. Þau höfðu ríkan
metnað, bæði til að vinna sérhvert
verk svo vel sem kostur var og
ekki síður fyrir velgengni sona
sinna, að styðja þá til manns, með
ráðum og dáð.
Mér finnst eftir á að hyggja að
hún hafi verið eins og klettur er
allir í kringum hana gátu reitt sig
á, hver sem átti í vandræðum átti
hjá henni öruggt athvarf. Í sínu
nánasta samfélagi var hún sátta-
semjari og sameiningarafl sem all-
ir gátu treyst.
Fastur liður alla mína æsku
voru nokkuð reglulegar heimsókn-
ir með foreldrum mínum í Miðtún,
ég man hið sterka og hlýja sam-
band sem ávallt ríkti milli þeirra
systkinanna, föður míns og henn-
ar. Þau voru alin upp í hópi sex
systkina, þar sem Helga var næst
elst og eina stúlkan. Snemma var
hún því komin upp að hlið móður
sinnar við störfin á mannmörgu og
gestkvæmu heimili.
Í Miðtúni minnist ég ávallt hinn-
ar gegnheilu gestrisni, hinnar
hreinskiptnu framkomu og tæpi-
tungulausu skoðanaskipta. Hjart-
anlegur hlátur frænku minnar
hljómar mér enn í eyrum.
Þótt síst af öllu væri hægt að
tala um mærð í kringum Miðtúns-
fólk þá var þarna ríkjandi einlæg-
ur kærleikur. Það var engin hálf-
velgja í kringum neitt sem
tengdist Helgu frænku.
Nú hafa þau kvatt með stuttu
millibili frændsystkinin, Jóhann
bóndi í Leirhöfn og Helga í Mið-
túni, þau áttu hvort um sig stóran
þátt í því að gera Leirhafnartorf-
una að öflugum vettvangi mannlífs
og athafna um skeið. Að þeim
stóðu sterkir stofnar, er unnu heitt
þessu harðbýla landshorni. Nú
hefur hægst þar nokkuð um, en
hver veit hvað framtíðin geymir. 
Miðtúnsbræðrum og venslafólki
öllu votta ég samúð mína.
Drottinn leggi líkn með þraut,
öllum þeim er syrgja.
Eiríkur Jóhannsson 
og fjölskylda.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44