Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Viðtalstími hjúkrunarfræðings frá kl. 9-11. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handavinna kl. 9-12. Smíði/útskurður kl. 9-16.30. Félagsvist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Ferð að Skógum undir Eyjafjöll- um fimmtudaginn 21. júní. Kaffihlaðborð í Drangs- hlíð. Lagt af stað kl. 12.30. Allir velkomnir. Uppl. og skráning í síma 535 2760. Dalbraut 18-20 | Brids alla mánudaga í sumar frá kl. 13 í félagsmiðstöðinni að Dalbraut 18-20. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin, leiðbeinandi verður til hádegis. Lomber kl. 13. Kanasta kl. 13.15. Heitt á könnunni til kl. 16, hægt að kíkja í blöðin, taka í spil eða bara ræða málin. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 20.30 félagsvist FEBK. Að- staða til að taka í spil. Kaffi og meðlæti fáanlegt alla virka daga. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi spilasalur opinn. Á morgun kl. 13 verður púttvöllur við Breiðholtslaug tekinn form- lega í notkun. Miðvikud. 20. júní Jónsmessufagn- aður í Básnum, lagt af stað kl. 13.15 skráning hafin, allir velkomnir. S. 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa. Kl. 10-11 bænastund. Kl. 12- 12.30 hádegismatur. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Böð- un fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Frjáls spilamennska kl. 13-16. Fótaaðgerðir s. 588 2320. Blöðin liggja frammi. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverks- og bóka- stofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Söng og sam- verustund nánar auglýst á töflu. Uppl. í síma 552- 4161. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerð- ir. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sig- urrós (júní). Kl. 11-12 leikfimi, Janick (júní-ágúst). Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-15.45 kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, boccia kl. 10, hárgreiðslu og fótaað- gerðarstofur opnar frá kl. 9, handavinnustofa opin allan daginn, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 félagsráðgjafi (annan hvern mánudag til 18. júní). Kl. 13 leikfimi (Berg- þór). Kl. 14 boccia (Bergþór). Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Verið velkomin. 60ára afmæli. Í dag, 18.júní, er Pétur Emils- son sextugur. Hann er stadd- ur á Vík í Mýrdal. Sími hans er 699 7760. Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar, Elín Sóley Hrafn- kelsdóttir, Eysteinn Hrafn- kelsson og Kjartan Bjarmi Árnason, héldu tombólu hjá Nóatúni við Hamraborg í Kópavogi og söfnuðu 10.060 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Peningarnir koma að góðum notum og þakkar Rauði krossinn þeim kærlega fyrir. dagbók Í dag er mánudagur 18. júní, 169. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: „Með ævarandi elsku hef ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig.“ (Jer. 31, 3.) Verndarvættirnar eru nýstofn-aður samstarfsvettvangurSamtakanna ’78 og AmnestyInternational á Íslandi: „Með samstarfinu viljum við efla alþjóðlega mannréttindabaráttu samkyn- hneigðra,“ segir Hilmar Magnússon, alþjóðafulltrúi Samtakanna ’78, en hann stýrir Verndarvættunum ásamt Írisi Ellenberger, aðgerðastjóra hjá Amnesty. „Réttindabarátta samkyn- hneigðra á Íslandi hefur skapað upp- lýst og vinsamlegt samfélag þar sem mannréttindi samkynhneigðra eru vernduð. Nú gefst tækifæri á að rétta þeim hjálparhönd sem ekki hefur geng- ið jafnvel og okkur.“ Mjög víða er staða samkynhneigðra mjög slæm: „Samkynhneigð er ólögleg í yfir 100 ríkjum og varðar viðurlögum allt frá sektum til aftöku,“ segir Hilm- ar. „Í mörgum löndum standa stjórn- völd beint eða óbeint fyrir pyntingum, ólöglegu varðhaldi og barsmíðum á hin- segin fólki, og eru þá enn ónefnd minni mannréttindabrot, mótlæti og mis- munun sem samkynhneigðir víða um heim þurfa að fást við dags daglega.“ Hilmar segir ekki þurfa að leita langt til að finna alvarleg dæmi: „Er skemmst að minnast atburða í Fær- eyjum sem þó urðu, m.a. fyrir þrýsting frá öðrum þjóðum, til þess að Fær- eyingar bættu löggjöfina hjá sér,“ segir Hilmar. „Staðan er alvarleg í mörgum nýjum Evrópusambandslöndum og Rússlandi. Í Póllandi fara yfirvöld fyrir flokki hatursmanna hinsegin fólks og í mörgum löndum A-Evrópu er veist að göngufólki í gay-pride-göngum með of- beldi, kastað í það steinum og jafnvel mannasaur.“ Starfsemi Verndarvættanna verður einkum þríþætt: „Við stöndum mann- réttindavakt og nýtum þar víðtækt upplýsinganet Amnesty. Við vekjum athygli fjölmiðla á málum og sendum ályktanir til viðkomandi stjórnvalda eða hópa,“ segir Hilmar. „Einnig vilj- um við fá íslensk stjórnvöld til liðs við okkur og hvetja fulltrúa Íslands er- lendis til að vekja máls á mannréttinda- brotum gegn samkynhneigðum, og eins þegar fulltrúar erlendra ríkja heim- sækja okkur.“ Verndarvættirnar halda fund í kvöld, 18. júní, kl. 20.30 í húsnæði Samtak- anna ’78, Laugavegi 3, 4. hæð. Er fund- urinn öllum opinn. Mannréttindi | Samstarf um alþjóðlega réttindabaráttu samkynhneigðra Víða framin alvarleg brot  Hilmar Magnús- son fæddist á Ísa- firði 1976. Hann lauk stúdentsprói frá MÍ 1997, BA- prófi í arkitektúr frá Arkitektskolen í Árósum 2001 og leggur nú stund á meistaranám í al- þjóðasamskiptum við HÍ. Hilmar var bæjarfulltrúi Funklistans á Ísafirði 1996 og hefur undanfarin ár starfað á teiknistofu í Reykjavík. Hann tók sæti í stjórn Samtakanna ’78 í mars 2007. Uppákomur Kvennakirkjan | Kvennakirkjan heldur messu við Þvottalaug- arnar í Laugardal þriðjudaginn 19. júní kl. 20.30. Sigrún Gunnars- dóttir, hjúkrunarfræðingur, prédikar. Prestur verður séra Yrsa Þórðardóttir. Ásdís Þórð- ardóttir leikur á trompet og Hall- fríður Ólafsdóttir á flautu. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn. Á MEÐAN íslensk börn héldu upp á þjóðhátíðardaginn léku þessi palestínsku börn sér í flóttamannabúðum í norð- urhluta Líbanons. Þau gista í Beddawi þar sem skólahúsi í eigu Sameinuðu þjóðanna hefur verið breytt í flótta- mannabúðir þar sem tylft flóttamanna gistir í hverri skóla- stofu. Mörg barnanna eru lúsug og flest eru berfætt en þau flúðu aðrar flóttamannabúðir skammt frá eftir að átök brutust út á milli Líbanskra hermanna og skæruliða urðu til að þúsundir þurftu að flýja. Nærri 400 þúsund palest- ínskir flóttamenn eru í Líbanon, um tíu prósent allra íbúa landsins. Dúkkuleikur í Líbanon Reuters MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. AFMÆLISRIT um 25 ára sögu Landssambands framsóknarkvenna (LFK) er komið út. Ritið er jafnframt V. bindið í ritröðinni „Sókn og sigrar“ sem hefur að geyma sögu Framsóknarflokksins. Bókin segir frá starfi framsóknarkvenna en óhætt er að fullyrða að við stofnun LFK hafi orðið kaflaskil í framsókn kvenna innan flokksins, segir í fréttatilkynningu. Í ritinu kemur fram að eitt helsta baráttumál LFK hafi verið að koma konum að í forystu og til æðstu trúnaðarstarfa innan Framsóknarflokksins. „Bókin er einkar lífleg og mikið myndskeytt og sýnir hinn skemmtilega anda sem ríkir og ríkt hefur innan vébanda fram- sóknarkvenna,“ segir í tilkynningunni. Tilurð bókarinnar eru þau að Siv Friðleifsdóttir þáverandi ritari flokksins setti á laggirnar ritnefnd á vordögum 2004 til að undir- búa ritun sögu landssambandsins. Ritnefndin samdi við fyrirtækið Athygli um ritun sögunnar og tók Edda Langworth verkefnið að sér. Afmælisrit Landssambands framsóknarkvenna DIGRANESSKÓLI fékk Hvatningarverðlaun skólanefndar Kópavogs árið 2007. Verðlaunin fékk skólinn fyrir frábæran árangur í norrænu stærð- fræðikeppninni Kapp Abel og fyrir stærðfræðileik- inn Peruna þar sem ein þraut birtist vikulega á heimasíðu skólans og í Morgunblaðinu. Það er Þórður Guðmundsson stærðfræðikennari sem hef- ur veg og vanda af hvorutveggja. Gróa Ásgeirsdóttir, varaformaður skólanefndar, og Hannes Sveinbjörnsson skólafulltrúi afhentu skólanum verðlaunin við skólaslitin. Hvatningarverðlaun skólanefndar Kópavogs FRÉTTIR ÞJÓÐAHÁTÍÐ Alþjóðahúss var haldin í fjórða sinn laugardaginn 2. júní, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnar- firði. Hátt í fimmtíu þátttakendur kynntu lönd sín með mat og menningu og þúsundir Íslendinga nutu góðs af gestrisni þeirra, sem koma allt frá syðstu Afríku til austustu Asíu. Boðið var upp á skemmtiatriði allan daginn, allt frá pólskum þjóðsöngvum til ganískra þjóðdansa. Heiðursgestir hátíðarinnar voru Toshiki Toma, prest- ur innflytjenda, og Gerard Lemarquis. Mikil aðsókn var að hátíðinni og stöð- ugur straumur fólks allan daginn að skoða það sem fyrir augu bar í hinum fjölmörgu og skrautlegu þjóðarbásum, og ekki síður til að fylgjast með fjöl- breyttum skemmtiatriðum. Bryndís Schram kynnti atriðin. ,,Þjóðahátíðin er einstakt tækifæri til að kynnast öllum þeim ólíku þjóðernum sem búa á Íslandi sem eru yfir 130 talsins. Og miðað við hinn gríðarlega fjölda gesta má áætla að gestir séu mjög forvitnir um þetta fólk. Það gladdi mitt hjarta að sjá allt þetta fólk samankomið,“ er haft eftir Kolfinnu Baldvinsdóttur, verkefnastjóra Þjóðahátíðar í fréttatilkynningu. Frá pólskum þjóðsöngvum til ganískra þjóðdansa Fjölþjóðleg Hátíðar- gestir frá Tíbet, Namibíu og Mexíkó. Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.