Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Daniel Tammet er svonefndur savant og býr yfir afburðagáfu í stærðfræði og tungumálum. Hann er hins vegar einn savanta í heiminum fær um að tjá sig um reynslu sína. Sérgáfa Tammets felst meðal annars í samskynjun sem felst í því að hann sér tölur og orð sem liti og form. Daniel Tammet heldur fyrirlestur á vegum kennslufræði- og lýðheilsudeildar í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, kl. 16.15–17:15 fimmtudaginn 21. júní í stofu 101. Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, heldur inngangserindi um möguleika á að vinna með myndræna hugsun í námi og kennslu. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. Myndræn hugsun og innsýn í hugarheim Daniels Tammets Óboðnir gestir við Ísland  Víbríóbakteríur hafa greinst í flæðarmáli hér við land  Þær hafa gert usla í skelfiskræktun bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum á umliðnum árum Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SJÚKDÓMSVALDANDI sjáv- arörverur hafa greinst í volgu flæðarmáli hérlendis. „Um er að ræða víbríóbakteríur, Vibrio cholerae, sem valdið geta sjúk- dómum í mönnum og dýrum,“ segir Bradd Haley, doktors- nemi við University of Mary- land, sem unnið hefur að rann- sókn við strendur Íslands ásamt Evu Benediktsdóttur, dósent við Líffræðistofnun HÍ. Bendir hann á að tiltekin afbrigði víbríóbakteríunnar geti valdið kólerufar- aldri. Tekur hann fram að ekki sé búið að rannsaka sýnin sem tekin voru við Íslandsstrendur til hlítar og því ekki ljóst á þessu stigi nákvæmlega hvers eðlis þær bakteríur séu og verður það viðfangsefni næsta stigs rannsóknarinnar. Í millitíðinni varar hann fólk við því að borða hráan skelfisk. Á tímabilinu október 2006 til apríl 2007 safnaði Haley sjávarsýnum frá ýmsum stöðum á Íslandi. Aðspurður segir hann víbríóbakteríur hafa greinst í öllum þeim sýnum sem tekin voru í volgu flæð- armáli, þ.e. við úttök frá hitaveitu. Bakteríurnar fundust hins vegar ekki í köldu flæðarmáli. Að- spurður segist hann ekki vita til þess að þessar bakteríur hafi greinst hérlendis áður. Úttök frá hitaveitu skapa kjöraðstæður Að sögn Haley finnast víbríóbakteríur víðs vegar um heiminn. Segir hann þær aðallega hafa verið tengdar hitabeltislöndum, heittempruðum eða tempruðum svæðum, en talið er að bakteríurnar eigi upptök sín í Bengalflóanum í Bangladess. Spurður hvernig þær hafi getað borist til Íslands segir Haley tvær tilgátur vera uppi; önnur sé sú að bakteríurnar hafi borist frá suðurhluta Bandaríkj- anna með Golfstraumnum til Íslands og hin sé sú að bakteríurnar hafi borist með fraktskipum. Slík skip taki oft sjó í tanka sína til þess að gæta að jafnvægi þeirra á hafi úti og losi sjóinn síðan úr tönkunum allt annars staðar í heiminum. Ástæða þess að bakt- eríurnar virðist geta lifað góðu lífi við Íslands- strendur sé sú að víða liggi úttök frá hitaveitu út í sjó og þar sé sjórinn það heitur að hann skapi kjör- aðstæður fyrir bakteríurnar. Að mati Haley er ástæða til þess að skoða þessar bakteríur nánar, því vitað er að skelfiskur sem síar fæðu úr sjónum virkar sem gróðrarstía fyrir bakt- eríurnar. Bendir Haley á að meðalhitakærar víbríó- bakteríur hafi verið mikið vandamál í skelfiski við austurströnd Bandaríkjanna. Á síðustu árum hafi bakteríurnar einnig greinst í kræklingi á Norður- löndunum. Segir Haley því nauðsynlegt, út frá heil- brigðissjónarmiði, að rannsaka sjóinn með tilliti til þessara baktería áður en valin sé staðsetning fyrir skelfiskræktun og einnig meðan ræktun fari fram. Bradd Haley Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is KÁRSNESINU verður ekki breytt í stórskipahöfn í nánustu framtíð ef Þórarinn H. Ævarsson, íbúi á Kárs- nesbraut 11, fær einhverju ráðið. Hann mótmælir nú rammaskipulagi Kópavogsbæjar harðlega og hefur strengt upp við garðinn sinn fag- urrauðan borða sem sannarlega vek- ur athygli á málstaðnum. Þórarinn hefur mótmælt skipu- lagstillögum bæjaryfirvalda en það er einkum tvennt sem hann er andsnú- inn varðandi skipulag hverfisins. Annars vegar eru það hugmyndir um að byggja upp iðnaðarstarfsemi og jafnvel stórskipahöfn við enda ness- ins. Telur Þórarinn að nýta ætti allt svæðið í íbúðahverfi enda um fallegt byggingarland að ræða. Tímaskekkja sé og í raun óskiljanlegt að ætla að halda til streitu áformum um stór- skipahöfn með tilheyrandi umsvifum. Ískyggileg svifryksmengun Hitt skipulagsatriðið, sem Þór- arinn hefur gert athugasemdir við, er að ekki séu gerðar nægjanlegar ráð- stafanir vegna aukningar umferðar um svæðið. Fyrir liggi að bílaumferð þyngist og það sé sjálfsögð krafa íbúa að Kársnesbraut verði sett í stokk. Það eigi sérstaklega við ef byggja eigi upp iðnaðarsvæði við enda hverfisins, með tilheyrandi birgðaflutningum fram og til baka. Auk hávaða stafi af umferðinni bæði bein og óbein hætta fyrir börnin í hverfinu og nefnir Þórarinn svif- ryksmengun í því sambandi, en hún sé þegar ískyggileg á Kársnesbraut miðað við svifryksmælingu sem þar var gerð í vetur. Fleiri íbúar við Kárs- nesbraut munu vera á sama máli og er þess jafnvel að vænta að fleiri borðar verði strengdir við Kársnes- braut á næstu dögum. Krefst þess að hlustað sé á íbúana Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir segir að Íslend- ingar þurfi að horfast í augu við verulega aukningu í út- gjöldum vegna varnarmála en sá útgjaldaliður verður í fyrsta sinn í næstu fjár- lögum. Ingibjörg er nú í opinberri heimsókn í Noregi og átti hún m.a. fund í gær með Anne-Grete Ström- Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, og ræddu þær m.a. tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Noregs. „Samningurinn sem gerður var við Noreg var bara rammasamn- ingur og það er undir okkur komið hvert innihaldið verður,“ segir Ingibjörg. Því sé nauðsynlegt að fram fari umræða meðal þjóð- arinnar um hvað hún sé tilbúin að leggja af mörkum til eigin varna. Ingibjörg ræddi einnig við norska utanríkisráðherrann, Jonas Gahr Støre, í gær og hitti Harald Noregskonung. Heimsókninni lýk- ur á föstudag með fundi með Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Utanríkisráð- herra ræddi varnarmálin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir LAUNAMUNUR kynjanna hefur minnkað um þriðjung á síðasta ára- tug sé miðað við greidd félagsgjöld til VR, að því er segir í frétt á heimasíðu félagsins. Niðurstöð- urnar byggjast á samanburði á fé- lagsgjöldum karla og kvenna á ár- unum 1997 til 2007, en þau eru nú 1% af heildarlaunum. Miðað við kynjamuninn á upphæð félagsgjalda í febrúar 1997 mátti ætla að laun karla væru 28,6% hærri en kvenna. Sé sömu reikn- ingsaðferðum beitt nú benda nið- urstöður til að laun karla séu 19,8% hærri. Munurinn hefur því dregist saman um 31% á þessum 10 árum. Hafa ber í huga að hér er ein- göngu verið að bera saman heildar- félagsgjöld kvenna og karla svo ekki er tekið tillit til starfshlutfalls, vinnutíma, stöðu eða atvinnugrein- ar. Þeim reikningsaðferðum var beitt í árlegri launakönnun VR í fyrra, og voru niðurstöður hennar þær að launamunurinn væri 22% að teknu tilliti til þessara þátta. Launamunur minnkar SVÆFINGU sílamáva á höfuðborg- arsvæðinu, sem hófst í síðustu viku, lauk í gær. Fyrir svæfingunni stóðu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu en alls voru 60-70 mávar svæfðir. Að sögn Arnórs Þ. Sigfús- sonar fuglafræðings var um að ræða tilraun á aðferðinni í því skyni að meta kostnað og afköst og í kjölfarið bera aðferðina saman við aðrar leið- ir. Arnór segir mávum hafa farið fjölgandi og nú sé verið að skoða hvort fara eigi út í fækkun og þá með hvaða hætti. Ferlið gekk þannig fyrir sig að tíu manna hópur gekk um varp og lagði brauðmola með svefnlyfi ofan í hreiður. Klukkutíma síðar var aftur gengið um varpið, mávunum safnað saman og þeim lógað. Þeir brauð- molar sem ekki voru étnir voru fjar- lægðir. Að sögn Arnórs hefur þessi aðferð verið notuð víða um Evrópu og þótt takast vel. Dýr og ósiðleg tilraun „Mér finnst þessi nýja aðferð vera ósiðleg,“ segir hins vegar Ólafur Torfason fuglaáhugamaður. Hann segir tilraunina merkingarlausa og að hans mati liggur móðursýki til grundvallar, mávar séu yfirleitt illa þokkaðir. Ólafur segir einnig tilraun sem þessa mjög dýra og ætlar hann að hver mávur í tilrauninni hafi kostað um 17-18 þúsund krónur. Einnig sé undarlegt að verkfræðistofa hafi verið látin sjá um ráðgjöf en ekki Náttúrufræðistofnun. „Það gleður mig að þessi eiturtilraun er greini- lega fyrir bí,“ segir Ólafur. Svæfingu sílamáva lokið Morgunblaðið/Golli Svefninn langi Hópur fólks fór um varp á Álftanesi í gær og svæfði máva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.