Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR VERINU
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Gjögur hefur tekið á
móti nýju skipi, Verði EA 748. Skipið kom til
heimahafnar í Grindavík á þriðjudagskvöld. Það
var smíðað í Póllandi og er systurskip Vest-
mannaeyjar, sem kom ný til landsins fyrr á árinu.
Vörður er 29 metra langur og 10,4 metra breiður
og með aflvísi vélar sem heimilar skipinu veiðar
upp að þremur mílum frá landi. Skipið kostar um
450 milljónir króna.
Skipið stundar veiðar með trolli og landar afla
sínum ferskum til sölu á mörkuðum heima og er-
lendis auk þess sem eitthvað er unnið í saltfisk-
verkun fyrirtækisins í Grindavík. Hinn nýi Vörð-
ur leysir af hólmi 40 ára gamalt skip Vörð ÞH,
sem var smíðaður 1967. Sá Vörður leysti þá af
hólmi Vörð TH, sem smíðaður var 1947 og hefur
því útgerðarsaga Gjögurs, sem skráð er á Greni-
vík, staðið í 60 ár. Gjögur gerir áfram út togbát-
inn Oddgeir EA, en áhöfnin af honum fer yfir á
hinn nýja Vörð og verður Hjálmar Haraldsson
skipstjóri og Már Þórhallsson verður vélstjóri.
Áhöfnin af gamla Verði fer svo yfir á Oddgeir.
Auk þessa gerir Gjögur út uppsjávarveiðiskipin
Áskel, sem hefur verið á kolmunnaveiðum og Há-
kon sem nú er norsk-íslenzku síldinni og frystir
aflann um borð. 
Bara bjartsýnir
Framkvæmdastjóri Gjögurs er Ingi Jóhann
Guðmundsson. Hann segir að unnið sé að því að
koma nýja skipinu á veiðar, ekki sé eftir neinu að
bíða með það. Gamli Vörður verður svo líklega úr-
eltur. ?Við erum bara bjartsýnir á framhaldið,
þrátt fyrir að ýmislegt gangi á um þessar mundir.
Við teljum góðan grundvöll fyrri útgerð nýja
skipsins. Gjögur hefur staðið í útgerð í 60 ár og
það hvarflar ekki að okkur að gefast upp, þrátt
fyrir að fyrir liggi tillaga um verulegan niður-
skurð í þorskinum,? segir Ingi Jóhann Guð-
mundsson. 
Gjögur tekur á móti nýjum Verði EA
Skipið Vörður EA er togskip, 29 metra langt, svokallaður þriggja mílna bátur.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Forystan Ingi Jóhann Guðmundsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Njáll Þorbjörnsson, Freyr Njálsson,
Hjálmar Haraldsson og Már Þórhallsson. Með þeim á myndinni er barnabarn Hjálmars.
Þriðji Vörðurinn 
í 60 ára útgerðarsögu
FISKIRANNSÓKNARSTOVAN í
Færeyjum leggur til verulega fækk-
un fiskidaga við Færeyjar. Lagður
er til 40% niðurskurður fiskidaga
fyrir helztu skipaflokka, það er línu-
báta, dagróðrabáta með línu og
handfæri, togara með minni vélar en
500 hestöfl. Þetta er meðal annars til
að takmarka sókn í ýsu og meðafla í
þorski. Ekki er lagt til að fækka
fiskidögum hjá partogurum, það er
togurum sem draga tveir saman eitt
troll. Þeir stunda aðallega ufsaveið-
ar.
Þá vill færeyska Hafrannsókna-
stofnunin að engar heimildir til veiða
og þorski og ýsu verði gefnar fyrir
utan fiskidagakerfið. Þess í stað
verði leyfður 3% hámarksafli af
þorski og ýsu í magni í hverjum
róðri. Þetta eigi þó ekki við veiðar á
Færeyja-Íslandshryggnum norðan
og vestan ákveðinna marka. Lagt er
til að engar veiðar í atvinnuskyni
verði stundaðar á grynnra vatni en
200 metrum á Færeyjabanka. Stofn-
unin vill að áfram verði í gildi reglur
um friðun þorsks og ufsa á hrygning-
artíma á landgrunninu. 
Krókaveiðar vandamál
Í forsendum ráðleggingarinnar
segir að samfélagið þoli ekki að eng-
ar veiðar á ufsa og ýsu verði stund-
aðar. Það þoli heldur ekki að þorsk-
stofninn verði í viðvarandi lágmarki.
Því verði Landstjórnin að leita leiða
til að draga úr áhrifum aðgerða og
hvetja til nýrra leiða. Stærsta ein-
staka vandamálið nú sé að króka-
bátaflotinn sé allt of stór og nauðsyn-
legt sé að grípa til aðgerða til að
minnka hann. 
Vilja 40%
fækkun
fiskidaga
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
FJÓRTÁN bílar á aldrinum 35
ára til sjötugs og þar af sjö
Bjúkkar. Svona er bílabúskapur
Einars Gíslasonar fornbílaáhuga-
manns, sem lifir og hrærist í fé-
lagsstarfi Fornbílaklúbbsins. Ein-
ar er formaður ferðanefndar
klúbbsins og þeir sem starfa í
nefndinni sem og öðrum nefndum
klúbbsins hafa í mörg horn að líta.
Um 700 félagsmenn eru í klúbbn-
um og næsti stórviðburður er
Landsmót 2007 sem haldið verður
á Selfossi um næstu helgi. Þar
verður bílasýning, ökuleikni og
margt annað í boði.
Einar ætlaði sér ekki endilega
að gerast klúbbfélagi þótt hann
hefði alla tíð verið bílaáhugamaður
og sérstakur áhugamaður um Bu-
ick bíla. En hann þekkti flesta fé-
lagsmenn í klúbbnum og þar kom
að bróðir hans dró hann með sér á
félagsfund og eftir það varð ekki
aftur snúið. Gegnir hann nú for-
mennsku í ferðanefnd. ?Ég sé um
að skemmta félögunum í öllum
þeim ferðum og uppákomum sem
klúbburinn stendur fyrir,? segir
Einar. ?Við erum með allskyns
uppákomur, s.s haustfagnað,
þorrablót, árshátíð, grillferðir,
gróðurferð, varahlutamarkaðsdag
og margt annað. Sumrin fara í að
skemmta sér saman með félögum í
klúbbnum og fjölskyldum þeirra,
því þetta er mjög fjölskylduvænt
sport,? bendir hann á. 
Til að gerast félagsmaður í
Fornbílaklubbnum þarf ekki að
eiga fornbíl, heldur skiptir áhug-
inn mestu máli. Bílar 25 ára og
eldri geta talist fornbílar En Ein-
ar er í eldri bílum og er elsti bíll-
inn hans árgerð 1936. Sá yngsti er
árgerð 1972. ?Minn fyrsti alvöru
bíll var Buick ?53 og síðan eign-
aðist ég nýrri árgerðir af þessari
tegund frá sjötta áratugnum en ég
keyrði líka mikið á Chevrolet ?50,?
segir hann. 
Einar hefur verið heillaður af
Buick alla sína tíð og lýsir þessum
amerísku bílum sem vel útbúnum
bílum sem gjarnan eru ívið betur
búnir en aðrir amerískir bílar. Í
safni Einars eru m.a. Buick
Electra, Riveria og blæjubjúkki
frá sjötta áratugnum. Þá bíla sem
eru á númerum og eru gangfærir
keyrir hann jöfnum höndum og
hreyfir í hverri viku. ?Maður
kemst ekki yfir að vera á þeim öll-
um en ég er mikið á þeim einum
og einum á sumri og spóka mig.?
Einn Bjúkkann tók Einar úr
skúrnum um síðustu helgi í sam-
eiginlegri ferð með Ferðafélagi Ís-
lands og Fornbílaklúbbsins, en
það var hrafnsvört Riviera ´71,
átta gata tæki með 340 hestafla
vél. Segja má að bíll þessi sé töff-
arabíll af hæstu gráðu og vekur
hann vægast sagt athygli í um-
ferðinni, hvort sem um ræðir lögg-
ur í eftirlitsferð, langeyga ung-
lingspilta eða aðra ökumenn á
nútímablikkbeljum. Einar á líka
´66 árgerð af Riviera en þeir voru
með vinsælustu sportbílum Banda-
ríkjanna síns tíma.
Einar Gíslason með bílasafn á við rokkstjörnu 
?Kemst ekki yfir að vera á þeim öllum?
Morgunblaðið/G.Rúnar
Bærilegur bílabúskapur Einar Gíslason og Buick-flotinn hans. Hann er heillaður af bíltegundinni.
ODDVITAR meirihlutans í bæjar-
stjórn Árborgar gera alvarlegar at-
hugasemdir við fyrirkomulag og
boðun auglýsts fundar Miðbæjar-
félags Selfoss um skipulag miðbæjar
á Selfossi, en hann á að fara fram í
kvöld. Nýtt skipulag miðbæjarins á
Selfossi hefur mætt mikilli andstöðu. 
Segja oddvitarnir að þau hafi verið
kynnt sem frummælendur fundarins
án þess að samráð hafi verið haft við
þau. Þá hafi engum af höfundum til-
lögunnar verið boðið að taka þátt í
fundinum.
Bæjarstjórn Árborgar hafi unnið
faglega að deiliskipulagstillögu mið-
bæjar Selfoss og haldið tvo opna
kynningarfundi um hana. Fundar-
boðendum hafi verið gerð grein fyrir
því að oddvitarnir verði allir fjarver-
andi í kvöld en að fulltrúar meirihlut-
ans mæti fúslega til fundar um mál-
efni miðbæjarins sé til hans boðað
með eðlilegum fyrirvara.
Undrandi á viðbrögðunum
Í tilkynningu sem Miðbæjarfélag
Selfoss sendi eftir að yfirlýsing odd-
vitanna var birt í gær, segir að félag-
ið lýsi undrun sinni á því að oddvit-
arnir ætli ekki að mæta til fundarins.
?Mæti þeir ekki er það í fyrsta
sinn sem slíkt gerist á Selfossi að
pólitískir forystumenn bæjarstjórn-
ar hunsi íbúafund.?
Formaður Miðbæjarfélagsins hafi
boðið bæjarstjóra og öllum bæjar-
fulltrúum til fundarins 18. júní með
tölvupósti og símtölum. Í gær hafi
verið hringt í arkitekta og höfunda
skipulagsins og fyrrverandi bæjar-
stjóra og þeim boðið að koma til
fundarins. Í auglýsingu um fundinn
sé gert ráð fyrir að oddvitum Ár-
borgar gefist rúm á fundinum til að
skýra mál sitt og áherslur, en þeim
sé í sjálfsvald sett hvort þau nýti
þann tíma. 
Deilt um
fundarboð 
í Árborg

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52