Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
París. AP. | Fjárfestingar í endurnýj-
anlegum orkugjöfum jukust um
43% í heiminum árið 2006 miðað við
árið á undan, fóru í 71 milljarð doll-
ara, um 4.400 milljarða króna. Kom
þetta fram í nýrri skýrslu Umhverf-
isstofnunar Sameinuðu þjóðanna,
UNEP, sem birt var í gær.
Talið er að ótti við hlýnandi lofts-
lag, örvænting vegna hækkandi
olíuverðs og aukinn stuðningur
stjórnvalda í mörgum ríkjum hafi
ýtt undir þessa þróun. Um fimmt-
ungur fjárfestinganna var í þróun-
arríkjunum. 
Eftir sem áður koma þó aðeins
um 2% af allri raforku frá endur-
nýjanlegum
orkugjöfum, seg-
ir í skýrslunni.
En yfirmaður
UNEP, Achim
Steiner, sagði að
mikilvægast væri
að áhuginn á
endurnýjan-
legum orkugjöf-
um sveiflaðist
ekki lengur algerlega í takt við
breytingar á olíuverði. 
?Æ fleiri orkufyrirtæki, sveit-
arfélög og ríki velja þá nú án tillits
til kostnaðarins sem fylgir jarð-
efnaeldsneyti.? 
Vaxandi áhugi á endur-
nýjanlegum orkugjöfum
Bagdad. AFP. |
Íraskar og
bandarískar her-
sveitir hertu í
gær sókn sína
gegn stöðvum
meintra al-Qaeda
manna norð-
austan við höf-
uðborgina og var
sagt að 30 upp-
reisnarmenn
hefðu verið felldir. Um 7.500
Bandaríkjamenn og 2.500 Írakar
tóku þátt í aðgerðunum í Diyala-
héraði. 
Talið er að minnst 87 manns hafi
látið lífið og nokkur hundruð særst
í sprengjuárás nálægt mosku sjíta í
miðborg Bagdad á þriðjudag. Er
um að ræða mannskæðustu árás í
Bagdad í tvo mánuði og er búist við
hefndarárásum af hálfu sjíta á
helgistaði súnníta. 
Blóðug árás 
Heift Brak við
sjítamoskuna. 
BRETAR munu þurfa að taka þátt í
uppbyggingu í Afganistan næstu
áratugina segir breski sendiherr-
ann í landinu, Sir Sherard Cowper-
Coles. ?Þetta er maraþonhlaup,
ekki spretthlaup,? sagði sendiherr-
ann í útvarpsviðtali. Hann hefur
ferðast um Afganistan og segir fólk
þar óttast að Bretar hverfi á brott
með her sinn áður en uppbyggingu
innviða á borð við lögreglu, réttar-
farskerfi og heilsugæslu lýkur.
Spáir langdvöl
Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu
þjóðanna hefur dæmt þrjá liðsmenn
AFRC, vígasveita Byltingarráðsins
svonefnda í Sierra Leone, seka um
stríðsglæpi á tímum borgarastyrj-
aldarinnar sem lauk árið 2002.
Átökin kostuðu um 50 þúsund
manns lífið og lauk ekki fyrr en
Bretar sendu her til að skakka leik-
inn. 
Dæmdir sekir
ÞÚSUNDIR bænda í Suður-Kóreu efndu í gær til setuverkfalls við ráðhús
Seoul-borgar til að mótmæla fríverslunarsamningi sem gerður var við
Bandaríkin í apríl eftir langar og strangar samningaviðræður í 10 mánuði.
Hér sést einn þeirra með ágætlega prýdda kú sína. Búist er við að George
W. Bush Bandaríkjaforseti undirriti samninginn í lok júní. Um er að ræða
einn af umfangsmestu samningum um fríverslun sem Bandaríkin hafa
gert. Meirihluti íbúa Suður-Kóreu styður samninginn, ef marka má skoð-
anakannanir, en bændurnir óttast að fríverslun muni skerða kjör þeirra. 
Reuters
Mótmæla fríverslun
Ramallah, Gaza. AFP. | Forseti Palest-
ínu, Mahmoud Abbas, ávarpaði þjóð
sína í sjónvarpi í gær og réðst harka-
lega á Hamas-menn, sagði þá vera
hryðjuverkamenn sem nú reyndu að
stofna eigið ríki á Gazasvæðinu.
Mestu skipti núna að koma í veg fyr-
ir að undirróður Hamas-manna
breiddist út til Vesturbakkans. ?Það
eru engar viðræður í gangi við þessa
morðóðu hryðjuverkamenn,? sagði
Abbas. Hann sagðist árangurslaust
hafa reynt samningaleiðina og sak-
aði Hamas um að myrða Fatah-
menn í lögregluliði Gaza. Fyrir mán-
uði hefðu samtökin ætlað að bana sér
með sprengjutilræði.
Abbas gaf í skyn að ?erlend öfl?
styddu við bakið á Hamas í valdaráni
á Gaza án þess að skýra orð sín frek-
ar. Utanríkisráðherra Egyptalands
sagði í gær að Íranar hefðu hvatt
Hamas til að taka völdin á Gaza og
ógnuðu með þeirri stefnu sinni ör-
yggi Egyptalands sem á landamæri
að Gaza. 
Ehud Barak, nýr varnarmálaráð-
herra Ísraels, skipaði í gær ísraelska
hernum að hleypa inn í landið hópi
fólks úr röðum u.þ.b. 200 Gaza-búa
sem beðið hafa á landamærastöðina
Eretz og þurfa á læknisaðstoð að
halda. Nokkrir herskáir Palestínu-
menn féllu á Gaza í gær er flokkur
ísraelskra hermanna réðst inn á
svæðið í ?hefðbundinni aðgerð gegn
hryðjuverkamönnum?, eins og sagði
í yfirlýsingu Ísraelshers. Eru þetta
fyrstu átök Ísraela við vígamenn á
svæðinu síðan Hamas tók þar völdin. 
Ekkert
rætt við
Hamas
SANN
LEIKUR!
Nissan Pathfinder Adventure er fullbúinn bíll*
4.950.000 kr.
? Vindskeið
? Litað gler
? Regnskynjari 
? Þokuljós
? 33? breyting
? Sérsmíðaðar álfelgur
? 7 manna
? Sjálfskipting
? 174 hestafla díselvél
? 3000 kg dráttargeta
? Cruise control
? Dráttarbeisli
? 6 diska CD spilari
? Húddhlíf
Nissan Pathfinder ADVENTURE SE*

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52