Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 17
MENNING
SIGRÚN Ólafsdóttir hefur getið
sér gott orð fyrir listsköpun sína í
Þýskalandi þar sem hún er búsett.
Þar hefur hún m.a. vakið athygli
fyrir verk í opinberu rými. Í Gall-
eríi Turpentine gefst nú tækifæri
til að kynna sér verk hennar en
þar sýnir hún skúlptúra úr kross-
viði og stáli auk ?sjálfstæðra skúlp-
túrteikninga? eins og segir í sýn-
ingarskrá.
Raunar hafa skúlptúrarnir eig-
inleika teikningar í rými (fremur
en á fleti). Fínlegar bogadregnar
línur snerta og skáskera hver aðra
í léttum dansi. Hið skemmtilega
verk Eld svif, unnið með flug-
vélakrossviði, hangir úr loftinu líkt
og það svífi í loftfimleik. Snúningur
þess minnir á síbreytileika teikn-
ingarinnar eftir sjónarhorni og
nauðsyn þess að virkja rýmið: að
sýningargestir gangi í hring um
verkin til að njóta þeirra til fulln-
ustu. 
Teikningarnar eru unnar með
krítargrunni og tússi á striga. Þar
er sköpuð rýmiskennd með sam-
spili ílangra forma. Í þeim býr
einnig töluverð sveifla en þó ekki
sami léttleikinn og spennan og í
þrívíðu verkunum.
Teikning í rými
MYNDLIST
Gallery Turpentine
Til 23. júní 2007. Opið þri.- fö. kl. 12-18,
lau. kl. 12-16. Ókeypis aðgangur.
Sigrún Ólafsdóttir
Skúlptúr ?Fínlegar bogadregnar
línur snerta og skáskera hver aðra í
léttum dansi,? segir Anna Jóa.
Anna Jóa
RÚSSNESK orgelljón hafa hingað
til verið fáséð á Alþjóðlegu orgels-
umri Listvinafélags Hallgríms-
kirkju; alla vega var Daníel Za-
retsky (f. 1964) sl. sunnudag fyrsta
dæmið að mér nærstöddum. Og þó
útlit flytjenda komi venjulega ekki
tónleikaumfjöllun við, þá var ekki að
neita að tággranni hár- og skeggpr-
úði svartklæddi maðurinn frá St.
Pétursborg, sem hæglega hefði get-
að verið 10 árum yngri en tónleika-
skráin sagði til um, bar með sér áru
af fullfleygum virtúós er hann vatt
sér í neðra spilborðssætið.
Það hefði með öðrum orðum verið
meira en pínlegt, hefði spila-
mennskan ekki staðið undir fyrstu
sýndarvæntingum. En gæðasía tón-
leikaraðarinnar stóð hér enn 100%
fyrir sínu, því Zaretsky brást hvergi
björtustu vonum þrátt fyrir stund-
um nærri glæfraleg hraðavöl. E-dúr
prelúdía Buxtehudes (BuxWV 141)
var fyrsta dæmið um slíkt en verkaði
samt lauflétt og óvinguð, og syngj-
andi mótun þriggja forleikja um
Vater unser im Himmelreich eftir
Bach, Böhm og Hallgrím Helgason
brást ekki heldur. Deuxième fantai-
sie og sérstaklega Litanie Jehans
Alain (d. 1940) geisluðu af fjörugri
fimi, og eftir úthafsbylgjóttan þunga
Passacaglíu Kuschnarews (d. 1960)
kom glæsilega dansandi útfærsla á
Toccötu Georgis Muschels (d. 1991).
Loks voru tilbrigði Ernsts Kohlers
(d. 1847) um gamla rússneska þjóð-
sönginn (hér kunnan sem Drottinn,
ó Drottinn vor ? að ógleymdum 1812
forleik Tsjækovskíjs) með 4 til-
brigðum og fúgu þar sem Zaretsky
lék á als oddi í sönnum orgelflug-
eldaanda með fullkomnu valdi á öll-
um útlimum.
Sem aukalag var tekin Prelúdía
Bachs í C-dúr BWV 531; því miður
án fúgunnar en engu að síður með
glæsilegum tilþrifum. Enn var þó
hvergi boðið upp á spuna, og fer að
óbreyttu að verða örvænt um þessa
fornu sérgrein höndlara konungs
hljóðfæranna í Hallgrímskirkju.
Rússnesk rúlletta
án glappaskota
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Verk eftir Buxtehude, J. S. Bach, Böhm,
Hallgrím Helgason, Alain, Kuschnarew,
Muschel og Kohler. Daníel Zaretsky org-
el. Sunnudaginn 17. júní kl. 20.
Orgeltónleikar L50546L50546L50546L50546L50545
Ríkarður Ö. Pálsson
Fjármálageirinn
stækkar með skráningu
Føroya Banka
omxgroup.com/nordicexchange
Fjármálaþjónusta
Fjarskipti
UpplýsingatækniVeiturHráefni
Nauðsynjavörur
Neysluvörur IðnaðurOrkuvinnsla
Heilbrigðisgeiri
Við bjóðum Føroya Banka velkominn til liðs við 
Nordic Exchange. Føroya Banki er leiðandi banki í 
Færeyjum og aflar viðskiptavina á alþjóðavettvangi 
með því að bjóða þeim ýmsa sérvalda fjármála-
þjónustu. Føroya Banki verður skráður í Nordic 
Exchange á Íslandi og í Kaupmannahöfn þann 21. 
júní nk. Føroya Banki flokkast sem meðalstórt 
félag í fjármálageira á OMX markaðnum.
UPPLIFÐU NÁTTÚRUNA 
Einstakar bækur
sem allir 
áhugamenn um
íslenska náttúru
ættu að lesa. 
NÝ! 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52