Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 19
LANDIÐ
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Undirskrift Árni Sigfússon og Margrét Pála Ólafsdóttir eru ánægð með
samninginn sem Reykjanesbær gerði við Hjallastefnuna um rekstur Akurs.
Eftir Helga Bjarnason
Tjarnahverfi | Hjallastefnan ehf.
mun annast rekstur leikskólans Ak-
urs í Tjarnahverfi í Reykjanesbæ.
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar og
framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar
undirrituðu samning þess efnis í
fyrradag.
Verið er að byggja leikskólann og
tekur hann til starfa í september.
Verður þetta sex deilda leikskóli fyr-
ir um 140 börn þegar hann verður
nýttur að fullu. Reiknað er með að
tæplega 100 börn verði í leikskólan-
um þegar hann tekur til starfa en
Árni Sigfússon bæjarstjóri býst við
að hann verði fljótt fullsettur vegna
fjölgunar íbúa í nýjum hverfum bæj-
arins.
Aukið val
Bærinn ákvað að ganga til samn-
inga við Hjallastefnuna ehf. eftir
könnun á þremur fyrirtækjum sem
sýndu áhuga á að taka að sér rekst-
urinn. Árni Sigfússon segir að bær-
inn hafi góða reynslu af Hjallastefn-
unni, en einn leikskóla bæjarins,
Gimli, er einkarekinn og þar er unnið
samkvæmt hugmyndafræði Hjalla-
stefnunnar. Nefnir hann sem dæmi
að hátt hlutfall leikskólakennara sé á
Gimli og reiknar hann með að það
verði raunin á nýja leikskólanum,
Akri.
?Þetta skapar aukið val í rekstr-
arformi. Það er jákvætt þar sem leit-
að er leiða til að bæta þjónustuna,?
segir Árni þegar hann er spurður að
því hvað vinnist með því að leita til
einkaaðila með rekstur leikskólans.
Hann tekur fram að bærinn sé einn-
ig stoltur af þeim leikskólum sem
reknir eru alfarið á vegum bæjar-
félagsins en einkareksturinn sé
áhugaverð viðbót.
Greiðslur bæjarins til einkarek-
inna leikskóla eru svipaðar á hvern
nemanda og í leikskólum sem bær-
inn rekur sjálfur. Rekstur þeirra
skóla sem eru með hátt hlutfall
kennaramenntaða starfsmanna er
þó dýrari enda segir bæjarstjórinn
að það eigi að skila sér í enn faglegra
starfi.
Margrét Pála Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf.,
segir að vel gangi að ráða starfsfólk.
Stjórnendur koma frá leikskólanum
Gimli sem hefur unnið samkvæmt
Hjallastefnunni og verður Heiðrún
Scheving Ingvarsdóttir leikskóla-
stjóri. ?Þetta er vel þjálfað og
harðsnúið lið,? segir Margrét Pála.
Leikskólinn mun starfa eftir hug-
myndafræði Hjallastefnunnar.
Þannig starfa stúlkur og drengir sitt
í hvoru lagi stóran hluta dagsins en
æfa svo samskipti og virðingu
kynjanna með reglubundnum hætti.
Leikefniviður er einfaldur og um-
hverfið áreitalítið. Í kynjanámskrá
Hjallastefnunnar er lögð áhersla á
styrkingu og eflingu félagsfærni hjá
hverju barni.
Fasteign hf. byggir og rekur hús-
næði leikskólans fyrir hönd Reykja-
nesbæjar.
Hjallastefnan rekur nýjan
leikskóla í Tjarnahverfi
Í HNOTSKURN
»
Leikskólinn Akur verður
áttundi leikskólinn í
Reykjanesbæ. Sex eru reknir
af bænum en tveir eru reknir
af einkaaðilum.
»
Akur er jafnframt áttundi
leikskólinn sem Hjalla-
stefnan tekur að sér að reka.
Hjallastefnan rekur einnig tvo
grunnskóla.
Eftir Davíð Pétursson
Skorradalur | Nýr altarisdúkur
var vígður í Fitjakirkju í Skorra-
dal á þjóðhátíðardaginn. Dúkinn
saumaði Helgi Pálmarsson, verka-
maður sem er á áttræðisaldri, í
harðangur og klaustur.
Leiðbeinandi hans við sauma-
skapinn var Halldóra Arnórsdóttir
í Norðurbrún 1 í Reykjavík. Þetta
er ekki fyrsti altarisdúkurinn sem
Helgi saumar, því í fyrra saumaði
hann dúk fyrir Grensáskirkju og
er handbragð hans rómað. 
Prestur við athöfnina var sr.
Flóki Kristinsson og organisti
Steinunn Árnadóttir. Að athöfn-
inni lokinni var messukaffi á Fitj-
um, en þar er haldið í þennan
þjóðlega sið, enda við hæfi á
þjóðhátíðardegi.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Nýr altarisdúkur Helgi Pálmarsson, Hulda Guðmundsdóttir frá Fitjum,
Steinunn Árnadóttir organisti og séra Flóki Kristinsson í Fitjakirkju.
Saumaði altarisdúk
fyrir Fitjakirkju
SUÐURNES
Eftir Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður | Sögumiðstöðin í
Grundarfirði var opnuð á nýjan leik
á dögunum. Í Sögumiðstöðinni verð-
ur rekin upplýsingamiðstöð fyrir
ferðamenn en auk þess er þar að
finna tvo sýningarsali.
Í öðrum salnum sem jafnframt er
fundarsalur eru varðveittir munir og
myndir úr eigu áhugaljósmyndarar-
ans Bærings heitins Cecilssonar en í
hinum salnum eru sögulegar minjar
úr Eyrasveit og er safnið tengt nú-
tímatölvutækni þar sem fletta má
upp nánari upplýsingum um munina
og tengingu þeirra við þjóðlífið á
þeim tíma sem þeir voru í notkun. 
Aðalhugmyndasmiður og driffjöð-
ur í uppsetningu safnsins er Ingi
Hans Jónsson, þúsundþjalasmiður á
Grundarfirði. Um síðustu áramót
var Sögumiðstöð lokað tímabundið
en frá þeim tíma hefur verið unnið að
því að treysta rekstrargrundvöll
starfseminnar á vegum sjálfseignar-
stofnunar þeirrar sem á og rekur
Sögumiðstöðina. 
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Eldhús Í Sögumiðstöðinni má finna andblæ löngu liðins tíma.
Sögumiðstöð
opnuð á nýjan leik
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | ?Við í Sparisjóðn-
um tökum á móti peningum frá sam-
borgurunum. Þeim skilum við til
baka í þessu formi,? sagði Geir-
mundur Kristinsson, sparisjóðs-
stjóri í Keflavík, við afhendingu
gjafabréfs til Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja (HSS). 
Drífa Sigfúsdóttir, framkvæmda-
stjóri HSS, veitti gjafabréfinu við-
töku en andvirði þess, samtals 750
þúsund krónum, verður varið til
kaupa á sjúklingavagni, blóðrauða-
mæli, lyfja-kæliskáp og skoðunar-
ljósi. Að sögn Drífu munu tækin
nýtast vel á slysa- og bráðamóttöku
heilbrigðisstofnunarinnar.
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur
lengi stutt vel við bakið á HSS og að
jafnaði afhendir sjóðurinn gjafabréf
til stofnunarinnar árlega, þó ekki
fari það alltaf hátt. ?Við þurfum öll á
þessari þjónustu að halda, óháð
kyni, aldri og pólitískum skoðunum.
Það er mér því sönn ánægja að af-
henda þér þetta,? sagði Geirmundur
um leið og hann afhenti Drífu gjafa-
bréfið við athöfn á sjúkrahúsinu.
Þorsteinn Erlingsson stjórnarfor-
maður HSS bauð sig fram þegar Ír-
is Kristjánsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur á slysadeild óskaði eftir
sjálfboðaliðum til að prófa nýju tæk-
in. Heilsa Þorsteins reyndist í góðu
lagi.
Gefa tæki
á bráða-
móttöku
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Mæling Íris Kristjánsdóttir prófaði nýja blóðrauðumælinn á Þorsteini 
Erlingssyni, stjórnarformanni HSS. Drífa Sigfúsdóttir fylgist með.
Þarftu að selja / gengur illa að selja?
Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 530 1800
B
jó
ð
u
m
up
p á
árangursríka
lei
ð s
em
ey
ku
r lí
ku
rna
r á
að
fast
eign þín seljist
hr
at
t
o
g
á
g
ó
ð
u
v
e
r
ð
i
!
Föst lág 
söluþóknun

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52