Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						V
ið Waldorfsskólann í
Lækjarbotnum iðar allt
af lífi þessa dagana.
Krakkar af öllum
stærðum og gerðum
gera þar líkamskúnstir af miklum
móð, hvort heldur þeir ganga á
höndum, henda keilur á lofti, sveifla
sér með tilþrifum, hjóla á einhjóli,
dansa á línu eða standa ofan á hverju
öðru með stæl. 
Börnin eru þátttakendur í sirk-
usnámskeiði undir leiðsögn þriggja
finnskra sirkuskennara frá Cirkus
Cirkör í Svíþjóð. 
?Í síðustu viku vorum við með
krakka á aldrinum 12?16 ára en
þessa vikuna eru þeir yngri eða 8?11
ára,? segir Sólveig Þorbergsdóttir,
kennari við Waldorfsskólann. ?Það
er talsvert algengt að Waldorfs-
skólar víða um heim hafi sirkus-
kennslu. Við ákváðum hins vegar að
vera með hana á sumrin svo fleiri
krakkar en bara okkar nemendur
gætu fengið að njóta þess að komast
út úr bænum og reyna sig á sirkus-
kúnstum í náttúrulegu umhverfi.? 
Sólveig segir sirkuslistirnar gera
krökkunum gott. ?Þetta styrkir svo
jafnvægið hjá þeim. Krakkar í dag
eru mun minna í leikjum en áður og
margir krakkar geta varla staðið á
höndum eða farið í kollhnís svo þau
hafa mjög gott af þessu. Við trúum
því líka að þetta hafi sterkari áhrif á
börnin en bara líkamleg og höfum
fundið fyrir því ? þetta eykur jafn-
vægið í sálinni líka. Þú getur líka
rétt ímyndað þér, þegar maður er að
sveifla sér í rólu og snýr á haus hvort
það sé ekki stórkostlegt að hafa all-
an himininn fyrir ofan sig.? 
Og þó að einn og einn marblettur
láti á sér kræla kippir unga fólkið
sér lítið upp við það. ?Auðvitað koma
alltaf einhverjar skrámur. Í síðustu
viku fékk t.d. einn glóðarauga þegar
hann rak hnéð í augað á sér. Annars
höfum við ekki lent í stórum slysum
enda gera krakkarnir ekkert sem
þau þora ekki sjálf. Óttaleysi er al-
gert skilyrði fyrir því að geta, þann-
ig að þau þekkja sín takmörk sjálf.? 
Hægri og vinstri líka
Meðal sirkuslistamanna í Lækj-
arbotnum þessa vikuna eru Sunneva
Sól, Guðrún Ísafold, Karl Jóhann,
Hrafnkell og Daníel Tryggvi sem
eru að vonum kát með nýfengna
kunnáttu. ?Mér finnst skemmtileg-
ast á einhjóli,? segir Hrafnkell og
undir það tekur Karl sem finnst þó
ekki síðra að joggla með bolta og
kylfur. Guðrún nýtur sín hins vegar
best í línudansinum, Sunneva í ról-
unni en Daníel tekur trampólínið
fram yfir annað. 
Þau eiga einfalt svar við því hvað
geri þessar kúnstir svona skemmti-
legar. ?Það er svo gaman að geta
gert þessar kúnstir,? segir Karl og
Sunneva kinkar kolli. ?Annars er
það ekkert gaman.?
Hópurinn svarar bæði já og nei
þegar hann er spurður hvort það
taki langan tíma að læra sirkuslist-
irnar. ?Sumir eru lengi en aðrir fljót-
ir ? það er bara misjafnt,? segir Guð-
rún diplómatísk og Sunneva kemur
með ítarlegri skýringu. ?Maður er
kannski fljótari ef maður hefur verið
í fimleikum áður, því þá er maður
betri í alls konar listum, eins og á
dýnu og í handahlaupum.? 
Sum þeirra hafa farið áður á sirk-
usnámskeið en þau sem eru í fyrsta
skipti í ár geta vel hugsað sér að fara
aftur. Og það skiptir engu þótt kenn-
ararnir tali ekki íslensku því þá
bregða krakkarnir sér bara í kenn-
arahlutverkið. ?Við erum að kenna
þeim að segja nokkur orð á íslensku,
eins og handstaða og kollhnís og upp
og niður. Og hægri og vinstri líka.? 
Morgunblaðið/Kristinn
Glaðbeitt Styrkur og jafnvægi er lykilatriði þegar byggja á mennskan píramída. Krakkarnir eru enda einbeitt að sjá þegar kemur að því að stilla sér upp ásamt leiðbeinanda sínum. 
Vandasamt Það krefst heilmikillar samhæfingar að henda þrjá bolti á lofti en æfingin skapar meistarann. 
Tilþrif Ekkert hik var á krökkunum þegar þau fóru á hvolf í rólunni. 
Með allan himininn fyrir ofan sig
Einhjól, keilur og línudans eru meðal
verkefna ungra sirkuslistamanna í
Lækjarbotnum. Bergþóra Njála 
Guðmundsdóttir sá mennskan píramída
og tilþrif í rólu í íslenskri sól á dögunum.
ben@mbl.is
|fimmtudagur|21. 6. 2007| mbl.is
daglegtlíf

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52