Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þ
að eru aðallega þrjú lönd
sem eru í boði hjá þeim
þremur ferðskrifstofum
sem haft var samband við;
Heimsferðum, Express ferðum og
Úrvali Útsýn. Þetta eru Austurríki,
Sviss og Ítalía.
Ítalía heillar flesta
Hjá Úrvali Útsýn hafa viðbrögð
verið mjög góð en fyrir skömmu var
auglýst að byrjað væri að taka á móti
bókunum. Guðrún Sigurgeirsdóttir,
framleiðslustjóri hjá Úrvali Útsýn,
segir að fyrsta daginn sem skíðaferð-
irnar voru auglýstar hafi 300 manns
skráð sig til að tryggja sér dagsetn-
ingu og stað. ?Það er nefnilega ár-
íðandi í skíðaferðunum að vita hvar
maður vill vera því staðurinn og hót-
elið skiptir mjög miklu máli,? segir
Guðrún en hún segir jafnframt að
flestir vilji fara í febrúar í skíðaferð-
irnar þó páskarnir séu að sækja í sig
veðrið og nú sé fólk einnig byrjað að
bóka sig í páskaferðir.
Guðrún segir að skíðaferðirnar séu
í auknum mæli keyptar sem fjöl-
skylduferðir þar sem foreldrar taki
börnin með og jafnvel ömmur og afa
því skíðamennskan virðist oft vera
fjölskyldunni í blóð borin.
?Við hjá Úrvali Útsýn erum með
tvo staði á Ítalíu, Selva, sem sumir
segja að sé besti skíðastaður í heimi
eða í það minnsta sá besti í Evrópu og
svo erum við með Madonna og er sá
staður fyrir þá sem vilja þægilegri
brekkur en Selva er aftur á móti fyrir
harða kjarnann,? segir Guðrún en
hún segir jafnframt kosti Ítalíu liggja
í hve skíðasvæðin eru hátt upp í fjöll-
unum sem tryggi meiri snjó og jafn-
framt sé ítölsk matargerð með því
besta sem býðst.
Sérhæfa sig í Austurríki
Þyri Gunnarsdóttir, sölustjóri hjá
Heimsferðum, segir að áherslan þar
hafi mest verið á Austurríki en stað-
urinn hafi reynst viðskiptavinum
þeirra vel hingað til: ?Við höfum síð-
ustu árin eingöngu verið með Aust-
urríki og þá er flogið til Salzborgar
sem gefur möguleika á nokkrum
skíðasvæðum, t.d. Flachau, Lungau
og Zell am See, en allir þessir staðir
eru í nágrenni við Salzborg og bjóða
upp á mjög fjölskylduvæn skíðasvæði
þar sem auðvelt er að finna eitthvað
við allra hæfi. Það færist mjög í vöxt
að krakkarnir fari í skíðaskóla á með-
an foreldrarnir geta reynt sig á erf-
iðari brekkunum,? segir Þyri en hjá
Heimsferðum er einnig byrjað að
taka á móti bókunum í skíðaferðir
vetrarins.
?Skíðaferðirnar fóru í sölu nú um
daginn og tökum við á móti bókunum
nú þegar. Einnig verðum við með sér-
staka jólaferð sem verður farin 22.
desember og hún er orðin töluvert
bókuð og því er greinilegt að fólk er
til í að eyða jólunum á skíðum,? segir
Þyri enda virðist vera sem margir séu
tilbúnir í að prófa eitthvað nýtt í
skíðaferðum til að mæta snjóleysinu
sem hefur hrjáð íslensk skíðasvæði
undanfarin ár.
Áherslan á Sviss
Express ferðir bjóða nú pakkaferð-
ir eftir að flug þeirra til Frie-
drichshafen sló í gegn í fyrra og skera
Express ferðir sig úr með því að
bjóða líka ferðir til Sviss, til viðbótar
við Austurríki.
Lilja Hilmarsdóttir, deildarstjóri
hjá Express ferðum, segir pakkaferð-
ir Express ferða hafa byrjað með
fluginu til Friedrichshafen; ?Við byrj-
uðum í fyrra að fljúga til Frie-
drichshafen við Bodensee og það
mæltist vel fyrir og gekk svo vel
vegna þess að þetta flug opnar mögu-
leika á ferðum til Sviss eða Austur-
ríkis.? Lilja ítrekar að það taki aðeins
um einn og hálfan til tvo tíma að
keyra til helstu skíðasvæðanna í Sviss
og Austurríki frá Friedrichshafen.
?Við byrjum að fljúga 22. desem-
ber og fljúgum til 1. mars og viðtök-
urnar hafa verið hreint ótrúlegar.
Pakkaferðir með flugi, hóteli, hálfu
fæði og fararstjórn er t.d. í boði til
Lech sem er óvenjulegt því það er
frekar dýr staður. Ischgl er líklegast
heitasti staðurinn hjá okkur og er vin-
sæll staður hjá þeim sem eru góðir á
skíðum. Þarna koma jafnvel heims-
frægir skemmtikraftar og skemmta
og mesta fjörið er eiginlega á Ischgl.
Davos er líka vinsæll staður þar sem
svæðið stendur mjög hátt og þar
skíða frægir kappar eins og Karl
Bretaprins en til Lech fer nú líklega
mest af fræga fólkinu. 
Það er líka mikið um að fólk skipu-
leggi sínar eigin skíðaferðir hjá Ex-
press ferðum en þá bókar fólk sjálft
flugið og velur sér svo þá staði sem
næstir eru og bjargar sér sjálft um
gistingu.?
Mismunandi áherslur
Það er því ljóst að íslensku ferð-
skrifstofurnar eru með mismunandi
áherslur. Flestir áfangastaðirnir eru í
Austurríki en Sviss og Ítalía eru öllu
óhefðbundnari áfangastaðir sem hafa
verið að sækja í sig veðrið.
Fyrir þá sem geta svo ekki beðið til
vetrarins má athuga möguleika á
skíðaferðum yfir sumartímann en
margir af þessum skíðastöðum hafa
opnar brekkur yfir hásumarið.
Skíðaferðir eru meðal
vinsælustu sérferða hjá
íslenskum ferðaskrif-
stofum enda sannkölluð
himnasending fyrir skíða-
áhugafólk að komast í
þekktustu brekkur Evr-
ópu úr grámanum sem
oft er á Íslandi á veturna.
Ingvar Örn Ingvarsson
forvitnaðist um skíðaferð-
irnar næsta vetur.
Þegar farið að bóka í skíðaferðir
ferðalög
24 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Það eru ekki öll sumarfrí eins og stundum getur verið
skemmtilegt að gera eitthvað óvenjulegt eins og til dæmis
að skella sér á skíði um hásumar ? njóta ferska loftsins en
jafnframt hlýjunnar þegar af skíðunum er komið á nokkrum
af þekktari skíðastöðum heimsins.
Þeir staðir, fyrir þá sem vilja skipuleggja sínar eigin ferðir,
sem hafa verið hvað vinsælastir yfir sumarmánuðina júní, júlí og
ágúst hafa verið eftirfarandi:
L50776 Tignes í Frakklandi en staðurinn er þekktur fyrir stíflu sem þar
er og varð bygging hennar eftir seinni heimstyrjöldina til þess að
gamla þorpið Tignes fór undir vatn. Skíðasvæðið var þá flutt of-
ar í fjöllinn sem tryggir meiri snjó og þar með betra skíða-
færi.
L50776 Les Deux Alpes einnig í Frakklandi en þar er þorp í
1650 metra hæð og liggja skíðalyfturnar upp í 3600
metra hæð á þessu öðru elsta skíðasvæðis Frakklands.
L50776 Zermatt í Sviss hefur líka verið vinsæll staður yfir
sumartímann en Zermatt er staðsett við hið fræga
fjall Matterhorn í þýskumælandi hluta Sviss.
L50776 Elbrus-fjall í Kákasus-héraði Rússlands
gæti líka vel boðið upp á nýstárlega skíða-
reynslu fyrir þá sem eru örlítið djarfari en
fjallið sem er 5.642 metra hátt býður upp
á gott skíðasvæði með stólalyftum og
einnig er boðið upp á vélsleðaferðir
til að komast á skíðasvæðin.
Það er því ljóst að nóg er af spenn-
andi skíðasvæðum og þá má líka at-
huga enn fjarlægari staði eins og
Bandaríkin og Nýja-Sjáland.
Íslensku ferðaskrifstofurnar þrjár sem rætt var við bjóða 12 áfangastaði.
L50098 Á Ítalíu er boðið upp á ferðir til Selva di Val Gardena í Dólómítafjöllunum sem er um 70
kílómetra frá borginni Trento.
Madonna di Campiglio er smábær í Ítalíu með einungis 700 íbúum en staðurinn er frægur fyrir
skíðasvæði sitt.
L50098 Í Austurríki standa margir skíðastaðir til boða enda bjóða allar ferðaskrifstofurnar ferðir til Aust-
urríkis. Þar má helst nefna eftirfarandi staði: Flachau er lítið þorp með mjög vel þróað skíðasvæði og
er staðurinn meðal annars þekktur fyrir skíðakappann Herman Maier sem er uppalinn á svæðinu.
Wagrain hefur hvorki meira né minna en 350 skíðabrekkum á að skipa og er vinsæll áfangastaður
Norðurlandabúa.
Alpendorf er vinsælt skíðasvæði aðeins 55 kílómetra frá Salzburg og er staðurinn ekki síður þekkt-
ur fyrir að vera heimbær formúlu 1-kappans Ralfs Schumacher.
Kitzbühel er sérlega fallegur miðaldabær í Týról sem býður upp á fjölbreytt skíðasvæði með
tengingu við Kirchberg og eru hæstu skíðabrekkurnar í 2.000 metra hæð.
Ischgl sem er líka í Týról er hluti af stærsta skíðasvæðinu í Ölpunum og er staðurinn einna
þekktastur fyrir fjölbreytt og líflegt næturlíf og tilheyrandi eftir-skíðapartí.
Lech er einn fínasti skíðastaðurinn í Ölpunum og þar er hægt að gista á lúxushótelum
en einnig er svæðið þekkt fyrir sínar óafmörkuðu brekkur sem þykja vera afbragð.
Í Zell am See var fyrsta skíðamótið haldið árið 1906 og því er löng hefð fyrir skíða-
íþróttinni á svæðinu sem er ævafornt þorp frá tímum Rómverja.
L50098 Þeir staðir sem í boði eru í Sviss eru aðeins tveir, Flims/Laax svæðið og Da-
vos.
Flims/Laax er með skíðasvæði frá 1.100 metra hæð og upp í rúma 3.000
metra og er talsvert af ótroðnum brekkum í boði fyrir þá sem það vilja.
Davos er mjög gamalt vetraríþróttasvæði sem hefur í gegnum rúmlega
hundrað ár dregið til sín marga fræga gesti þrátt fyrir að vera fremur
staður fyrir þá sem vilja láta lítið á sér bera. Davos er í 1.560 
metra hæð.
Tólf áfangastaðir Skíði á sumrin
www.heimsferdir.is 
www.expressferdir.is 
www.urvalutsyn.is 
Vinsælt Flestir áfangastaðirnir
eru í Austurríki en í Sviss og á
Ítalíu eru öllu óhefðbundnari
áfangastaðir sem hafa verið að
sækja í sig veðrið. 
ingvarorn@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52